Dagblaðið - 18.01.1978, Síða 11

Dagblaðið - 18.01.1978, Síða 11
11 . DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 18. JANUAR 1978. f Sundlaugamar í Laugardal — Dásamleg heilsulind og verðskuldað stolt Reykjavíkurborgar VERÐSKULDA BETRI UMHIRÐU Þeir sem eiga þeirri gæfu aö fagna aö geta stundað reglulega Sundlaugarnar í Laugardal munu vera á einu máli um það, að dásamlegri heilsulind sé vart að finna, þrátt fyrir ýmis minniháttar vandamál, sem skyggja óneitan- lega svolítið á ánægjuna. Reyk- víkingar eiga að vfsu aðra útilaug, sem að sumu leyti stendur Laugardalslauginni framar en að öðru leyti að baki, en það er Sundlaug Vesturbæj- ar. Sem betur fer fellur einum betur að stunda Vesturbæjar- laugina en öðrum Laugardals- laugina, svo sundiðkendur dreifast hæfilega á laugarnar báðar. Stundum kemur það fyrir, þegar Laugardalslaugin er lokuð, sem þó kemur ótrú- lega sjaldan fyrir, að þeir sem hana stunda „láta sér nægja“ að fara í Vesturbæjarlaugina og eru þá þar kærkomnir gestir. Þegar þetta fólk kemst aftur í „,sfna“ laug og f þann kunningjahóp, sem þar hefur myndazt er oft gaman að heyra á tal þess, þegar það er að lýsa því, hvað það hafi nú ekki kunnað við sig f Vesturbæjar- lauginni. Það væri nú einhver munur að vera hér í Laugar- dalslauginni. Sundlaugarnar f Laugardal eru Reykjavfkurborg á margan hátt til mikils sóma en því mið- ur einnig til vansæmdar. Að ytra útliti er byggingin reisuleg og setur mikinn svip á bæinn. Laugin er stór og rúmgóð og brúin gerir hana svipmikla. Byggingarmannvirkin eru þvf verðugt stolt Reykjavíkurborg- ar. En skyldi hið innra í laugun- um einnig vera stolt borgaryfir- valda? Nei, þvf miður. Yfir dag- legum rekstri lauganna og viðhaldi er heldur minni reisn en er yfir áhorfendastúkunni, en það er sá þáttur lauganna, sem er Reykjavfkurborg til van- sæmdar. LAUGARNAR EKKIFULLBYGGDAR Aður en minnzt verður á nokkur atriði varðandi rekstur og viðhald Sundlauganna f Laugardal, sem betur mætti fara, er rétt að minnast þess, að þær eru ekki fullbyggðar. Engin aðstaða er því til dýfinga og aldrei heyrast óánægju- raddir út af þvf. Þrátt fyrir þá dýfingaraðstöðu, . sem hefur verið i Sundhöll Reykjavíkur í áratugi, virðist áhugi Islendinga ekki vera ýkja mikill fyrir þessum þætti fþróttanna. Hins vegar veldur það bæði óþægindum og óánægju, hve bráðabirgða- búningsaðstaðan er léleg og virðist ætla að verða langvar- andi. Það er eðlilegt, að byggja þurfi f áföngum jafnglæsilega sundlaug, sem Laugardals- laugin þegar er orðin, en hún á eftir að verða enn glæsilegri fullbyggð. I fyrsta lagi má benda á, að bráðabirgða- aðstaðan hefur nú verið f notk- un nokkuð á annan áratug og f öðru lagi þá mætti hafa hana mun þolanlegri en raun ber vitni með tiltölulega litlum til- kostnaði, ef ýmsum smáat- riðum væri gefinn meiri gaum- ur en raun ber vitni. LAGFÆRA ÞARF STURTUR Það er leitt til þess að vita, að þær fáu sturtur, sem eru f baðsal karla, hafa í áraraðir verið meira og minna f ólagi vegna viðhaldsleysis. Ut um gamla skammtara, sem löngu eru orðnir óvirkir, og út um óþétt samskeyti lekur hluti þess vatns, sem upp f dreifar- ana á að fara. Ur einni sturt- unni rétt drýpur og hefur hún þvf verið ónothæf að undan- förnu. Ekki væri það nú stórt átak að setja nýjar pípur með dreifurum á