Dagblaðið - 18.01.1978, Page 6

Dagblaðið - 18.01.1978, Page 6
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 18. JANUAR 1978. 6 EIGNANAUST Láugavegi 96 (vlð Stjörnubíó) Síml 2 9535 SÖLUM.: Hjörtur Gunnarsson, Lárus Helgason.%igrún Kröytr. LAGM.: Svanur Þór Vilhjálmsson hdl. ÁLFHEIMAR 90 FM 3ja herb. íbúð á 1. hæð. Verð 11 m. Útb. 7-7,5 m. ENGJASEL 80 FM. 3ja herb. íbúð á 2. hæð. Útb. 7 m. GRÆNAKINN 86 FM. 3-4ra herb. efri hæð í tvibýli. Sér þvottur, 2 stór herb. í kjallara. Bílskúrsréttur. Útb. 7 m. HLAÐBREKKA 75 FM. 3ja herb. íbúð á 2. hæð í SbýliÚtb. 6m. KRUMMAHÓLAR 80 FM. 3ja herb. íbúð í blokk. Bíla- geymsia, selst með löngum afhendingartíma. Útb. 6,5-7 m. SÓLHEIMAR 95 FM. 3ja herb. íbúð í háhýsi. Verð 10,5-11 m. Útb. 7 m. KÓNGSBAKKI 108 FM. 4ra herb. íbúð í blokk, sér þvottur. Útb. 8 m. LÁGAFELL MOSFELLSSVEIT 80 FM. 4ra herb. íbúð í 4býli. Verð tilboð. LÆKJARKINN 95 FM. 4ra herb. efri hæð í tvíbýli. Bílskúr. Útb. 8 m. BREIÐVANGUR 130 FM. 6 herb. íbúð á 1. hæð. sér þvottur. Útb. 10. m. HOLTAGERÐI 125 FM. 6 herb. efri hæð í tvíbýli. Sér inngangur. Útb. 10 m. SMÁÍBÚÐAHVERFI EINBÝLI 60x3 fm, 3 svefnherbergi, stór stofa, herbergi í kjallara, bílskúr. Verð 23-25 m. NORÐURBRAUT HAFNARFIRÐI 70 fm einbýlishús á tveim hæðum. Járnklætt timbur- hús. Verð tilboð. VANTAR 3-4ra herbergja íbúð í Smá- íbúðahverfi, má þarfnast viðgerðar. VANTAR Sérhæð í Hafnarfirði eða Garðabæ með bílskúr. VANTAR 2ja og 3ja herbergja íbúðir á skrá. VANTAR 4ra herb. sérhæð í Hafnar- firði í skiptum fyrir 3ja her- bergja íbúð + 1 í kj. í austurbænum í Reykjavik. ooidalla daga frá 9til 21 og umhelgar frá13til 17 STYRKIR TIL NÁMS VIÐ LÝÐHÁSKÓLA EÐA MENNTASKÓLA í NOREGI Norsk stjórnviild hjnða fram nokkra styrki handa er- lendum ungmennum til námsdvalar við norska lýð- háskóla eða imuiii.i'.kolu skólaárið 1978-79. Er hér um að ræða st.vrki úr sjóði sem stofnaður var 8. maí 1970 til minningar um að 25 ár voru liðin frá því að Norðmenn endurheimtu frelsi sitt og eru st.vrkir þessir hoðnir fram í mörgum Jöndum. — Ekki er vitað f.vrirfram hvort nokkur st.vrkjanna kemur í hlut Islendinga. — St.vrkfjár- hæðin á að nægja fyrir fa'ði, húsnæði, bókakaupum og einhverjum vasapeningum. — Umsækjendur skulu eigi vera yngri en 18 ára og ganga þeir að öðru jöfnu fyrir sem geta lagt fram gögn um starfsreynslu á sviði félags- eða menningarmála. Umsóknum um styrki þessa skal komið til menntamála- ráðuneytisins, Hverfisgötu 6, Re.vkjavík, fyrir 25. febrúar nk. — Sérstök umsóknareyðublöð fást í ráðu- neytinu. f Menntamálaráðuneytið, 12. janúar 1978. RANNSÓKNASTYRKIR EMBO Í SAMEINDALÍFFRÆÐI. Sameindalíffræðistofnun Evrópu (European Molecular Biplog.v Organization, EMBO) hefur í hyggju að styrkja vísindamenn sem starfa í Evrópu og ísrael. Styrkirnir eru veittir bæði til skamms tíma (1 til 12 vikna) og lengri dvalar, og er þeim ætlað að efla