Dagblaðið - 18.01.1978, Page 3

Dagblaðið - 18.01.1978, Page 3
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 18. JANÚAR 1978. 3 Á dauði annars f oreldris að vera happdrætti barnanna? —spyr sex barna stjúpmóðir Er réttlætanlegt að börn geti krafizt búskipta þegar annað foreldrið deyr? Þessi spurning veltist fyrir mörgum og sýnist sitt hverjum. Nú mun það vera svo að ef engar ráðstafanir hafa verið gerðar varðandi búskipti við dauða annars hvors maka geta lögerfingjar, oftast eftiriifandi maki og börn hjónanna, krafizt búskipta. Dæmi eru um að eftirlifandi maki — eiginkona eða eigin- maður — þurfi aldraður eða sjúkur að hverfa af heimili sinu um áratug fyrr en hann óskar sjálfur vegna ákvörðunar barna sinna eða barna makans sem látinn er. Ljóst er að þessi mál eru bæði mjög flókin og erfið og skipta fólk oft á tiðum ekki siður tilfinningalegu máli en fjárhagsiegu. Hér á eftir fer bréf frá sex barna stjúpmóður sem nýverið hefur misst eiginmann sinn. I byrjun bréfsins er rætt al- mennt um búskipti en síðan segir: Ég ætla að leyfa mér að nefna enn eitt dæmi: Ekkja og ekkjumaður stofna til hjú- skapar, segjum að þau séu á miðjum aldri og börn þeirra af fyrra hjónabandi uppkomin. Annar aðilinn er eignalaus en hinn á nokkrar eignir. Ein- hverra hluta vegna gerðu þau ekki þennan svokallaða kaup- mála. « Eiga aldraðir ekki að fá að dveijast á sínum gömiu heimil- um eins lengi og unnt er eða á að leyfa börnum þeirra að nota dauða annars foreldris sem nokkurs konar happdrættis- vinning? Ánægðir með greinar Ásgeirs Hannesar sonar sem birzt hafa í biaðinu í vetur, sérstaklega greinina í dag um Landsbankann, ég tel þessar greinar eitthvað það athyglisverðasta sem birtist í Dagblaðinu. Sú hugmynd skaut upp kollinum á mínum vinnu- stað að Jónas Kristjánsson rit- stjóri Dagblaðsins ætlaði í framboði í Reykjaneskjördæmi og verið væri að búa Asgeir undir að taka við ritstjórn Dag- blaðsins en Jónas mundi væntanlega láta af ritstjórn þegar hann færi á þing. Það er ekki vanþörf á því að Jónas Kristjánsson fari á Álþingi tslands og blaðið verður örugg- lega í góðum höndum hvað leiðaraskrif viðvíkur og Haukur Helgason heldur áfram við blaðið. Grein Asgeirs um Lands- bankann er alveg sérstök i sinni röð, ólíkt betri en skrif Vilmundar Gylfasonar síðan á' föstudaginn var, þar er mjög ólíku saman að jafna hvað gæðum viðvíkur, það er greini- legt að það þarf endurnýjunar við hjá blöðunum, alveg eins og hjá alþingismönnum. Greinar Vilmundar eru orðnar þvældar og langlokulegar og Vilmundur sýnist vera að brenna út. Einn sem hefur viðskipti við bankakerfið, Raddir lesenda Asgeiri Hannesi Eiríkssyni er margt til lista lagt og á mvndinni sést hann þar sem hann er að ieggja fram spurningu í skoðanakönnun Sjálfstæðisflokksins í haust. Með honum á myndinni eru þeir Anders Hansen framkvæmdastjóri Sambands ungra sjálfstæðis- manna og Haraldur Blöndal lögfræðingur. Nú deyr sá aðilinn, sem var eignalaus, eftir stutta sambúð og þá krefjast börn hans af fyrra hjónabandi þess að þau fái sinn lögákveðna erfðahlut úr búinu sem var aðeins íbúð og innbú og e.t.v. ekki skuld- laust. I þessari íbúð og innbúi átti foreldri þeirra ekkert fyrir siðara hjónaband sitt. Þar með hafa þau svipt eftir- lifandi maka heimili sínu og stendur hann nú uppi hús- næðislaus og ráðþrota með sáralítið fé sem verður að engu. Það er mikið áfall fyrir hvern og einn að missa sinn lífsförunaut, hvað þá þegar svona lagað bætist ofan á. Því hvað gerir vængbrotinn fugl? Vill hann ekki kúra þar sem hann er kominn þar til yfir lýkur? Ég held að því sé einnig þannig farið með okkur ein- staklingana sem erum orðnir of gamlir til að vera gjaldgengir á vinnumarkaði en ekki nógu gamlir til að fara á elliheimili. Ég vil þvi skora á alla al- þingismenn, bæði núverandi og tilvonandi: Takið þessi lög til rækilegrar endurskoðunar svo þeim fækki sem fyrst sem verða að hlíta þessum siðlausu og mann- skemmandi lögum — lögum sem bjóða upp á það að börn aldraðs fólks geti notað dauða annars foreldris eins og hvern |annan happdrættisvinning. HVin GRUGG í LÝSINU Lýsisunnandi skrifaði og vildi koma þeirri kvörtun á framfæri við Lýsi hf. að nú- orðið væri mikið hvítt grugg í lýsisflöskunum, sem sæti á botninum og væri oft fimmt- ungur innihaldsins eða meira. Telur lýsisunnandi, að þetta hafi ekki sézt áður fyrr. Vill hann fá að vita ástæðuna fyrir þessu, hvort lýsið sé svona illa síað eða hvað þetta sé. FYLGIST ÞÚ MED ERLENDUM FRÉTTUM í FJÖLMIDLUNUM? Sigurgeir Hallsson, hættur starfi: Já, bæði í blöðum og útvarpi. Fréttirnar eru það eina sem ég hlusta á í sjónvarpinu. Hrafnhildur Brynjólfsdóttir, Langholtsskólanum: Nei, ekki mikið, en fylgist svolitið með fréttum og þá aðallega innlendu fréttunum. BankaslrœM9 sími 11811 Auqtýtmaktlolan Foim Halldór Halldórsson mennta- skólakennari: Já, ég fylgist yfir- leitt með þeim í blöðunum og útvarpi eri aldrei í sjónvarpi.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.