Dagblaðið - 28.11.1977, Side 12

Dagblaðið - 28.11.1977, Side 12
DACBI.AÐIÐ. MANUDACUR 28. NÓVKMBKR 1977 12 r Onnur ritstörf Jóhann S. Hannesson Ferilorð, ljóð Almenna bókafélagið 1977 Jóhann S. Hannesson hefur löngum farið sínar eigin leiðir og haft lag á að koma mönnum á óvart, þannig að ýmsum hefur stundum þótt nóg um. Sem skólamaður hefur hann beitt sér fyrir því að móta ný og fersk viðhorf til námsins al- mennt og stuðla að auknum sveigjanleika „kerfisins" og auknu sjálfstæði nemenda innan þess, og í útvarpsþáttum sínum um íslenzkt mál fyrir nokkrum árum fór Jóhann heldur ekki troðnar slóðir, því i stað hefðbundinnar predikunar um rétt mál og rangt var leitazt við að skoða hlutina í þ.ióðfélagslegu samhengi. Og pegar nú Jóhann geTur út ljóða- bók er því eins gott að vera á varðbergi, því aldrei er að vita upp á hvaða sérvizkum hann kunni að taka í Ijóðagerð. Að vísu koma ljóð Jóhanns mönnum ekki með öllu í opna skjöldu því nokkur kvæði eftir hann hafa áður birzt I blöðum og tímaritum. Curriculum vitae Sjálft heiti bókarinnar, Ferilorð, orkar strax nokkuð skringilega og stingur allmjög I stúf við þau kliðmjúku, náttúrurómantísku heiti, sem ljóðasmiðir eru vanir að prýða bækur sínar með og virðist ætlað að slá á einhverja sér- staka strengi í brjóstum væntanlegra kaupenda eða les- enda. Af káputeikningu mætti helzt ætla að í heitinu sé átt við hringferla í stærðfræðilegum skilningi en þegar menn opna bókina sjálfa og reka augun I yfirskriftir hinna einstöku1 kafla hennar: „Aldur, Menntun, Kmbættisstörf, Rann- sóknir og fræðimennska“, mega þeir ráða, að með ferli sé átt við hinn svonefnda æviferil eða curriculum vitae, sem menn þurfa að kunna skil á og hafa á reiðum höndum, ef þeir ætla sér að sækja um einhverja stöðu eða starf. Ekki held ég þó að ástæða sé til að skoða bókina sem einhvers konar umsókn höfundar um sæti á skáldabekk eða aðrar mannvirðingar en hins vegar mætti ef til vill að sumu leyti líta á hana sem uppbót eða bragarbót við embættisferilinn, jafnvel sem nokkurs konar hefnd fyrir ýmis leiðindi sem embættisstörfum hljóta að fylgja. í samræmi við það að kvæðin eru ort á tuttugu ára tímabili og við ýmsar aðstæður á ofan- greindum æviferli eru þau mjög margvisleg bæði að formi til og efnislega og bókin hefur ekki yfir sér þann sterka heild- arsvip sem skáldum, sem einbeita sér af alefli að yrkingum, er fremur gefið að ná I sínum bókum. Sum þeirra eru til að mynda íburðarmikil og felld undir dýra hætti eins og sonnettu, önnur eru undir „sjálfkvæðum" háttum ýmsum og enn önnur eru órímuð með öllu og lausari í byggingu, — í sumum birtist hugsunin nakin og umbúðalaus en I öðrum er hun færo I búning náttúru- mynda eða líkingamáls. Þótt Jóhann briótist f kvæðum sínum ekki inn a nein ný og ókönnuð svið, ljóðrænnar tjáningar er yfir þeim ferskur og hressandi blær og 1 kennslubókum er það talið til merkari viðburða mannkvns- sögu þegar þýskum gullsmið, Jóhanni Gutenberg, datt I hug að búa til lausa prentstafi. Þessi einfalda hugmynd varð til þess að þekkingog visKatóku. að streyma með margtoidum hraða frá manni til manns og frá landi til lands. Það voru ekki aðeins fagurfræði og vís- indi, sem breiddust milli lærðra manna, heldur lærði almenn- ingur að lesa og það fyrirbæri tók að bæra á sér að prentað mál fór að hafa áhrif á hug- myndir og skoðanir fólks. Svo mikla trú fékk almenn- ingur á prentuðu máli að fram á þessa öld og jafnvel fram undir heimsstyrjöld var til fólk sem trúði því ekki að lygi stæði á prenti. „Prentið lýgur ekki“, varð að orðatiltæki. Dagleg lygi EJftir ao Flokkapólitík tók á sig núverandi mynd var fyrst farið að nota prentlistiná til daglegrar lygi hér á landi. Eftir að stjórnmálaflokkarnir eign- uðust málgögn hefur megin- þorri landsmanna