rannsóknasam- vinnu og verklega framhaldsmenntun í sameindalíf- fræði. Skammtímastyrkjum er ætlað að kosta dvöl manna á erlendum rannsóknastofum við tilraunasamvinnu, einkum þegar þörf verður fyrir slikt samstarf með litlum fyrirvara. Langdvalarstyrkir eru veittir til allt að eins árs í senn, en umsóknir um endurnýjun styrks til eins árs í viðbót koma einnig til álita. Umsækjendur verða að hafa lokið doktorsprófi. Umsóknir um styrki til dvalar utan Evrópu og fsraels koma til álita, en þær njóta minni forgangs. f báðum tilvikum eru auk dvalarstyrkja greidd fargjöld styrkþega milli landa. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást hjá Dr. J. Tooze, Executive Secretary, European Molecular. Biology Organization, 69 Heidelberg 1, Postfach 1022, 40, Vestur-Þýskalandi. Umsóknir um skammtímastyrki má senda hvenær sem er, og er ákvörðun um úthlutun tekin fljótlega eftir móttöku umsókna. Langdvalarstyrkjum er úthlutað tvisvar á ári. Fyrri úthlutun fer fram 30. apríl, og verða umsóknir að hafa borist fyrir 20. febrúar, en síðari úthlutuu fer fram 31. október, og verða umsóknir að hafa borist fyrir 31. ágúst. Vegna þess að umsækjendur eru venjulega kvaddir til viðtals, er nauðsynlegt að umsóknir berist áður en frestur rennur út. A árinu 1978 efnir EMBO einnig til námskeiða og vinnuhópa á ýmsum sviðum sameindalíffræði. Nánari upplýsingar veitir Dr. J. Tooze, póstáritun sem að framan greinir. Skrá um fyrirhuguð námskeið og vinnuhópa er cinnig fyrir hendi í menntamálaráðuneytinu, Hverfis- götu 6, Reykjavík. Menntamálaráðuneytið, 16. janúar 1978. i án ríkisstyrks Stjórnarkreppan á Ítalíu: Kommúnistar sækja fast að komast í ríkisstjóm — Andreotti sennilega falin stjórnarmyndun Kommúnistar sækja nú fast að komast í stjórn á Ítalíu eftir fall stjórnar kristilegra demó- krata undir stjórn Giulio Andreottis, sem sagði af sér á mánudag. Ekki eru þó sjáanleg nein (eikn þess að kommúnistar og kristilegir demókratar nái sam- komulagi um stjórnarmyndun. tKristilegir demókratar hafa ýerið við stjórn á Italíu undan- íarið eitt og hálft ár, án þess að hafa meirihluta á þingi. [Kommúnistar og sósíalistar hafa varið stjórnina falli þar til á mánudag. Búizt er við því að Giovanni Leone, forseti ttalíu, feli Andreotli að reyna stjórnar- myndun. Ef Andreotti mistekst stjórnarmyndunin, þ.e. nær ekki samkomulagi við kommúnistaflokkinn þá má búast við nýjum almennum þingkosningum í landinu. Kommúnistar sögðu f gær- kvöldi að það væri undir kristi- legum demókrötum komið hvort efna þyrfti til kosninga. Þeir gætu samið við kommúnista um aukin áhrif á stjórn landsins, en hinn öflugi kommúnistaflokkur á Ítalíu hefur ekki verið við stjórn síðan árið 1947. Stórmenni fylgdi Hubert Humphrey fyrrum varaforseta Bandarikjanna til grafar, en hann lézt í fyrri viku. Meðal þeirra voru þrír forsetar Bandaríkjanna, sem sjá má á myndinni hér að