Dagblaðið - 28.01.1978, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 28.01.1978, Blaðsíða 2
2 /* DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 28. JANUAR 1978. ----------- "V Ó ÞETTA DÝRLEGA PRÓFKJÖR Ég er farinn að sjá eftir því að bjóða mig ekki fram til próf- kjörs. Ég held bara að ég hefði átt séns. Því meiri nóboddí sem maður er, og þeim mun lakar sem maður er að sér í pólitík og því vafstri, sem henni fylgir, þvf meiri líkur eru til að maður komist dálítið hátt á listann, jafnvel svo hátt að von sé til að maður komist á þing. Og þá væri nú blankheitunum borgið í bili, drengur, eða svo lengi sem tekst að láta næstu stjórn lafa. Því miður voru þó á þessu ýmsir vankantar fyrir mig. Ég er ekki nógu þekktur, ég er ekki í neinum flokki og því síður í klíku, ég er ekki í neinu íþróttafélagi eða snobbklúbbi, ég er ekki yfir mig reiður út í kerfið (þó vissulega sé margt í því með ólíkindum vitlaust, er líka ýmislegt bitastætt í því). Þar að auki er ég of værukær til að nenna að snata uppi alla þá kunningja sem ef til vill væri hægt að koma til að kjósa og hef ekki efni á að reka kosn- ingaskrifstofu með 200 símum eða gefa út áróðursblað. Ég hefði orðið að láta mér nægja að bíða eftir því hvað myndir af mér og nokkur gáfu- leg orð í blaðapistlum og vitn- unum hefðu getað leitt af sér. Þannig hefði ég setið á sama báti og ýmsir helstu stjórnmála- skörungar þjóðarinnar, sem hafa orðið að lúta í lægra haldi í prófkosningum fyrir harð- snúnu liði sem hefur kunnað að hagnýta sér prófkjörsfyrir- komulagið. Svo Þjóðin hefði orðið af því að fá mig á þing, sem vissulega er henni til óbætanlegs skaða. Þvi vita- skuld hefði ég ekki síður en allir hinir lumað á ýmsum þjóð- ráðum til heilla þjóðinni, og ég hefði ekki fremur en þeir verið í vandræðum með að koma þeim í höfn: Um leið og ég væri kominn á þing færi þetta að lagast, mér er sama hvað hinir segja. Auðvitað er þetta prófkjör hið eina lýðræðislega uppstill- ingafyrirkomulag, þar sem Hinn Almenni Borgari fær að koma þeim á listann sem Hann treystir. Með þessu móti er ekki verið að hagnýta sér Hann, eins og gamla lagið gerði, Hann fær að mynda sér sjálfstæða skoðun án þess að nokkur sé að spóla í Honum; enginn hefur nokkru sinni reynt að hafa áhrif á þann sem greiðir at- kvæði í prófkjöri til þess að fá Hann til að taka einn kandídat fram yfir annan eða hafa áhrif á Hann á nokkra lund, sei sei nei, í prófkjörinu ræður aðeins- réttur meirihlutans og óbrjáluð dómgreind Hins Almenná Borgara. Það var svo sannarlega mál til komið að koma þessu fyrir- komulagi á. Þetta var tækifærið sem allir hafa beðið eftir. Nú hafa hinir óþekktu gáfumenn alþýðunnar loks fengið sitt verðuga tækifæri, menn, sem aldrei hafa heyrst nefndir á opinberum vettvangi, menn, sem eiga mikinn frændgarð og vinafans sem veit hvað i þeim býr og hve mjög má treysta þeim. Það er sjálfsögð réttlætis- krafa, að þeir fái að koma fram og sýna hvað í þeim býr. Og þetta er einstætt tækifæri fyrir fjandmenn flokkanna að koma og veita þeim fylgi, sem líkleg- astir eru til að fæla fylgi frá andstæðingaflokkunum. Það hríslast um mann sælu- straumur, þegar maður gerir sér ljóst hve næsta kjörið al- þingi verður þéttskipað mönn- um sem eiga að fá að sýna hvað í þeim býr og hve lítt það verður truflað af gömlum skörfum sem kunna á kerfið. Þeir gömlu verða raunar að ein- hverju leyti með, svo mikið sýnist ljóst, en þeir mynda vafa- laust einskonar bakkór, sem raular dag út og dag inn ,,ef æskan vill rétta þér örvandi hönd þá ertu á framtíðar vegi.“ Mikið verður gaman að kom- andi prófkjörsþingi og spenn- andi að sjá hvernig hinir próf- kjörnu standast prófið. Skyld- um við fá bjórinn? Skyldi okkur heppnast að hrekja Bandaríkjaher á flótta? Skyldi okkur lánast að fá meiri erlend lán? Skyldum við fá réttlátari laun fyrir okkar vinnu og færri verkföll? Skyldum við fá fleiri Háaloftið malbikaða vegi og skyldi bensínokrinu linna? Já, þær eru margar, spurn- ingarnar sem vakna. Kannski það hafi ekki verið svo bölvað, þegar allt kemur til alls, að ég skyldi ekki fara í prófkjörið. Því hefði meðal annars fylgt sá ókostur að þurfa að velja sér flokk. Nógur er nú höfuðverk- urinn að velja sér flokk til að kjósa, þótt ekki þurfi að velja sér flokk til að láta kjósa sig. Og svo er það ótalið, sem ég óttast mest: Að þeim prófkjörnu fari rétt eins og gömlu skörfunum, þegar til kastanna kemur