Dagblaðið - 28.11.1977, Síða 3

Dagblaðið - 28.11.1977, Síða 3
I) \CHI. \l)m M W'l'DAGI'H L'K. MÓVKMBKR 1977. STRINDBERG ER EIN- UM OF ÓSIÐLEGUR Garðar Karlsson hringd: „Mig langar til þess að bera fram kvörtun vegna Strind- berg-myndarinnar i sjónvarp- inu. Mér þykir myndin einum of gróf til þess að vera sýnd í sjónvarpi. Ég á nefnilega börn sem eru að komast á kynþroska- aldurinn og er alls ekki viss um að þetta sé hollt fyrir þau. Það mætti líka varpa fram þeirri spurningu til sjónvarps- ins hvort allt sé gott oe eilt ef það er bara sænskt. Það virðist svo sannarlega vera staðreynd. Nú er ég ekki að segja að Strindbergi gamli sé ekki góður Raddir lesenda og gildur en mér líkar ekki framsetningin á þessari mynd eftir verki hans, Varnarræðu vitfirrings." N EKKIER ALLT SEM SYNIST Spurning dagsins Tipparðu? Helgi Helgason stýrimaður á Náttfara, 24 ára: Nei, ég geri það ekki núna, ég hef gert það. Jú, ég hef heilmikinn áhuga á fótbolt* —Raunasaga hötelgests f rá London Bréfritari segir frá reynslu sinni af lélegu hóteli í heimsborginni — en getur einnig um góða þjónustu sem hann fékk á því góða hóteli Regent Palace. Sjálfsagt er svipaða sögu að segja úr öllum borgum heims, þar eru bæði góð og einnig léleg hótel, og litmynda- listarnir sem ferðaskrifstofurnar fá eru kannski ekki alltaf sann- leikanum samkvæmir. Sigurður Eliasson, vegabréfs- hafi nr. 65338, skrifar: Um 20 ára skeið hef ég heim- sótt England og í hvívetna notið gestrisni, greiðvikni og hjálp- fýsi brezku þjóðarinnar. Ég varð þó fyrir mínum fyrstu von- brigðum er ég gisti nýtt hótel í London fyrir skömmu sem ferðaskrifstofa hér heima hafði útvegað mér. Hótel þetta heitir Y og er staðsett við endann á Tottenham Court Road. Þegar pöntun hafði verið staðfest fékk ég afhentan glansmynda- lista af hótelinu að ferðaskrif- stofusið, þar sem meðal annars er sýnd sundlaug og sauna- gufubaðstofa. Ég hafði átt her- bergið pantað í viku og greiddi það við komuna þangað. Ég fékk þegar afhentan lykil að herbergi á 3. hæð, án þess að vera vísað til herbergis fann ég það eftir nokkra leit: eftir löng- um og þröngum krókóttum göngum kom ég loksins að því í öðrum enda. Mörg hótel hef ég gist um dagana en aldrei séð minna gistirými. Einn stóll var við enda rúmsins við gluggann, ekki var pláss fyrir hann við borðið, útsýni úr glugga var í múrvegg á móti og skítugt port fyrir neðan. Ég gat helzt ímyndað mér fangaklefa. Mér varð litið í glansmyndalista þann er ég meðtók hér heima og virkaði hann sem naprasta háð (lítil tilvitnun: Every room has an outward facing window. Your room with a view. Rooms all comfortably furnished to high standard etc.). Ég hef að vísu aldrei séð inside facing windows en marga kosti hafði hótel þetta upp á að bjóða sam- kv. auglýsingu þessari. Kuldinn í herberginu var slíkur að annaðhvort hefði ég þurft að klæðast lopapeysu og yfirhöfn eða skríða undir teppi. Ég gekk því fljótlega út og þar eð veðrátta var fremur hlý virtist mér hlýrra úti en inni. Seinna um kvöldið gerði ég þó kvörtun í gestamóttökunni og var mér tjáð að framkvæmda- stjóri væri ekki við. Seint um kvöldið birtist þó valkyrja ein og spurði hverjum hita ég væri vanur. Eg kvaðst vera vanur 20°C. Hún kvað það venju þar að hafa lágan hita að nóttu en hærri á daginn, þetta væri vin- sælasta hótel í London og ef ég væri ekki ánægður gæti ég farið, mér yrði þá endurgreitt. Þá. varð ég óneitanlega skapbráður og svaraði: ,,Það er aðeins yðar staðhæfing frú, eru fangaklefar vinsælir hér í Lon- don? Ég held ekki, frú. Það er nú komin nótt og ég hef ekki pantað annað hótel, enda ekki sími hér á