Dagblaðið - 28.01.1978, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 28.01.1978, Blaðsíða 24
ÖLL ATKVÆÐI í PRÓFKJÖRI FRAMSÓKNAR ENDURTALIN 17 atkvæðum of mikið og i þriðja sætið 6231, eða 4 atkvæð- um of mikið. Fjórða sætið á listanum til borgarstjórnarkosninganna er rétt miðað við kosningaþátt- töku. „Það voru mörg holl sem sem unnu að þessu og þetta hefur getað skolazt til,“ sagði Jón Abraham ennfremur. „Satt að segja á ég ekki von á því að neinar breytingar verði á listanum en það kemur i ljós á *mánudaginn.“ HP — 50-60 atkvœðum of mikið ífjórum efstu sœtunum — „Mistök" segir f ormoður kjörst jornor „Okkur er ljóst að hér hafa orðið einhver mistök og munum þvi telja upp á nýtt öll atkvæði, bæði I prófkjöri vegna borgarstjórnar og alþingis- kosninganna,“ sagði Jón Abra- ham Ölafsson formaður kjör- stjórnar i prófkjöri Fram- sóknarflokksins i Reykjavik sem fram fór um sfðustu helgi. „Þetta verður talið núna um helgina, til þess fengnir vanir menn og ættu niðurstöður að liggja fyrir á mánudaginn.“ ' Komið hefur I ljós að töluvert fleiri atkvæði hafa verið greidd i fyrstu fjögur sætin á listanum en kosningaþátttaka segir til um alþingiskosningarnar og einhver ruglingur er einnig á listanum til borgarstjórnar- kosninganna. Ef atkvæði f fyrsta sæti á alþingislistanum eru lögð saman, samkvæmt þeim tölum sem Timinn gaf út eftir próf- kjörið, kemur í ljós að þau eru 6275. Hins vegar greiddu aðeins 6227 atkvæði í prófkjör- inu og er þar 48 atkvæðum of mikið. í öðru sæti eru atkvæðin 6287, og því 60 atkvæðum of mikið, f þriðja sæti 6272, eða 45 atkvæðum of mikið. í fjórða sæti á listanum eru atkvæðin 6281, eða 54 atkvæðum of mikið. I atkvæðafjöldann er þarna reiknað með 373 at- kvæðum sem voru ógild eða auð. A borgarstjórnarlistanum er ástandið skárra en krefst samt endurskoðunar. I fyrsta sætið þar eru 6144, eða 83 atkvæðum of lítið, í annað sætið 6244 eða DB-mynd Hörður. Jofnvel Ford hefði stoðið agndofa... Nýtt áhugamál hefur skotið upp kollinum síðustu árin — bíla- iðja. Hafa ungir menn margir hverjir náð mjög langt á þessu sviði. Jafnvel Henry heitinn Ford hefði staðið agndofa ef hann hefði fengið að sjá bílismíði hinna ungu manna. En vitaskuld standa þeir ungu í þakkarskuld við brautryðjandann i bilasmfðum. Þennan vagn sáum við fyrir utan Landsbankann í Pósthússtræti. — hjilat, ikái dagblað LAUGARDAGUR 28. JAN. 1978 Þeir gera það gott fyrir austan Þeir eru að gera það gott austur á Eskifirði. Skiptaverð afla togar- ans Hólmaness SU I var á sl. ári 209.610.000 kr. og aflamagnið 2733 tonn. Hásetahlutur á Hólma- nesinu var 4.024.500 kr. Skiptaverð afla togarans. Hólmatinds SU 220 var á sl. ári 179 milljónir, aflamagnið 2380 tonn og hásetahluturinn 3.437.000. Regfna/abj. Gíf urleg örtröð hjd Fasteignamatinu: „Eins og í réttunum" — sagði einn starfsmanna „Þetta er búið að vera eins og í réttunum," sagði Kristin Ingunnardóttir hjá Fasteignamati ríkisins i viðtali við DB í gær en þá hafði fjöldi manns komið á skrifstofur embættisins til þess að fá botn í fasteignamatsseðla sína sem sendir voru út núna fyrir skömmu og greint var frá í blaðinu í gær. „Það er skráin frá Reykjavíkurborg, sem við fórum. eftir, sem virðist hafa verið röng í mörgum tilfellum en við höfum reynt að leiðrétta hér allt,“ sagði Kristfn ennfremur. Kristfn sagði að mikið væri um að gamalt fólk kæmi og vildi fá útskýringar á