Dagblaðið - 28.01.1978, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 28.01.1978, Blaðsíða 4
4 DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 28. JANUAR 1978. „KULDINN í SJÓNUM VERÐUR KÁRSNESINGUM TIL BJARGAR" Undanfarin ár hefur Kópa- vogur verið talinn gjalda þess hversu nálægt hann er Reykja- vík. Fjöldinn allur vinnur f Reykjavík og allt þar til fyrir nokkrum árum þurftu menn að sækja flesta þjónustu til Reykjavíkur. Nú síðustu ár hefur hins vegar orðið breyting á. Miðbær hefur risið og er að rísa þar sem fjöldinn allur af verzlunum er og þjónustumiðstöðvar eru fyrirhugaðar. Mestu máliskiptii þó að í Kópavogi er að rísa hvað mesta iðnaðarsvæðið á Suður- landi og þá sérstaklega með til- komu nýja iðnaðarhverfisins við Smiðjuveginn og þar f grennd. Smátt og smátt hafa verið gerðar endurbætur á vegakerf- inu f bænum sem landsfrægt var. Enn eru þó eftir nokkrar ófrágengnar götur en það sem. hvað mesta athygli vekur er að Kópavogsbúar hafa aldrei gengið almennilega frá skóla- málum sfnum. Að vísu fylltist bærinn af börnum og hann „vaggar blómum og börnum", eins og segir í kvæðinu. Bæjar- yfirvöld hafa samt aldrei unnið í kapphlaupinu við tímann í skólabyggingum hvorki er sá sem þetta ritar stundaði þar barnaskólanám né gagnfræða- skólanám en varð síðan að stund’a framhaldsnám f Reykja- vík. Enn vantar töluvert á að leikfimikennslu sé tryggð við- unandi aðstaða og húsnæðismál Snælandsskóla f nýju hverfi gegnt Fossvogshverfinu eru mjög óviðunandi. Málefnið í bæjarstjórnar- kosningum í Kópavogi er þvf fyrst og fremst peningar og hvernig þeim er vgrið. Sumir kvarta mjög yfir þeim auka- álögum sem lagðar hafa verið á fbúana en eins hefur verið á það bent að útsvör í Kópavogi hafi aldrei verið mjög há, enda fólk að byggja og með barna- hópa í kringum sig. Prófkjör um skipan manna f tvö efstu sætin á lista Alþýðu- flokksins í Kópavogi fer fram f dag og á morgun, sunnudag. Kjörstaður verður í Hamraborg 1 og verður hann opinn í dag frá kl. 2-7 og á sunnudag frá kl. 2-8. — Rœtt við frambjóðendur Alþýðuflokksins i profkjori vegnabœjar- stjórnarkosn inganna þarfbœívor Kosningarétt hafa allir þeir Kópavogsbúar sem eru orðnir 18 ára og eldri og ekki eru flokksbundnir f öðrum stjórn- málaflokkum. -HP Einar Siguroddsson yfirkennari: „Hœtta óþarfa- eyðslu í smómuni" „Varðandi aðhald og stjórnun í fjármálum bæjarins finnst mér réttara að reyna að nýta til fulln- ustu útboðsmöguleika f sambandi við verklegar framkvæmdir“ sagði Einar Siguroddsson yfirkennari f viðtali við DB. „Þá tel ég æskilegt að hætt verði að eyða fjármunum bæjarins f minniháttar mál eins og vinabæjarmót, nefni ég þar sem dæmi, að sendir voru sjö full- trúar á vinabæjarmót til Finn- lands, þegar nægilegt hefði verið að senda einn.“ Aðstöðu til leikfimikennslu við skólana sagði Einar vera í molum og yrði að bæta úr þeim málum. „Þá þarf að bæta til muna hús- næði Snælandsskólans.“ Framhaldsmenntun í Kópavogi yrði að taka til rækilegrar athug- unar sagði Einar og í sambandi við atvinnumál í bænum taldi hann að ýmislegt hefði verið gert til þess að laða fyrirtæki til bæjarins en varaði við ótfma- bærum úthlutunum á lóðum — tryggja yrði að þær yrðu bænum til gagns. Rannveig Guðmundsdóttir hósmóðir: „Stemmum stigu við frekari Otþenslu - hlúum að því sem fyrir er" „Spurningu um mín baráttu- mál er auðvelt að svara því flokk- urinn hefur lagt áherzlu á ýmis mál sem ég veit að frambjóðend- urnir fimm munu allir leggja lið,“ sagði Rannveig Guðmundsdóttir húsmóðir 1 viðtali við DB. „Við munum leggja áherzlu á að stemma stigu við frekari útþenslu bæjarins og reyna að hlúa að því sem fyrir er.