Dagblaðið - 28.01.1978, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 1978.
ill
Carter er nú hættur að sjást í
gömlum og snjáðum gallabux-
um og er nú talinn með bezt
klæddu mönnum heims.
lega. Hann sagði m.a.: „Það er
alveg eðlilegt að forseti fáist
við einn og einn þrýstihóp í
einu, sem reyna að gera forset-
ann að sinum manni, en Carter
hefur tekizt það meistarastykki
að fást við þá alla í einu.“
ÞRYSTIHOPARNIR
Ahangendur og fylgjendur
Ísaelsríkis fylltust örvæntingu
þegar Carter, fyrstur banda-
rískra forseta, talaði um „lög-
mæt réttindi Palestínuaraba".
Þá brugðust fylgjendur Araba
ekki betur við er Carter lýsti
því yfir opinberlega að ekki
væri nauðsynlegt að setja á
stofn sjálfstætt riki Palestínu-
araba.
JÓNAS
HARALDSSON
Hann hlýtur að standa upp og
krefjast réttar síns. Hann
hlýtur að krefja þá sem hann
hefur falið umboð til að stjórna
sameiginlegum fjármunum
þjóðarinnar um að þeir komi í
veg fyrir að slíkt óréttlæti ríki.
Blindan í augum þeirra sem
stjórna eiga réttlætinu í þess-
um efnum hefur varað of lengi,
og við svonaiástand verður ekki
unað öllu lengur.
Sjá þessir menn ekki
staðreyndir, sem hvarvetna
blasa við? Fær það staðist að
menn með meðaltekjur geti
lifað og gert allt sem hugur
þeirra girnist á tímum
verðbólgu og dýrtíðar? Er ekki
kominn tími til, að hlutast verði
til um það hjá yfirvöldum að
skattaeftirlit verði hert og
svona mál verði rannsökuð ofan
í kjölinn? Fær það staðist að
það séu launþegar, sem að
mestu beri uppi tekjuskattinn,
en fyrirtækin geta í skjóli
gallaðs skattakerfis falið
gróðann og greitt sama og eng-
an tekjuskatt? Er ekki eitthvað
serri lagfæringa þarf við í af-
skriftarreglum fyrirtækja?
Það eru meðal annars slikar
spurningar sem oft koma upp í
huga fólks, og ég held að það
blandist engum hugur um, að
Þá hafa haukarnir í hernum
enn ekki jafnað sig eftir það að
Carter kom í veg fyrir frám-
leiðslu á hinni nýju M-1
sprengiþotu með einu penna-
striki. Og þá voru það ekki
minni vonbrigði dúfunum að
Carter hefur ekki staðið við lof-
orð sín um mikinn niðurskurð
hernaðarútgjalda.
Olíuiðnaðurinn og bíla-
iðnaðurinn eru einnig ekki sátt-
ir við ýmsar stjórnaraðgerðir
forsetans og sama má segja um
ýmsar greinar þjónustuiðnaðar-
ins.
En þrátt fyrir það að Carter
hafi þannig stigið á líkþornin á
ýmsum hefur hann þó sloppið
við stórkostleg mistök og um
hann hafa ekki staðið harðvít-
ugar deilur eins og t.d. um
Kennedy forseta á sínum tíma.
CARTER HELDUR SIG
VIÐ JÖRÐINA
Carter hefur e.t.v. ekki orðið
verulega umdeildur vegna þess
að hann heldur sig við jörðina.
Hann hefur ekki boðað neitt
stórkostlegt breytingatímabil
eins og fyrri forsetar, t.d.
Kennedy og Johnson. Jafnvel
þegar hann talar um mannrétt-
indi með þeirri festu, sem fengi
flesta aðra stjórnmálaleiðtoga
til að roðna af stolti, þá setur
hann sjónarmið sín fram á svo
eðlilegan og sjálfsagðan hátt að
það hvorki ergir né hrífur.
