Dagblaðið - 18.01.1978, Page 10

Dagblaðið - 18.01.1978, Page 10
10 Útgefandi Dagblaöið hf. frjálst, úháð dagblað Framkvæmdastjori: Sveinn R. Eyjolfsson. Ritstjóri:’Jónas Kristjánsson. Fróttastjóri: Jón Birgir Pétursson. Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason. Skrifstofustjóri ritstjórnar: Jóhannes Reykdal. íþróttir: Hallur Símonarson. Aðstoöarfróttastjóri: Atli Steinarsson. Handrit: Ásgrímur Pálsson. Blaðamenn: Anna Bjarnason, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurðsson, Dóra Stefánsdóttir, Gissur Sigurðsson, Hallur Hallsson, Helgi Pétursson, Jónas Haraldsson, ólafur Geirsson, Ólafur Jónsson, Ómar Valdimarsson, Ragnar Lár. Ljósmyndir: Árni Páll Jóhannsson, Bjarnleifur Bjarnleifsson, Höröur Vilhjálmsson, Ragnar Th. Sigurðsson, Sveinn Þormóösson. Skrifstofustjóri: Ólafur Eyjólfsson, Gjaldkeri: Þráinn Þorleifsson. Dreifingarstjóri: Már E.M. Halldórsson. Ritstjórn Siðumula 12. Afgreiðsla Þverholti 2. Áskríftir, auglýsingar og skrifstofur Þverholti 11. Aðalsími blaðsins 27022 (10 línur). Áskrift 1600 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakiö. Setning og umbrot: Dagblaöið og Steindórsprent hf., Ármúla 5. Mynda-og plötugerð: Hilmirhf. Siðumúla 12. Prentun: Árvakur hf. Skeifunni 19. Enneittorðíbelg Deilurnar um aronskuna hafa vakið marga til umhugsunar um, hvernig eðlilegt sé að haga skipan varnarmála. Kunnastar eru hugmyndir Gunnars Thoroddsens ráðherra um eins konar málamiðl- un milli aronsku og ríkjandi stefnu í varnarmálum. Milli jóla og nýárs setti Kristján Pétursson tolldeildarstjóri fram í Dagblaðinu nýjar hug- myndir, sem minna á málamiðlun Gunnars að því undanskildu, að Kristján gerir ekki ráð fyrir þátttöku hins svokallaða varnarliðs í al- mannavörnum. Hugmyndir Kristjáns eru athyglisverðar, einkum vegna þess að hann fer á ýmsan hátt tæknilegar en aðrir ofan í ýmis smáatriði, sem máli geta skipt. Ásamt upphaflegum tillögum Arons og málamiðlun Gunnars eru hugmyndir Kristjáns þess virði, að þeim sé gaumur gefinn. Kristján vill, að íslenzka ríkið geri alla verk- samninga við varnarliðið og bjóði þá síðan út á frjálsum markaði. Þar með mundi linna því hermangi, sem gæðingar tveggja stærstu stjórnmálaflokkanna stunda nú á vegum íslenzkra aðalverktaka. Hann vill, að íslenzka ríkið taki að sér rekstur verklegrar framkvæmdadeildar varnarliðsins, birgðadeild þess, bókhalds- og endurskoðunardeild, sjúkrahús þess, tómstundastofnanir, verzlunarmiðstöð og skemmtistaði, svo sem flugvélaviðgerðir og hluta af flugrekstrinum. Bandaríkjastjórn annist hins vegar áfram rekstur ratsjár- og fjarskiptastöðva, flugsveit- ar, ratsjárvéla og hergagnageymslna. Með þessu verði fækkað um rúmlega helming í varnarliðinu, enda hverfi varnarliðs- menn úr öllum þeim rekstrarþáttum, sem íslendingar taki að sér samkvæmt framan- sögðu. Öll starfsemi varnarliðsins verði aðskilin frá almennri flugumferð. Á hann þá bæði við búsetu varnarliðsmanna og athafnasvæði þeirra annað en flugsveitanna. Kristján vill, að varnarliðið greiði full aðflutningsgjöld af öllum vörum til sinna af- nota, nema hernaðartækjum. Einnig greiði það bensín- og bifreióaskatt, svo og