Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 19.11.1977, Qupperneq 10

Dagblaðið - 19.11.1977, Qupperneq 10
10 MMBUÐIB fijálst, úháð dagblað Útgefandi Dagblaðið hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjolfsson. Ritstjori: Jonas Kristjansson. Fróttastjóri: Jón Birgir Pétursson. Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason. Skrifstofustjori ritstjórnar: Jóhannes Reykdal. íþróttir: Hallur Símonarson. Aðstoöarfróttastjóri: Atli Steinarsson. Handrit: Ásgrímur Pálsson. Blaðamenn: Anna Bjarnason, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurösson, Dóra Stefánsdóttir, Gissur Sigurðsson, Hallur Hallsson, Helgi Pétursson, Jónas Haraldsson, Katrín Palsdóttir, Ólafur Geirsson, Olafur Jónsson, Ómar Valdimarsson, Ragnar Lár. Ljósmyndir: Bjarnleifur Bjarnleifsson, Hörðui Vilhjálmsson, Svoinn Þormóösson. SUrifstofustjori: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkeri: Þráinn Þorleifsson. Dreifingarstjóri: Már E. M. Halldórsson. Ritstjórn Síðumula 12. Afgreiðsla Þverholti 2. Áskriftir, auglysingar og skrifstofur Þverholti 11. Aðalsimi blaösins 27022 (10 línur). Áskrift 1500 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 80 kr- eintakið. Setning og umbrot: Dagblaðið og Steindórsprent hf., Ármúla 5. Mynda og plötugerð: Hilmirhf. Siðumula 12. Prentun: Árvakur hf. Skeifunni 19. Viljahætta vitleysunni Könnun Dagblaðsins á skoðun- um þeirra fjörutíu og þriggja, sem eru í framboði í prófkjöri sjálf- stæðismanna í Reykjavík, leiddi margt athyglisvert í ljós. Afstaða þessa fólks til landbúnaðarmála er skýlaust vantraust á þá stefnu, sem ríkt hefur í þeim efnum um áratuga skeið undir margvíslegum ríkisstjórnum. Yfir- gnæfandi meirihluti þeirra, sem á annað borð náðist í og fengust til að svara, sagðist vilja hætta bæði útflutningsuppbótum og niður- greiðslum á landbúnaðarvörum. Tuttugu og tveir lýstu yfir þessari skoðun, en aðeins einn var andvígur. Sex voru óákveðnir, þar af nokkrir, sem kváðust vilja hætta útflutn- ingsuppbótum en viðhalda niðurgreiðslum að einhverju marki. Að öllu samanlögðu má telja þetta einn mesta skell, sem landbúnaðarpólitík- in hefur hlotið. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins í borginni skáru sig algerlega úr í 'þessari könnun. Þeir neituðu, einir manna, að svara spurningunum. Þarna var þó aðallega um að ræða sömu spurn ingar og verða lagðar fyrir kjósendur í próf- kjörinu, um afstöðu til bjórsins, lækkunar kosningaaldurs, ,,aronsku“ og frjálsan útvarps- rekstur. Þá var spurt um afstöðu til kaupa á Víðishúsi og landbúnaðarstefnunnar. Þetta eru allt mál, sem koma til kasta Alþingis í einu eða öðru formi. En, ónei. Þingmenn Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík treystu sér ekki til að svara neinum slíkum spurningum í skoðana- könnun. Þeir höfðu ekki neina skýra línu um, hvað þeir ættu að segja. Sannleikurinn er sá um þorra þingmanna í öllum flokkum, að þeir hafa í þingsetu sinni vanizt þokukenndu orðagjálfri um eitt og ann- að og undirgefni við vilja flokksforystu, ef mál eru talin skipta einhverju. Þeir þora 1 hvorug- an fótinn að stíga. Hverjir eru þessir frambjóðendur í prófkjöri sjálfstæöismanna, sem vilja leggja niður hina brjálæðislegu landbúnaðarstefnu? Margt þetta fólk er sáralítið þekkt meðal almennings. En þetta eru forystumenn í röðum sjálfstæðis- manna, iðulega fólk, sem ber uppi flokksstarfið í hinum ýmsu hverfum og félögum eða er þekkt í samtökum utan flokksins. Eðlilegt er að ætla, að það mæli fyrir munn hins almenna sjálf- stæðismanns frekar en þingliðið, sem hefur vanizt hrossakaupum við framsóknarmenn og fylgispekt við þá sjálfstæðisforingja utan af landi. sem bera fulla ábyrgð á vitleysunni í landbúnaðarmálum. Það er von til, að þetta