Dagblaðið - 19.11.1977, Page 4

Dagblaðið - 19.11.1977, Page 4
4 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 17. NOVEMBER 1977. VIUA ÚTLENDINGAR EKKILAMBA- KJÖTIÐ AF ÞVÍ ÞAÐ ER SVO ÓDÝRT? Engin samkeppni íað koma þvíá framf æri við danska neytendur. Mikill markaður ísuðlægari löndum, segir Þorsteinn Viggósson „Það er hægt að fá miklu meira út úr sölu á íslenzku kjöti er- iendis en nú er gert,“ sagði Þor- steinn Viggósson skemmtiklúbba- eigandi og kaupmaður er DB ræddi við hann í síma á heimili hans í Kaupmannahöfn í gær. „Matvælaverzlun freistar mín mjög og ég hef aðeins verið að gefa henni auga en hef engar aðgerðir hafið ennþá. Hér í Danmörku er t.d. allt of mikill verðmunur á ísl. lamba- kjöti og t.d. nautakjöti. í heilu er hægt að fá ísl. lambakjöt á um 13 kr. kg en nautakjötið kostar um 40 kr. kg. Þegar komið er að lambakótelettum eða læris- sneiðum kostar ísl. kjötið um eða yfir 20 kr. danskar kílóið en sam- bærilegt nautastykki 50—70 kr. kílóið." Þetta er allt of mikill munur að dómi Þorsteins og stafar fyrst og fremst af því að íslenzkt iamba-’ kjöt er ekki búið til sölu í Dan- mörku sem annað kjöt, þó það gefi öðru kjöti ekki eftir og hægt væri að vinna upp á því miklu meiri sölu en nú er. „Það er Htið hægt að finna af íslenzku lambakjöti í stór- mörkuðunum þar sem flestir verzla. Það er engin samkeppni um að koma því til fólksins. Kjöt- meistari Knudsen í Ködbyen er ágætis maður en hann er einn um lambakjötsmarkaðinn frá tslandi. PRÓFKJÖR SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS: Við viljum nýtt andlit á Sjálfstæðisflokkinn GEIR R. ANDERSEN hefur með skrífum sihum um þjóðmál ídagblöð sl. 7 ár kynnt hugmyndir sínarognýmæli—Hérerunokkursýnishomþeirra: Ljaum lið nyrri landbúnaðarstefnu Siðvæðing gjaldmiðilsins Hundraðföldun íslenzku krónunnar verður til þess að efla traust fólks á íslenzkum gjaldmiðli Frjáls ferðagjaldeyrir Með nýrri gjaldeyrislöggjöf og frjálsum gjaldeyris- markaði skapast nýtt viðhorf og ný tækifæri til gjaldeyrisöflunar og vörzlu alþjóðlegra gjaldmiðla Virkar varnir— Aukið öryggi Nauðsyn á nýjum, hagkvæmum og gagnkvæmum varnarsamningi milli íslands og Bandaríkjanna, sem m.a. kveður á um tækniaðstoð við íslendinga, þ.á m. í mannvirkjagerð og þróun iðnaðarvara tilútflutnings Með auknum þrýstingi á endurskipulagningu landbúnaðarmála, afnámi styrkja og niðurgreiðslna er verið að tryggja neytendum aukið val og nýjar venjur í neyzlu landbúnaðar- vara. — Inn á Alþingi með landbúnaðarstefnu Jónasar Kristjánssonar Gegn fjármálaspillingu — Með sparnaði N auðsyn aukins siðgæðis í meðferð opinberra fjármála.— Á AlþingiþarfSPARNAÐUR, en ekki eyðsla að vera kjörorð í meðferð mála Vörumst vinstri Veljum rétt Sjálfstæðismenn! y . Fjölmennum íprófkjör ^ 1 3L # R. ANDERSEN Stuðningsmenn Lambakjötið — villibráð en gott kjöt að okkar mati. Er hægt að vinna þvf hollari markaði hjá erlendum neytendum? — DB-mynd R.Th. Sig. SÍS er einn aðila um söluna frá tslandi,“ sagði Þorsteinn. Þorsteinn kvaðst hafa heyrt að íslenzkt lambakjöt færi í hunda- fæðu erlendis. „Við því er ekkert að segja ef verðið sem fyrir kjötið fæst er nógu hátt. Mikið af íslenzkum sjávarafurðum fer líka til hundafæðu. Slíkt er allt í lagi ef borgað er fyrir vöruna viðunanlegt verð. Sumir hér kaupa nautalundir handa hund- inum en bein handa sjálfum sér,“ sagði Þorsteinn. „Nú eru Danir farnir að reyna að selja hangikjöt og ferst illa. Ég keypti tvö slfk læri á dögunum og þann fjanda kaupi ég aldrei aftur," sagði Þorsteinn og kvaðst halda að reyking kjötsins færi eingöngu fram með sprautun. Þorsteinn kvað lambakjöts- markað vera mikinn og góðan f suðlægari löndum. Inn á þá markaði væri hins vegar erfitt að komast en þá hindrun myndi meiri samkeppni í sölu kjötsins frá Islandi örugglega komast yfir. ASt. Blómaval við Sigtún: Vilja stækka gróðurhúsin Beiðni Blómavals við Sigtún um stækkun á gróðurhúsi og heimild til breytingar á skipulagi lóðarinnar er nú til meðferðar f skipulagsnefnd Reykjavíkur. Fyrir fundi b.vgginganefndar Réykjavfkur hinn 10. nóv. sl. lá beiðni Blómavals um þetta efni, auk þess sem farið var fram á leyfi til stækkunar á skýli fyrir- tækisins. Var beiðninni vfsað til skipu- lagsnefndar sem fyrr segir. BS íslenzkar veiðiár fyrir íslendinga Islenzkar laxveiðiár eru ekki lengur opnar fyrir íslendinga á beztu tfmum sumarsins. A aðal- fundi . Landssambands stangar- veiðifélaga í Borgarnesi á dögunum var samþykkt að leita eftir nánara samstarfi við eigendur veiðiréttar til að leysa þetta vandamál. Islenzkar veiðiár eiga að vera fyrir Islendinga, ekki sfður en útlendinga.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.