blöndunartækin og ekki verður þvf trúað á hina ágætu iðnaðarmenn okkar, að þeir ráði ekki við að þétta lek pípusamskeyti. Augljóst er, að það ólag, sem er á sturtu- búnaðinum, stafar af framtaks- leysi en ekki af fjárskorti. AÐBÚNAÐUR VIÐ ÚTISTURTUR Helztu leiðir frá böðunum út f pottana og út f laug eru hit- aðar upp svo ekki myndist klaki og hálka á veturna. Þetta kunna sundlaugargestir vel að meta. En ein er sú leið, sem mikið er gengin og sem ekki er upphituð. Það er út að útisturt- unum. Sundlaugarverðir hafa afstýrt mörgum byltunum með þvf að bera salt á klaka, sem þarna myndast f frostum. En ekki er nú notalegt að ganga á grófu saltinu og þeirri kulda- blöndu, sem saltið myndar með ísnum. Án efa mundu laugar- gestir hugsa til borgaryfirvalda með þakklæti.efallar gangleiðir á laugarsvæðinu yrðu hitaðar upp svo sleppa megi saltinu. Slfkt yrðu litlar framkvæmdir samanborið við það myndarlega átak, sem gert var þegar hita- lögn var sett f Austurstræti. HEITU POTTARNIR Heitu pottarnir munu, að þvf er be^t er vitað, vera alíslenzkt fyrirbrigði, sem nýtur afar mikilla vinsælda og vakið hefur heimsathygli. Hugmyndin er reyndar eldri en Laugar- dalslaugin. I gömlu sundlaug- unum í Laugardal var pottur, sem setið var í, þótt grunnur hafi verið. Þegar sundlaugar- gestir hafa hitað sig vel upp f pottunum, er vinsælt að kæla sig á bekkjunum undir skyggninu í góðum félagsskap. Laugin sjálf er mjög vel upplýst en undir skyggninu er hins vegar léleg lýsing. Nokkrir lampar hafa verið settir upp en þeir eru of fáir svo þarna myndast leiðindarökkur. Svo er að sjá sem hönnuður raflagnar- innar hafi gert ráð fyrir fleiri lömpum en þarna eru. Það mundi verða laugargestum til mikillar ánægju, ef lýsing þessi yrði endurbætt með því að bæta við lömpum, svo þarna fengist jöfn og góð birta. Mjög almennt umræðuefni er það meðal laugargesta, hvort pottarnir séu góðir, þ.e. hæfilega heitir, og hvort útisturturnar séu góðar, en óeðlilega miklar sveiflur eru á hitastigi vatnsins bæði í pottun- Þegar biðröð er f úti- sturturnar, vaknar oft sú spurning meðal laugargesta, hvers vegna byggðir hafi verið 3 útisturtuklefar úr því aldrei er notaður nema einn. Er sú tilgáta ef til vill rétt, að pfpu- lagnirnar séu svo lélegar, að þær anni ekki nægu rennsli að nema einum þeirra? Varla getur verið um vatnsskort að ræða. GRÆNA SVÆDIÐ Á sundlaugarlóðinni er ágætis-grasflöt fyrir þá, sem vilja hlaupa nokkra hringi milli sundspretta. Það hefur hins vegar vakið athygli, að engin aðstaða skuli vera til að skola af fótum sér áður en farið er ofan í laugina, enda ber laugin þess oft merki, einkum á sumrin, þegar mannmargt er á gras- flötinni. Hvimleiðast við fslenzkt veðurfar er hinn tíði blástur. Ein áhrifamesta leiðin til að mynda skjól er trjárækt, sem jafnframt skapar hlýlegt og fallegt umhverfi. Oft hefur borið á góma meðal laugar- gesta, hver ástæðan sé fyrir því, að ekki hafi verið sett niður ein einasta planta á laugarsvæðið. Það kann að vera, að óttazt sé mikið lauffok út f laugina á haustin. Ef það er ástæðan, mætti benda á, að barrtré væru þarna heppileg og þá m.a. með tilliti til þeirra, sem stunda laugarnar allt árið. um og sturtunum. Fram til skamms tfma voru ventlar á útisturtunum, svo laugargestir gátu sjálfir stillt hitastig vatnsins. Það