fólk geti einhverju breytt í landbúnaðarmálunum sem öðrum, hvort sem einhverjum þeirra eða engum tekst að komast í þingliðið. Það mun áfram verða burðarás flokksstarfs- ins, og þaðan þarf að koma sú skriða, sem kollvarpar helstefnunni. Þessir sjálfstæðismenn sjá, að þeir standa ekki einir í sínum flokki, ef þeir vilja taka til höndunum. DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 1977. \ /-------------------- Tónlist Leifur & Þórarinsson Islenzkur oktett Kammersveit Reykjavíkur flutti fjögur tónverk á hljóm- leikum sínum á sunnudaginn var í Hamrahlíðarskólanum, þar af þrjú frönsk og eitt íslenskt. Frönsku tónverkin sem voru öll samin á þessari öld, tilheyra þó kynslóð langafanna, en það íslenska, oktett fyrir tréblásara eftir Jón Asgeirsson, var algjör- lega nýtt af nálinni, samið sl. haust. Það er ekki alltof oft að manni gefst kostur á að hlýða á frum- flutnings nýs íslensks tónverks, enda telst slikt til meiriháttar viðburða í tónlistarlífinu. Kammersveit Reykjavíkur, sem starfar að mestu leyti óstyrkt og hefur á að skipa fólki sem að öllu jöfnu vinnur fyrir sér með sinfóníuleik og kennslu, er eitt af örfáum fyrirtækjum sem hefur slíkt efnisval ofarlega á stefnu- skrá sinni. Boðar hún frum- flutning þriggja íslenskra verka á þessu starfsári, og var oktett Jóns það fyrsta. Að vísu er mér lífsins ómögulegt að segja, að hér hafi verið um spennandi eða nýstár- legt tónverk að ræða, til þess er oktettinn einum of skóladæmis- legur að efni og byggingu. Ferundahljómar og kontra- púnktur í jöfnum, malandi nótna- gildum, valda ekki að framfleyta þeirri spennu sem upphafið gefur fyrirheit um. Hljóðfæraskipanin (piccolo flauta, stór flauta, óbó, enskt horn, klarinett, bassaklari- nett fagott og kontrafagott) gefur vissulega möguleika til margvís- legra hljómbrigða, en þá mögu- leika nýtir tónskáldið ekki að neinu marki. Hvað um það, innan sinna takmarka, þ.e. germansks hausmusikstíls, er verkið vel og vandlega samið og hljómar alls ekki leiðinlega í annað sinn, eins og mörg önnur af því tagi óneitan- lega gera. Kammersveitin flutti það tvisvar, fyrir og eftir hlé, og var það sniðugt uppátæki. Frönsku tónverkin þrjú voru kærkomin tilbreyting í okkar norræna skammdegi. Tvö milli- spil eftir Jaques Ibert fyrir Hautu, fiðlu og hörpu eru að vlsu ekki efnismikil og heldur af léttara taginu. En hversvegna þarf músíkin líka að vera svo þung og virðuleg, ég held að sé nóg af norðvestannepjunni samt. Og þetta var leikið svo elskulega og tilgerðarlaust, af þeim Jóni Sigurbjörnssyni, Rut Ingólfs- dóttur og Moniku Abendroth, að manni varð strax hlýtt um hjarta- ræturnar. Yfirleitt var hljóðfæra- leikurinn mjög vandaður á þessum hljómleikum, og stenst hann raunar samjöfnuð við það besta sem maður heyrir af slíku erlendis. Það er til dæmis ekki allstaðar sem maður á kost á að heyra jafn hnökralausan flutning á Introduction og Allegro fyrir hörpu, flautu, klarinettu og strokkvartett eftir Ravel, og kannski enn síður á sextett Poulencs fyrir píanó og blásara- kvintett, sem Halldór Haraldsson lék með blásarakvintett kammer- sveitarinnar með miklum glæsi- brag. Bæði myndu þessi verk hafa verið talin næstum óspilanleg á íslandi fyrir sosum tveim áratugum, en þarna voru þau leikin eins og ekkert væri sjálf- sagðara. Um kvöldið var Alþýðuleik- húsið í Skollaleik Böðvars Guðmundssonar í Lindarbæ, og af því maður var svo upplagður eftir þessa reynslu i Hamrahlíðinni og vildi ólmur halda áfram að skemmta sér, brá maður sér þangað í enn meiri ævintýraleit. Ekki varð ég neitt hissa á efnis- meðferð og bragsnilld Böðvars í þessari kostulegu sorgarsögu, né listbrögðum alþýðuleikaranna, sem eru löngu landsfrægir, en tónlist Jóns Hlöðvers Askelssonar kom mér þægilega á óvart. Með