Dagblaðið - 25.11.1977, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 25.11.1977, Blaðsíða 24
r*.. .... ............."■"""....^ '."".... Barnamúsíkskólinn verður Tónmenntaskóli Stéttamismunur á þeim börnum sem koma í skólann —verkamenn senda ekki böm sín ítónlistamám nema ílitlum mæli Barnamúsíkskóli Reykja- víkur hefur nú í tilefni 25 ára afmælis síns breytt um nafn og heitir nú Tónmenntaskóli Reykjavíkur. Er nafnbreyting- in gerð með það í huga að fólk sjái fremur en áður að um al- vörutónlist er að ræða og al- vörukennslu. Skólinn er nú loksins búinn að fá viðunandi húsnæði eftir að hafa í 20 ár kúldrazt uppi á 5. hæð í Iðnskólanum. Það er Lindargötuskólinn gamli sem lagður hefur verið undir tón- menntakennsluna. Þykir að skólahúsnæði þessu mikil bót og sjá forráðamenn skólans þann einan ókost að flest börn- in þurfa að fara yfir Hverfis- götuna til þess að komast í skól- ann. Farið var fram á það við borgaryfirvöld að komið yrði upp gangbrautarljósum við Hverfisgötuna. Þessu var þó neitað á einhverjum forsend- um. Tekin hefur verið upp til- raunakennsla í tónménnt sem er einstaklingsbundin eftir kennurum. Þetta er gert sem eftirleikur af bók sem nefnist Tónmennt — handbók í náms- efnisgerð og var samin af tveim íslendingum, þeim Stefáni Edelstein og Njáli Sigurðssyni í samvinnu við þrjá bandaríska kennara. Fordstofnunin í New York veitti styrk til að semja bókina og kennslunnar í 4 ár. Nýjungin felst einkum i því að hver kennari hefur að nokkru leyti frjálsar hendur um það hvað hann kennir og hvernig. Það fer til dæmis eftir nemendunum hverju sinni hvernig kennslu er háttað. Ekki þarf að binda Lennsluna við ákveðinn bekk heldur má kenna í smáhópum eftir þörf- Sú nýjung hefur veriö tekin upp í Tónmenntaskólanum kenna mjög ungum börnum á fiðlu. Það er Gígja Jóhannsdóttir sem hér segir til einni lítiili. Stefán Edelstein, skólastjóri Tónmenntaskólans sagði er hann var spurður um það hvort efnaminna fólk veigraði sér ekki við að senda börn sín í tónlistarnám, að það væri ekki efnahagur fólks nema að veru- lega litlu leyti sem stjórnaði því hverjir lærðu tónlist. Hitt væri víst algengara að fólk, til dæmis úr verkamannastétt, vissi ekki hvað upp á væri boðið og notaði sér það þar af leiðandi ekki. Það væri líka þannig, hvort sem menn vildu viðurkenna það eða ekki, að miðstéttar- og há- stéttarfólk vildi meira gera fyrir börnin sín en þeir sem væru lægra settir. í þorpum úti á landi eru börn úr öllum stéttum viö tónlistar- nám. - DS '&>*■ Þegar ein þjóð vinnur *** þorskastríð tapar önnur „Ég segi kannski ekki svo margt fallegt um Island í bók minni en fremur um hina mörgu vini mína hér á landi,“ sagði Sir Andrew Gilchrist í viðtali við DB í morgun. Hann sagði að útgefandi bókar sinnar hér hefði verið svo vingjarnlegur að bjóða sér til Is- lands í tilefni af útkomu bókar- innar í dag. Sir Andrew var sendiherra Breta á tímum fyrsta þorska- stríðsins, sem varð út af útfærslu fiskveiðilandhelginnar í 12 mílur. Er Sir Andrew, sem reyndar var ekki Sir á þeim tíma. sagður hafa leikið tónverk eftir Chopin þegar grjótið buldi á veggjum og rúðum sendiherrabústaðarins við Lauf- ásveg. Sir Andrew sagði að hann Tvöfalt höfuðkúpu- brot íbílslysi Sextíu og áta ára gömul kona liggur lífshættulega slösuð í gjör- gæzludeild Borgarspítalans eftir alvarlegt umferðarslys í Álfheim- um í gær. Konan, varð fyrir ,,pickup“- bifreið, sem 16 ára piltur, réttindalaus, hafði tekið ófrjálsri hendi. Varð honum svo um að hann ók af slysstað og tilkynnti ’eiganda bílsins hvað skeð hafði. Hafði hann samstundis samband við lögr'egluna. Konan hlaut mjög alvarleg