Dagblaðið - 02.02.1978, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 02.02.1978, Blaðsíða 14
14 DACBl.AÐHV F1 MMTl’DAC.l'R 2. FF.BHl'AH 1978 Stærsta kona í heimi hættir að stækka EFTIR HEILAUPPSKURD Sandy Allen nefnist stærsta kona í heimi og er hún 22 ára. 1 heimsmetabókinni íslenzkú er talaö um að hún sé 2 metrar 22,7 sentimetrar, og stækki enn. En við rákumst nýlega á blaðagrein sem segir frá því að Sandy sé loksins hætt að stækka og nam hún staðar í 7 fetum og 25 tommum. Okkur reiknast til að það séu 235 sentimetrar og rúmlega það. Það voru snjallir skúrðlæknar sem forðuðu Sandy frá frekari vexti. Hún var með heilaæxli sem olli vextinum og hafði einnig áhrif á skynfæri hennar til hins verra. Uppskurðurinn tók um 13 tíma og var einstaklega erfiður. En hann tókst vonum framar og Sandy segir eftir læknum að hún sé hætt að vaxa fyrir fullt og allt. „Ég hafði þegar tapað mest öllu bragð og lyktarskyni því æxliö ýtti á þær stöðvar í heilanum," segir Sandy. „En það hefur það gott i för með sér að ég borða ekki eins mikið þegar maturinn er bragðlaus og er þegar farin að léttast." Og ekki var nú vanþörf á. Sandy vó 204 kíló en það segir læknir hennar að sé ekkert svo voðalegt fyrir svona stóra konu. Hins vegar er mjög erfitt að miða við nokkuð því fáir eru til á stærð við Sandy. Fullvíst þykir að Sandy sé hætt að vaxa þar sem það svæði í bein- um hennar sem getur vaxið hefur hætt því. I hverjum manni er sliktt vaxtarsvæði sem lokast svo þegar fullum vexti er náð og með röntgenmyndum þykir sýnt að Sandy hafi náð því stigi. Æxlið var Sandy til óþæginda á fleiri vegu en vegna stærðarinnar. Vegna þess var hún að verða blind. Hún sér ekki vel núna því æxlið skemmdi taugar hennar eitthvað. Sandy var stór krakki og hún á ennþá heimsmetið i stærð kvenna. Stærðin hefur fært henni möguleika sem ekki allir hafa þvi hún fékk hlutverk í kvikmvnd eingöngu vegna þess hve hún er há. Hún lék unga risaynju í mynd eftir Fellini, Casanova. Út á það fékk hún fría ferð til Rómar. Sandy segist gjarnan taka að sér fleiri slík hlutverk því það sé dýrt að vera svona stór og hún vinni sér ekki nóg inn við ritarastörf. Hennar æðsta þrá er að eiga nógu stórt hús en slíkt kostar meira en hún hefur efni á. Öll sín föt verður Sandy að búa til sjálf eða fá sérsaumuð. Skó þarf hún að láta gera sérstaklega en hún notar um það bil númer 50 í evrópsku máli. Rúmið hennar er líka sérsmíðað, 8 fet eða 2 metrar og 44 sentimetrar að lengd. Auk alls þessa er mjög erfitt fvrir hana að ferðast með almennum farartækjum hvort heldur það eru bílar, flugvélar eða lestir. Eini kosturinn segir Sandv í gríni er að geta skipt um Ijösa- peru í loftinu án þess að standa uppi á stól. 1» Sandy Allen: Það er dýrt að vera stór. Jodie Foster í mál við blað Barnastjarnan Jodie Foster, sem fræg varð hér á landi fyrir leik sinn i Bugsy Malone og Taxi Driver, hefur nú höfðað mál á hendur blaði einu á ttalíu. Blaðið bar að hún hefði revnt að stytta sér aldur 13 ára gömul. „Ekki veit ég hvaðan blaðið hefur fengið þessa fárán- legu hugmynd," segir hún, „en ég ætla að ganga svo frá málum, að hún verði því dýr- keypt.“ í greininni er sagt að Jodie hafi reynt að fvrirfara sér vegna þess að hún væri orðin svo leið á erli frægðarinnar. Þetta væri svo sem ekkert ólik- legt þegar haft er í huga hvað þessi 15 ára krakki hefur afrekað nú þegar. Hún hefur leikið í 14 kvikmyndum. 