lögboðin tryggingagjöld. Ennfremur vill hann, að íslenzkur gjald- miðill sé notaður á vegum varnarliðsins. Bæði í þessu og í næsta atriði á undan falla hugmynd- ir Kristjáns aó málamiðlun Gunnars. Hið sama er að segja um hugmyndir Kristjáns um, að aflað verði innlendrar, herfræðilegrar þekking- ar. Kristján leggur til, að ríkisstjórnin ráði 4-5 íslendinga til hermálanáms erlendis í því augnamiði, að þeir verði ráðgjafar hennar í varnar- og öryggismálum. Þeim verði svo falið að fylgjast náið meö starfsemi bandaríska varnarliðsins. í því skyni verði stofnuð sérstök varnar- og öryggismáladeild. Hann bendir t.d. á, að niðurlægjandi sé og ekki sæmandi fullvalda ríki, að stjórnvöld geti ekki vegna þekkingarskorts sannreynt, hvaða herbúnaður sé hér á landi. DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 18. JANUAR 1978. AÐALSTEINN INGOLFSSON ÓSKÖP VENJULEGIR KRISTSMENN Bamber Gascoigne heitir eitt af gáfnaljósum þeim sem komu frá Cambridge á miðjum fimmta áratugnum, en um þá kynslóð Breta fjallar m.a. nýr framhaldsþáttur, Til mikils að vinna, sem hefst í þessari viku. Meira um hann seinna. Bamber karlinn' (ég hef enga skýringu á nafninu) hefur síðan séð um spurningaþátt háskóla I breska sjónvarpinu í ein 15 ár og þykir upplagður maður i það, þar sem hann er maður kaldur og rólegur. Nú er hann á skerminum hjá okkur með nýj- an þátt sem nefnist Kristsmenn sem er eins konar eftirmynd „Civilization" Clarks lávarðar. Ut á Kristmenn Bambers hef ég ýmislegt að setja. Ég skal alveg viðurkenna það í fyrsta lagi að framkoma hans fer í taugarnar á mér, röddin er hákúltiveruð og ögn tilgerðarleg og stelling- arnar dittó. En meinið liggur að mér finnst helst I þvi sem Bamber hefur sjálfur viður- kennt, þ.e. hann er ekki trúaður. Því verður hin sögulega yfirreið hans um lend- ur kristinnar trúar gegnum aldirnar að yfirborðslegri skoðunarferð þar sem hin ytri merki kristninnar eru skoðuð án þess að kafað sé að neinu marki ofan í þær hugmyndir sem ollu þessum breytingum á ytra borði. Til dæmis eru okkur sýndar myndir af einhverjum glæsilegustu byggingum allra tíma, gotnesku dómkirkjunum, og tilkoma þeirra er skýrð sem afleiðing af auðsöfnun kirkjunnar og stærilæti stakra borga. En gotnesku kirkjurnar eru langtum meira en það því þær eru bókstaflega táknræn imynd ritningarinnar og margs konar útsetninga á henni gegn- um aldirnar. Hver stöpuil og hver gluggi i þessum kirkjum hafði táknræna þýðingu sem guðfræðingar sögðu fyrir um. Margar kreddur kaþólsku kirkjunnar á miðöldum virðast hlægilegar f dag en þær verðskulda þó meira en heims- mannslega útúrsnúninga Bambers, svo snar þáttur af mannlífi er þær voru. En fyrir þá er eru með litsjónvarp eru Kristsmenn sjálfsagt mesta upplifun og í sjónvarpi er það sjóngildið sem oftast ræður úr- slitum, þvi miður. Bamber segir einhvers staðar í viðtali að hann hafi öðlast virðingu fyrir sannkristnu fólki við gerð þátt- anna. Kannski hún komi í ljós þegar liða fer á þá. Hins vegar átti að slá sér upp með speki i Hringborðsumræðum nóbeis- verðlaunahafa mánudaginn 9. janúar en þar sem min reynsla er sú að spekingum er afar sjaldan lagið að tala um slík mál