einföldustu tæknibrögðum nær hún þeim áhrifum sem textinn þarfnast, og skeikar hvergi í listrænni nákvæmni. Og það má raunar segja um alla sýninguna, sem er ein sú heilsteyptasta og mest viðkomandi sem ég hef séð hér um slóðir. Leifur Þórarinsson Magnús Magnússon: Hamar Þórs, þrumufleygur noröursins. örn og örlygur, 1977. Magnús Magnússon, hinn fjölhæfi rithöfundur, hefur enn einu sinni haslað sér völl á sviði norrænna fornfræða. Arið 1973 -kom út eftir hann bókin Víking Expansion Westwards, sem segir í stórum dráttum frá víkingaferðum í vesturveg. A sl. ári kom út enska útgáfa þess rits, sem nú hefur komið út i íslenzkri þýðingu Dags Þor- leifssonar. F.vrrgreinda bókin segir frá lífi og starfi víkinga- aldarfólks, siglingum, landa- fundum, list og verklegri menn- ingu, en sú bók, sem hér um ræðir fjallar um andlega menn- ingu og þó einkum trúarbrögð og guði víkingaaldar. • I upphafi segir höfundur í stórum dráttum frá Norður- landabúum fyrir víkingaöld, gefur örsmáa innsýn í líf og trúarbrögð fólks á steinöld og bronsöld, að svo miklu leyti, sem hægt er að henda reiður á því, en umfram allt styðst hann við bergristur bronsaldar, sem vfðkunnar eru. Höfundur leitast við að tengja guði hinnar fornu ásatrúar guðamyndum bronsaldar og er reyndar ekki fyrstur til þess, en það lætur að líkum, að þótt sumir guðir víkinga séu taldir ungrar sköpunar eru aðrir miklu eldri. Þróun í frumstæðum þjóð- félögum gengur afarhægt, breytingar verða litlar frá einni kynslóð til annarrar, væntan- lega ekki síður á sviði trúar- bragða en verkhátta. Skilgreining ósafrúar Að meginefni er þó bókin frásögn og skilgreining hinna fornu trúarbragða, ásatrúar víkingaaldarmanna. Eðlilegt er, að aðalheimildirnar séu forníslenzk rit og þótt efni þetta sé búið að fjalla um í ótal ritum af fjölmörgum höf- undum, trúarbragðafræðing- um, bókmenntafræðingum, sagnfræðingum » og forn- fræðingum og þess sé vart að vænta, að höfundur komi með margar nýjar kenningar eða skýringar viðvíkjandi forn- aldartrúnni er aðalkostur bókarinnar sá, að efnið er sett mjög ljóslega fram, stundum á einfaldan hátt, og getur hver sá, sem ekki þekkir til goða- fræðinnar fyrirfram, fengið mjög góða yfirsýn yfir hana af lestri bókarinnar. Að vísu geta heimildir oft verið varasamar og það á ekki sízt við heimildir um ásatrúna. Allar þær ritaöar heimildir eru skráðar I kristni og hljóta að Bók menntir Þör Magnússon INNLÐÐSLA SETUNNAR Jónas smíöaöi tillögutetur. Helgi hjá honum sat, en Magnús kom og bætti um betur og boraði á hana gat. Þau merku tíðindi hafa orðið á alþingi lslendinga, að ellefu manna „þingflokkur" hefur myndaát. Hlutverk hans er aðeins eitt: Innleiðsla setunnar í öndvegl. í þessum „þing- flokki" eru níu þriggja til fimm stjörnu íhaldsmenn, tveir eru bara íhaldsmenn. Þine- flokkurinn" hefur þegar lagt fram þingsályktunartillögu um að hefja setuna til vegs á ný. „Þingflokkurinn" telur, að verði tillagan samþykkt, þá hafi ekki aðeins verið bætt fyrir glæp með iðrun, heldur einnig með kristilegu kærleiksverki. Þegar stórtíðindi gerast spyrja menn ósjálfrátt — hvers vegna? Örsök þessara stór- tíðinda er tæplega ein. Raunir ellefumenninganna eru marg- þættari en svo. Það er örugg- lega blýföst sannfæring alls „þingflokksins", að bók án setu sé alls ekki bók, heldur slys. Að. sá, sem notar ekki setu rétt, kunni ekki að skrifaoggetiþess vegna ekki tjáð sig á þann hátt. Ræður sínar um þetta mál hafa þessir þingflokksmenn flutt af slíkum sorgleiksþunga, að hverjum manni er augljóst, að þeir telja, að með niðurfellingu setunnar úr ritmáli sé vegið miskunnarlaust að hinum fornu dyggðum íhaldssem- innar. En það jafngildi I raun uppreisn gegn hinni almennu

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.