Dagblaðið - 28.01.1978, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 28.01.1978, Blaðsíða 15
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 1978. BROTHERHOOD OF MAN naut ekki neinna verulegra vinsælda fyrr en flokkurinn sigraöi í Eurovision-söngvakeppninni árið 1976 meö laginu Save Your Kisses For Me. Síðan hefur fólkið haldið vinsældunum við — en ekkert meira. MULL OF KINTYRE SETTISÖLUMET — sem Beatles áttu áður fyrir She Loves You Paul McCartney og Wings eru fallin úr fyrsta sætinu á enska vinsældalistanum. Fallið er að vísu ekki hátt, aðeins niður í annað sætið. I staðinn eru tiltölulega óþekktir tónlist- armenn, Althea og Donna, komnir í fyrsta sæti með ágætis lag, sem nefnist Up Tovvn Top Ranking. Lögin Mull Of The Kintyre og Girls School komust á topp- inn 3. desember síðastliðinn. Þangað flugu þau rakleiðis úr átjánda sæti og sátu sem fastast þar til í þessari viku. Svo rammt kvað að sölu plötunnar að hún setti nýtt enskt sölumet um síðustu helgi. Þá hafði selzt 1.8 milljón eintaka af plötunni eða 200.000 meira en af þeirri plötu, sem átti fyrra metið. Það setti hljómsveitin Beatles fyrir fimmtán árum með laginu She Loves You. Up Town Top Ranking, sem leysti Mull Of Kintyre og Girls School af hólmi er með skemmtilegum reggaetakti. Það á vel við að það komist á topp- inn um sama leyti og reggae- guðinn sjálfur, Bob M-arley, kemst á topp tíu. Marley og hljómsveit hans, Wailers, er nú í níunda sæti í Englandi með tvö lög, Jamming og Punky Reggae Party. Gamli söngflokkurinn, Brotherhood Of Man, er enn á ferðinni. Nýjasta lag flokksins, Figaro, geysist þessa vikuna úr 25. sæti upp í sjötta. Því er spáð enn meiri velgengni og gæti það því allt eins verið komið í fyrsta sæti í næstu viku. Það er öllum vinsældalistun- um fimm sameiginlegt þessa viku, að ný lög komast í fyrsta sæti. I Bandaríkjunum leysir Randy Newman hljómsveitina Player af hólmi. Einnig má vekja athygli á því, að Bee Gees eru komnir með nýtt lag á lista í Bandaríkjunum. Það ber nafnið Stayin’ Alive og er nú í fjórða sæti. Bee Gees eru einnig í áttunda sæti með lagið How Deep Is Your Love. Bæði eru þessi lög úr kvikmyndinni Saturday Night Fever, sem gerist að mestu á diskóteki í New York. Bee Gees flytja nokkur lög í þessari mynd, bæði gömul og ný. Þar eru einnig á ferðinni nokkrar diskótekstjörnur til viðbótar. Það telst til stórtíðinda að Needles And Pins er komið í annað sæti í Vestur-Þýzkalandi. í staðinn er annað gamalt lag í „nýjum“ búningi í fyrsta sæti. Þetta er Beach Boys lagið Surfin’ USA, sem nú er flutt af Leif Garrett. Hollentfingar fá lagið If I Had Words i efsta sætið í stað Mull Of Kintyre. Og gamall kunningi, How Deep Is Your Love,' er kominn á toppinn í Hong Kong. ENGLAND — MEL0DY MAKER AT 1. (4) UPTOWNTOP RANKING ALTHEA AND DONNA 2. ( 1 ) MULL OF THE KINTYRE/GIRLS SCHOOL ........WINGS 3- ( 2 ) LOVE’S UNKIND DONNA SUMMER 4. (11) NATIVE NEW YORKER ODYSSEY 5. ( 3 ) IT’S A HEARTACHE BONNIE TYLER 6. (25) FIGARO .......................BROTHERHOOD OF MAN 7. ( 7 ) DON’T IT MAKE MY BROWN EYES BLUE..CRYSTAL GAYLE 8. (1 8) LOVELY DAY BILL WITHERS 9. (13) JAMMING /PUNKY REGGAE PARTY BOB MARLEY AND THE WAILERS 10. ( 6 ) DANCE DANCE DANCE .........................CHIC BANDARÍKIN — CASH B0X 1. (2) SHORT PEOPLE...........................RANDY NEWMAN 2. ( 1 ) BABYCOME BACK ..............................PLAYER 