Dagblaðið - 28.11.1977, Side 9

Dagblaðið - 28.11.1977, Side 9
1' \i ;!1I \!'rn M \\l'l)\i;i'i!2S XOX'KMHKK !!!7T 9 m Ljósmyndastofa AMATÖR LAUGAVEGI 55 ® * 27 18 Bretland: HERMENNIRNIR RÁÐAVIÐ ELDINN Engar horfyr virðast á sam- komulagi í deilu slökkviliðs- manna við brezka ríkið en í morgun hófst þriðja vika verkfallsins. Hermennirnir, sem látnir voru taka við störfum slökkviliðs- mannanna, hafa stöðugt náð betri tökum á störfum sínum og hingað til hefur tekizt að koma í veg fyrir stórbruna. Þykir það styrkja stöðu ríkisstjórnarinnar, sem ekki hefur viljað láta undan kröfum slökkviliðsmanna um 30% kauphækkun. Hefur þeim verið boðið 10% launahækkun, sem er hámark þess sem ríkisstjórnin vill leyfa. Ef hærra verður farið í samning- um við slökkviliðsmenn óttast stjórnvöld, að aðrar stéttir komi á eftir með kröfur sínar. 1 síðustu viku voru úrslit skoðanakönnunar birt en þar kom í ljós, að 63% Breta vildi leyfa meira en 10% hækkun launa slökkviliðsmanna. Japan: FUKUDA REKUR RAÐ- HERRA - AÐEINS ÞRÍR ÚR FYRRISTJÓRN Takeo Fukuda lét aðeins þrjá af ráðherrum í hinni ellefu mánaða gömlu ríkis- stjórn sinni sitja áfram er hann í morgun endurskipulagði stjórn sína. Fukuda forsætis- ráðherra var búinn að boða þessar aðgerðir en flestum kom á óvart hve stórfelld manna- skipti urðu í ríkisstjórninni. Að sögn miða aðgerðirnar að því að sem styrkust stjórn geti tekizt á við slæmt efnahags- ástand Japans, sumir segja að mestu efnahagserfiðleikar síðustu tuttugu ára ríði nú yfir ríkið.. Skipaðir voru nýir ráðherrar í öll helztu embættin, svo sem fjármálaráðherra, utanríkis- ráðherra, ráðherra útflutnings og einnig var skipaður sér- stakur ráðherra sem á að hafa yfirumsjón með efnahags- endurbótum. Talsmaður stjórnarinnar sagði, þegar ráðherralistinn var tilkynntur, að þeirra biðu alls kyns erfiðleikar á efna- hagssviðinu, bæði heima og á alþjóðasviði. Viðskipti Japans við Banda- ríkin og Efnahagsbandalag Evrópu hafa verið erfið að und- anförnu. Mikið af þeim við- skiptum fer fram i dollurum, sem hefur fallið töluvert gagn- vart japanska jeninu. Hafa jap- anskar útflutningsvörur jafn- hliða orðið síður samkeppnis- færar. Fáir mættu ígrafhýsi Presleys Aðeins fimmtán hundruð manns munu hafa komið til graf- hýsis hins látna rokksöngvara, Elvis Presley, sem var opnað fyrir almenning í gær. Búizt hafði verið við meira en tíu þúsund manns en vont veður og rigning kom í veg fyrir það. Margir gestanna, sem aðallega voru miðaldra konur og unglings- stúlkur, táruðust þegar þeir gengu fram hjá gröf hins látna rokksöngvara, sem hvílir við hlið móður sinnar. Elvis lézt 16. ágúst síðastliðinn og var lík hans flutt úr kirkju- garðinum í Memphis að heimili fjölskyldu hans, þegar nokkrir menn voru handteknir grunaðir um að hafa ætlað að ræna líki hans. Hinn bráðskemmtilegi EMIL í KATTHOLTI er kominn á hljómplötu í íslenzkri þýðingu Böðvars EMIL í Kattholti Guðmundssonar ÞETTA ER JÓLAPLATA BARNANNA ÍÁR Á.Á.-hljómplötur 300-400ferm. óskast Óskað or eftir 300—400 fm húsnæði til leigu á innra Reykjavíkursvæðinu. . Hreinlegt umhverfi og næg bílastæði nauðsyn. Tilboð sendist blaðinu merkt „LÓKAL“. TILBUNAR A 3 MÍN.! F»5SA/ViYND(R ■c ÖkMsskú/iteisii ~ rui/'n>s/ki/táeÍJii oeýaÁr&f ~ skóö&skitáai/d OPiæ> i Tveir af fimmburunum dánir Tveir af fimmburunum sem fæddust í borginni Cordoba í Argentínu á föstudaginn var eru látnir. Líðan þeirra þriggja, sem eftir lifa er ekki góð en hefur ekki versnað um nokkurn tíma. Tvíburarnir sem eru látnir voru báðir drengir en eftir lifa tveir drengir og stúlka. Móðir barnanna sem er þrjátíu og þriggja ára er að ná sér og hefur henni verið skýrt frá dauða tveggja sona sinna. REUTER

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.