höfuðmeiðsli, m.a. tvöfalt höfuð- kúpubrot. Var mikil aðgerð gerð á henni i gær og í morgun var líðan hennarslæm. -ASt. reyndi að segja frá því á sann- gjarnan hátt hvernig ein þjóð tapar þorskastríði og þá jafn- framt hvernig önnur sigrar í slíku stríði. „Og við vitum ósköp vel hverjir sigruðu í þorskastríðinu," sagði Sir Andrew. „Því miður stendur laxveiði- tíminn ekki yfir núna svo til veiða gefst ekki tækifæri að þessu sinni. Síðast, þegar ég kom til Islands veiddi ég i hinni fallegu Laxá í Aðaldal með góðum vini mínum, Jóni Axel Péturssyni, fyrrum bankastjóra og togaramanni," sagði Sir Andrew. „Ég mun einmitt hitta Jón Axel -í kvöld en mun því miður ekki verða lengur en fram á mánudag hér á landi að þessu sinni," sagði Sir Andrew að lokum. - ÓG íslandsmet íblindskák Helgi Ölafsson skákmaður sétti óvenjulegt Islandsmet í skák á dögunum. Hann hélt austur á land og tefldi við 10 andstæöinga — blindandi. Þetta gerðist á Eiðum. Helgi vann 9 skákir en tapaði einni fyrir Jóni Þráinssyni. Á Egilsstöðum lék Helgi blindandi gegn 9 skákmönn- um, vann 7 en tapaði tveim, gegn Helga Jóelssyni og Mána Sigfússyni. - JBP- frjálst, óháð daghlnð FÖSTUDAGUR 25. NÓV. 1977. Heilsuhring- urinn—ný samtök stofnuð Ný samtök eru að sjá dagsins ljós þessa dagana — Heilsuhring- urinn heita þau. Það eru áhuga- menn um nútíma heilsurækt, sem hófu undirbúning að stofnun- ’ samtakanna og héldu svo stofn- fund 6. nóvember sl. Markmið samtakanna er alhliða heilsurækt og hyggjast félags- menn ná markmiði sínu með því að stuðla að aukinni útivist og heilsusamlegri þjálfun og vinna að þvl að íslendingar notfæri sér sem bezt þær heilsulindir, sem íslenzkur jarðvegur, loftslag og landslag býr yfir. Þá mun félagið vinna að því að notuð verði fæðu- bótaefni sem viðurkennd eru I nágrannalöndum okkar. Aðalstjórn Heilsuhringsins skipa: Marteinn Skaftfells kenn-. ari, Helgi Tryggvason yfir- kennari, Kristinn Sigurjónsson prentsmiðjustjóri, Elsa Vil- mundardóttir jarðfræðingur og Loftur Guðmundsson rithöfund- ur. - JBP - Ætluðu í verkfall kl. 10: Greiðslan kom klukkan níu Um 50 starfsmenn í eldhúsi Landspítalans hættu á síðustu stundu við verkfall, sem boðað hafði verið kl. 10 í morgun. Ekki hafði verið greitt yfir- vinnuálag fyrir október- mánuð sl. Greiðslunni hafði verið lofað hinn 18. nóv. Þá fengu BSRB-menn þetta yfirvinnuálag greitt. Starfsmenn I eldhúsi Landspítalans, sem eru í Starfsstúlknafélaginu Sókn, sættu sig ekki við að vera settar hjá um þessa greiðslu. Boðuðu þær setuverkfall frá kl. 10 í morgun. Rétt upp úr kl. 9 I morgun var þeim færð greiðslan og - samstundis horfið frá verk- fallsaðgerðum. -BS. Óvenjuleg „veiði” Barfta Nokkrir íbúar Neskaup- staðar ganga um þessa dagana með hatta á höfði, sem legið hafa á hafsbotni frá þvi Jyrir aldamótin. Barði NK 120 fékk undarlegt kast fyrir nokkrum dögum 55 sjómílur 120 gráður út af Langanesi. I trollinu reyndist ógrynni af leifum tréskips og varnings úr því. Tók þrjá tíma að ná úr trollinu og þurfti að skera það talsvert. I því reyndust vera ógrynnin öll af flókahöttum, klæðis- ströngum, sem virtust nokkuð brunnir, blakkir með tréhjólum, nautshúð, mikið af nautshornum, tómum kútum 15-20 lítra og virtist gerjunar- þefur úr þeim. Þá var einn pípuhattur heldur laslegur í trollinu. Þjóðminjavörður hefur beðið um að fá dótið sent til sín, en ungir Norðfirðingar ganga keikir um snævi þaktar götur með þessa fornu hatta, er þeir hafa þvegið og reynast þeir vel I snjókomunni. Skipstjóri á Barða í þessari veiðiferð var Jón Aðalsteinsson, 1. stýrimaður. -Skúli/JBP

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.