Dagblaðið - 02.02.1978, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 02.02.1978, Blaðsíða 10
10 DACBLAÐIÐ. FIMMTUDAC.UR 2. FEBRÚAR 1978. BIAÐIB fifálst, úháð dagblað Útgefandi Dagblaðiö ht Framkvæmdastjori: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jonas Kristjánsson. Fréttastjóri: Jón Birgir Pótursson. Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason. Skrifstofustjori ritstjórnar: Jóhannes Reykdal. íþróttir: Hallur Simonarson. Aöstoöarfróttastjóri: Atli Steinarsson. Handrit: Asgrimur Palsson. • Blaöamenn: Anna Bjarnason, Ásgeir Tomasson, Bragi Sigurðsson, Dóra Stefánsdóttir, Gissur Sigurðsson, Hallur Hallsson, Helgi Pótursson, Jónas HaraldSson, Ólafur Geirsson, Ólafur Jónsson, Ómar Valdimarsson, Ragnar Lár. Ljósmyndir: Árni Páll Jóhannsson, Bjarnleifur Bjarnleifsson, Höröur Vilhjálmsson, Ragnar Th. Sigurðsson, Sveinn Þormóðsson. Skrifstofustjóri: Ólafur Eyjó^uon, Gjaldkeri: Þráinn Þorleifsson. Dreifingarstjóri: Mar E.M. Halldórsson. Ritsyorn Síðumúla 12. Afgreiösla Þverholti 2. Áskriftir, auglysingar og skrifstofur Þverholti 11. Aöalsimi blaösins 27022 (10 línur). Askrift 1700 kr. á mánuöi innanlands. I lausasolu 90 kr. eintakið. Setning og umhrot: Dagblaöið og Steindórsprent hf., Ármúla 5. Mynda-og plötugerö: Hilmirhf. Síöumúla 12. Prentun: Árvakur hf. Skeifunni 19. Góð prófkjör, betri ogbezt Prófkjör eru ekki fullkomin, þótt þau séu stórkostleg leið til eflingar lýðræöis. Menn þurfa aó læra af reynslu vetrarins og sníða af þeim ýmsa galla. Flokkseigendur margra flokka og aðrir þeir, sem halloka hafa farið í prófkjörum, gera um þessar mundir harða hríð að þeim og draga upp stórlega ýkta mynd af vandámálum, sem þeim gætu verið tengd. Þessir sorgmæddu menn segja, að svokölluö fjölflokkaatkvæði ráði úrslitum prófkjara, því að fjöldi manns taki þátt í þeim hjá fleirum en einum flokki. Þeir segja, að óvænt úrslit próf- kjara valdi andúð og úlfúð innan flokka. Með þessum fullyrðingum eru þeir að reyna að grafa undan áliti fólks á prófkjörum. Þá skortir sannanir fyrir kenningum sínum. Samt er nauðsynlegt að taka tillit til þeirra og haga prófkjörum á þann hátt, að ekki orki tvímælis. Koma má í veg fyrir fjölflokkaatkvæði meó því að fara að bandarískri fyrirmynd og hafa prófkjör allra stjórnmálaflokka á einum og sama degi. Heppilegast væri þá, að hinar opin- beru kjörstjórnir sæju um þau og hefðu sömu kjörstaði fyrir alla flokka. Þetta gætu notfært sér þeir flokkar, sem vilja hafa prófkjör. Jafn- framt væru önnur prófkjör bönnuð. Þessi leió kæmi hins vegar ekki í vég fyrir, að fallkandidatar reyni aó hefna þess í kosning- um, sem hallaðist í prófkjörum. Til að útiloka þann vanda líka væri bezt, að alþingi samþykkti tillögu Jóns Skaftasonar um sameinun próf- kjara og kosninga. Samkvæmt þeirri leið mundu kjósendur velja frambjóðendur af óröðuðum lista í kosn- ingum, alveg eins og þeir gera nú í prófkjörum. Hlutkesti yrði látið ráða, hvar í stafrófinu byrjað væri og síðan kæmu nöfn frambjóðenda í stafrófsröö. Kjósendur mundu setja tölustafina 1, 2, 3 o.s.frv. við nöfn frambjóðenda eins lista og í þeirri röð, sem þeir vilja hafa þá. Þeir mundu hins vegar ekki merkja neitt við lista annarra flokka. Þessi leið er róttækari og mun betri en hin fyrri. Hið persónulega