Dagblaðið - 28.11.1977, Síða 4

Dagblaðið - 28.11.1977, Síða 4
4 DACBI.AÐIÐ. MANUDACDR 28. NOVKMBKR 1977. Getur íslenzka ríkið ekki eignazt mannvirkin á Kef la víkurf I ugvel li? N jarðvíkurkaupstaður vill fá fasteignagjöld af flugstöðvarbyggingunni Njarðvíkurkaupstaöur hefur átt i deilu við flugmálastjórnina á- Keflavíkurflugvelli vegna álagningar fasteignaskatts á flug- stöðvarbygginguna. Að tilvísan Hæstaréttar var greiðsluskyldan borin undir Yfir- fasteignamatsnefnd, sem kvað upp úrskurð hinn 7. júni sl. í meðferð málsins og niðurstöðum til þessa kemur fram margt nýstárlegt. Meðal annars í sam- bandi við afstöðu íslenzka ríkisins til eigna á Vellinum og gjald- skyldu af fasteignum þar. Flugmálastjórnin á Keflavíkur- flugvelli telur ríkissjóði ekki skylt að greiða fasteignaskatt af flugstöðvarbyggingunni. Er þessi afstaða fyrst og fremst studd þeim rökum, að bandaríska ríkið sé, eigandi byggingarinnar, en ekki íslenzka ríkið. Vekja má þá spurningu, hvort íslenzka ríkið geti yfirleitt eignazt mannvirkin á Keflavíkurflug- velli. ÍJrskurður liggur fyrir um það að afhending er ef til vill ekki nægileg. Hann hefur ekki verið borinn undir dómstóla enn. Meginefni úrskurðar yfirfast- eignamatsnefndar verður nú rakið: Fasteignaskattur ársins 1973 var greiddur af flugstöðvar- byggingunni en aðeins hluti fast- eignaskatts 1974. Er flugmálastjórnin á Kefla- víkurflugvelli var krafin um eftirstöðvar fasteignaskatts ársins 1974, andmælti hún skyldu til greiðslu skattsins. Með úr- skurði uppboðsréttar Keflavíkur- flugvallar frá 7. júlí 1975 var ákveðið að uppboð skyldi fara fram á flugstöðvarbyggingunni til lúkningar umræddum fasteigna- skatti. Úrskurði þessum áfrýjaði flug- málastjórnin til Hæstaréttar. Hæstiréttur ómerkti uppboðsúr- skurðinn með dómi, uppkveðnum 15. marz 1977, þar sem málið hefði ekki verið lagt fyrir Yfir- fasteignamatsnefnd til úrskurðar áður en það var lagt fyrir dómstóla, sbr. lög nr. 8 frá 1972 um tekjustofna sveitarfélaga, 4. gr. 3 mtgr. Njarðvíkurkaupstaður telur ríkissjóði skylt að svara fasteigna- skatti af flugstöðvarbyggingunni til bæjarsjóðs Njarðvíkur- kaupstaðar. Fasteign þessi sé í Njarðvíkurkaupstað og sé eign rikissjóðs. Komi þetta meðal annars fram í því, að byggingin sé skráð eign ríkissjóðs í fasteigna- mati og ríkissjóður hafi tryggt hana brunatryggingu. Af hálfu Njarðvíkurkaupstaðar hefur verið lagður fram ítarlegur rökstuðningur fyrir sjónarmið kaupstaðarins í málinu. Flugmálastjórnin á Keflavíkur- flugvelli telur ríkissjóði óskylt að svara fasteignaskatti af flugstöðv- arbyggingunni. Er sú afstaða fyrst og fremst studd þeim rökum að bandaríska ríkið sé eigandi byggingarinnar, en ekki íslenzka ríkið. Þá sé réttarstaða Kefla- víkurflugvallar mjög sérstæð og með þeim hætti að sveitarfélög geti ekki krafið greiðslu fast- eignaskatts af fasteignum þar. Einnig sé vafasamt að flug- stöðvarbyggingin geti talizt fast- eign, þar sem lóðarréttindi skorti. Fasteignamat byggingarinnar sé heldur ekki löglegt, þar sem hún hafi ekki verið metin í aðalmati og verið metin af millimatsmönn- um án samráðs við þá aðila, sem um slík málefni eigi að fjalla, og aðila, sem málið varðar. Rækilegur rökstuðningur fyrir sjónarmiðum ríkissjóðs er í skrif- legum greinargerðum sem lagðar hafa verið fram af hans hálfu. 