þótti heldur minnkandi þjónusta, þegar þeir voru fjarlægðir, því oft hendir það t.d. að vatnið er svo heitt, að allur þorri manna getur ekki staðið kyrr undir sturtunum. Stundum hendir það, að heit- asti potturinn er svo heitur að þeir hörðustu hafast ekki við f honum. Þegar ókunnugir fara ofan f svo heitan pott og gæta ekki að sér, veldur það nokkr- um óþægindum. Þegar pottarnir hins vegar eru f kald- ara lagi, eru menn heldur vonsviknir á svipinn. Margur laugargesturinn hefur látið f ljós undrun sfna á því, að ekki skuli vera hægt að halda þarna stöðugri vatnshita en raun ber vitni. Hvar er öll tækniþekking tuttugustu aldarinnar og hvar eru allir þessir fínu, sjálfvirku ventlar, sem alltaf er verið að a augiýsa? Ljóst er, að ekki er um að kenna, að ekki sé fáanlegur nauðsyniegur búnaður, heldur þvf, að ekki hafi þótt ástæða til kaupa á honum og/eða skorti á nauðsynlegu viðhaldi. Skemmtileg nýjung mundi það verða, ef forráðamenn sund- lauganna sýndu nú þann mynd- arskap að láta setja stóra og greinilega hitamæla t.d við inn- ganginn í pottana, sem sýndu hitastig vatnsins. Oft hendir það, þegar erlendir ferðamenn sitja f pottunum, yfir sig Kjallarinn Gísli Jónsson hrifnir, að þeir spyrja sessu- naut sinn um hitastig vatnsins en sjaldnast fá þeir svar. AÐBÚNAÐURí BÚNINGSKLEFUM I búningsherbergi karla f kjallaranum hefur um áraraðir dropið úr niðurfallspípu neðan f loftinu niður á bekk og gólf og myndazt þar slepjuhrúga. Fái laugargestur skáp á móts við þennan stað og gætir sín ekki, á hann á hættu að stfga ofan f skftaklessuna á gólfinu eða setjast f þá, sem er á bekknum, eða jafnvel að fá dropann á bakið á sér. Slfkt hefur hent og er heldur hvimleitt, einkum á leið úr lauginni, nýkominn úr baði. Ef ekki er unnt að stöðva þennan leka má benda á hið gamalkunna húsráð við loftleka að setja undir hann lekabyttu. Fyrir allnokkru sfðan var f einhverju dagblaðinu kvartað undan sóðaskap f Sundlaugun- um í Laugardal. Ekki skal tekið undir þau ummæli. Það kann að vera orðum aukið að segja, að einstaks þrifnaðar gæti í sundlaugunum, en það er ósanngjarnt að segja, að þar sé sóðaskapur. Rétt er að hafa f huga, að þrifnaðurinn fer m.a. eftir umgengni laugargesta. Að vfsu hlýtur það að valda nokkrum óþrifum að þurfa að ganga um sama stigann fyrst á skítugum skónum, beint af götunni, og síðan með bera, hreina fætur, nýkominn úr baði, en þetta fyrirkomulag stafar af óheppilegri bráða- birgðaaðstöðu. Á meðan hún er f notkun má með góðum vilja komast hjá þessu vandamáli með þvf að nota baðskó. Ekki verður án þeirra verið á baðströndum Spánar. ÞVÍ EKKI HVERFIDYR MILLI BAÐS OG LAUGAR? Við útilaugar er umgangur frá baði og út í laug ávallt nokkurt vandamál, einkum þar sem stormasamt er eins og á tslandi. t Sundlaugunum f Laugardal hefur ávallt verið mikil barátta við hurðirnar út í laug. í rokum hafa þær stund- um skollið aftur með slfkum krafti, að mesta mildi er, að börn hafa ekki orðið á milli stafs og hurðar með tær eða fingur. Hefur tusku stundum verið komið fyrir á hurðunum til þess að draga úr mestu skellunum. Þá hafa börn stund- um átt í erfiðleikum við að opna dyrnar og komast^inn. Fyrir nokkru var byggt vind- fang utan við dyrnar, sem reynzt hefur til mikilla bóta. Bezta leiðin til þess að komast hjá umræddum