Dagblaðið - 28.01.1978, Síða 5

Dagblaðið - 28.01.1978, Síða 5
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 28. JANUAR 1978. Q Iþróttir Iþróttir íþróttir Iþróttir í) ISLENDINGAR EIGA SNJALLA LEIKMENN — sogði danski landsliðsþjálfarinn ' Frá Halli Hallssyni, Arósum. „Leikurinn við Islendinga verð ur áreiðanlega ákaflega erfiður. ísland á svo marga góða leikmenn og þeir spila mun fastar og eru taktiskari en Spánverjar,“ sagði danski landsliðsþjálfarinn Leif Mikkelsen í gær, en hann héit þá blaðamannafund ásamt fyrirliða danska landsliðsins, Anders-Dahl Nielsen, sem þá átti afmæli, varð 27 ára. Það var greinilegt á þessum fundi, að Danir eru síður en svo sigurvissir gegn íslandi í Randers í dag og Mikkelsen sagði: „ísland á svo marga snjalla leikmenn, sem við verðum að hafa góðar gætur á. Þar er fyrst að telja Björgvin Björgvinsson — snjall og sterkur línumaður, sem aldrei má lita af. Axel Axelsson og Geir Hallstei nsson þekkjum við vel og þeir eru báðir mjög snjallir leikmenn. I leiknum við Sovétríkin kom vel í ljós hve Einar Magnússon er sterkur og hættulegur. Þrumuskot hans eru vissulega umhugsunarefni," sagði landsliðsþjálfarinn danski. Anders-Dahl Nielsen sagði, að leikurinn við ísland yrði erfiðari en leikurinn við Spán. Báðir [spáðu þeir skiljanlega dönskum sigri gegn Islandi. Annað hefði ekki verið sæmandi hjá þeim frammi fyrir öllum dönsku blaða- mönnunum.sem þarna voru, auk okkar íslendinganna. I viðræðum við dönsku blaða- mennina eftir fundinn sögðu þeir okkur að dönsku leikmennirnír iog stjórnendur þeirra væru mjög taugaóstyrkir í sambandi við leik- inn við Island í dag. Björgvin Björgvinsson svífur inn í teiginn hjá sovézkum í HM- leiknum á fimmtudag. En það var brotið á honum, viti dæmt. (Jr því skoraði Axel Axelsson sjöunda mark Íslands. Ljósmynd Ib Hansen. Sdralitlar líkur á að Jön H. Karlsson leiki — Söknarkerfín miðuð við Geir, Axel, Einar og Björgvin Frá Halli Hailssyni, Arósum. Sáralitlar likur eru á því, að Jón H. Karlsson, fyrirliði íslenzka landsiiðsins, leiki gegn Dönum í Randers í dag. Hann hefur engan veginn náð sér á strik eftir hin erfiðu meiðsli í baki, sem tóku sig upp í ieik gegn Fram heima í Laugardalshöll — kveðjuleik landsliðsins fyrir HM-förina. Líklegt er því, að landsliðið gegn Dönum í dag verði hið sama og lék gegn Sovétrikjunum. ís- lenzka landsliðsnefndin vildi ekki gefa upp skipan liðsins í gær. Sagði að það yrði tilkynnt á hádegi í dag. Blaðamaður DB fylgdist með æfingu islenzka landsliðsins í gær í Arósum. Gunnar Einarsson markvörður á við ' tognun að striða í læri, sennilega ekkert al- varlegt, og vonandi kemur hún Vikufólkið með óheit á Íandsliðið Aheit kennara Víghóla- skóla í Kópavogi á ísienzka landsliðið — 1000 kr. fyrir unninn leik frá hverjum þeirra — hefur vakið at- hygli. Starfsfólk Vikunnar fylgdi fordæmi kennaranna og áheitalisti gekk meðal þess í gær. Þegar síðast fréttist í gær höfðu 15 af starfsmönnum Vikunnar skrifað sig á lista — og hver um sig heitir á íslenzka iandsliðið 1000 kr. fyrir unninn leik. Eru kannski fleiri með í áheitaleikinn? ’ekki niður á leik hans i dag. Á æfingunni var greinilegt, að sóknarleikurinn hjá íslenzka liðinu í dag á að byggjast á þeim Geir, Axel, Einari og Björgvin. ÖIl leikkerfin miðuðust við það og í hornunum voru Gunnar Einars- son og Janus Guðlaugsson. Áreiðanlegt, að það eru þeir sex útispilarar, sem Janus Czerwinski ætlar að láta mest mæða á í dag. Þá voru hraðaupphlaup æfð af krafti — vopn sem vonandi reynist íslenzka iiðinu vel, þegar það mætir Dönum í Randers. Hélt Dani sterkari — segir Gunnar Einarsson Frá Halli Halissyni, Árósum. „Eg átti von á því, að Danir væru sterkari en það, sem þeir sýndu í leiknum við Spánverja — sérstaklega þó vörnin,“ sagði Gunnar Einarsson, vinstri handar skotmaðurinn í islenzka liðinu, sem leikur með Göppingen í Vestur-Þýzkalandi. „En