Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 25.11.1977, Qupperneq 9

Dagblaðið - 25.11.1977, Qupperneq 9
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 25. NÖVEMBER 1977. 9 Sjómaðurinn íSamtökin? „Hef ekki skoðað skips- höfnina” segir Magnús Torfi í viðtali við Morgunblaðið nú í vikunni lét Pétur Sigurðsson al- þingismaður, sem varð í áttund? sæti á listanum samkvæmt skoð- anakönnuninni, að því liggja að hann myndi ganga til samstarfs við Magnús Torfa Ólafsson og Samtökin. enda taldi hann átt- unda sæti á lista sjálfstæðis- manna ekki vera sigurstrangiega stöðu. Segir Pétur í viðtalinu að hann eigi ekki arf í vændum, né fyrir- tæki til þess að ganga að, hvað þá heldur lögfræðiskrifstofu. Hann verði því að fara að leita sér að atvinnu. Segir hann svo: „Það er að segja, ef ég hætti í pólitík, — en hver veit nema Magnús Torfa vanti stýrimann?“ „Ég hef nú ekki ennþá skoðað skipshöfnina," sagði Magnús Torfi, er DB bar þessi ummæli Péturs undir hann. „Ég tek þetta eins og það er talað, þetta er orða- leikur.“ - HP Frumvarp Jóns Skaftasonar: Spólur sjónvarpsins með „Watergate-skemmdum” sagði Karvel Pálmason áAlþingiígær Frumvarp Jóns Skaftasonar, al- þingismanns, um breytingar á kosningalögum var til umræðu í neðri deild Alþingis í gær. Er málið þar enn til 1. umræðu en í gær var málið í þriðja sinn á dagskrá og lauk umræðum ekki. Sem kunnugt er, leggur Jón Skaftason til í frumvarpi sínu að nöfn á framboðslista séu höfð í stafrófsröð en ekki raðað eins og til þessa hefur tíðkazt. Er þá gert ráð fyrir að kjósendur setji númer við nöfn á lista í þeirri röð, sem þeir vilja hafa fram- bjóðendur. Magnús Torfi Olafsson kvað nú liðnar 6 vikur frá því að forsætis- ráðherra lofaði að beita sér fyrir viðræðum þingflokkanna um breytingar á kosningalögum. Þessar viðræður létu ekki enn á sér kræla. Skoraði Magnús Torfi á forsætisráðherra að bregða skjótt við svo að tími gæfist til að kanna þingvilja um þetta mál fyrir kosningarnar á vori komanda. í ræðu Magnúsar Torfa kom fram, að segulbandsupptaka af sjónvarpsþætti með viðræðum flokksformanna hefði á ein- hvern hát.t farið forgörðum. Væri hún því ekki tiltæk sem heimild um afstöðu flokkanna. Skoraði hann á menntamálaráðherra að kanna, hvernig slíkt gæti gerzt og gera Alþingi grein fyrir niður- stöðum könnunarinnar. Taldi Magnús Torfi nauðsynlegt að fá um þetta vitneskju, m.a. til þess að fyrirbyggj'a hliðstæð mistök framvegis. í sjónvarpsþættinum lýstu allir þátttakendur vilja sínum til þess að réttur kjósenda yrði aukinn, enda þótt ekki kæmi það jafn- skýrt fram með hverjum hætti það mætti verða. Karvel Pálmason, sem er fylgjandi frumvarpi Jóns Skafta- sonar, vék í sínu máli að hinum skemmdu spólurn. Taldi hann, að nú þegar stjórnmálamenn væru að hlaupast brott frá afstöðu þeirri, sem fram hefði komið í sjónvarpsþættinum, væru spólur Sjónvarpsins með „Watergate- skemmdum", þegar til þeirra ætti „BILUNITÆKNI- BÚNAÐI” — segir framkvæmdastjöri Sjónvarpsins „Við upptöku þessa þáttar hefur orðið bilun í tæknibúnaði," sagði Pétur Guðfinnsson, fram- kvæmdastjóri Sjónvarpsins í við- tali við Db. „Við höfum haft það fyrir reglu að taka upp hljóðspólur af sjón- varpsþáttum og geyma þær síðan í vissan tíma. Mér er ekki kunn- ugt um neina lagaskyldu í þessu efni,“ sagði Pétur Guðfinnsson. „Þegar þessar hljóðupptökur eru gerðar, gengur spólan allt kvöldið. Tæknimenn hafa ekki hlustun inn á upptökuna og eng- inn, sem hefur þann starfa, nema þegar sérstaklega er beðið um slíka upptöku. Þannig er ekki hægt að fylgjast með því, hvort eitthvað gengur úrskeiðis í tækni- búnaði," sagði Pétur Guðfinnsson að lokum. - BS Ung grein á meiði viðskiptalífsins Auglýsingastofur eru tiltölu- lega nýtt fyrirbæri í islenzku við- skiptalífi. Þannig er ein elzta og að taka. Taldi hann það alvarlegt mál, sem þyrfti að rannsaka. Jón Ármann Héðinsson hafði tekið sjónvarpsumræðurnar upp á stálþráð og látið vélrita þær. Hafði Jón Skaftason fengið þær hjá nafna sínum og las hann upp ummæli þátttakenda. Taldi hann þau stangast á við þau sjónarmið, sem nú kæmu fram í umræðum. Fyrstu umræðu í Nd„ var ekki lokið og nokkrir á mælendaskrá, þegar fundartíma deildarinnar lauk í fyrradag. -BS. Cegn samábyrgð flokkanna Pétur — vantar Magnús Torfa stýrimann? Magnús Torfi — hef ekki ennþá skoðað skipshöfnina. Þjálfari UME Skallagrímur Borgarnesi óskar eftir knattspyrnuþjálfara fyrir næsta keppnistímabil. Upplýsingar gefur Garðar Halldórsson í síma 93-7222 og vinnusíminn er 93-7200. stærsta auglýsingastofan, Argus, aðeins nýlega 10 ára gömul. Argus var stofnað af þeim félög- um Þresti Magnússyni og Hilmari Sigurðssyni, en báðir höfðu lært erlendis. Síðar kom Ölafur Stephensen til fyrirtækisins, þegar Þröstur stofnaði sína eigin stofu. Argus hefur sett á flot fjöldann allan af „áróðurs“-setningum, sem fleygar hafa orðið með þjóðinni. Hjá fyrirtækinu vinna 12 manns að auglýsingagerð, um- búðahiinnun, myndskre.vtingum, áællanagerð, almannatengslum Og upplýsingadreifingu.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.