þá lét ég hann eiga sig. Annars var þetta ekki spennandi vika. Landnám í Síberíu er sjálfsagt á óskalista einhvers og einhverjir hljóta að vera búnir að taka ástfóstri við Sautján svipmyndir sem er orðinn eins og stór svefnpilla hvað mig snertir. Af Fiski- mönnunum hef ég lítið gagn þar sem þeir hafa nær allir farið fram hjá mér. Það var varla fyrr en á laugardaginn 14nda að ég glennti aftur upp skjáina, en þá varspánnýrGesta leikur á dagskrá og nú i anda byggðarstefnunnar. Það er eng- in gagnrýni á þá stefnu að segja að þátttakendur voru vart eins fjörugir og þeir reykvísku. Það var mikið um dýralíf þann dag, — Saltkrákan fyrr um daginn, höfrungar fylgdu á eftir Gesta- leik og voru stórum skemmti- legri og svo kom rúsínan í pylsuendanum, Nashyrningar Ionescos í amerískri útgáfu. Zero heitinn Mostel hefur ávallt verið nashyrningurinn meðal leikara, svo mikið hefur ávallt farið fyrir honum á sviði og á tjaldi, og þarna var hann í essinu sínu. Ég hef oft verið „svag“ fyrir Gene Wilder, sem er eins og barn til augnanna og Jón Björgvinsson (á hnjánum) við töku myndarinnar Þriðjudagur fyrir þjóðhátíð. drápum, sem besta efnið liggur og tók einfaldlega mynd af degi í lífi þriggja ísiendinga í London, Dóru Sigurðardóttur, hlaðfreyju, Magnúsar Þórs Sig- mundssonar tónlistarmanns og Sigurðar Bjarnasonar sendiherra. Nú, og það gerðust engin stórtiðindi, eins og vera ber með venjulega daga, hlað- méð englahár á kollinum og sýnist mér sem í Nashyrningun- um hafi hann e.t.v verið hlægi- legri en hlutverkið segir fyrir um. En samleikur þeirra Mostels, Wilder og hinnar elskulegu Karen Black var með ágætum. Lítið heyrist nú talað um Ionesco en hann var um tíma einn höfuðpostuli absúrdleik; hússins og eru Nashyrning- arnir eftt hans besta verk. Þungamiðja þess er bitur gagn- rýni á alls kyns múgæði, hvort sem það nefnist fasismi eða kommúnismi, en það er einnig ádeila á allan konformisma. Innst inni eru Nashyrningarnir því boðberi einstaklingshyggju og i framhaldi af þvf, anarkisma. Það leysir engan vanda heldur setur fram ákveðna tilgátu sem áhorf- endur verða sjálfir að taka af- stöðu til. Málið flækir Ionesco svo enn frekar með því að skop- ast að einstaklingnum sem telur sig á einhvern hátt yfir aðra hafinn og í trausti þess bíður hann örlaga sinna uppi á strompinum. í þeirri klemmu liggur absúrdboðskapur verksins. Sunnudagskvöldið var svona i meðallagi merkilegt kvöld í sjónvarpinu, aðaliega fyrir það að þá var frumsýnd lítil og lauflétt heimildarmynd frá London eftir Jón Björgvins- son, fyrrv. blaöamann og núv. kvikmyndara. Jón virtist skilja það að það er ekki endilega í fylliríi, framhjáhaldi eða mann- Ur sjónvarpsþáttunpm um Kristsmenn. freyjan stóð sína vakt í hlaði, tónlistarmaðurinn söng um börn og álfa fyrir harðsvíraða karaktera í bransanum, sendiherrann sá um skreiðar- mál og sjúka íslendinga í borginni og sendiherrafrúin talaði um skúlptúr sinn, hatt- inn sinn og kynni sín af drottningu. Allar klippingar virkuðu eðlilegar og samtöl sömuleiðis. Gjarnan vildi ég sjá fleiri myndir eftir Jón Björg- vinsson. I kringum skjóinn

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.