það er mikil seigla í danska liðinu og við þurfum að hafa sér- stakar gætur á fyrirliðanum, Anders Dahl-Nielsen og Michael Berg. Anders stjórnar öllum leik liðsins og skot hans eru ávallt hættuleg — og Berg er hættulegur skotmaður, sem nánar gætur þarf að hafa á,“ sagði Gunnar ennfremur. Þorbergur Aðalsteinsson hefur sloppið framhjá þremur varnarmönnum Sovétríkjanna og sendir knött- inn í gegnum klofið á markverðinum og í markið. Ljósmynd IB Hansen. KÆRUM SILKIBORG EF LIÐIÐ KÆRIR 0KKUR — leikurinn við Dani barötta upp á líf og dauða, sagði Birgir „Leikurinn við Dani verður barátta upp á iíf og dauða fyrir bæði Iið,“ sagði Birgir Björnsson, formaður iandsliðsnefndar. „Eg áiit, að Danir eigi ekki möguieika gegn Sovétmönnum — og jafn- tefli gæti nægt okkur gegn Dön- um, því við eigum eftir leikinn við Spánverja. Danir unnu Spán ekki svo stórt, að þar megi ekki um bæta. Sovétmenn munu leggja áherziu á að sigra Dani i C-riðlinum þvi stigin teija í inn- byrðisviðureign landanna í riðlin- um, — þeirra sem komast áfram í miliiriðiiinn. Sovétmenn leika þvi upp á sigur gegn Dönum — og ef við fylgjum þeim í milliriðil- inn þá hafa þeir þegar tvö stigin á okkur,“ sagði Birgir ennfremur. „Það hefur komið fram, að for- ráðamenn Silkiborgar ætla að kæra okkur — og krefja island um 3000 krónur danskar fyrir að vilja ekki leika æfingaleikinn á þriðjudagskvöld. En við erum ákveðnir að kæra þá á móti — ef kæran verður lögð fram — fyrir 1 að reyna að koma á gróðaleik fyrir félagið, þegar aðeins var beðið um lokaðan æfingaleik. Það náði ekki nokkurri átt að leika við þær aðstæður, sem félagið bauð upp á, með njósnara Dana, Sovétmanna og Spánverja i öllum hornum. t dönsku blöðunum |hefur komið fram, að Silkiborg ætlaði sér að græða 5000 danskar á leiknum — en þegar íslenzka liðið mætti ekki tii leiks var boðið upp á hraðkeppni í Silkiborgar- íþróttahöllinni," sagði Birgir enn- 'fretnur. Mál Árna hjá aganefnd HM: IN ALLT BENDIR TIL AÐ HANN VERDIEKKISETTUR f LEIKBANN Frá Halli Hallssyni, Árósum. Mál Árna Indriðasonar var tekið fyrir hjá aganefnd heims- meistarakeppninnar í gær — og í gærkvöld átti að dæma í málinu. Sá dómur hafði ekki verið uppkveðinn, þegar Dag- blaðið fór í prentun i gærkvöld — snemma að venju á föstudagskvöldum. Allar líkur voru taldar á því í gær, að Árni léki gegn Dönum í Randers I dag þó sum dönsku blaðanna hafi verið að bolla- leggja í gær, að hann yrði settur í leikbann. Jafnvel alla HM-keppnina. Við skulum vona, að það hafi aðeins verið óskhyggja dönsku blaðamann- anna. Islenzku landsliðsnefndar- mennirnir þrír, Birgir, Gunnlaugur og Karl, sögðust vera öruggir um, að Arni yrði ekki settur i leikbann — og að- hann mundi leika gegaDönum. Sjálfur er Arni niðurbrotinn vegna atviksins í leiknum við Sovétríkin. Hann var á vara- mannabekkjum, þegar sovézkir náðu skyndisókn — hljóp upp og stöðvaði hraðaupphlaupið. Sænsku dómararnir viku hon- um samstundis af leikvelli allan leikinn. „Þetta var óafsak- anleg heimska," var allt og sumt sem Árni vildi um málið segja. Atta leikir verða á dagskrá heimsmeistarakeppninnar í handknattleik í dag. Áthyglin beinist auðvitað að leik Isiands og Danmerkur, sem verður í Randers kl. 16.00 að islenzkum tíma. Sovétríkin og Spánn leika í Alaborg í C-riðlinum og hefst leikurinn kl. 14.00. I A-riðlinum leika Vestur- Þýzkaland og Kanada í Ringe og Júgóslavía og Tékkóslóvakía í Vejle. I B-riðli leika Ungverja- land og Austur-Þýzkaland í Es- bjerg og Rúmenía og Frakkland í Aabenraa. I D-riðli leika Svíþjóð og Japan í Köge og Pólland og Búlgaria í Kalundborg. Allir leik- irnir hefjast kl. 14.00 nema leikur Islands og Danmerkur, sem hefst tveimur klukkustundum síðar. Þorbjörn Guðmundsson iyftir sér upp og reynir markskot gegn Sovét- ríkjunum en tókst ekki að skora. Ljósmynd IB Hansen.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.