Dagblaðið - 18.01.1978, Síða 15

Dagblaðið - 18.01.1978, Síða 15
meðan allt lék í var tekin í Þessi DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 18. JANUAR 1978. Paul McCartney Losnar aldrei við Bítiadrauginn — en hefur lært að lifa við hann í fyrsta skipti síðan The Beatles slitu samstarfi á Paul McCartney topplag í heima- landi sínu, Englandi. Þetta iag er Mull Of Kintyre, lofgjörð McCartneys til iandareignar sinnar í Skotlandi. Þó að „Bítlarnir" fjórir hafi hætt að leika saman árið 1970 verða þeir þó aldrei fyllilega fjórir einstaklingar í huga fólks. Bítladraugurinn fylgir þeim ævina á enda. í viðtali sem brezkur blaðamaður átti við Paul McCartney fyrir skömmu, þegar hann heimsótti Abbey Road hljóðverið f London, sagði hann, að hann væri nú óðum að sleppa frá Bítladraugnum. „Beatles heyra sögunni til," sagði Paul, „en samt losnar maður aldrei alveg við að vera kenndur við það nafn. Aður fyrr fór það óskaplega í taugarnar á mér, þegar fólk blandaði Beatles inn f öll mál, en með timanum hefur mér lyndi. Fleetwood Mac. Bob Welch er þriðji frá vinstri. Aðrir í hljómsveit- inni voru á þessum tíma Christine og John McVie, Mick Fleetwood, Bob Weston og Dave Walker. Bob Welch hinn óheppni slærígegn Bob Welch fyrrum gitar- leikari með Fieetwood Mac virðist vera búinn að slá í gegn. Hann sendi seint á síðasta ári frá sér LP plötuna French Kiss og af henni komst lagið Sentimental Lady inn á topp tfu f Bandaríkjunum. Annað. lag af French Kiss hefur nú verið sett á litla plötu. Það ber nafnið Ebony Eyes. Welch tók við gitarleikara- stöðunni í Fleetwood Mac af Jeremy Spencer árið 1971. Spencer var einn af stofn- endum hljómsveitarinnar árið 1967, en gafst skyndilega upp og gerðist Guðsbarn. I þrjú löng og erfið ár lék Bob Welch með Fleetwood Mac. Hann gafst upp um það leyti, þegar hljómsveitar- meðlimirnir voru farnir að eyða meiri tfma í réttarsölum vegna skuldasöfnunar en við hljóðfæraleikinn. Við lá að slitnaði upp úr samstarfi hinna, en á sfðustu stundu datt þeim í hug að reyna að fá skötuhjúin Stevie Nicks og Lindsey Buckingham til liðs við sig. Og um hálfu ári eftir brottför Bob Welch kom út LP platan Fleetwood Mac. — Erfiðleikunum var lokið og Fleetwood Mac var orðin stór- veldi í annað sinn. Bob Welch sat því eftir með sárt ennið, en hann kveðst ekki sjá eftir neinu. Ekki virðist neinn heldur bera sáran hug til annars, því að upptökustjórinn á French Kiss var enginn annar en arftaki Welch f Fleetwood Mac, Lindsey Buckingham. Hin söngkona hljómsveitarinnar, Christine McVie, aðstoðar viö undirraddir á plötunni. AT iFram- Isóknar- popp Og nú eru þaö Framsóknar- menn sem sitja I prófkjörssúp- unni og mun vera talsvert hart barist um bitana serr I boöi eru, aö þvl er fréttir herma. Eins og venja er viö svona taekifæri er hefBbundnum aBferBum beitt I baráttunni I Framáokn: loforB* um um gull og græna skóga, gróusögum, rógi um andstæB- inginn, o.fl. o.fl. Poppari einn 1 Reykjavlk fékk um helgina upphringingu frá öBrum poppara, en sá sIBar- nefndi er sonur eins af þeim sem sækir um aB komast á jötuna hjá Framsókn. Sonurinn hringdi náttúrulega I þeim erindagjörB- um aB mælast til þess aB kollegi hans spanderaBi atkvæBi á pabba gamla I prófkjörinu og þegar handhafi atkvæBisins purBi út I þaB hverju þaB myndi breyta fékk hann svariB: „Hann ætlar aö beita sér fyrir umbót- um I stúdlómálum á tslandi”! Hver sagBi svo aB pólitíkusarnir I Framsókn fylgdust ekki meB tlihanum? arh Já, hún er skrítin tík þessi Framsóknárpóiitík.... tekizt að sætta mig við það.