“ Rannveig sagði að tímabært væri að Kópavogur losnaði við nýjabæjarbraginn sem ætti að vera genginn yfir fyrir löngu. „Þrátt fyrir allt eru svo mörg mál f ólestri, eins og t.d. skólamálin. Iþróttamál skólanna eru verulega f lamasessi og aukaálögur hafa verið lagðar á þegnana við flestar stórframkvæmdir sem gerðar hafa verið að undanförnu." Hafnarfjöröur! Blaðburðarbörn óskast í suðurbæ Upplýsingar í síma 52354 kl. 5 til 7. BIABW Pólmi Steingrímsson verktaki: „Kuldinn í sjonum verður Kórsnesingum til bjargar" „Ég ætla að beita mér fyrir endurbótum á því sem farizt hefur fyrir f hálfan annan áratug hér í bænum, -»þ.e. fjármála- stjórn," sagði Pálmi Steingríms- son verktaki í viðtali við DB. „Það er ekki hægt að sitja aðgerðalaus og sjá sjóð fólksins hér f bænum gufa upp. Eins vil ég minnast á mengunarmál,“ sagði Pálmi enn- fremur. „Við verðum að koma 1 veg fyrir saurmengunina í Kópa- voginum sjálfum sem er að fyll- ast. Það er einungis kuldinn í sjónum sjálfum sem er Kársnes- ingum til bjargar. Þá minntist Pálmi á ýmsar félagslegar umbætur sem gera þyrfti en sagðist leggja áherzlu á að sett yrði á laggirnar iðnaðar- hverfi á Kársnesinu. „Þar getum við byggt skipasmíðastöð sem annazt gæti viðhald og viðgerðir fyrir allan flotann því innsigling- in í vogana er hin bezta frá nátt- úrunnar hendi.“ Guðmundur Oddsson yfirkennari: „Þarf 117 milljónir til þess að stjórna Kópavogsbúum?" „Starfs mfns vegna eru mér auðvitað skólamálin hér f Kópa- vogi ofarlega í huga,“ sagði Guð- mundur Oddsson yfirkennari f viðtali við DB en hann er einn frambjöðenda til prófkjörsins vegna bæjarstjórnarkosninganna f vor. „Vandamál framhalds- menntunar hér eru mikil og þá sérstaklega verkmenntunar." Sagði Guðmundur að mennta- skólinn f Kópavogi tæki ekki við nema brotabroti af þeim nem- endafjölda sem sæktí í átt til framhaldsmenntunar og sagði að sennilega yrði að setja á stofn fjölbrautaskóla til þess að anna eftirspurninni. „Ég hef hins vegar einnig verið að reyna að átta mig á fjárhags- málum bæjarfélagsins,“ sagði Guðmundur ennfremur. „Alls kyns aukaskattar eru lagðir hér á fólk og nægir þar að nefna sér- stakt holræsagjald sem er fáheyrt ef ekki óþekkt fyrirbæri annars staðar. Þá má nefna malbikunar- gjald sem lagt er á fólk eftir að það hefur greitt sfn gatnagerðar- gjöld og hefur slík aukaskatt- heimta orðið mörgum erfiður biti. Ég var einnig að taka eftir þvf að þeir verða að hækka stjórnunarkostnað bæjarins um 84% frá fyrra ári,“ sagði Guðmundur ennfremur. „Ég hef enga trú á því að það þurfi 117 milljónir til þess að stjórna Kópa- vogsbúum." Steingrímur Steingrímsson verkamaður: „Framkvœmdir allt of litlar miðað við það f é sem innheimtist" „Það' eru í fyrsta lagi peninga- málin,“ sagði Steingrímur Stein- grfmsson verkamaður er hann var spurður að því hverju hann hygðist beita sér fyrir f bæjarmál- um Kópavogs næði hann kjöri. „Mér sýnist félagslegar fram- kvæmdir á vegum bæjarins vera allt of litlar miðað við það fé sem innheimtist.“ Steingrfmur sagði atvinnumál f Kópavogi hafa skánað til muna með tilkomu nýja iðnaðarhverfis- ins í bænum en mikill hluti Kópa- vogsbúa sækti þó vinnu út fyrir bæinn og þá til Reykjavíkur. „Aðstoð við aldraða hér í bænum er fyrir neðan allar hellur,“ sagði Steingrímur enn- fremur. „Það er til skammar að aldrað fólk verður að hrökklast úr íbúðum sfnum og húsum vegna þess að það getur ekki innt af hendi þau gjöld sem lögð eru á það á elliárum af þeim lífeyri sem því er skammtaður. Þá mun ég beita mér fyrir auknum byggingum verkamanna- bústaða og íbúðabyggingum á félagslegum grundvelli hér í bæn- um.“ IMM BIAÐIÐ frjúlsl, áháð riaghlað

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.