Dagblaðið - 02.02.1978, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 02.02.1978, Blaðsíða 24
Verðlagið um aldamótin, verði verðbólgan áf ram eins og verið hefur síðustu ár: FRANSKBRAUÐW Á124ÞÚSUND — VÍNFLASKAN Á6MIIUÓNIR Hvernig lízt mönnum á að borga hundrað tuttugu og fjög- ur þúsund krónur fyrir eitt franskbrauð og rúmar sex milljónir fyrir flösku af kiára- víni? Þannig verður verðlagið orðið árið 2000, ef verðbólgan verður jafnmikil á ári og hún hefur verið síðustu fjögur ár að meðaltali. Verðbólgan hefur verið 38,5 prósent á ári að meðaltali síðustu fjögur ár og síður en svo er lát á henni. Ef verðbólg- an yrði slík öll árin fram til aldamóta, yrði verðlagið árið 2000 1293 sinnum hærra en nú er. Þannig hleður óðaverðbólg- an upp á sig. Sígarettupakkinn, sem nú kostar 390 krónur, yrði árið 2000 kominn í rúma hálfa millj- ón króna. Mjólkurfernan yrði komin í 147 þúsund krónur. Lítil kókflaska mundi um alda- mótin kosta 51 þúsund krónur. Kílóið af súpukjöti mundi kosta tæplega eina og hálfa milljón, miðað við óbreytt hlutfall niðurgreiðslna. Fólk verður þá farið að reikna bílverðin í millj- örðum. Bíll, sem nú kostar tvær milljónir, mundi þá kosta um tvo og hálfan milljarð og íbúð, sem nú kostar tíu milljónir, yrði komin í tæplega þrettán milljarða króna. Haldi verðbólgan áfram eins og verið hefur mundi verðlagið tuttugu og fimmfaldast um 1988 og tæplega hundraðfaldast 1992. Þetta margfeldi magnast svo hratt og verður tæplega 550 falt árið 1997 og nærri þúsund- falt 1999. - HH „MÉR ÞYKIR AFAR VÆNT UM ÞETTA LAND” „Skákirnarverða miklu skemmtilegri fyriráhorfendur,” sagðiHorf um nýju reglurnar ,,Mér sýnist þú hafa lagt af,“ sagði Einar S. Einarsson, forseti Skáksambandsins, er hann hafði boðið Vlastimil Hort stórmeistara velkominn til íslands í gærkvöldi. „Já, kannski svolitið," sagði Hort, „en það ætti ekki að koma alvar- iega að sök.“ Svo brosti Hort sínu breiðasta. „Island skipar alveg sérstakan sess í mínum huga,“ sagði Hort í viðtali við fréttamann DB í gær- kvöldi. „Ég er ósköp ánægður yfir að vera kominn hingað aftur.“ Hort kvaðst hafa kynnt sér hinar nýju reglur sem teflt verður eftir á 8. Reykjavíkurskák- mótinu. „Þær eru mjög athyglis- verðar. Það verður gaman að sjá, hvernig þær falla að taflmennsku þátttakenda. Þær gera trúlega aðrar kröfur en hinar gömlu. Eitt er alveg víst að fyrir áhorfendur verða skákirnar miklu skemmti- legri," sagði Hort. „Velkominn hingað aftur. Við vonum að dvöl yðar hér verði ánægjuleg," sagði Guðrún Ölafs- dóttir í gestamóttöku Hótel Loft- leiða er hún afhenti Hort her- bergislykilinn. Hort leit á númer- ið. Enn færðist bros yfir andlitið. „Þetta var elskulegt af ykkur. „Ég held að ég hafi ekki lét/.t svo mikið að það komi að sök.“ sagði Hort við forseta Skáksamhandsins. við komuna á Hótel Loftleiðir i gær. Trilla týndist í Arnarfirði — enfannst fljótt aftur Mér leið vel í þessu herbergi þegar ég var hér síðast. Ég vona að heppnin verði mér meira inn- an handar nú en þá,“ sagði stór- meistarinn tékkneski og tók strikið á lyftuna öllum húsum og högum kunnugur á einhverju bezta hóteli heimsins, eins og hann sagði þegar hann háði keppnina við Spassky á dögunum. - BS Trilla frá Lokinhömrum í Arn- arfirði týndist í gær en kom fram um kl. 19 í gærkvöld, þegar björg- unarsveitarmenn frá Bíldudal og víðar voru að tygja sig af stað til leitar. Hannes Friðriksson á Bíldudal sagði í samtali við DB í morgun að trillan — með einum manni inn- anborðs — hefði verið á leið að Auðkúlu við Rafnseyri þegar bil- un hefði orðið í vél. „Honum tókst þó að komast á land i Stapadal, þar sem hann