Dagblaðið - 02.02.1978, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 02.02.1978, Blaðsíða 2
DACiBI.AÐIÐ. FIMMTDDAGUR2. FEBRÚAR 1978. ÖLAFUR : GEIRSSON Raddir lesenda Hringiðísíma 27022miiii kl. 13ogl5 - ■ ■■ - ^ SAMTðUN ÓEÐLILEG Suöurnes.jamaður hringdi: Er nú ekki mælirinn fullur, enn eitt sjónvarpsleikritið þar sem hreint ekki er hægt að gera sér neina grein fvrir hvert stefnir? í Póker er ekki einu sinni hægt að seg.ja að verið sé að segja áhorfendum neina sögu, nei. ekki aldeilis. t rúmlega klukkutíma fær maður að sjá leigubifreiðarstjöra róla um sviðið í tómu tilgangsleysi, Ekki tekur betra við þegar maður byrjar samtöl við aðra þá sem við sögu koma. Þá hefjast samlíkingar, hreint ótrúlegar satt að seg.ja, eins og þegar hjónakornin fóru að ræða um brotnu framrúðuna þegar eiginmaðurinn hafði verið gripinn i hliðinu með kanamellu í skottinu. Hætt er nú við að það samtal hefði verið svolítið öðruvísi hjá venjulegum bílstjóra eða sjó- mannshjónum. VARIÐ YKKUR BENSÍNÞJÓFUM Bifreiðaeigandi hringdi og sagði sinar farir ekki sléttar. Hafði hann orðið f.vrir því að meginhluta þess bensins, sem á tanki bifreiðar hans var, hafði verið stolið’. Vildi hann benda á þetta iiðrum t U viðvörunar. Sjálfur notaði bifreiðarstjörinn ólæst lok á bensíngeymi bifreiðarinn- ar. Eftir að hann varð var við þ.jöfnaðinn. sem að hans áliti hefur alls ekki þurft að vera f.vrr en einhverjir pörupiltar hafa verið búnir að leika á hann margsinnis, keypti hann sér læst lok. Sagði bifreiðarstjóri að þau kaup væru öruggtega fljót að borga sig þegar bensinlítrinn væri kominn upp í 113 krónur. Lokið kostaði ekki meira en rétt rúmlega tvö þúsund krón- Stutt bréf og undir naf ni DB biður þá mörgu, sem vilja koma bréfum á framfæri á les- endasíðum blaðsins, að hafa í huga að þau mega helzt ekki vera löng. Styttri bréf geta nær alltaf verið jafnefnismikil, eru frem- ur lesin og hægt er að koma þeim fyrr á síður blaðsins. Ennfremur er ítrekað að nafnlaus bréf eru undir engum kringumstæðum birt í DB. Lesendur um Vallar-Póker Fólkið ginnt til Filippseyja til að hitta galdralækni — getið sjálf um ykkur um kennt, sögðu læknar, enginn neyddi ykkur til fararinnar „Þegar ég var í Bandaríkjun- um fyrir nokkrum árum kom þar upp mikið mál vegna galdralæknisins á Filippseyjum sem íslendingar eru nú að fara að heimsækja," sagði Jóhanna Hjaltalin. „Mér finnst alveg voðalegt að íslendingar skuli vera svona auðtrúa og ætli að láta draga sig á asnaeyrunum yfir hálfan hnöttinn. Hópur Bandaríkja- manna lét plata sig til Filipps- eyja og átti galdralæknirinn að „skera“ fólkið upp með höndunum einum saman. Eftir „uppskurðinn“ mátti sjá rauðleitt far, rispu og blóðrák á hörundi sjúklinganna. Síðar kom I ljös, þegar farið var að rannsaka málið, að galdralæknirinn hafði einhvers kpnar skinnpung með kálfs- blóði og fjöðurstaf falinn í lófanum og með því gerði hann strik á hörund sjúklinganna. Allur aðbúnaður var mjög slæmur og maturinn vondur. Þegar Bandaríkjamennirnir komu aftur heim urðu mikil blaðaskrif