val, sem prófkjörin hafa fært kjósendum, mundi flytjast inn í kosning- arnar sjálfar, þar sem 'það á auðvitað bezt heima. •>. Öllum þorra þjóðarinnar er ljóst, að núver- andi kosningakerfi með fyrirfram röðuðum listum er ófært. Prófkjörin eru tilraun til að bæta nokkuð úr skák. Sem slík hafa þau gefizt mjög vel. Agnúar þeirra hafa verið stórlega ýktir í áróðri þeirra, sem helzt þrífast á lokuð- um klíkufundum. Meðan raðað er á lista í kosningum eru prófkjörin í hæsta máta nauðsynleg. Almenn- ingur mun ekki láta bjóða sér afnám þeirra. Og hann mun í minnkandi mæli kjósa þá flokka, sem ekki þora að hafa prófkjör. Það er líka ljóst, aö bezta leiðin, leið Jóns Skaftasonar, er ekki fær að sinni. Alþingis- menn hafa hver um annan þveran fyllzt ótta um framtíð sína og finna opnu listakjöri allt til foráttu. Sú afstaða er eftir öóru framferði þingmanna. <Þjóðarmor5 ** á indíánum — með skipulögðum ófrjósemisaðgerðum sem koma í veg fyrir eðlilega fjölgun Mótmælum og málaferlum gegn heilbrigðis- og félagsmála- ráðuneyti Bandaríkjanna hefur fjölgað mjög að undanförnu. Astæðan fvrir þessu er að ráðuneytið hefur beitt sér fyrir ófrjósemisaðgerðum á konum gegn vilja þeirra. Vegna þess- ara mótmælaaðgerða heldur ráðuneytið fjölda funda víðs- vegar um Bandarikin á næst- unni til þess að kynna opinber- lega ófrjósemisaðgerðir sem gerðar eru í Bandaríkjunum. ÓFRJÓSEMISAÐGERÐ ÁN VITUNDAR KVENNANNA Síðan árið 1970 hefur ófrjó- semisaðgerðum fjölgað um nær 300% i Bandaríkjunum, eða frá 192 þúsundum aðgerða til 584 þúsunda á ári. Raunar eru að- gerðir á móðurlífi og eggja- stokkum kvenna fjórðu algeng- ustu skurðaðgerðir sem fram- kvæmdar eru í Bandaríkjun- um. Aðeins fjarlæging kirtla, gallsteina og aðgerðir gegn kviðsliti eru algengari. Þetta er í sjálfu sér mikil- vægt í tengslum við sjálfs- ákvörðunarrétt kvenna yfir líkama sínum, þ.e. hvort þær vilja verða 'mæður eða ekki. En annað og alvarlegra mál kemur á daginn þegar athugað er hverjir eru gerðir ófrjóir og hvernig þær aðgerðir eru fram- kvæmdar. Það kemur nefnilega í ljós að mestur hluti þeirra. kvenna sem gerður eru ófrjór er á opinberum styrkjum og konur sem tilhevra þjóðarbrpt- um. Það kemur enn fremur í ljós að að mikill hluti aðgerð- anna er gerður án vitneskju kvennanna eða vegna þvingana eða ónógra upplýsinga um afleiðingar aðgerðarinnar. FJÓRÐA HVER INDÍÁNAK0NA GERÐ ÓFRJÓSÖM 24% allra indíánakvenna eru nú ófrjóar. Arið 1973 voru 132 konur í Claremore i Oklahoma gerðar ófrjóar og þar af fengu aðeins 32 eðlilegar læknisfræði- legar og félagslegar upplýs- ingar. 1 Oklahama City var 1761 kona gerð ófrjó á 46 mánaða tímabili af 15000 konum sem voru hæfar að eignast börn. A sama tímabili voru 740 indíána- konur af 9000 á Aberdeen- svæðinu gerðar ófrjóar og 784 af 8000 í Phoenix í Arizona. Þessar uggvænlegu tölur um tíðni ófrjósemisaðgerða meðal indíánakvenna urðu til þess að þingmaðurinn Abourezk frá Suður-Dakóta krafðist rann- sóknar á öllum ófrjósemisað- gerðum á umráðasvæði heil- brigðisþjónustu indíána, Indian Health Service (IHS). Rannsóknin nær yfir tímabilið frá 1973—1976 og á fjórum af tólf yfirráðasvæðum IHS höfðu verið framkvæmdar 3406 ófrjó- semisaðgerðir. Af þessum konum voru 3000 á aldrinum 13-44 ára, þrátt fyrir lög sem