“ Og Paul heldur áfram: „Þetta minnir mig á Charlie Chaplin. Fólk vildi aðeins sjá hann f gervi iitla flakkarans, með kúluhattinn og stafinn og engan veginn öðruvísi. Þegar hann reyndi eitthvað annað var hann ekki lengur hinn dæmigerði Chaplin, sem allir þekktu og elskuðu.“ Paul McCartney var að vinna við hljóðritun í stúdfói 2 f Abbey Road, þegar viðtalið fór fram. „Það er einmitt hérna, sem allt byrjaði,“ sagði hann. „Hér tókum við upp fyrsta lagið okkar fyrir fimmtán árum og reyndar flestar stóru plöt- urnar okkar. — Sérstaklega man ég eftir þvf, þegar við tókum Sgt. Pepper upp hér.“ McCartney stofnaði hljóm- sveitina Wings árið 1971. í millitiðinni frá þvf að Beatles hættu þar til Wings byrjuðu hljóðritaði hann tvær sólóplöt- ur. „Við Linda stofnuðum Wings einungis til að leika tón- list,“ segir Paul. Linda kona hans hafði litil afskipti haft af tónlist, þegar Wings var stofnuð. Fyrst i stað sló hún aðeins nokkra hljóma á pfanó við og við og hristi tambou- rfnu. Nú er hún fullfær á flest hljómborð og raddar sönginn með Paul. McCartney er eini Bitillinn, sem er fjölskyldumaður, — og jafnframt sá eini, sem vinnur jöfnum höndum að tónlist. George Harrison sló aldrei verulega f gegn einn sfns liðs og á það tæplega eftir. Hann er löngu skilinn við konu sfna. Sama er að segja um Ringo Starr. John Lennon hefur átt velgengni jafnt sem mótlæti að fagna. Auk þess að leika inn á nokkrar plötur hefur hann stöðugt staðið i alls kyns mála- ferium. Hljótt hefur verið um Lennon allt sfðasta ár. „Fjölskyldan er mér mjög mikilvæg,“ sagði Paul McCartney í viðtalinu í Abbey Road. „Þegar ég var lftill var fjölskyldulffið heima mjög hamingjusamt og senniiega hef ég verið að leita að því alla tíð. Eg hef verið ákaflega Linda McCartney var Ijósmyndari áður en hún hóf að leika í Wings. Þessi mynd af Beatles er úr ljósmyndahók hennar, sem kom út á síðasta ári. heppinn og fundið þá hlýju, sem hver maður ætti að njóta.“ Paul McCartney á einnig allt, sem til þarf til að heimilis- lífið sé gott. Hann á nóg af peningum f bönkum, bænda- býli skammt frá Abbey Road, þar sem hann ræktar kjúklinga og gæsir og loks á hann fylgsni sitt við Kintyre- múla f Skotlandi. Þar hefur fjölskyldan getað verið f einrúmi að þvf undanskildu að lögreglan hefur nokkrum sinnum leitað þar að eiturlyfjum. Paul og Linda eiga fjögur börn. Elzta dóttirin Heather er orðin fjórtán ára gömul. Hún er dóttir Lindu af fyrra hjóna- bandi, en Paul hefur ættleitt hana. Þá koma tvær dætur þeirra, Mary sjö ára og Stella fimm ára. Loks er að geta sonarins, James Louis, sem er þriggja mánaða gamall. Þegar Wings fer f hljómleikaferð eru börnin ávallt með f förinni. „Við viljum ekki skilja þau við okkur," segir Paul. Wings er nú þriggja manna hljómsveit. Auk þeirra hjóna er Denny Laine aðeins einn eftir. I ráði er að hljómsveitin leiki í framtíðinni á Iitlum skemmtistöðum og f dans- husum. Þannig hóf hljóm- sveitin feril sinn, og spurning-< in stendur um það, hvort hún endi ferilinn þannig eða hvort hún verði mönnuð upp uftur og hefji aftur að ieika á stóru stöðunum. l'r STAHS A .\T) STHII'KS on vliliir LUMMUNUM FÆKKAR — Ólafur Þórðarson er genginn úr flokknum Lummunum hefur fækkað um eina. Dlafur Þórðarson verður ekki með á plötunni, sem verið er að taka upp þessa dagana. Dagbiaðið spurðist f.vrir um það hvers vegna Ólafur hefði hætt við að svngja á nýju Lummuplöt- unni. Eftir því sem næst verður komizt lenti honum saman við Gunnar Þórðarson um ákveðið mál. Lyktir urðu þær að Olafur gekk úr söngfiokknum. Ólafur Þórðarson sá um allan bassasöng á Gömlum, góðum lummum og söng auk þess aðalrödd í nokkrum lögum. Enginn söngvari var ráðinn í Lummurnar í hans stað. AT

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.