út af þessari ferð bæði í New York Times og öðrum blöðum. Bandarískir læknar og sérfræðingar fengu ekki rönd við reist og þegar fólkið kvartaði við þá, sögðu þeir að það gæti sjálfu sér um kennt. Það hefðí ekki verið neytt til að fara í þessa ferð. Mér finnst alveg hræðilegt til þess að hugsa að fólk skuli vera svona auðtrúa að láta hafa sig yfir hálfan hnöttinn til þess að heimsækja galdralækni," sagði Jóhanna Hjaltalin. Sigmundur Orn Arngrímsson og Margrét Helga Jóhanns- dóttir léku bæði í Póker. ORÐITIMA TOLUÐ 1623-9259 skrifar: Það voru orð í tíma töluð sem gamli maðurinn sagði i lok s.jón- \ arpsleikritsins Pól^er á sunnu- dagskvöldið: Hvenær skyldum við losna við þessa óværu héðan úr heiðinni? Atti hann þá við Kanann sem allt er að sýkja hér á landi eins og glögglega kom fram í sama leikriti. Og sámt halda menn að við getum látið eins og hann sé ekki hérna og að allt verði betra með þ/í að klæða hann í Gefjunarföt. Svei þvi. Það er timi til kominn að listamenn jafnt og aðrir byrji að berjast á móti þessum fírum og flæma þá úr landi. Björn Bjarman gerði það ekki ólag- lega þó byrjendabragur væri á mörgu í leikritinu, til dæmis samræðum fólksins, sem voru óeðlilegar og uppskrúfaðar. En hugleiðingin er söm. Burt með Kanann. N A myndinni eru ekki galdra- menn heldur frumbyggjar Filippseyja sém eins og flestir aðrir í þeirra sporutn eiga í vök að verjast fyrir menningunni. Nýju súrmjólkur- fernurnar Ijótar — tökum þær gömlu upp aftur, segir Mjólkursamsalan Af hverju er súrmjólkin komin í svona ljótar umbúðir? Kominn er einhver ljósbrúnn litur á hyrnurnar sem mér finnst alls ekki til fyrirm.vndar. sagði Guðrún í Kópavogi þegar hún hafði samband við DB. DB ræddi við Guðlaug Björg- vinsson framkvæmdastjóra Mjólkursamsölunnar. „Því er ekki að neita að við höfum fengið margar upp- hringingar vegna þessa nýja pappírs í súrm.jólkurfernun- um.“ sagði Guðlaugur. „Reyndar er eini munurinn sá að þessi nýi pappír er óbleiktur en hinn eldri bleiktur og því ljósari. Sænska fyrirtæk- ið, sem við kaupum umbúðirn- ar hjá, bauð þennan pappír á lægra verði og þar sem mjólkurframleiðendur í Sví- þjóð hafa notað óbleiktan pappír um nokkurn tima ákváð- um við aó panta súrmjólkurum- búðirnar þannig til reynslu. Nú virðist aftur á móti komið í ljós, að íslenzkum neytendum fellur nýi blærinn á umbúðun- um ekki og mun Mjólkursam- salan því ekki taka upp notkun umbúða úr óbleiktum pappír almennt. Næsta sending af umbúðum undir súrmjólkina mun verða með gamla laginu." sagði Guð- laugur Björgvinsson að lokum. Sleppið blóts- yrðum úr blaðagreinum Árný Jóhannsdóttir hringdi: Vildi hún kvarta yfir blótsyrðum þeim sem verið hefðu í kvikmyndagagnrýni i DB á mánudaginn. Mér leiðist svona orðfæri og sé heldur ekki neina ástæðu til þess. Sonur minn sjö ára les blöðin og hefur gaman af að lesa DB og vildi ég síður að hann tæki upp slíka ósiði sem blótsyrði. Eg skora því á blaðamenn að sléppa þannig orðum úr textanum í framtíðinni.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.