3. ( 3 ) WE ARE THE CHAMPIONS QUEEN 4. (14) STAYIN’ ALIVE...............................BEE GEES 5. ( 4 ) YOU’RE IN MY HEART ....................ROD STEWART 6. (8) JUST THE WAY YOU ARE .......................BILLYJOEL 7. ( 7 ) HERE YOU COME AGAIN....................DOLLY PARTON 8. ( 5 ) HOW DEEP IS YOUR LOVE......................BEE GEES 9. (10) DESIREE.................................NEIL DIAMOND 10. (13) SOMETIMES WHEN WE TOUCH DAN HILL VESTUR-ÞYZKALAND 1(3) SURFIN’ USA LEIF GARRETT 2. ( 1 ) NEEDLES AND PINS SMOKIE 3. (2) ROCKIN’ ALL OVER THE WORLD................STATUS QUO 4. ( 5 ) DON’T STOP THE MUSIC BAY CITY ROLLERS 5. (6) DON’T LET ME BE MISUNDERSTOOD SANTA ESMERALDA/ LEROY GOMEZ 6. ( 4 ) THE NAME OF THE GAME .........................ABBA 7. ( 7 ) BLACK IS BLACK LA BELLE EPOQUE 8. (8) WE ARE THE CHAMPIONS QUEEN 9. ( 9 ) BELFAST....................................BONEY M 10. (11) TS AMO UMBERO TOZZI HOLLAND 1. ( 2 ) IF I HAD WORDS ....YVONNE KEELtY AND SCOTT FITZGERALD 2. ( 1 ) MULL OF KINTYRE ....................... WINGS 3. ( 3 ) EGYPTIAN REGGAE...................JONATHAN RICHMAN 4. ( 5 ) SINGING IN THE RAIN SHEILA AND BLACK DEVOTION 5. ( 6 ) IT’S A HEARTACHE .......................BONNIE TYLER 6. (15) SHE’S NOTTHERE .............................SANTANA 7. (14) LAILOLA ..............................JOSE Y LOS REYES 8. (4 ) HET SMURFENLIED VADER ABRAHAM 9. (16) ONLY A FOOL.............MIGHTY SOARROW AND BYRON LEE 10. ( 9 ) ISN’T ITTIME .............................THE BABYS HONG KONG 1. (2) HOW DEEP IS YOUR LOVE BEE GEES 2. ( 3 ) IT’S SO EASY LINDA RONSTADT 3. (5) MULL OF KINTYRE ................................WINGS 4. ( 4 ) YOU MAKE LOVING FUN ..................FLEETWOOD MAC 5. ( 7 ) HERE YOU COME AGAIN ....................DOLLY PARTON 6. ( 1 ) YOU LIGHT UP MY LIFE DEBBY BONNE 7. ( 8 ) SWINGTOWN STEVE MILLER < 8. ( 9 ) MY WAY..................................ELVIS PRESLEY 9. (10) NAME OF THE GAME ABBA 10. ( 6 ) BABY, WHAT A BIG SURPRISE CHICAGO Fyrsta plata Hljómplötuútgáfunnar hf. á þessu ári:_ Hópur tónlistar- manna, hverúr m m smm áttínni ÞÓRHALLUR (iRAFALVARLEGUR — I.addi. sem er þekktastur sem sprellikarl við hlið Halla bróður síns, hvggst nú freista ga'funnar sem alvarlega þenkjandi tónlistarmaöur, — í hóp með fjölda annarra tónlistarmanna. DB-mynd: Ragnar Th. Fríður hópur hljóðfæra- leikara, lagasmiða, söngvara og söngkvenna hófst handa á mánudaginn við að taka upp fyrstu plötu Hljómplötuút- gáfunnar hf. á þessu ári. Engar áætlanir eru uppi um, hvenær upptökum eigi að ljúka né heldur hvenær platan skuli koma út. Er Dagblaðið leit inn í Hljóðrita á miðvikudaginn var hafði hópurinn lokið við grunnspil á fjórum lögum Hljóðfæraleikararnir Sigurður Karlsson, Pálmi Gunnarsson og Magnús Kjartansson voru þá að störfum, ásamt Þórhalli Sigurðssyni. Síðar bætast gítar- leikararnir Þórður Árnason og Magnús Eiríksson í hópinn. Stjórn upptökunnar er í höndum Magnúsar Kjartans- sonar og upptökumaður er Jónas R. Jónsson. Söngkonurnar Sigrún Hjálm- týsdóttir og Ragnhildur Gísla- dóttir munu sjá um söng á plötunni, sem ekki hefur hlotið neitt nafn ennþá, ásamt Pálma Gunnarssyni og Þórhalli Sigurðssyni. Þau Ragnhildur, Magnús Kjartansson og nafni hans Eiríksson og Þórhallur munu öll eiga lög á plötunni. Þar verður einnig að finna eitt eða tvö erlend lög. Þórhallur