LOFORÐIN
Þar sem stíll Carters er á
þennan máta má segja að tiltrú
manna á loforðum hans sé á
svipaðan hátt. Helztu loforð
hans fyrir síðasta ár voru að fá
viðurkenningu þingsins á nýj-
um samningi vegna
Panamaskurðarins, nýjar
SALT viðræður við Sovétríkin
um takmörkun vígbúnaðar,
Genfarráðstefna til lausnar
vandamálum Miðausturlanda
og mikill niðurskurður á orku-
neyzlu í Bandaríkjunum með
nýrri orkulöggjöf.
Ef frá er talið stöðugra verð á
olíu hefur Carter ekki tekizt að
standa við neitt af þessum lof-
orðum sínum. En jafnvel
hörðustu andstæðingar hans og
gagnrýnendur þvertaka ekki
fyrir það að honum muni takast
að standa við þessi loforð á
þessu ári. Þróun mála hefur
a.m.k. ekki verið Carter and-
stæð.
Það er því dómur bæði and-
stæðinga og fylgjenda Carters
að þegar litið er yfir fyrsta ár
hans- i embætti þá megi lýsa
þeim á einfaldan hátt. Verkin
eru ógerð.
Og það er altént nokkuð að
mati fylgismanna hans, í heimi
þar sem næstum allt fer í
handaskolum. Verkin eru ógerð
en ekki óleysanleg. En and-
stæðingar hans eru á öðru máli.
Stóráföllum hnetubóndans frá
Plains hefur aðeins verið frest-
að.
það sé tvímælalaust nauðsyn á
að efla til muna alla skatta-
rannsókn og eftirlit. Endur-
skoða þarf skattakerfið frá
grunni af færustu sér-
fræðingum og koma í veg fyrir
að götótt skattakerfi bjóði upp
á og geti beinlínis stuðlað að
skattsvikum.
Það þarf að verja til þess
fjármunum að ráða í þjónustu
ríkisins færustu sérfræðinga á
þessu sviði óháða sam-
tryggingakerfinu. Það skilar
sér áreiðanlega í ríkiskassann
að greiða þau laun sem
nauðsynlegt er til þess að fá
hæfa menn til þessara starfa.
Það sorglega við þetta allt
saman er, að mörg af þeim
skattsvikum og fjárdrætti, sem
hér blómgast í gróðrarstíu
taumlausrar siðspillingar, eru
opinber leyndarmál, sem
stjórnvöld vita um og halda
samt það mikið að sér höndum
að þetta getur þrifist.
I ljósi þeirra staðreynda, hvað
hér hefur komið upp á yfir-
borðið undanfarna mánuði,
held ég að allir hljóti að vera
sannfærðir um, að hér þarf
skjótra lagfæringa við á ýmsum
sviðum.
Jú, það eru innistæður sem
skipta hundruðum milljóna
Einokun á siglingum
lauk við stofnun
Eimskipafélagsins
Stöku sinnum heyrast raddir
þeirra sem halda því fram, að
Eimskipafélagið hafi einokun í
flutningum til og frá íslandi.
Engar röksemdir fylgja þessum
tfullyrðingum, heldur virðast
skoðanir þeirra manna, sem
tala um einokunaraðstöðu
félagsins, helzt mótast af því að
Eimskipafélagið hefur náð
mjög stórum og vaxandi
markaðshluta í flutningum
almennrar stykkjavöru til
landsins. Er áætlað að félagið
flytji nú um 85% af þeim
vörum, sem almennt flokkast
undir stykkjavöru.
Það er engum vafa
undirorpið, að þessi árangur
hefur náðst fyrst og fremst
fyrir það, að félagið hefur alla
tið skipulagt rekstur sinn með
íslenzka hagsmuni fyrir augum,
þannig að fastar áætlunarferðir
skipanna miðast við þarfir
íslenzkra utanríkisviðskipta
hverju sinni og uppbygging
skipastólsins og
vörugeymsluhúsa stefnir ætíð
að því að bæta þjónustuna við
þá aðila, sem skipta við félagið.