herbergi mínu, ég kýs því frekar að dvelja hér en á götum Lundúna." Valkyrjan gekk á braut án frekari orða- skipta. Næsta dag lá ég svo með háls- bólgu og hita en þá var her- bergishitinn einna líkastur því sem gerðist í hinu svokallaða gufubaði hótelsins. Engin her- bergisþjónusta er á þessu „vin- sæla hóteli“, svo að ekki var um annáð að ræða en reyna að bjarga sér sjálfur og komast til læknis, sem ég gerði þegar ég varð rólfær. Þettatafði heimför mína um nokkra daga þar eð allt reyndist fullbókað á þriðju- deginum hjá Flugfélagi ts- lansd. Það er ekki að orðlengja það að ég fluttist við fyrsta tækifæri burt af hinu „vinsæia hóteli“ en þar hef ég búið nokkrum sinnum áður. Það er að vísu gamalt hótel en mun í reynd flokkast mörgum flokkum ofar en fyrrgreint Y hótel. Þar fékk ég herbergi fyrirvaralaust, gagnstætt því sem mér var tjáð hér heima, að öll hótel myndu vera yfirbókuð í London á þess- um tíma. Það kom heldur ekki heim við mína fyrri reynslu, ég hef oft komið til London áður án þess að eiga bókað hótel og aldrei lent í erfiðleikum. Nú, það er ekki að orðlengja þaó að allt starfslið er sérstak- lega vingjarnlegt og kurteist og sumt af því heilsaði sem gamlir kunningjar. Daginn áður en ég fór frá London fór ég í sendiráð Is- lands og minntist lítillega á fyrrgreint Y hótel. Var mér þá sagt þar að þangað hefðu borizt margar kvartanir viðvíkjandi þessu hóteli, m.a. um stuldi af herbergjum. Var mér jafn- framt sagt i sendiráðinu að hótel þetta væri rekið af kristi- legum trúarsamtökum. Sjálf- sagt er þar stundaður biblíu- lestur og trúarsamkomur að hætti farísea. Mér láðist að geta aðalskraut- fjaðra i auglýsingu þessa hótels, þ.e. sundlaugar og sauna-gufubaðs. Gufubaðið var með meðalbaðherbergishita og tilkomulítið hefði þeim þótt að setjast þangað inn sem að jafn- aði stunda gufubaðstofuna í Nauthólsvík. Þó svo að ég hafi um árabi.l verið nær daglegur gestur í sundlaugum Reykja- víkur hafði ég ekki lyst á baði í sundlauginni á hótel Y, hún minnti mig óneitanlega á sauð- fjárböðun í sveitinni í gamla daga, nema sá var munurinn að þar var sauðféð baðað úr sterk- um sótthreinsandi lút. Það virt- ist ekki vera til siðs að fólk baðaði sig áður en það færi í sundlaugina. Að lokum þetta: Tilgangur minn með þessu bréfi er að vara fólk við glansmyndaaug- lýsingastarfsemi ferðaskrif- stofa. Ferðizt frekar á eigin vegum og farið ekki troðnar ferðamannaslóðir, þar sem tak- markið eitt er að plokka ferða- manninn. Með því að ferðast sjálfstætt fáið þið oftast betri þjónustu fyrir minni pening, auk þess sem þið kynnizt betur fólkinu sem landið byggir. Ég fluttist á Regent Palace Blaðburðarböm óskast strax við: Tjarnargötu Laufásveg Hátún Suðurgötu Hverfisgötu Miðtún MMBIAÐIÐ Sími27022 tiki Pardusinn] Þingho/tsstræti 1 NÍÝIrzluií Glænýjar vörur: jólakjólar, tweed kjólar, flauels smekkbuxur, smekkpils og ódýrir drengja-leðurjakkar Tízkuverzlun ísérflokki fyrir böm og unglinga Magnús Halldórsson smiðjujaxl, 23 ára: Nei, ekki núna. Eg hef gert það en aldrei fengið meira en fimm rétta. Grétar Sigurbjörnsson háseti á Náttfara: Jú,-ég geri það. Ég hef nú samt aldrei fengið pottinn, hef mest verið með tíu rétta. Kristján Kristjánsson skipstjóri á Skeiðfaxa, 50 ára: Nei, ekki núna en það hefur samt komið fyrir að ég hafi gert það. Engilbert Sigurðsson, vinnur hjá Pósti og síma, 59 ára: Nei, ég hef aldrei gert það. Friðþjófur Jóhannesson dyra- vörður og fyrrverandi vélstjóri: Nei, ég hef nú ekki gert það. Ég var lengi tilsjós og sjómenn hafa svona takmarkaðan áhuga á fót- bolta.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.