vandamálum og til að losna við óþægilegan dragsúg inn i baðsalina er þó að nota hverfihurðir. Það kann að vera, að ekki sé ástæða til að leggja í kostnað við slíkar hurðir fyrir núverandi bráðabirgðaaðstöðu, en ábendingunni er hér með komið á framfæri til umhugsunar við hönnun fram- tíðarbaðaðstöðu. FJÖLGA ÞARF LEIÐ- BEININGARSKILTUM í Sundlaugunum f Laugardal skortir talsvert á nægilegar leiðbeiningar, einkum fyrir út- lendinga. Hvernig veit t.d. ókunnugur laugargestur sem klæðir sig úr í útiskýli, hvar baðið er? Það er ekki sjaldgæf sjón á sumrin, þegar mikið er um erlenda laugargesti, að sjá fólk ráfandi um og leitandi að baðinu. Hætt er við, að margur gefist upp á leitinni og stingi sér beint f laugina án þess að þvo sér áður. RÉTTLÆTANLEGT AÐ VERJA ALLNOKKRU FÉ TIL SUNDSTAÐA Sjálfsagt þykir nú nóg komið að aðfinnslum. Tilgangurinn með hugleiðingum þessum er þó ekki sá að kvarta, heldur að koma á framfæri ábendingum um það, sem hinn almenni sundlaugargestur telur að betur megi fara varðandi fyrir- komulag og rekstur Sundlaug- anna í Laugardal með von um, að það veki umræður meðal forráðamanna um endurbætur og bættan rekstur og siðan framkvæmdir. Sundlaugarnar í Laugardai eru stolt Reykja- víkurborgar, sem verðskulda betri umhirðu og meiri athygli ráðamanna en raun ber vitni. Nú má ekki gieyma þvf, að endurbætur kosta peninga. Við ákvörðun á fjárveitingum til al- menningssundstaða ber að hafa f huga, að það er ekki sfður nauðsynlegt að skapa þeim aðstöðu, sem stunda iþróttir sér til heilsubótar, heldur en hin um er gera það með keppnis- sjónarmið í huga. Það er mjög æskilegt og hlýtur að vera þjóðhagslega hagkvæmt að örva landsmenn til sund- iðkunar og útiveru, en það verður bezt gert með því að skapa sem mest aðlaðandi .aðstöðu. Ömældur er sá sparnaður í sjúkralegukostnaði og lyfjakostnaði, sem reglu- bundin stundun útisundlaugar hlýtur að hafa f för með sér. Þá má á það benda, að ófáir stunda sundlaugarnar að læknisráði. Það ætti þvf að vera réttlætan- legt að verja allnokkru fé til að skapa sundiðkendum sem bezta aðstöðu. Aðgangseyri að sundstöðum Reykjavfkurborgar er mjög í hóf stillt og spurning, hvort laugargestir, og þá einkum þeir fullorðnu, séu ekki reiðubúnir til að greiða hærra verð, ef það gæti orðið til þess að bæta aðstöðuna. HVERS ER AD VÆNTA í NÁINNI FRAMTÍÐ? Af framanrituðu er ljóst. að það verkefni að bæta aðstöð- una í Sundlaugunum ’ f Laugardal er tvlþætt, þ.e. annars vegar aö koma daglegu viðhaldi f gott lag og gera þær minniháttar endurbætur, sem æskilegar verða taldar og ekki kosta mikið fé, og svo hins veg- ar að ljúka byggingu lauganna. Margur mundi fagna þvf mjög ef borgaryfirvöld samþykktu og kunngerðu áætlun um fram- kvæmdir við að ljúka byggingu Sundlauganna í Laugardal t.d á næstu 5-10 árum. Telji borgar- stjórn sig ekki geta ráðstafað fjármagni lengra fram f tímann en kjörtímabil sitt, má á það benda, að það kjörtímabil, sem hefst í vor, getur talizt hæfilegur tími til að byggja búnings- og baðaðstöðu, sem mest er aðkallandi. Að endingu skal þess getið, að starfsfólk Sundlauganna f Laugardal er allt af vilja gert til að gera dvöl laugargesta sem ánægjulegasta og á það beztu þakkir skilið fyrir það. Gísli Jónsson prófessor.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.