1 úrskurði þessum verður aðeins tekið til athugunar hvort ríkissjóði sé skylt að svara fast- eignaskatti af umræddri flug- stöðvarbyggingu. Af gögnum málsins kemur fram að Bandaríkin létu reisa flugstöðvarbygginguna. Hinn 29. maí 1964 var hins vegar gert s'am- komulag milli varnarliðsins og ísienzku riki.sslórnarinnar „um afhendingu hótel- og flugstöðvar- Vetrar- ferðir Verzlunarmannafélag Reykjavíkur hefur gert samkomulag við Samvinnu- ferðir hf. um eftirtaldar ferðir til Kanaríeyja: 11. febrúar 1978, 2ja eða 3 ja vikna ferðir. 29. apríl 1978. 3ja vikna feröir Hópafsláttur verður fy.rir félagsmenn Verzlunarmannafélags Reykjavíkur og fjölskyldur þeirra. Upplýsingar um þessarferðir gefa Samvinnuferðir hf. Austurstræti 12. Sími 27077. VERZLUNARMANNAFÉLAG REYKJAVÍKUR KJÖRGARÐI Gluggatjaldadeild Blúndustórrisar Velúrgardínur Damaskgardínur Dúkar og fleira Ath. Greiðsluskilmálar Páll S. Pálsson hrl. DB-mynd Sv. Þorm. „Varnarmálasamninginn við Bandaríkin þarf að endur- skoða frá rótum, þar sem lagt sé á metskálarnar heiður sjálf- stæðrar þjóðar, öryggi á stríðs- tímum, þar á meðal með greiðari samgöngum, fullt endurgjald lcigulands og aðstöðu, eigi minna en gérist og gengur hjá íslenzkum þegnum og hvernig með skuli fara um fullkomna eignarafhendingu mannvirkja til íslenzka ríkisins þegar herinn hverfur úr landi, eða sleppir afnotum þeirra af öðrum ástæðum," sagði Pál) S. Pálsson, hrl. í viðtali við DB. Páll S. gætir hagsmuna Njarð- víkurkaupstaðar vegna inn- heimtu fasteignagjalds á flug- stöðvarbygginguna á Kefla- víkur-flugvelli. byggingar Varnarliðs íslands til íslenzku ríkisstjórnarinnar, sbr. og breytingu á þessu samkomu- lagi frá 24. febrúar 1966. Samkvæmt fyrrgreindu sam- komulagi tekur íslenzka ríkis- stjórnin aö sér rekstur og viðhald flugstöðvarbyggingarinnar. I samkomulaginu eru ríkisstjórn- inni fengnar mjög víðtækar heim- ildir til nýtingar og ráðstöfunar þessa mannvirkis. Ekki þykir þó hafa verið sýnt nægilega fram á að með þessu samkomulagi hafi ríkissjóður orðið eigandi flugstöðvarbygging- arinnar í skilningi 2. mgr. 4. gr. laga nr. 8 frá 1972 um tekjustofna sveitarfélaga. Hafa heldur ekki verið færð fram gögn fyrir því, að ríkis- sjóður hafi orðið eigandi bygging- arinnar með öðrum hætti. Þá verður að telja varnarliðinu óskylt að svara fasteignaskatti af flugstöðvarbyggingunni, sbr. 3. tölulið 7. gr. viðbætis um réttar- stöðu liðs Bandaríkjanna og eignir þeirra, sem var veitt lagagildi hér á landi með lögum nr. 110 frá 1951. Engin ályktun verður af samningnum dregin í þá átt, að slík skylda hvíli í þess stað á