komst í síma og lét vita af sér,“ sagði Hannes. Björgunarmenn frá Bíldudal fóru á vettvang og hjálpuðu sjó- manninum með bát sinn að Auð- kúlu, en talsverður sjór var þá í Arnarfirði og erfitt um vik. Allt gekk þó slysalaust, að sögn Hannesar Friðrikssonar. -ÓV Fjárdrátturinn hjá útvarpinu rúm 970 þúsund á 3 árum Samkvæmt skýrslu ríkis- endurskoðanda til menntamála- ráðuneytisins virðist Rós Pétursdóttir,' fyrrum auglýs- ingastjóri útvarpsins, liafa dregið sér. rúmar 970 þúsund krónur, að sögn Birgis Thorlacius. ráðuneytisstjóra i menntamálaráðuneytinu. Hún hefur þegar endurgreitt allt það fé. Skýrslan barst ráðuneytinu á mánudag. Er nú í athugun hjá ráðunevtinu hvert verður fram- hald málsins. — hvort það verður sent sakadómi Reykja- víkurtil frekari meðferóar. Fjárdrátturinn nær yfir þrjú síðustu ár, 1974-1977, að báðum árum meðtöldum, sagði Birgir Thorlacius. Við endurskoðun hefur komið í ljós að nokkuð vantar af nótum frá f.vrri árum og eitthvaö árið 1974. en ekki er vitað hvort auglýsingastjórinn fyrrverandi á nokkurn þátt i því hvarfi. Upp um þjófnaðinn komst við endurskoðun ríkisendur- skoðunar, sjóðtalningu og samanburð reikninga. ÓV frjálmt, áhái dagblað FIMMTUDAGUR 2. FEB. 1978 SKIPS- STRAND — sex mönnum bjargað Rétt fyrir klukkan fjögur i nótt strándaði vélbáturinn Hafrún frá Bolungarvík á Mónesi sem er skammt fyrir innan Selárdal í Arnarfirði sunnanverðum. A bátnum voru sex menn og björg- uðust þeir allir. Hafrún er 207 lesta skip. Slysavarnafélagið kallaði út björgunarsveit sína á Bíldudal en varðskip var skammt undan og fór til aðstoðar. Þeir voru komnir um borð í Hafrúnu klukkan rúm- lega fimm og komu þeir fyrir vír- um og bíða nú eftir flóðinu sem verður seinni partinn. Agætisveður var fyrir vestan í gær en töluverð alda. Hafrún hefur stundað dagróðra fráBíldudal. - A.Bj. Sáralítil loðnuveiði Loðnuveiði i nótt var sáralítil þrátt fyrir prýðilegt veður á mið- unum norður af Langanesi. Um hálfníu í mofgun höfðu aðeins sex bátar af 63 tilkvnnt um afla — samtals 3.480 tonn. Um frekari afla var Loðnunefnd ekki kunnugt frá miðnætti síðastliðnu. Nær látlaust mun vera kastað eftir loðnu á veiðisva^ðunum fvrir norðan land, svæðum 7-13-og 7-15. en loðnan vill ekki í netin. ÓV Vestmannaeyjar: 22 árekstrar í janúar sL Arekstrartíðni í Vestmannaeyj- um er ótrúlega há miðað við alíar aðstæður og lengd vegakerfisins. Þannig hafa 22 árekstrar orðið í janúarmánuði, samkvæmt upplýs- ingum lögreglunnar í Eyjum. Arekstrar urðu 152 allt árið i fyrra og þykja lögreglumönnum þetta ill tíðindi. t þessum 22 árekstrum urðu ekki mikil slys á fólki, en skemmdir á bílum, hversu smávægilégar sem þær teljast, kosta nú orðið stórfé. HP Setning kvik- myndahátíð- arinnarídag Fyrsta kvikmyndahátíðin sem haldin er á Islandi veróur sett í Háskólabíói kl. 15.30 í dag af Birgi ísleifi Gunnarssyni borgar- stjóra. Menntamálaráðherra, Vil- hjálmur Hjálmarsson,- flytur ræðu. Menntamálaráð afhendir kvikmyndastyrk ársins 1978. Gestur - hátíðarinnar, Wim Wenders, flytur ávarp og sýnd verður fyrsta kvikmyndin á hátfð- inni, Der Amerikanische Freund eftir Wenders. Kynnir er Davíð Oddsson, formaður framkvæmda- stjórnar Listahátíðar 1978. Tvær sýningar verða í Háskóla- blói í dag: Strozek kl. 19.00 og Ameríski vinurinn kl. 21.00. - A.Bj. Blaðamennog útgefendurhjá sáttasemjara Blaðamenn og útgefendur voru á fyrsta samningafundi hjá sátta- semjara ríkisins í gær. Blaða- menn kynntu enn sjónarmið sín. Stóð fundurinn í röska tvo tíma. Næsti fundur er boðaður á mánudaginn. - DS t i i i i i i i I i i i \ \ 5

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.