Dagblaðið - 08.11.1977, Page 8

Dagblaðið - 08.11.1977, Page 8
„Heilbrigdis- málin eru stórmál — þeim vil ég leggja allt lið — en fer ekki út í neinar agitasjónir/’ sagði dr. Gunnlaugur Snædal „Til mín var höfðað með þeirri röksemd að æskilegt væri að fá fólk úr atvinnulífinu eða með fag- þekkingu til þátttöku í stjórnmál- um. Ég gat fallizt á hana. Þetta er ástæðan fyrir því að ég lét til leiðast að fara í prófkjörið," sagði dr. Gunnlaugur Snædal læknir í viðtali við DB. ,,Með þessu er ekki varpað neinni rýrð á menn sem starfa á stjórnmálasviðinu og komnir eru á það svið eftir öðrum leiðum,“ sagði Gunnlaugur. „Heilbrigðismálin eru vitan- lega stórmál. Til þeirra þekki ég af reynslu minni í störfum. Þeim vil ég leggja allt lið,“ sagði Gunn- laugur Snædal. „Annars fer ég ekki út í neinar agitasjónir og geng ekki með neitt í maganum um eigið ágæti," bætti hann við. Dr. Gunnlaugur Snædal er nú yfirlæknir kvensjúkdómadeildar Landspítalans. Hann hefur um Gunnlaugur Snædal læknir. langt árabil starfað fyrir Krabba- meinsfélag Reykjavíkur. Hann hefur tekið virkan þátt í ýmsum málum stéttarfélags lækna, meðal annars sem formaður Læknafélags Reykjavíkur og gegnt fjölda trúnaðarstarfa. - BS Styrkur til sérþjálfunar í Bretlandi Breska sendiráðið i Reykjavik hefur tjáð islenskum stjórnvöldum að samtök breskra iðnrekanda, Con- federalion of British Industry, muni gefa íslenskum verkfræðingi eða tæknifræðingi kost á styrk til sérnáms og þjálfunar á vegum iðnfyrirtækja í Bretlandi. Umsækj- endur skulu hafa lokið fullnaðarprófi í verkfræði eða tæknifræði og hafa næga kunnáttu í enskri tungu. Þeir skulu að jafnaði ekki vera eldri en 35 ára. Um er að ræða tvenns konar styrki: Annars vegar fyrir menn sem starfað hafa 1—4 ár að loknu prófi en hafa hug á að afla sér hagnýtrar starfsreynslu í Bretlandi. Eru þeir styrkir veittir til 1—1 'A árs og nema 2124 sterlingspundum á ári (177 sterlingspundum á mánuði), auk þess sem að öðru jöfnu er greiddur ferðakostnaður til og frá Bretlandi. Hins vegar eru styrkir ætlaðir mönnum, sem hafa ekki minna cn 5 ára starfsreynslu að loknu prófi og hafa hug á að afla sér þjálfunar á sérgreindu tæknisviði. Þeir styrk- ir eru veittir til 4—12 mánaða og nema 2652 sterlings- pundum á ári (221 sterlingspundum á mánuði), en ferðakostnaður er ekki greiddur. Umsóknir á tilskildum eyðublöðum skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavík, fyrir 31. desember nk. Umsóknareyðublöð, ásamt nánari upp- lýsingum um styrkina, fást í ráðuneytinu. Me>vitamálaráðu'ieytið 4. nóvember 1977. GULL- HÖLUN Verzlanahöllin Laugavegi 26 101 Reykjavlk Sími 17742 Fljót, góð og örugg þjónusta Eyrnalokkar Hringir Armbönd Hálsmen Skírnargjafír Víravirki, handunnið Allt ímiklu úrvali Gull-og silfurviðgerðir. Þræðum perlufestar. Gyllum — Hreinsum Gefíð góðar gjafír, verzlið hjágullsmið ____________________DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 8, NOVEMBER 1977. Bergmann „ÉG SKAL SEGJA Kan”b*: MÍNA MEININGU...” „Þetta er miklu frekar stuöningsyfirlýsing mín við flokkinn," sagði Guðlaugur Berg- mann forstjóri Karnabæjar í viðtali við DB en hann er einn þeirra sem gefið hafa kost á sér til prófkjörs fyrir Sjálfstæðis- flokkinn í Reykjavík. „Það var farið fram á þetta við mig og ég spurði hvort það myndi verða flokknum til framdráttar. Það héldu menn og því sló ég til.“ Guðlaugur sagðist ekki hafa undirbúið neina kosningabaráttu sem slíka, en kvaðst þó myndu vinna að sfnum málum. „Ef svo kynni að fara að ein- hver vildi veita mér stuðning sinn skal ekki standa á mér að segja mína meiningu," sagði Guðlaugur ennfremur. „Ég er mikill and- stæðingur kerfisins, ég vil ekki að einstaklingurinn verði aðeins nafnnúmer, algjörlega áhrifa- laus“. -HP. Guðlaugur Bergmann forstjóri Karnabæjar. Karl Þorðarson verkamaður: „GEIR SPURÐIHVORT EG VÆRIREIÐUR...” „Eg vil ekki að flokkur, sem kallar sig flokk allra stétta, sé verkamannslaus. Þess vegna er ég að þessu,“ sagði Karl Þórðarson verkamaður í Aburðarverk- smiðjunni í viðtali við Dagblaðið. „Um kosningabaráttu verður kannski ekki mikið að ræða, ég hef hvorki tíma né stöðu til þess, þar eð vinnan kallar.