ríkissjóði. Samkvæmt þvf sem nú hefúr verið rakið, er ríkissjóði óskylt að S-vara Njarðvíkurkaupstað fast- eignaskatti af flugstöðvar- byggingunni á Keflavíkur- flugvelli. Mörg sveitarfélög og bæir á Suðurnesjum eiga land á Kefla- víkurflugvelli, m.a. Njarðvíkur- kaupstaður, Keflavíkurkaup- staður, Gerðahreppur, Miðnes- hreppur, Hafnahreppur, Grinda- vík. Keflavíkurflugvtiilur er í viss- um tilvikum sérstakt lögsagnar- umdæmi, en ekki sveitarfelag, skattumdæmi eða kjördæmi út af fyrir sig. Mál það um álagningu fast- eignaskatts sem nú hefur verið rakið i stærstu dráttum, kann þegar að varða einhver þessara sveitarfélaga eða jafnvel þau öll og getur hvenær sem er gert það í meira mæli en nú er kannað. Rétt er að vekja athygli á því, að mál þetta hefur ennþá ekki verið borið efnislega undir dóm- stóla, utan hvað það var að lokn- um munnlegum málflutningi tekið til úrskurðar í uppboðsrétti Keflavíkurflugvallar hinn 7. júli 1975. Hæstiréttur taldi ekki unnt að dæma í málinu nema það færi fyrst til úrskurðar hjá Yfirfast- eignamatsnefnd. Þegar Njarðvíkurhreppur lagði fasteignaskatt á flugstöðvarbygg- inguna fyrir árið 1974 var skatt- fjárhæðin kr. 1.377.420.--. Var flugmálastjórn með gjaldseðli krafin um greiðslu hennar. Hinn 6. ágúst 1974 ritaði flug- málastjórn Njarðvíkurhreppi bréf. Færðist flugmálastjórn und- an greiðslu hins álagðafasteigna- skatts, nema að því leyti sem skatturinn næmi hærri upphæð, en útlagður kostnaður flugmála- stjórnar vegna greiðslna til varnarliðsins fyrir vatns-, holræsa- og sorphreinsunargjald og að á útlagður kostnaður kæmi þar með til skuldajafnaðar við fasteignaskattsálagninguna. Þessari aðferð hafnaði Njarð- víkurhreppur og tilkynnti flug-' málastjórn, að samþykkt hefði verið í hreppsnefnd að innheimta fasteignaskattinn að fullu. Ekki verða þessi bréfaskipti skilin á annan veg en þann að flugmálastjórn greiði varnarlið- inu vatns-, holræsa- og sorp- hreinsunargjald vegna flugstöðv- arbyggingarinnar eftir reglum, sem sveitarfélög á Suðurnesjum hafa lítil eða engin áhrif á. Síðan hafi, a.m.k. á sínum tíma, flug- málastjórn, talið til greina koma að borga venjulega álagðan fast- eignaskatt af flugstöðvar- byggingunni, með því að draga frá honum greiðslur til varnar- liðsins fyrir áðurnefnda kostnaðarliði. Sú staða gæti samkvæmt þess- ari aðferð einfaldlega komið upp, að greiðslur flugmálastjórn- arinnar til varnarliðsins fyrir holræsi eða sorphreinsun næmi margföldum álögðum fasteigna- gjöldum eftir íslenzkum lögum. I fjöldamörgum tilvikum hafa ýmsir aðilar haldið að sér höndum í samskiptum við stofnanir, fyrir- tæki og jafnvel einstaklinga á Keflavíkurflugvelli vegna réttar- óvissu sem ríkir um málefni varnarliðsins. Úr þessum vafaat- riðum þarf að fá skorið meðal annars vegna sveitarfélaganna á Suðurnesjum. -BS. ÚRVflL/ KJÖTVÖftUR OeÞJÓflU/Tfl //qllteitthvaó gott í matinn STIGAHLÍÐ 45-47 SÍMI 35645

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.