Dagblaðið - 28.01.1978, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 28.01.1978, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 28. JANÚAK 1978. SLWÍB frjálst, úháð datfblað Útgefandi Dagblaðiö hf t; Framkvœmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jonas Kristjónsson. Fróttastjóri: Jón Birgir Pétursson. Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason. Skrifstofustjóri ritstjórnar: Jóhannes Reykdal. íþróttir: Hallur Símonarson. Aðstoðarfréttastjóri: Atli Steinarsson. Handrit: Ásgrímur Pálsson. Blaðamenn: Anna Bjarnason, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurðsson, Dóra Stefánsdóttir, Gissur Sigurðsson, Hallur Hallsson, Helgi Pétursson, Jónas Haraldsson, Ólafur Geirsson, Ólafur Jónsson, Ómar Valdimarsson, Ragnar Lár. Ljósmyndir: Árni Póll Jóhannsson, Bjarnleifur Bjarnleifsson, Hörður Vilhjálmsson, Ragnar Th. Sigurðsson, Sveinn Þormóðsson. Skrifstofustjóri: Ólafur Eyjólfsson, Gjaldkeri: Þráinn Þorleifsson. Dreifingarstjóri: Már E.M. Halldórsson. Ritstjórn Siðumúla 12. Afgreiðsla Þverholti 2. Áskriftir, auglýsingar og skrifstofur Þverholti 11. Aðalsimi blaðsins 27022 (10 línur). Áskrift 1600 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. Setning og umbrot: Dagblaðið og Steindórsprent hf., Ármúla 5. Mynda-og plötugerö: Hilmir hf. Síðumúla 12. Prentun: Árvakur hf. Skeifunni 19. Flokksklíkur og fólk Almenningur gerir sér æ betur ljóst, að forsenda varanlegrar við- reisnar er gerbreytt stefna. Menn sjá, hvar sem litið er, að samtrygg- ingarkerfi stjórnmálamannanna hefur leitt í ógöngur. Þess vegna reyna kjósendur í prófkjörum hvers flokksins af öðrum að veója á nýja menn í stað hinna gömlu. Kjósendur eru opnari en áður fyrir möguleikum ferskra hugmynda við lausn vandans. Þetta kemur meðal annars fram í viðbrögðum kjósenda Sjálfstæðis- og Fram- sóknarflokks í Reykjavík við annars vegar ,,aronskunni“ og hins vegar ,,kristjánskunni“. Mikið fylgi Kristjáns Friðrikssonar iðnrek- anda í prófjöri Framsóknarflokksins, þar sem hann fékk mjög svipað atkvæðamagn og gamall og þekktur alþingismaður og flokksforingi, Þórarinn Þórarinsson, sannar þetta. Eins og um aronskuna skiptast viðbrögð við kristjánsk- unni í tvö horn. Annars vegar eru flokkseig- endafélögin * sem þola ekki ferskar hugmynd- ir. Þau hafa komið sér tryggilega fyrir í gamla kerfinu. Allar breytingar eru bölvaðar í þeirra augum, því að þær kynnu aó stofna völdum þeirra í hættu. í Sjálfstæðisflokknum var flokksvélinni óspart beitt gegn aronskunni, undir forystu sjálfs forsætisráðherra og Morgunblaðsins, málgagns flokkseigendafélagsins. En kjósendur Sjálfstæðisflokksins reyndust nógu sjálfstæðir til að standa af sér áhlaup vélarinn- ar. Yfir áttatíu af hundraði sögðu já við þeirri spurningu, hvort varnarliðið ætti að taka þátt í kostnaði við þjóðvegagerð hérlendis, eitt það atriði, sem Aron Guðbrandsson forstjóri hefur helzt barizt fyrir. Flokksvél Framsóknarflokksins var beitt af enn meiri hörku gegn Kristjáni Friðrikssyni, enda hægara að beita vélinni, þar sem spurt var um mann fremur en skoðun. Undir forystu Eysteins Jónssonar, fyrrum ráðherra, beitti öll flokksklíka Framsóknarflokksins sér af alefli að því marki að ,,stöðva Kristján“ með öllum tiltækum ráðum. Atkvæöamagn Kristjáns sýnir, að í rauninni vann hann sigur. Kristján Friðriksson er gamalkunnur í Framsóknar- flokknum, en þaö er fyrst nú, sem hann nýtur mikils alþýóufylgis. Athyglisverðar kenningar hans hafa verið mikið kynntar að undanförnu, og Dagblaðið hefur haft þar forystu. Með því aö kjósa Kristján var hinn almenni framsóknar- maður að mótmæla flokksforystunni og lýsa stuðningi við kristjánskuna. Almenningur kann vel að meta þann boðskap Kristjáns Friðrikssonar, að sinnuleysi og hik- lyndi undanfarinna ára þurfi að víkja fyrir markvissri framfarasókn, byggðri á samstæðri áætlun. Því betur sem menn hafa kynnt sér þá áætlun, sem Kristján hefur borið fram í þessu skyni, þeim mun betur lízt mönnum á hana. Almennir kjósendur