40 aug- lýsingum og 40 sjónvarps- þáttum þar á meðal fjórum syrpum. Hún lék í Pappírs- lungli sem hér var sýnt. Hún hefur meira að segja slegið Tatum O’Neal við i þessum efn- um. Núna er Jodie við nám í París og kemur ekki aftur heim til sín fyrr en í næsta mánuði. Hún lék nýlega i tveim myndum á meginlandinu. t annarri talaði hún frönsku, hin myndin er með ítölsku tali, sem var sett inn eftir tökuna. „Ég get ekki talað eitt orð i ítölsku." segir Jodie. „Jafnvel þó hún sé mjög lík frönsku." Næsta bandaríska myndin sem dreift verður með Jodie er Candleshoe eða Kertaskór og verður það núna alveg á næstunni. Þar leikur hún 14 ára gamlan munaðarleysingja. Þó að Jodie sé ein af best launuðu barnast.jörnum heims skeytir, hún lítið um peninga. „Mamma lætur mig hafa dollar á viku,“ segir hún. „Ef égjyarf meira þá fæ égþað áúðvitað en ég bara þarf sjaldan meira. Eg hef lítinn áhuga á fötum og snyrtivörum og ennþá hef ég lítið af strákum að segja." Jodie var eins og flestir lik- lega vita útnefnd til óskars- verðlauna fyrir leik sinn í Taxi Driver. Og fyrir hann var hún einnig heiðruð á margan hátt bæði heima og erlendis. Jodie vinnur mjög mikið en hún hefur sagt að það sé bara gaman. „Ég held ekki að það sé neitt erfitt að Feika," bætir hún við. „Allir geta leikið, spurningin er bara hversu vel. Núna hefur Jodie til yfir- lestrar handrit frá einhverjum frægum rithöfundi. Hún segist ræða um allt slíkt við móður sina og þær taki sameiginlegar ákvarðanir um það hyort Jodie taki boðinu eða ekki. Þegar Jodie er heimavið býr hún hjá móður sinni i Hollywood Hills og þeim tíma sem hún eyðir ekki i að leika eða undirbúa sig ver hún til lestraT— Framleiðum eftirtaldar gerðir: HRINGSTIGA, TEPPASTIGA, TRÉÞREP, RIFLAJÁRN, ÚTISTIGA ÚR ÁLI 0G PALLSTIGA. Mar.yar gorðir ai' inni- o,<r útihand- i'idum. VÉLSMIÐJAN JÁRNVERK VRMIT.A 32 — SÍMI 8 4t.-o„ KYNNIÐ YÐUR OKKAR HAGSTÆÐA VERÐ URVAL Skrifborðsstólar ímjög fjölbreyttu úrvali. Framleiöandi: StáHójan Kópavogi KRÓMHÚSGÖGN Smiðjuvegi 5, Kópavogi — Sími 43211 Málverka- innrömmun Erlentefni— Mikið úrval Opiðtrákl. 13.00 Rammaiðjan Óðinsgötu 1 — Reykjavík — Sími 21588 Höggdeyfar í BENZ 309 og fleiri bíla SMYRILL H/F Armúla 7. R. S. 84450. rir [hf rft 10, irfi ÚTIHURÐIR BÍLSKÚRSHURÐIR SVALAHURÐIR GLUGGAR OG GLUGGAFÖG UTIHURÐIR Dalshrauni 9, Hafnarfirði Sími 54595. ALTERNATORAR 6 — 12 — 24 voit 35 — 100 amper Teg: Ðeleo Remv, Ford Dodge, Motorole o.fl, Passa í : Chevroletj Ford, Dodge, Wagoneer, I.and-Rover, Tovota. Datsunogm.fi. VERÐ FRA KR. 13.500.- Varahluta- og viðgerðaþjónusta BÍLARAF H/F BORGARTÚNI 19. SÍMI 24-700 MOTOROLA Alterhatorar i bila og háta, 6/12/24/32 volta. Platinulausar (ransistorkveikjur i flesla bila. HAUKUR & ÓLAFUR HF. Vrmúla 32. Simi 37700. SJIim SKHHIIM Islenzkt Hu0 úg HandYeii II ■ i-f; STUÐLA-SKILRÚM er léttur veggur, sem samanstendyr af stuðlum, hillum og skápum, allt eftir þörfum á ' orjum stað. ^■SVERRIR HALLGRÍMSSON Smi8a*to(a,Trðnuhraunl 5. Slmi: 51745. Sjálfvirk hurðaropnun Meðeðaán ^ radiofjarstýringar Fyrir: Bílgeymslur Einstaklinga Fyrirtæki Stofnanir Stáltæki—Bankastræti 8 — sími27510

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.