seðlum sfnum en eins og fram kom i fréttinni f gær var töluvert um það að fólk væri krafið um skatt af erfðafestulönd- um, sem fyrir löngu er búið að taka af þeim. Brá því mörgum í brún er þeir áttu jafnvel, sam- kvæmt seðlinum, að greiða mill- jóna upphæðir fyrir stór land- svæði sem þeim voru eignuð. HP „SKIPULÖGÐ RÓGSH ERFERÐ n Páll Líndal hefur óskað að tekið yrði fram vegna fréttar i DB í gær um meintan fjárdrátt hans úr sjóðum Reykjavíkur- borgar að hann mótmæli kröft- uglega fullyrðingum borgar- endurskoðanda, Bergs Tómas- sonar, um málið i viðtólum við blöð. „Ég veit ekki til þess að þetta mál hafi enn komið fyrir stjórn borgarendurskoðunar (enda „rannsókn" þess ekki lokið),“ sagði Páll Líndal. „Það liggur í rauninni ekkert fyrir um þetta og ég hef ekki séð gögn þessa svokallaða máls. Ég hef aðeins einu sinni átt tal um þetta við borgarendurskoðanda og þá var það að beiðni hans til að útskýra — í þrjá klukkutíma — 22 blaðsíðna lista sem hann skildi hvorki upp né niður í. A þessum lista átti t.d. að hafa verið haft fé af borgarsjóði í sambandi við viðbyggingu hjá sjálfum borgarstjóranum á Fjölnisvegi 15. Eru öll vinnu- brögðin eftir þvi. Athyglisvert er að þetta bjaðaviðtal á sér stað í fjarveru borgarstjóra og borgarráðs. Ég fæ ekki annað séð en að hér sé um að ræða skipulagða rógsherferð gegn mér af ein- hverjum mönnum í borgarkerf- inu sem mér er ekki kunnugt um að ég eigi neitt sökótt við.Mætti helzt ætla að ég væri að fara í prófkjör! Þar sem borgarendurskoð- andi er svo fús að eiga viðtöl við blöðin um árvekni sína í emb- ætti væri fróðlegt ef blöðin upplýstu hver hefur tekið við bílstæðagjöldum af kvikmynda- húsinu Hverfisgötu 54 og hver ig þau hafa verið reiknuð út. Ég hef hingað til ekki hirt um að svara rógburði sem birzt hefur um mig opinberlega en ég álít að framkoman gagnvart mér f þessu máli sé viðieitni til Páll Líndal: „Mætti helzt'ætla að ég væri að fara i prófkjör!" — segir Páll líndal að koma heiðarleikaorði á emb- ættiskerfi borgarinnar sem vonandi er verðskuldað. Fjas borgarendurskoðanda um saka- dómsmeðferð er ekki svaraverð á þessu stigi en ef tilefni verður til er ég fær um að gera grein fyrir þeim þætti málsins. Ég vil að lokum aðeins nefna ofsóknarherferð endurskoð- unardeildar gegn Reyni Þórðarsyni, fyrrum forstöðu- manni áhaldahúss borgarinnar. Það mál er nú fyrir dómstólum. Ég hef áreiðanlegar fregnir af því að öll „rannsókn" endur- skoðunardeildar á því máli hafi reynzt allt að því markleysa og að líklegt sé að Reynir fái sér dæmdar stórar skaðabætur fyrir afglöp endurskoðunar- deildarinnar. Það var upp- sláttarmál i blöðum með ekki litlum fyrirsögnum fyrir nokkr- um árum.“ -ÓV Enn slœr Matthías — núíJapan Matthías Mathiesen fjár- málaráðherra undirritaði í gær fyrir hönd ríkissjóðs lánssamning við japanska fyrirtækið Nikko Securities. Tekur íslenzka rikið 4.5. milljarða króna lán hjá fyrirtækinu til 12 ára með 7.3% vöxtum. Segir í frétt frá fjármála- ráðuneytinu að fyrirhugað sé að nota peningana til „framkvæmda á vegum rík- isins samkvæmt lánsfjár- áætlun." Ráðuneytinu þykir einnig rétt að taka fram að mark- aður fyrir lántökur í Japan hafi stóreflzt undanfarið. Bent er á að m.a. öll Norður- lönd muni bjóða þar út lán á næstunni — og að þetta sé í „fyrsta sinn“ sem íslenzka ríkið slær lán í Japan. -ÓV

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.