sá, er hér hefur verið nefndur að framan, er sá sami og almennt er kallaður Laddi. Hann hefur nú gerzt alvarlegur tónlistarmaður, í bili að minnsta kosti. „Eg átti þrjú lög á Fyrr má nú aldeilis fyrrvera og þótti þau koma svo vel út, að ég ákvað að prófa meira," sagði Þórhallur/ Laddi, er DB spúrði hann um þessa stefnubreyt- ingu. „Sömuleiðis ætla ég að semja textana við lögin. Nei, nei, ég á engan stóran lager af ónotuðum lögum, eins og til dæmis Magnús Eiríksson, ég er svo tiltölulega nýbyrjaður.” Að sögn Jóns Ólafssonar framkvæmdastjóra Hljóm- plötuútgáfunnar hf. var nann farinn að gæla við hugmyndina um þessa plötu löngu fyrir jól. Það er frekar sjaldgæft að plötur sem þessi séu gerðar, það or að hópi tónlistarmanna sé srhaíað saman hverjum úr sinni áttinni og látnir flytja eigin lög. Sennilega er þessi plata sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Ekki kvaðst Jón neitt vera farinn að hugsa fyrir nafni á nýju plötuna. „Ætli maður kalli hana ekl<i bara vöfflur," sagði hann og hló ótuktarlega. ..en blessaður skrifaðu það ekki.“ -AT- Byrjað á nýrri Fleetwood Mac- plötu í marz? Ef allt fer eins og ætlað er byrja upptökur á nýrri Fleetwood Mae plötu í marz næstkomandi. Hljómsveitin lagði fyrir nokkru af stað í heljarmikla reisu um Austurlönd og ríki Suður- Kyrrahafsins. Áætiað er að fara beint í stúdíóið, er með- limirnir hafa hvílt sig nægi- lega eftir ferðina og æft nýju lögin svolítið. „Við eigum nóg orðið af lögum núna,“ sagði Mick Fleetwood trommuleikari og hljómsveitarstjóri Fleet- wood Mac í stuttu viðtali, sem bandaríska tímaritið Rolling Stones átti við hann i fyrsta tölublaði ársins. 1 sama blaði birtust úrslit í vinsældakosningum blaðs- ins. Þar bar Fleetwood Mac sigur úr býtum sem hljóm- sveit ársins og meðlimirnir sem tónlistarmenn ársins. Rumours var kosin vinsæl- asta LP platan, Dreams vin- sælasta lagið, Stevie Nicks hafnaði í öðru sæti sem söngkona á eftir Lindu Ron- stadt og hljómsveitin í heild varð númer fjögur sem upp- tökustjórar. En nánar um nýju plöt- una: „Stevie Nicks á nú þegar fleiri tonn af lögum,“ sagði Mick Fleetwood. „Hún semur stöðugt á meðan við ferðumst um. Það hefur komið til álita hjá okkur að gera tvöfalda plötu, — svo mikið er til af lögum. Ég býst þó ekkert frekar við því að sú verði raunin. Þetta hefur aðeins komið til um- ræðu.“ Fleetwood vildi ekkert um það segja, hvort hann teldi að nýja platan ætti eftir að njóta jafn mikilla eða meiri vinsælda en Rumours. Er sú piata var tilbúin lét hann hafa eftir sér, að hann byggist við að hún myndi seljast í svo sem átta til níu milljónum ein- taka. Piatan hefur nú náð því marki í Bandaríkjunum einum saman og er enn númer eitt. Mick Fleetwood er því ekki sérlega mikill spámaður! En þó að Fleetwood Mac hefji vinnu við nýju plötuna í marz, er ekki þar með sagt að hún komi á markað fljót- lega í sumar. Það tók hljóm- sveitina nefnilega heila ell- efu mánuði að gera Rumours. „Svipurinn á ráðamönn- unum hjá Warner Bros. var orðinn anzi skrítinn, þegar fram liðu stundir,” sagði Mick Fleetwood. „Ef við hefðum ekki gert söluhæstu piötu allra tíma hjá fyrir- tækinu næst á undan hefð- um við áreiðanlega verið rekin.” Fleetwood Mac þarf ekki að óttast brottrekstur frá Warner Bros. úr þessu. Þau geta nú leyft sér hvað sem er. Or ROLLINC. STONE

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.