fengið dag- legan skammt af lygi. Lygin hefur orðið dagleg neysluvara. Lygi dagblaða birtist reglu- legast í þjóðmálaumræðu. I sambandi við lygi I þjóðmála- umræðu er það einkennandi hvað uppsetning hennar verður lágkúrulegri með hverju ári. Hæfir oft hvað öðru, mál, stíll og innihald. Þessari daglegu lygi dag- blaða má skipta í grófum drátt- um í þrjá flokka. Hér verða tilgreind af handahófi þrjú ómcrkileg dæmi um þessar lygagerðir. Þessi dæmi eru frá síðustu mánuðum og dæmigerð fyrir það siðferðisstig sem blöðin eru á og þá virðingu sem þau bera fyrir lesendum sínum. Fyrsta dæmið er um meðferð á staðreyndum í texta. 1 Þjóð- viljanum birtist fyrir nokkru leiðari þar sem rætt var um hugsanlegt stjórnarsamstarf Alþýðubandalags við aðra flokka eftir kosningar. Eftir nokkrar vangaveltur leiðara- höfundar kemst hann að þeirri niðurstöðu í texta, sem hverju læsu barni er auðskilinn, að það sé sístur kostur að leggjast í sæng með höfuðóvininum, Sjálfstæðisflokknum. Strax daginn eftir er þessari stað- reynd snúið við I Tímanum og sagt að Alþýðubandalagið vilji endilega fara I samstarf við Sjálfstæðisflokk. Þjóðviljinn gerir tilraun til að leiðrétta næsta dag og birtir aftur leiðar- ann og er hann úr sögunni. Hins vegar heldur samstarf Al- þýðubandalags og Sjálfstæðis- flokks áfram í Tímanum og er endurprentað þar og I öðrum blöðum dag eftir dag eins og gangandi stef í lygatónverki. Þetta dæmi er þannig vaxið að hver og einn getur flett blöðum og komist að hinu sanna. Þetta er aðeins dæmi um það þegar texta er snúið við og skákað í því skjóli að fólk lesi aðeins eitt blað og trúi þess vegna lyginni. Dæmi um annars konar lygi 'eru skrif blaðanna um bygg- ingu Þjóðvilja húss. Þessi skrif mundu trúlega fylla væna bók. Öll eiga þessi skrif það sam- eiginlegt að væna þá Þjóðvilja- menn um einhvers konar óheióarleika í fjáröflun til byggingarinnar. Ekki er að finna eina einustu setningu eða fullyrðingu sem staðið hefur verið við eða sönnuð hefur verið. Þetta er önnur tegund af lygi sem felst í því að setja fram fullyrðingar án sannana. Þriðja tegund lygi sem lang algengust er í blöðum er þegai sannleikur er sagður en aðeins notaður hluti hans. Þessa lygi nota öll blöðin nær daglega. Dæmi um þessa tegund lygi er frásögn blaða af því hvað nýgerðir kjarasamn- ingar BSRB kostuðu. Þar munaði um helming eftir blöð- um. Allar tölurnar voru vísast réttar. Lygín fólst I því út frá hvaða forsendum reiknað var og hverju var sleppt. Sllka lygi er hægt að standa við I einhliða rökræðum og þessa lygi nota blöðin til að þvæla málefnum fram og til baka þangað til les- endur eru orðnir algjörlega ringlaðir og fylgja þá oftast þeim sterkasta að útgáfumagni eins og skynlausar skepnur. Þessi tegund af lygi gefur stjórnmálamönnum frið fyrir gagnrýni almennings. Sérstak- lega á það við ef málefni sem um er fjallað eru ekki I augsýn þannig að fólk geti notað þreifi- skyn og sjón til að mynda sér skoðun. Góð dæmi um þetta er Krafla og Víðishús. Krafla stendur í óbyggðum og árum saman var enginn verulegur þrýstingur frá al- menningi vegna þeirrar heimsku sem þar var á ferð- Sameinumst í barátt- unni gegn verðbólgunni ÍTALSKAR KLUKKUR Fomargerðir ÍTALSKAR NÚTÍMA- KLUKKUR Viö höfum aldrei boðið stærra úrval Kinkaum boð SiiouiiMltten Stórtjrpavenkft Iðiiaðarhúsið Ingóll'sslraUi Það er nú ljóst, að miítekisf hefur algjörlega að stöðv|i verðbólguna hér á landi og við munum hrapa fram af brúninni ef við ekki tökum höndum saman til þess að finna leiðir til björgunar. Víxlhækkanir á vörum, þjónustu, launum og öðrum kostnaði er það sem við blasir í stórauknum mæli við óbreyttar aðstæður. Eg fullyrði að sjálfstæði þjóðarinnar er hér í hættu og jafnframt hyrninga- steinar lýðræðisins hér á landi. Ég mun hér