“ Karl sem verið hefur verka- maður í 18 ár og þar áður sjómaður í 19 og hálft ár, sagðist alltaf hafa verið sjálfstæðismaður og viljað flokknum allt hið bezta: „Þess vegna stóð ég upp á fulltrúaráðsfundi þegar ljóst varð að þeir ætluðu ekki að hafa neinn verkamann á listanum og mót- mælti því harðlega," sagði Karl. „Á eftir kom Geir Hallgrímsson til mín og spurði hvort ég væri nokkuð reiður." „Það tel ég líka réttara að Karl Þórðarson verkamaður. berjast innan flokksins en að yfir- gefa hann,“ sagði Karl ennfrem- ur. „Ég hef eins og ég sagði enga aðstöðu til þess að vera að halda ræður, — vinnan gengur fyrir — það eitt sýnir hvernig málunum er komið, jafnvel þótt við sjálf- stæðismenn séum með meirihluta bæði í borgarstjórn og ríkisstjórn. Fólk hefur ekki tíma til neins, verður að vinna mikið til þess að geta haldið lífi. Ef svo færi að ég væri kjörinn á þing myndi ég tvímælalaust berjast fyrir kjörum láglauna- mannsins,“ sagði Karl. „Það er enginn fulltrúi þeirra á þingi núna og á irieðan talar enginn þeirra máli. Það eru jú verka- mennirnir og sjómennirnir sem skapa auðinn hér á landi.“ -HP. Hinrik Bjarnason: „MUN VINNA AÐ MÍN- UM MÁLAFLOKKUM...” „Ég er auðvitað að þessu í fullri alvöru," sagði Hinrik Bjarnason, framkvæmdastjóri Æskulýðsráðs í viðtali við Dagblaðið. Hinrik hefur gefið kost á sér til framboðs í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins i Reykjavík. . „Nei, ég hef enn ekki ákveóið nein fundarhöld, enda bar þetta brátt að með mig, þetta var ekki ákveðið fyrr en á sfðasta fundi kjörnefndar. Enda held ég að maðurverði að sjá til með slíkt. Hvað ég muni gera ef ég næ kjöri á þing? Það er nokkuð augljóst, að ég flyt frá miðju Tjarnarinnar inn að Tjarnarenda!" sagði Hinrik einnig. „Nei, ég mun auðvitað vinna að þeim málaflokkum, sem ég hef unnið að núna í rúm tuttugu ár, skóla-, uppeldis- og æskulýðsmálum. Eins hef ég haft afskipti af menningarmálum og ég sem venjulegur borgari hef auðvitað mínar skoðanir á efnahagsmálum. Einnig má nefna að Reykjavik verður að halda sterkri efnahags- legri stöðu sem grundvallast sennilega á breytingum á kjör- dæmaskipuninni, m.a.“ -HP. Hinrik Bjarnason, framkvæmda- stjóri Æskulýðsráðs. „Ég Ift á þingmennsku sem málflutn- ing og ber hag íslenzks iðnaðar fyrir brjósti,” segir Páll S. Pálsson, hrl. „Eg hugsa málið fyrst ogfremst þannig að ég befi um langt skeið stundað málflutning. Ég lít á þingmennsku sem málflutning, þar sem menn fleyta sem bezt fram því sem mestu varðar til góðs að eigin dómi ogbægjahinu frá,“ sagði Páll S. Pálsson hrl. í viðtali við DB. Páll hefur nú gefið kost á sér til alþingisprófkjörs fyrir Sjálfstæðisflokkinn. „í 11 ár, ef til vill mín beztu ár, starfaði ég fyrir Félag íslenzkra iðnrekenda. Þar hóf ég störf eftir að ég lauk lögfræðiprófi 1945," sagði Páll. „Það kom í minn hlut að vera eins konar málsvari þessara sam- taka í fjölmiðlum. Þannig átti ég einnig að gæta þess að fólk hefði opin augu fyrir framtíðarþýðingu iðnaðarins. Þegar mér var boðið að taka sæti í þessu prófkjöri kannaði ég hvort forystumenn í iðnaði væru í framboði. Þegar það reyndist ekki vera, þótti mér ekki óeðlilegt að ég tæki boði um sæti í prófkjörinu,“ sagði Páll S. Páls- son. Það kom í hlut Páls að vinna að stofnun Iðnaðarbanka íslands. Var hann formaður bankaráðsins. Hann átti sæti í nefnd til að endurskoða lög um iðiu og iðnað, m.a. bætt vinnusknyrði og hag- kvæmari vinnubrögö. Hann var í nefnd, sfem gerði tillögur um frámtíðarskipun iðnaðarmála. Hann var i nefnd sem samdi lög og reglur um Iðnaðarmálastofnun lslands auk fjölda annarra nefnda, sem fjölluðu um ýmis svið íslenzks iðnaðar. Hann var um tíma meðritstjóri að Iðnaðar- Hafnarfjörður Verzlunarstjóri og afgreiðslufólk ósk- ast í matvörUverzlun sem er að hefja rekstur. Uppl. um menntun og fyrri störf sendist DB fyrir 15. nóv. merkt: „Hafnarfjörður 1406“. v

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.