og Það rennur upp fyrir þeim hvaða hlutverk þeir hafa valið sér. Ætli breytingin verði svo gasaleg, þegar allt kemur til alls? LOÐNUBORNIN MIKLA MJÓLK MUNU HEIMTA Á SÍNUM TÍMA Nýlega hittust tveir fyrrverandi skóla- stjórar hér syðra. Þeir höfðu ungir verið samtíða í sveit einni á Norðurlandi. Nú voru þeir orðnir aldraðir nokkuð og ekki sést í áratugi. Bar þá margt á góma og voru margar gamlar vísur upprifjaðar. Þeir ræddu um tvo félaga sína, sem nú eru horfnir. Þeir höfðu deilt nokkuð um ágæti smalahunds. Annar taldi hann illa vaninn og fremur til vandræða en gagns, hinn kvað vel mætti nota hann, ef rétt væri á honum haldið. Svo fór að sá fyrrnefndi fékk því ráðið að hundurinn var drepinn. Þá orti hinn, Guðmundur að nafní, síðar kunnur skólamaður: Gott er að vinna afrek eitt á ævi sinni, þeim, sem eru orðstírsvana, Asgeir rægði hund til bana. Árni Sigurðsson, lengi póstur á Húsa- vík, f. 1868, orti þessar morgunvísur: Sól af bárum brosir hlý, bjarmi gljár á hæðum, drúpir smáradrósin í daggartáraslæðum. Hljóðskraf vinda hlýða á hjörtu yndisfegin. Fjöllin mynda sig í sjá sólarlindum þvegin. Glitvefsklæðin grundar öll geislaþræðir sauma. Langt um græðis leggur völl ljóssins æðastrauma. ★ Þegar Einar Arnórsson bauð sig fram til þings í Árnessýslu 1916 voru helstu stuðningsmenn hans á framboðsfundum þrír prestar. Þá var ort austan fjalls: Fram er otað f jórum hér flokksins töldum kempum. Ofan á höfuð Einars sér upp úr þremur hempum. Gömul vísa úr Eyjafirði. Bóndi og smiður, Benjamín að nafni, hafði tekið til hangikjöt í jólasoðninguna. En þegar til átti að taka hafði heimiliskötturinn komist í matinn, svo að skarð var fyrir skildi. Þá varð Benjamín svo reiður að hann hengdi kjötþjófinn í hefilbekknum sínum. Annar Benjamín orti: Missti nafni matarkékk mæddi nískan drjóla, hengdi kött í hefilbekk á hátíðinni jóla. Mýbitið og veiðin í Mývatni hafa svo lengi sem munað verður einkennt þá norðlægu byggð sem kölluð hefur verið þingeyskust af öllu sem þingeyskt er, án mýsins engin veiði. En til er gömul vísa eftir Gamalíel bónda Halldórsson að Haganesi, sem líklega-hefur gleymt þess- um sannindum. Hún er svona: Af öllu hjarta eg þess bið andskotann grátandi að flugna óbjarta forhert lið fari í svarta helvítið. Þórarinn Sveinsson bóndi í Kflakoti í N-Þingeyjarsýslu var fæddur 1873. Vísur og vísnaspjall Jön Gunnar Jónsson Minningar um æskuást ævi langa geymast, — einkanlega ef hún brást, en æskubrekin glevmast. Manni einum lýsti Þórarinn svo: Hefur sjónlaust hugarfar, helgar krónum stritið, klakahrjónur heimskunnar hafa skónum slitið. Svo minntist hann vinar síns: Einn þú háðir vörn í vök, veröld gaf þér iægstu hrök, ein er báran aldrei stök, enginn þýðir lífsins rök. Glapsýn öld þér gleymir fljótt, gamli vinur, sofðu rótt. Ekkert glepur, allt er hljótt, öllu bjargað. Góða nótt. Og annar fékk þessi eftirmæli. Skaröan drátt frá borði bar, barn að háttum glaður, völl hann átti, en hann var enginn sláttumaður. ★ Ekki fögnuðu allir stofnun Háskóla Islands. Eftirfarandi vísa birtist í blað- inu Suðurlandi, sem gefið var út á Eyrar- bakka, 1911, — þar var aftur á móti stungið upp á því að stofnaður yrði lýð- háskóli í Skálholti. Háskóla þeir hugsa sér með hjákátlegu sniði. Blóðiaus hugsjón allt það er „frá almennu sjónarmiði“. Hér er önnur stjórnmála- eða þing- mannavísa frá sama ári úr sama blaði: Það dugar ei þótt þeir skjalli og skrumi og skrökvi í múginn. Það lendir allt í flasi og fumi og fer í súginn. Svo kemur kosningavísa úr S- Þingeyjarsýslu frá þvi herrans ári 1959. Að velja úr þessum f jandafans mér finnst ekki hægt, því miður. Fari þeir allir til andskotans ellegar Iengra niður. Séra Jón Guðmundsson í Reykjadal dó 1770. Hann hafði misst prestsskap út af meiðyrðamáli. Þessa visu orti hann: Veraldar á mig vonskan gaus, von er eitt strá sé marið. Einatt hefur hún ærulaus illa með mig farið. Eins og kunnugt er voru um það bil 500 sjómenn á góðum aldri gestir á Akureyri nú í janúar að gefnu tilefni og settu sinn karlmannlega svip á bæinn í nokkra daga. Var þeim yfirleitt ástúð- lega tekið, segja góðir fréttaritarar úr höfuðstað Norðurlands. Hagmæltur borgari, áhugasamur um framleiðslumál bænda, varpaði fram þessari vísu: Ef ég þekki allt mitt fólk og ástarinnar sanna brima, loönubörnin mikla mjólk munu heimta á sínum tíma. J.G.J. — S. 41046

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.