Dagblaðið - 25.11.1977, Page 5

Dagblaðið - 25.11.1977, Page 5
DACiBLAÐIÐ. FÖSTUDACUH 25. NÖVEMBER 1977. T ' 1 Læknar hafa fjór-fimmföld ---*--------*---— þegar meðaltal tekna wemamannataun ístéttunum er tekið 5 Mikill munur er á tekjum manna eftir stéttum og kynjum. Þetta kemur meóal annars fram í skýrslum Hagstofunnar um brúttótekjur ársins 1976. Læknar og tannlæknar höfðu þá að meðaltali 4,6 milljónir og voru efstir en síðan komu sér- fræðingar hjá varnarliði og verktökum þess með 4,4 milljónir að meðaltali. Ófaglært verkafólk í búskap hafði á sama tíma aðeins 610 þúsund að meðaltali. Ófaglært verkafólk í fiskvinnslu hafði rétt um milljón að meðaltali og ófaglært verkafólk í iðnaði tæplega 1,2 milljónir. Af ófag- lærðu verkafólki komust menn hæst hjá varnarliðinu í 1,6 milljónir að meðaltali árið 1976. Lífeyrisþegar og fólk, sem lifir af eignum sínum, hafði aðeins 695 þúsund að meðaltali. Meðaltekjur á öllu landinu voru þá um 1,5 milljónir króna. Sem dæmi um aðrar stéttir má nefna að yfirmenn á togur- um höfðu 3,4 milljónir að meðaltali „Vinnuveitendur, forstjórar og forstöðumenn“ i búskap höfðu aðeins tæplega 1,3 milljónir. Topparnir í iðnaði komu út með 2,7 milljónir að meðaltali en í verzlun með 2,9 milljónir. Mikill munur var á tekjum kvenna og karla, bæði innan allra atvinnuflokka og starfs- stétta, miðað við þessar tölur Hagstofunnar um tekjur yfir árið 1976. HH » Það er sárt að taka við bólu- setningu læknisins — og erfitt að lifa af iaunum sem eru 3-4 sinnum lægri en þau sem iæknirinn fær fyrir sitt starf. Myndin af lækninum og verka- manninum var tekin í Kaliforníu. ✓ HÁHEILAGT FÓLK Eins og sagt var frá í biaðinu i gær héldu menntaskólanemar við Hamrahlíð dimmisjón í gærdag og stóð hún langt fram á nótt. Það var mikil törn, því byrjað var strax kl. 6 í gærmorgun. Við gerðumst dálítið hlutdrægir í myndavali, kvenfólkið eitt sást á myndinni, nunnurnar. Hér er önnur mynd, líka af kvenfólkinu, en munkarnir fá þó alténd að fljóta með að þessu sinni. — DB-mynd Sv. Þorm. Hvað verður um okkur? Landsf undur Samtakanna haldinn á Höfum opnað okkar vinsæla Jóla- markað íkjallaranum Bankastræti 11 Allt efni iaðventukransinn ogjólaskreytinguna. 0 Kerti og jólaskraut ímiklu úrvali 0 Ekkier ráðnema ítímaséðtekið 0 Aðeins tæpur mánuður til jóla Blóm & Ávextir BANKASTRÆTI HAFNARSTRÆTI Loftleiðum íkvöld Samtök frjálslyndra og vinstri manna munu hugsa sér til hreif- ings í kvöld en þá efna þau til landsfundar á Hótel Loftleiðum þar sem ný stefnuskrá verður til umræðu, auk annarra mála. Fundurinn hefst kl. hálfníu og að lokinni kosningu kjörbréfa- nefndar mun Magnús Torfi Ölafs-- son, formaður Samtakanna, flytja yfirlitsræðu um stjórnmálavið-, horfið og stöðu Samtakanna. Aðei is fy i * fI íkksme 11 Sú regla hefur verið viðhöfð í starfi Samtakanna að landsfund- irnir hafa verið opnir öllum flokksmönnum, auk kjörinna landsfundafulltrúa, en fundurinn í kvöld mun taka ákvörðun um frekari réttindi þeirra, þ.e. mál- frelsi og tillögurétt. Þegar því og fleiri forms- atriðum er Iokið mun verða gerð grein fyrir áliti stefnuskrár- nefndar. Hefur nefndin unnið að samningu nýrrar stefnuskrár en sú, sem nú er unnið eftir, er frá stofnfundinum árið 1969. Hh'dð v'e ðu - uin ikku ? Fyrir utan stefnuskrármálið verður starfið framundan eitt helzta umræðuefnið, auk fjár- mála og blaðaútgáfu Samtakanna, en þau gefa út blaðið Ný þjóðmál. Er búizt við að þær umræður verði fjörugar. Á laugardagsmorgun verða nefndakosningar og haldið áfram við framsöguflutning og umræður. Kl. tíu á sunnudagsmorguninn. er stefnt að því að koma saman á ný og munu nefndir þá skila áliti um fundarmálin og verða þau rædd og afgreidd. Þá skilar kjör- nefnd áliti og síðan fara fram kosningar. HP Leikritasamkeppni Listahátíöar: Núer það baraaðskila Listahátíð 1978 bauð fyrr á þessu ári til leikritasam- keppni, gerð einþáttunga sem sýna á næsta vor þegar listahátíð verður næst haldin. Einþáttungar eiga nökkuð erfitt uppdráttar hér á landi og leikritaskáld hafa kvartað yfir að fá ekki tæki- færi til að koma á framfæri tilraunaleikritun. Listahátíð ætlar sér að greiða fyrir þeim sem vilja reyna sig á þessari braut. Skilafresturinn er lil 1. descmber — og það er því betra að fara að skila af sér. Leikritin eiga að sendast í pósthólf 88 í Heykjavík. Yrkiséfni samkeppninnar er Ijósmynd sem sýnir bruna- hana og stunguskóflu.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.