Þessi meginmarkmið félagsins,
ásamt því að félagið er eign
nánast allra landsmanna, hafa
stuðlað að því að félagið nýtur
trausts viðskiptamanna sinna,
opinberra aðila og landsmanna
almennt. Af þeim sökum hefur
markaðshluti félagsins í vöru-
flutningum til og frá landinu
aukizt með árunum, án þess að
um nokkra einokunaraðstöðu
hafi verið að ræða og án þess að
félagið njóti fyrirgreiðslu
opinberra aðila umfram
keppinautana.
Áður en Eimskipafélagið var
stofnað 1914 hafði Sameinaða
Gufuskipafélagið í
Kaupmannahöfn haldið uppi
íslandsferðum um langt árabil
samkvæmt sérstökum
samningum milli þess og
dönsku ríkisstjórnarinnar og
síðan íslenzku lands-
stjórnarinnar. Hér var
raunverulega um einokun á
siglingum til Islands að ræða,
en sú einokun rofnaði við
stofnun Eimskipafélagsins
1914. Eftir að það fékk sín
fyrstu skip árið eftir, hófst hörð
samkeppni milli þess og
Sameinaða, sem hefur haldizt
allt fram á síðasta áratug og
aðeins rofnað á heims-
Kjallarinn
ValtýrHákonarson
styrjaldarárunum. Eftir að
uppbygging íslenzkra at-
vinnuvega styrktist með árun-
um, hófu fleiri erlend skipa-
félög siglingar til Islands, eins
og Bergenska Gufuskipa-
félagið, og eftir síðari heims-
styrjöldina hefja fleiri erlend
skipafélög siglingar til íslands
um lengri eða skemmri tíma,
Holland Steamship Co.,
Culliford & Clark, Moore
McCormack og States Marine
Lines, auk fjölmargra erlendra
skipa, sem koma til landsins
ferð og ferð með einstaka
farma eða til að sækja íslenzkar
útflutningsafurðir.
öll erlendu skipafélögin, sem
auglýstu áætlunarferðir til
tslands, hafa lagt þær niður
fyrir allmörgum árum.
Ástæðan er augljós og öllum
kunn. Flutningsmagn var tak-
markað og siglingarnar af þeim
sökum óarðbærar þegar til
lengdar lét, og því voru þær
lagðar niður. Hins vegar er
ekkert því til fyrirstöðu að eitt
eða annað erlent skipafélag
hefji áætlunarsiglingar hingað
hvenær sem er. Það er öllum
frjálst.
Þá er að nefna samkeppni
milli íslenzkra skipafélaga og
er þá fyrst til að taka sam-
keppni um flutning á almennri
stykkjavöru. Það eru í dag tvö
íslenzk skipafélög, sem
Eimskipafélagið á í samkeppni
við á þessu sviði, Hafskip hf. og
'Skipadeild S.I.S. Auk þess hafa
önnur skipafélög, eins og
Jöklar hf. og Einarsson &
Zoega, stundað sams konar
siglingar á liðnum árum um
lengri eða skemmri tíma.
Fjölmargir aðrir íslenzkir
aðilar reka flutningaskip, svo
•sem Bifröst hf„ Fragtskip hf„
Islenzk kaupskip hf„ Isskip hf„
Nesskip hf„ Pólarskip hf. og
!Skipafélagið Vikur hf.
Þessi skipafélög sigla milli
íslands og útlanda er það er
talið arðvænlegt og eru þess á
milli í langtímasiglingum
erlendis. Á Eimskipafélagið
vissulega i harðri samkeppni
við þessi skipafélög svo og
fjölmörg erlend skip, sem
hingað koma af og til. Sér-
staklega er þá keppt um
flutning á hálfum og heilum
skipsförmum, svokölluðum
stórflutningi svo sem fiskimjöli
saltfiski, timbri, járni og því
um líku. Hvort fleiri íslenzk
skipafélög taka upp áætlunar-
siglingar með stykkjavöru en
þau, sem þær stunda nú, er
ekki vitað, en að því getur að
sjálfsögðu komið hvenær sem
er. Trúlega una þau vel við sitt
hlútskipti eins og það er í dag.
