Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 02.02.1978, Qupperneq 7

Dagblaðið - 02.02.1978, Qupperneq 7
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1978. SADAT Á FARALDSFÆH — För Egyptalandsforseta til átta landa hefstídag Sadat Egyptalandsforseti hefur í dag för sína til átta landa, þ.á m. Bandaríkjanna, en mikið er undir henni komið varðandi áframhaldandi friðar- viðræðurí Miðausturlöndum. Að loknum viðræðum sínum í Bandaríkjunum mun Sadat heimsækja Bretland, V- Þýzkaland, Austurríki, Rúmeníu, Frakkland og Ítalíu. Viðræður Sadats og Carters eru mjög mikilvægar og Sadat álítur að Bandaríkjastjórn geti haft áhrif á Israelsstjórn í tveimur þýðingarmestu málum samningaviðræðnanna, þ.e. búsetu ísraelsmanna á hertekn-' umsvæðum frá 1967 og framtíð sjálfstæðs Palestínuríkis á vesturbakka Jórdanár og á Gaza svæðinu. I dag hittast í Alsír þeir Arabaleiðtogar, sem eru and- vígir friðarumleitunum Sadats Egyptalandsforseta. Þeir sem sækja ráðstefnuna eru leið- togar Alsír, Sýrlands, Líbýu, Suður-Jemen og frelsissamtaka Palestínumanna, PLO. Ekki er gert ráð fyrir því að Gaddafi, leiðtogi Líbýu, geti verið við- staddur vegna lasleika en hann mun senda fulltrúa sinn. Sadat Egvptalandsforseti mun i fiir sinni til Bandaríkjanna revna að fá Carter Bandaríkjaforseta til þess að beita áhrifum sínum á ísraelsmenn. þannig að friðarviðræður þjóðanna geti hafizt á nýjan Ieik. Er það mögulegt að þessi hvíti fólksvagn hafi staðið þarna svo lengi að tréð hafi vaxið upp í gegnum bílinn. Nei varla. Þótt fólksvagnar hafi verið framleiddir í 40 ár þá hlýturtréð að vera eldra. Skýringin á þen;u er raunar einföld. I skjóli nætur höfðu nokkrir prakkarar í skóla einum í Svíþjóð tekið aðra hurðina af fólksvagninum og gert gat á topp og botn þar sem tréð passaði i. Síðan settu þeir allt saman á ný. Þetta tré hefur reyndar áður fengið að kenna á prökkurum úr sama skóla. Þeir hafa tekið sig til og vafið allt tréð með klósettpappír og einnig hafa vaxið á því blöðrur. AFSAKIÐ HR. EN BILLINN HEFUR STAÐIÐ ÞARNA 200 ÁRUM 0F LENGI Norðmönnum bjargað af strönduðum olíuborpalli Brezkar þyrlur björguðu 33 manna áhöfn af norskum olíu- borpalli, sem strandaði nálægt St. Peter Port á Guernsey í nótt, í miklum stormi og stórsjó. Flestir mannanna á borpallinum voru Norðmenn og voru þeir fluttir á hótel. Aðeins einn maður slasaðist lítillega. V-þýzkur dráttarbátur var með inótt borpallinn í togi á leið til Rotter- dam þegar dráttarlínan slitnaði og borpallurinn hraktist stjórn- laus undan veðri og tók að snúast ákaflega. Borpallurinn, sem er 3600 tonn að stærð, átti að fara til Brasilíu. Verðmæti pallsins er rúmlega fjórir milljarðar islenskra króna. JAPANIR MESTA FISK- VEIÐIÞJÓÐ HEIMS — veiða sjöunda hluta sjávarafla — Sovétmenn f ylgja fast á ef tir Japan hefur aftur náð forystu sem mesta fiskveiðiþjóð heims árið 1976. Það ár veiddu Japanir alls 10.455.000 tonn af fiski. Þetta aflamagn er um einn sjöundi af heildarsjávarafla alls heimsins á árinu, en hann var 73.467.000 tonn. Önnur mesta fiskveiðiþjóð heimsins eru Sovétmenn en þeir fylgja fast á hæla Japönum með rúmlega 10.1 milljóna tonna. Að sögn japanskra yfirvalda er gert ráð fyrir að afli þeirra hafi verið mun minni á sl. ári, þ.e. 1977, vegna útfærslna fjölmargra ríkja í 200 mílur á árinu, en endanlegar aflatölur liggja enn ekki fyrir. Blaðburðarbörn óskast strax í STÓRH0LT, STANGARHOLT. Upplýsingor í sfma 27022 mmmD Viljumráða STARFSKRAFT til starfa á verkstæði voru. Þarf að hafa meistararéttindi í bifvélavirkj- un. Umsóknum ekki svarað í síma. J. SVEINSS0N & C0. Hverfisgötu 116, Revkjavík.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.