á eftir gera nánari grein fyrir þessari fullyrðingu minni en fyrst vil ég vitna í tvo heimskunna hag- fræðinga er báðir hafa hlotið Nobelsverðlaun í hagfræði. Paul A. Samuelsson segir svo um verðbólguna í bók sinni Exonomics: Hægfara hækkun á verðlagi er nokkuð auðleysan- legt vandamál. En þegar sér- hver hækkun á verðlagi leiðir óhjákvæmilega til hækkunar launa og kostnaðar, sem aftur hækkar allt verðlag á vörum að nýju, þá getum við auðveldlega lent í illviðráðanlegri óða- verðbólgu. Afleiðingarnar geta orðið hörmulegar, og eru víti til varnaðar I þeim efnum örlög Þýskalands árin 1920-1923 og síðar hentu sömu örlög i Kína og Ungverjalandi. öll fram- leiðsla lamast og öryggi almennings er í hættu. Allar etgnir stórs hóps einstaklinga og fyrirtækja þurrkast út, þar sem peningar verða algjörleg" verðlausir. Aðalóttinn í dag er þó sá að stöðugar víxlhækkanir léiði snögglega til óða- verðbólgu, sem mjög erfitt reynist að ráða við, enda þótt sem betur fer þurfi ekki að koma til algjörs hruns. Er Milton Friedman veitti viðtöku Nóbelsverðlaunum í hagfræði, varaði hann í ræðu sinni við verðbólgunni og þeirri hættu sem henni er óhjákvæmilega samfara, þ.e. að lýðræðið væri í hættu og þá um leið réttur manna til þess að tjá sig og frelsið til athafna skert að sama skapi eða stöðugt háðara þeim, sem með völdin fara á hverjum tíma. Ríkisstjórn og Alþingi róða ekki við vandann Núverandi ríkisstjórn hefur því miður ekki tekist að ná fram samstöðu meðal þjóðarinnar til þess að taka föstum tökum á efnahags- málunum og finna leiðir til björgunar. Að mínu mati ræður þar mestu að af hennar hálfu virðist hafa skort frumkvæði og aðhald á sinum eigin gerðum. Augljóst var að herða þurfti tökin, draga úr fjáraustri hins opinbera en ekkert var gert raunhæft í þeim efnum. Einnig hefur. af hálfu stiórn- valda skort allt frumkvæði í því að gera þjóðinni grein fyrir hvert stefnir, ef ekki tekst að snúa við á þeirri óheillabraut er komst á upp úr 1974 og síðar. Af engri sanngirni má að mínu mati kenna verkalýðs- hreyfingunm um ábyrgðarleysi í þessu sambandi. Rétt er að vekja athygli á því að verðbólga og slæmar efna- hagshorfur er ekkert alíslenskt fyrirbrigði, sem aðrar vestræn- ar þjóðir hafa ekki þurft að glima við undanfarin ár. Eftir októberstyrjöldína 1973 milli ísraels og nokkurra Arabaríkja, þá stórhækkuðu öll olíuríki heims verðið á fram- leiðslu sinni, með þeim af- leiðingum að veruleg verðbólga upphófst í nær öllum löndum. Öllum vestrænum lýðræðisríkj- um hefur nú tekist eftir harða baráttu að stöðva verðbólguna eða draga úr henni verulega. I þessu sambandi hefur verið gripið til m.a. eftirfarandi ráðstafana: 1) Dregið úr fjár- festingu hins opinbera og komið á hagræðingu í opinber- um rekstri. Minnisstæðar eru i þessu sambandi fréttir frá Dan- mörku og Englandi þar sem þing viðkomandi landa sam- þvKKtu róttækan niðurskurð á fjárlögum. I þessum löndum fóru jafnaðarmenn með völdin, en vitað er að þeir aðhyllast aukin umsvif hins opinbera undir venjulegum kringum- stæðum. 2) I llesium tilvikum tókst góð samvinna við aðila vinnu- markaðarins, þ.e. atvinnu- rekendur og launþega um viss- ar hámarkslaunahækkanir ár hvert. Af hálfu hins opinbera var reynt að létta af beinum sköttum og voru þessar ráðstafanir teknar til greina sem liður í kjarabótum og auðveldaði leiðir til samkomu- lags. 3) Jafnframt voru vextir banka hækkaðir og hliðstæðum fjárhagsráðstöfunum beitt til þess að draga úr almennri fjár- festingu, hafin herferð fyrir auknum sparnaði og minnkandi neyslu almennings. 4i Ymsar fleiri raostafatm voru gerðar til þess að stuðla að' jafnvægi í efnahagsmálum af viðkomandi stjórnvöldum og með fullum stuðningi löggjafar- valdsins.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.