Þau sækjast eftir þeim vörum,
sem flokkast undir stórflutning
og eru óháðar verðlags-
ákvæðum hvað • flutningsgjöld
snertir. Flutningsgjöld á al-
mennri stykkjavöru eru hins
■vegar háð ákvörðun verðlags-
yfirvalda og mun ekki eiga sér
stað annars staðar í hinum
frjálsa heimi, að flutningsgjöld
.milli landa séu háð ákvörðun
stjórnvalda.
Valtýr Hákonarson
skrifstofustjóri.
sviknar undan skatti í gjaldeyri
erlendis. Skyldu öll kurl á
innistæðum f erlendum bönk-
um vera komin til grafar? Hvað
með skattsvikin vegna skipa-
kaupa erlendis? Dágóð fúlga
þar og örugglega ekki öll uppá
yfirborðinu ennþá. Er hugsan-
legt að slikar aðferðir séu við-
hafðar um einhvern annan
innflutning til hækkunar á
verðlagi? Nefna má embættis-
manninn á meðallaununum,
sem lifði ríkulega um langt ára-.
bil og kom tugum milljóna
framhjá kerfinu. Er möguleiki
á að hans dæmi geti verið und-
antekning í okkar þjóðfélagi?
Hvað verður svo um öll þessi
mál? Jú, öll eru þau sett i dóms-
kerfið, ef þau komast upp á
yfirborðið, og rannsökuð.. En
seinvirkt dómskerfi og of mikil
leynd yfir málum býður upp á
að málin sofni værum svefni í
höndum dómskerfisins eða að í
skjóli samtryggingakerfisins
fái viðkomandi aðilar of milda
dóma.
En sú spurning hlýtur að
vakna, af hverju þessir hlutir
gerast í okkar þjóðfélagi, að
margir svíkja svo mikið fjár-
magn framhjá kerfinu eins og
raun ber vitni. Hver er
skýringin á svona miklum fjár-
Kjallarinn
Jóhanna
Sigurðardóttir
drætti og skattsvikum. „Sjálfs-
bjargarviðleitni" segja sumir.
Þetta er hugsunarháttur
siðleysingjans, sem vílar ekki
fyrir sér að svikja undan skatti
í kapphlaupinu um veraldar-
gæðin, jafnvel þótt hann óbeint
þurfi að stela því úr buddu
þeirra sem minna mega sín í
þjóðélaginu. Því það gerir
hann, jú, þvi ríkið heimtar sitt,
hvað sem öllum skattsvikum
líður.
Fleiri hliðar eru líka á
málinu. Nú er það svo að í
kjölfar þeirrar gegndarlausu
óðaverðbólgu sem hér hefur
geisað um árabil og þeirrar
óstjórnar sem verió hefur á öllu
efnahagslífi þjóðarinnar, að
margir missa traust á þeim sem
stjórna og vantreysta ríkis-
valdinu í stjórn þjóðmála.
Þetta býður þeirri hættu
heim, að hugsunargangi fólks
hætti til að snúa af braut
siðferðis og ýmsir óæskilegir
hlutir gerist í skjóli slíks van-
trausts. Þess vegna er það
nauðsyn.aðríkisvaldið öðlist trú
og traust almennings i stjórnun
landsmála og meðferð
sameiginlegra fjármuna allra
landsmanna. Almenningur
verður að geta treyst því að
þeim fjármunum sem hann
samviskusamlega greiðir og
leggur í sameiginlegar þarfir
samfélagsins sé skynsamlega
varið.
Hér verður að verða á
gjörbreyting, svo að dreng-
skaparheitið haldi gildi sínu.
Jóhanna Sigurðardóttir
skrifstofumaður.