Dagblaðið - 02.02.1978, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 02.02.1978, Blaðsíða 1
4. ARq. — FIMMTUDAGUR 2. FEBRUAR 1978 — 28. TBL RITSTJöRN SÍÐUMULA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIDSLA ÞVERHOLTI 11. — AÐALSÍMI 27022 Aðgerðirí efnahagsmálum: Frystihúsamenn viidu meira — hraða gengissigið heldur áf ram Frystihúsamenn vildu meiri hækkun í sinn hlut. Þeir sátu hjá á fundi stjórnar Verö- .jöfnunarsjóðs í gær, þegar ákveðin var 20 prósent hækkun á viðmiðunarverðí á freðfiski. Ríkissjóður ábyrgist ' þetta verð, þannig að hann tekur að sér að sjá um að frystihúsin fái greitt samkvæmt þvi. Fjár til þess ætlar ríkis- stjórnin að afla með gengis- breytingum. Ríkisstjórnarfundur hófst fyrir hádegi í morgun. Þar voru aðgerðir í efnahagsmálum enn á dagskrá. Þá mun i dag á fundi stjórnar Verðjöfnunarsjóðs fjallað um viðmiðunarverð fyrir saltfisk. Hið hraða gengissig krón- unnar heldur áfram, og fellur hún um hátt i eina krónu á dag gagnvart Bandaríkjadollar. HH Með sigurbros ávör Það er svo að sjá af myndinni að Geir Hallgrímsson forsætis- ráðherra hafi fundið ráð við efnahagsvandanum. Skiptar skoðanir geta verið um hvernig hann sómir sér í þeim félags- skap er myndin sýnir, en þar blandast forsætisráðherra í hóp Jóns Sigurðssonar forseta og annarra þjóðfundarmanna 1851, þegar hin frægu orð „Vér mótmælum allir“, voru sögð. — Ljósmynd Arni Páll. Drengurféllframaf Húsavíkurhöfða: „KRAKKAR FARA ÞAÐ SEM ÞEIR ÆTLA SÉR” „Það þarf nú varla að hugSa um það hvað hefði komið fyrir ef strákurinn hefði faliið alla leið fram af. Petta eru um 40 metrar niður í sjó,“ sagði lögregluþjónn- inn á Húsavík í morgun. Atvikið sem um var rætt gerðist i gærdag. Þá féll 3ja ára drengur fram af Húsavíkurhöfða en lenti á örmjórri svllu um 10 metra neðan við brún höfðans og lá þar í klukkutíma áður en hann fannst. Þykir mönnum ganga kraftaverki næst að hann skyldi ekki fara alla leið niður en eins og lögregluþjónninn sagði er það um 40 metra fall í sjó niður og mjög aðdjúpt. „Hestar eru í girðingu uppi á höfðanum. En það hindrar ekki krakka að komast fram á hann ef þau ætla sér. Þau skríða ýmist undir girðinguna eða á milli víra,“ sagði lögregluþjónninn. Litli drengurinn sem varð fyrir þessu heitir Sævar Pétursson og býr á Sólbakka 4. Móðir hans fór að undrast um hann þegar krakkar sem hún hélt að hann væri að leika sér með hringdu að spyrja eftir honum. Hafin var leit og fannst drengurinn fljótlega. Þá hafði hann legið grafkyrr á syllunni í klukkutima og þykir einsýnt að það hafi bjargað honurn. Syllan var það mjó að ef hann hefði hreyft sig mikið hefði hann fallið fram af. Logi Sigurðs- son, nágranni Sævars litla kleif niður í bjargið og aðstoðaði við að ná honum upp. Sævar litli var nær ekkert meiddur og mátti strax fara heim úr læknisskoðun þeirri sem hann var sendur í. DS í einu af aðalvígjum sjálfstæðis- manna vevður próf kjör um helgina. Margir eru kallaðir en fáir útvaldir. — sjábls.8 Allar lyfturí gangiíBláfjöllum um helgina — Aðsóknin meiri en nokkru sinnifyrr — sjá bls. 4 Nokkuð hertá eftirlitiíbönkum — samkvæmt nýju bankafrumvarpi Ólafs — sjá bls. 5 Margir Bandaríkjamenn voru ginntir á fund galdra- læknis á Filippseyjum. Ætla nú nokkrir íslendingar ífótsporþeirra? — sjá lesendabréf á bls. 2 Neyðarástand vegna snjóa íSkotlandi Polanski flúði landígær — sjá erL fréttir á bls. 6 og7 Páll Líndal telur ekki allt með felldu íkringum borgarráð — sjá tvö bréf hans ábls.5 „GJÖRIÐISV0 VEL, ÞARNA ER KIRKJUGARÐURINN” — segir Þorgeir Þorgeirsson í kjallaragrein—sjá bls. 11

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.