Dagblaðið - 19.11.1977, Síða 5

Dagblaðið - 19.11.1977, Síða 5
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 19. NÖVEMBER 1977. 5 Gömul meistara- verk Klukkan kom með Jör- undi hundadagakonungi Gamlar klukkur geta veriö hin mestu meistaraverk og hafa þær gengið mann fram af manni og verið í eigu sömu ættar áratugum og jafnvel öldum saman. En nú á seinni árum hafa orðið miklar breytingar í gerð úra og klukkna og eru mörg úrin nú nánast litlar tölvur. Þetta er rifjað upp nú því um þessar mundir er Ursmíðafélag íslands 50 ára og héldu úrsmiðir afmælið hátiðlegt 29. október sl. —oggengurenn — Aðalhvatamenn stofnunar félags- ins voru Magnús Benjamínsson, Jóhann Ármann Jónasson og Haraldur Hagan og var hann jafn- framt fyrsti formaður félagsins. Margar merkilegar klukkur og úr hafa farið í gegnum hendur úrsmiðanna á undangengnum árum og að því er Sigurður Tómasson, heiðursfélagi félagsins, sagði i samtali við DB mundi hann sérstaklega eftir forláta klukku sem kom hingað til Harðar umræður á landsf undi Alþýðubandalagsins: Prófkjör í Reykjavík Miklar umræður urðu um prófkjörstíUöguna sem fram kom á lands- fundi alþýðubandalagsmanna í gær. Adda Bára Sigfúsdóttir er í ræðustól. — DB-mynd Hörður. Tillaga um að efna til prófkjörs í R'eykjavík var samþykkt með 70 atkvæðum gegn 62 á landsfundi Alþýðubandalagsins í gær. Höfðu orðið miklar umræður um tillöguna og sýndist sitt hverjum. Alþýðubandalagsmenn hafa haft þann háttinn á að efna til forvals meðal flokksmanna og er það á engan hátt eins opið og prófkjör eru. Talið er- fullvíst að í próf- kjörinu eigi að gera harða atlögu gegn Magnúsi Kjartanssyni alþingismanni og hefur Svavar Gestsson, ritstjóri Þjóðviljans,. verið nefndur sem hugsanlegur eftirmaður hans. Eins er talið að Vilborg Harðardóttir komi til greina. Aðrir þingmenn Alþýðubanda- lagsins fyrir Reykjavík eru þau Eðvarð Sigurðsson og Svava Jakobsdóttir. HP Blaðburðarbörn óskaststrax við: TJARNARGÖTU SUÐURGÖTU LAUFÁSVEG HVERFISGÖTU HÁTIÍN MIÐTÚN mmuBW Sími27022 BIAÐIB INNRINJARDVÍK Vantar blaðburðarböm Sími2249- Innri Njarövík Úrsmiðafélag íslands 50 ára lands 1809 með Jörundi hunda- dagakonungi. Klukkan er smíðuð í Skotlandi, liklega um aldamótin 1800, og er hún með svokölluðu Borgundarhólmslagi. Sigurður sagði að klukkan væri mjög vönduð og þegar hann yfir- fór hana fyrir fáum árum sást varla slit eftir þennan langa tíma. Eftir að klukkan kom til landsins komst hún í eigu Luritz Michael Knudsen og konu hans, Margarethe Andrea, og hefur klukkan síðan verið í eigu afkom- enda þeirra og er nú í eigu fimmta ættliðar. Klukkan er 185 cm á hæð og úr dökkum viði. Urskífan er úr kopar með svertum ígreyptum tölustöfum. Auk tíma- og mínútuvísa eru sekúndu- og dagatalsvísar og Vasaúr Gunnars Bjarnasonar fv. skólastjóra Vélskólans. Urið er frá 18. öld. Varla sést slit á verki klukkunnar þótt hún hafi gengið allt frá komu Jörundar hundadaga- konungs. klukkan hefur vikuverk og slær á heilum tíma. Annar gamall gripur er vasaúr í eigu Gunnars Bjarnasonar fv. skólastjóra Vélskólans. Vasaúrið er frá því á átjándu öld og var upphaflega 1 eigu konu nokkurrar í Vestmannaeyjum, Jóhönnu að nafni, en hún var langamma Gunnars. Vasaúrið er mjög fagurt og fylgir því hulstur og lykill. JH UREVRLL Sími 8-55-22 Tilkynningfrá Stof nlánadeild landbúnaðarins Athygli bænda er vakin á því að árgjöld 1977 af lánum við Stofnlána- deild landbúnaðarins og Veðdeild Búnaðarbankans eru fallin í gjald- daga. Stofnlánadeild landbúnaðarins, Veðdeild Búnaðarbankans. BIKARMÓT fímleikasambands íslands Bikarmót 3. deildar verðursunnudaginn20. nóvember kl. 15,00 í íþróttahúsi Kennaraháskóla íslands KOMIÐ OG SJÁIÐ SPENNANDIKEPPNI F.S.Í.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.