banna ófrjósemisaðgerðir á konum yngri en 21 árs. Auk þess kom í ljós að oftast var ekki leitað samþykkis kvenn- anna áður en aðgerðin var framkvæmd. Dr. Connie Uri, sem sjálf er indíánakona, komst að þvf við rannsókn á IHS-sjúkrahúsinu í Claremore Oklahoma að ófrjó- semisaðgerðir voru fram- kvæmdar i tugatali í hverjum mánuði. Hún uppgötvaði einnig að margar aðgerðir höfðu verið framkvæmdar á 18 ára stúlkum þar sem móðurlíf og eggja- stokkar höfðu verið fjarlægðir algerlega. Dr. Conni Uri full- yrðir að aðeins séu um 100 þúsund indíánakonur eftir í Bandaríkjunum sem færar eru um að eignast börn. Þetta kann að verða örlagaríkt fyrir þjóðarbrot indíána. Spurning er hvort fjölgun meðal indiána, sem voru um 800 þúsund árið 1970, verður eðlileg ef fjórðungur kvenna er ófrjór. Við þessa staðreynd bætist að þriðjungur indíánabarna er tekinn frá foreldrum sínum eftir fæðingu og alinn upp meðal hvítra manna eða í skól- um langt frá heimilum foreldr- anna. Menningarlegur félags- legur, líffræðilegur og efna- hagslegur yfirgangur gagnvart indíánum er geysilegur. BARÁTTA GEGN FÓLKSFJÖLGUN — EN GEGN HVERJUM? Það sést bezt gegn hverjum baráttunni gegn fólksfjölgun í Bandarikjunum er beint ef skoðaðar eru tölur um ófrjó- semisaðgerðir. Við höfum þegar minnzt á aðgerðir gegn indíánum en 20% af öllum gift- um svertingjakonum eru einnig ófrjóar, með öðrum orðum 32% af svörtum konum í Bandaríkj- unum verða gerðar ófrjóar áður en þær verða þrítugar. Meðal spænsku- og enskumælandi Mexíkana i Bandaríkjunum eru ófrjósemisaðgerðir einnig mjög tíðar. A sl. ári voru fram- kvæmdar 415 ófrjósemisaðgerð- ir í New York. Þessi tala er hlutfallslega lág en 78% af þessum aðgerðum voru fram- kjvæmdar á konum frá ýmsum þjóðarbrotum og helmingur þeirra var spænskumælandi. „HAGUR FÓLKSINS“ Hvað veldur þessari ófrjó- semisstefnu í Bandaríkjunum? Fleiri en ein ástæða hefur verið gefin. Ein ástæða, sem oft heyrist, er að þetta sé gert vegna fólksins sjálfs, að ófrjó- semisaðgerðir séu barátta gegn fátæktinni og lélegum félags- legum aðstæðum vegna ómegðar. Þetta eru á engan hátt nýjar hugmyndir, þær hafa verið á kreiki síðan í heimskreppunni á fjórða ára- tugnum. Annað atriði, sem notað er til stuðnings þessari stefnu, eru hagsmunir amerískrar heims- valdastefnu. Hagfræðingurinn J.M. Stycos ver þessar ófrjó- semisaðgerðir með því að þannig sé komið í veg fyrir auk- inn fjölda öreiga. Of margir verkamenn gætu leitt til þess að Bandaríkin vrðu ný Kúba. ÞJÓÐARM0RÐ I sáttmála Sameinuðu þjóð- anna. þar sem fjallað er um stríðsglæpi og mannréttindi, er þjóðarmorð skilgreint m.a. á eftirfarandi hátt: ,,að koma í veg fyrir fæðingar meðal þjóða, þjóðarbrota, kynþátta eða trúarhópa með þvingunum.‘‘En samkvæmt framansögðu má vera ljóst að aðgerðir Banda- ríkjastjórnar gegn indíánum þar í landi flokkast ekki undir neitt annað en þjóðarmorð. Bandaríkjastjórn veit af þessu og þvi er allt tal Carters Bandaríkjaforseta um mann- réttindi meðal annarra þjóða hálfinnantómt. Indiánar i Bandarik.junum cru nú um 800 þúsund en vcgna indiánaknniim. nftast án vil.ja cða \itundar þcirra. cru aðcins um að cignast hiirn. V skipulagðra ól'rjóscmisaðgcrða á 100 þúsund indiánakonur færar um y

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.