stjórnarflokkanna hafa í þessum prófkjörum og skoðanakönnunum sýnt, að þeir ætla ekki að láta bugast fyrir hinum mögnuðu flokksvélum. Þeir vilja breyt- ingar og munu knýja þær fram. Carter hefur verið eitt ár í embætti ' ' ' .......... ....... Enn er viðvanings- brogur é stjórn- orstörfunum l - EINS OG KÖTTURINN GLOTTANDI Einn fréltaritarinn líkti Carter forseta viö hinn dular- fulla Chesshire kött í sögunni um Lísu í Undralandi. „Hann hverfur fyrir augum manns og þá helzt þegar maóur heldur að maður hafi náð tangarhaldi á honum. Eftir stendur aðeins risavaxið glottið." Skoðanakannanir sýna að al- menningur veit ekki alveg hvar hann hefur forsetann. Vart hefur orðið óöryggis vegna gerða hans. Fólk veit ekki hvort það á að vera hrifið af honum eða pirrað. E.t.v. verður tilfinn- ingum fólks til forsetans bezt lýst með því að þar fari saman - léttir og vonbrigði. VIÐVANINGURINN SEM KOM INN ÚR KULDANUM Hið ytra hefur Carter for- seti tekið breytingum á þessu ári. 1 upphafi starfsferils hans sem forseti voru oft teknar myndir af honum í gömlum blá- um gallabuxum, sem mundu Bæði fylgjendur og and- stæðingar Carters forseta eru sammála um að verkefni forset- ans eru óleyst en hvort þau eru óleysanieg er ágreiningur um. — en þó engin storáföll Carter Bandaríkjaforseti hefur nú setið eitt ár í embætti og við þau tímamót hefur mikið verið fjallað um störf forsetans í bandarískum fjölmiðlum. En Carter er ennþá dálítil ráðgáta, jafnvel reyndustu stjórnmálafréttariturum. Þeir fylgjast með hverju fótmáli hans en botna ekki alltaf í gerð- um forsetans. sinn fífil fegri heima á hnetu- búgarðinum í Plains í Georgíu. En nú er hann talinn einn af tíu bezt klæddu mönnum heims og er þar í félagsskap hins góða vinar sins, Sadats Egyptalánds- forseta. En hvað varðar pólitískan stíl er hann enn þumbari, viðvan- ingur, sem kom skyndilega inn úr kuldanum. Enda lýsti hinn frægi fréttaskýrandi New York Times, James Reston, Carter forseta dálítið napurlega ný- Drengskaparheit þjóðfélagsþegnsins Janúarmánuði fylgir jafnan sú þjóðfélagslega skylda að ganga frá skattframtali og telja fram tekjur, að viðlögðu dreng- skaparheiti um að rétt sé fram talið. Ekki er óeðlilegt, miðað við. það ástand sem hér ríkir í þjóð- málum, að upp komi í huga manns, hve mörg af þessum framtölum eru unnin sam- kvæmt beztu drengskapar- vitund. Ugglaust er þar víða pottur brotinn og hætta á, að dreng- skaparheit, sem ættu að vera aðalsmerki hvers manns, verði að engu höfð, þegar við lítum á og metum þær staðreyndir, sem við okkur blasa. Götótt og óréttlátt skatta- kerfi, kapphlaup eftir veraldar- .gæðum, brenglað verðmæta- skyn almennings vegna öfug- þróunar í efnahagsmálum og æðandi verðbólgu, að ó- gleymdri hinni geigvænlegu fjármálaspillingu og sam- tryggingakerfi 'sem hér ríkir, sem líkja mætti við faraldur sem ekkert fær stöðvað. Ég held að hverjum manni ætti að vera Ijóst, að hér verður að grípa í taumana og stöðva faraldurinn, áður en mein- semdin hefur búið svo um sig í þjóðfélaginu að ekkert verði að gert. Ein af frumskyldum hvers þjóðfélagsþegns er að greiða það sem honum ber í skatta og skyldur til samfélagsins. Það er undirstaða þess að réttlátt þjóðfélagsskipulag ríki. Það er meira en lítið að, þeg- ar þjóðfélagið er orðið gegnsýrt af þeim hugsunarhætti, að rétt- lætanlegt sé að svíkja undan skatti, þegar því verður við komið, og láta þannig þá sem rétt og samviskusamlega telja fram, bera meiri þjóðfélagsleg- ar byrðar en réttlátt er. Oftast mun það vera lítilmagninn sem fyrir þessu verður. Samviskusamir þjóðfélags- þegnar víla ekki fyrir sér að greiða það sem þeim ber til samfélagsins, ef allir greiða sitt og því er skynsamlega ráðstafað, þó svo það komi oft verulega við buddu þeirra og þeir þurfi hart að sér að leggja. En þegar óréttlætið í skatta- málum okkar er orðið svo geigvænlegt, að lítilmagninn er farinn að greiða fyrir ríkis- bubbann í sameiginlegar þarfir, þá er fokið i flest skjól.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.