ofan. Yzt til vinstri er Richard Nixon fv. forseti, þá er Ford fv. forseti þriðji frá vinstri og fyrir framan hann er frú Carter og Carter forseti við hlið hennar. Að baki þeim er Nelson Rockefeller fv. varaforseti og kona hans Happy. I hægra horninu er ekkja Humphreys, Muriel, í Ijósri kápu. Fiskveiðimál: LÍTILL ÁRANGUR HJÁ EBE Eftir tveggja daga fundi sjávarútvegsráðherra Efnahags- bandalagsríkjanna um fiskveiði- mál þjóðanna virðist lltill árangur hafa orðið. Bretar krefjast mun strangara eftirlits með fisk- veiðum en aðrar EBE þjóðir sam- þykkja. Þá krefjast þeir 12 mílna einkalögsögu og yfirráða yfir haf- svæðinu á milli 12 og 50 mílna. Bandalagið hefur nú á annað ár reynt án árangurs að samræma fiskveiðistefnu sína. Gert er ráð, fyrir því, að ráðherrafundinum’ l.júki í dag og ekki er gert ráð fyrir þvi að allsherjarsamkomu- lag náist. Sjávarútvegsráðherra Breta, John Silkin, telur þó nýjar tillögur bandalagsins vera umræðugrundvöll en þó yrði ekk- ert samkomulag gert nema Bretar sættu sig við niðurstöður þess. Japanir reisa píra- míta i Egyptalandi Lengi lá það orð á Japönum að þeir stældu alla skapaða hluti, framleidda í öðrum löndum, og þó það sé gömul saga og Japanir orðnir þjóða fremstir í ýmissi tækni vekur athygli ákvörðun þeirra um að reisa eftirlíkingu af Keobs píra- mítanum fræga í Egyptalandi. Það er sjónvarpssamsteypan Nippon, sem leggur í ævintýrið og er ætlunin að byggja nákvæma eftirlíkingu af píra- mítanum, sem einu sinni var 'nefndur eitt af sjö undrum heimsins. Japanska útgáfan á þó ekki að vera nema 20 metra há og þvermálið neðst 30 metrar. Verður það einn sjöundi af stærð hins egypzka. I tilkynningu í gær sögðu for- ráðamenn Nippon fyrirtækisins að sama tækni yrði notuð við byggingu og efnisútvegun í píramitann og til forna. Steinarnir verða fluttir á sams konar rúllubrautum frá sama fjalli hinum megin við Níl og Forn-Egyptar gerðu. Notaðir verða tréfallhamrar til að meitla til grjótið og allt verður þnnið með höndunum. Aftur á móti geta Japanirnir •iekki notið góðs af ókeypis Vinnuafli þræla eins og egypzkir faróar og prestar til [forna. Ráðnir verða tfu þúsund Verkamenn, em ráðgert er að erði tíu vikur að verkinu, og ostnaðurinn er talinn verða um það bil 1,6 milljónir dollara eða jafnvirði eða nálægt 400 milljóna íslenzkra króna. Tilgangurinn með byggingu píramítans er sá, að kvikmynda vinnuna og allt í kringum þær framkvæmdir frá því starfið hefst og þar til síðasti steinninn er kominn á sinn stað á toppi píramítans. Svo gæti jafnvel farið að sá þáttur yrði sýndur í íslenzka sjónvarpinu, þó ekkert sé farið að huga að því ennþá. Egypzk yfirvöld hafa samþykkt ráðagerðir Japananna með því skilyrði að framkvæmdirnar fari fram fjarri hinum fornu píramítum og öll ummerki verði fjarlægð að lokinni töku sjónvarpskvik- myndarinnar.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.