Dagblaðið - 28.01.1978, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 28.01.1978, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 28. JANUAR 1978. BORGA BANKARNIR OPINBER GJÖLD EINS OG ÖNNUR FYRIRTÆKI? Borgari hringdi: A undanförnum árum hefur oft verið rætt um í blöðum og manna í milli að einstakling- arnir í landinu séu látnir bera alltof þungar skattabyrðar. Jafnframt hafa einstaklingar bent á að fyrirtæki ættu að taka meira á sig en þau hafa gert. Eigendur fyrirtækjanna eru vitaskuld á öðru máli. Nú skilst mér að bankarnir greiði enga ,,skatta“ eða önnur ámóta gjöld? Langar mig til þess að biðja lesendasíðuna um að upplýsa mig og aðra les- endur um staðreyndir í málinu: Greiða bankarnir ekki opin- ber gjöld eins og önnur fyrir- tæki. Ef ekki, þá hvers vegna? Ef þeir væru látnir greiða opinber gjöld eins og önnur •fyrirtæki hvað yrði þessi upphæð þá há? DB ræddi við Kristján Ö. Jónasson skrifstofustjóra ríkisskattstjóraembættisins. Hann sagði að bankar greiddu til dæmis launaskatt og önnur gjöld sem tengd eru launagreiðslum, eins og önnur fyrirtæki. Þeir greiða aftur á móti ekki tekju- og eignaskatt. Bankar eru í hópi þeirra fyrirtækja sem greiða svo- kallað landsútsvar. Er það 1% af mismuni heildarútlánsvaxta banka og heildarinnlánsvaxta. Meðal þeirra fyrirtækja, sem greiða landsútsvör auk banka eru til dæmis Sementsverk- smiðja ríkisins, Aburðarverk- smiðjan, Síldarverksmiðjur ríkisins, Ríkisprentsmiðjan Gutenberg og olíufélögin. Vantar frekari upplýsingar — umfærðá vegumí Mér finnst báðir þulir morgunútvarpsins alveg ágætir, —annar er þó kannski skemmtilegri en hinn. En ég lít hins vegar ekki á að morgun- útvarp eigi að vera til skemmt- unar eingöngu og sá útvarps- tími tilvalinn vettvangur fyrir fréttir af veðri og færð. En lík- lega er ekki hægt að saka þulina um að þessar upplýsingar vantar, — það er líklega álíka vizkulegt og ásaka Verðið á rauðkálinu þrefaldaðist á leiðinni frá Danmörku Sveinberg Laxdal, Svalbarðs- strönd hringdi: Mikið hefur verið blásið út í DB hve miklu betra væri að fl.vtja inn öll matvæli frekar en að framleiða þau hér. Ég er hér með litla krukku af dönsku rauðkáli sem ég keypti á dögun- um í Kaupfélaginu. Danski verðmiðinn er utan á krukk- unni en á honum stóð kr. 3,50. Miðað við gengi ætti krukkan að kosta kr. 120 en hún kostar 343,00. Þannig er þetta litla ílát selt á íslandi á næstum því þreföldu verði miðað við það sem hún kostar erlendis. Nú langar mig til þess að fá skýringu á þvf hvernig þetta verð myndast á leiðinni til neyt- andans frá Danmörku. flp—rtl—rs-rtt—ai1 i Takið eftir! Einstakt tœkifæri ÉTÖISKU bobos GAHABUXURNAR FYRIR DÖMUR 0G HERRA • STÓRKOSTIEGT ÚRVAL AF KJÓLUM. PLÍSERUÐ PILS, KÖFL- ÓTT 0G EINLIT, PEYS- UR, PEYSUKÁPUR, SÍÐ VESTI, SKYRTUR, MðSSUR, FLAUELS- BUXUR 0G MARGT FLEIRA. • f w- — s r =- Bi !XF&R Jrrr ~m' 30-70% AFSLÁTTUR IPUAIIKW Sendum i póstkröfu Sími 18046 Laugavegi morgunútvarpið 0317—3852 skrifar: Mig langar til þess að koma á framfæri skoðunum mínum á því sem mér finnst að mætti gjarnan og ætti kannski að vera fastur liður í morgunútvarpinu. En það er að segja frá færðinni, bæði .á götupi Reykjavíkur, Akureyrar og annarra staða þar sem einhver umferð er að ráði. Sömuleiðis fyndist mér að segja ætti frá færð á Suður- lands. og Vesturlandsvegi og ekki má gleyma Reykjanes- brautinni. Á þessum síðasttöldu vegum er bæði mikil umferð og að öllu jöfnu mjög hröð, þannig að mikið er í húfi að ekki verði þar umferðaróhöpp. Flestir sem' þurfa að aka þessa síðasttöldu vegi á leið til vinnu eru yfirleitt komnir á fætur fyrir allar aldir og d.vggir hlustendur morgun útvarpsins. afgreiðslufólkið í búðinni fyrir of hátt verðlag! Vilja nú ekki forráðamenn umferðar- og vegamála taka sig til og biðja morgunþulina að koma upplýsingum áleiðis til hlustenda. Oft gætu komið sér vel upp- lýsingar um færð á vegum i morgunútvarpinu. UTSALAN HEFSTA MANUDAG ------V Spurning dagsins i--- h 3 HEFURÐU HEIMILISLÆKNI? Lára Benediktsdóttir, sjúkraliói og húsmóðir: Já, það hef ég. Mér gengur mjög vel að ní í hann. enda er læknirinn minn lika kvenkyns. Annars hef ég nú ekki þurft að ónáða lækninn nema tvisvar sinnum heim til mín í ellefu ár, Guði sé lof. Andrea Þorleifsdóttlr, vinnur hjá Flugleiðum: Jú, ég er skráð með heimilislækni. En sem betur fer þarf ég sárasjaldan á honum að halda. Sigriður Gestsdóttir, vinnur hjá Flugleiðum: Nei, ég hef engan heimilislækni. Guði sé lof þá hef ég ekki þurft mikið á lækni að halda. Því hefur þá verið bjargað í gegnum kunningsskap. En það er auðvitað þrautalending að þurfa að vera að ónáða kunningja sina. sem hafa nóg með sig. Eyjölfur Sigurðsson. starfsmaður Flugleiða: Já. og það er m.jög gott að ná í hann. Eg hef bara ekki þurft á honum að halda sem betur fer. Gerður Gunnarsdóttir, vinnur hjá Flugleiöum: Já. Það gengur vel að ná i hann þegar ég hef þurft á honum að halda en það er sem betur fer mjög sjaldan. Kristín Guðjohnsen, vinnur hjá Flugleiðum: Nei, það hef ég ekki, því miður. Ég var hraust og þurfti ekki á lækni að halda en nú hef ég verið lasin undanfarið og hef hugsað mér að nota göngudeild- ina á Landspítalanum. Einnig er mér kunnugt um að að minnsta kosti tveir læknar taka á móti heimilislæknalausum sjúkling- um.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.