Dagblaðið - 02.02.1978, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 02.02.1978, Blaðsíða 6
Skotland: Mestu snjóar íþrjátíu ár — þorp og bæir einangraðir og víða ríkir neyðarástand Þyrlur vörpuðu niður fóðri til skepna á Skotlandi í gær en þar ríkir nú mikið neyðar- ástand vegna snjóa. Ekki hefur snjóað svona mikið á Skotlandi sl. 30 ár. Samgönguerfiðleikar eru miklir þar sem vegir og járnbrautarlínur eru tepptar vegna snjóalaganna. Veðurfar þetta hefur þegar kostað fjögur mannslíf. Björgunarstarfi var haldið áfram í gær og voru aðallega notaðar þyrlur, sem fluttu mat- væfi og eldsneyti til einangr- aðra þorpa og bæja. Allar götur eru fullar af bílum sem ekki hafa komizt leiðar sinnar. I nótt var gert ráð fyrir enn meiri snjókomu. Ástandið er viða ömurlegt og á eftir að versna þar sem mikil flóðahætta fylgir í kjölfar snjó- komunnar, þegar aftur tekur að hlána. Kanada: Vísindamenn athuga brak sovézka gervi- hnattarins Bandarískir og kanadískir vís- indamenn hafa nú tekið brak úr sovézka gervihnettinum Cosmos 954, sem hrapaði yfir Kanada, til athugunar. Þeir hlutir sem enn hafa fund- izt eru fremur lítið geislavirkir og ekki hefur orðið vart við kjarna- hleðslu hnattarins eða úraníum sem er mjög geislavirkt. Flug- vé|ar kanna svæðið ennþá með lágflugi þar sem mælingartæki kanna alla geislavirkni. Sovézkur Cosmos gervihnöttur. Nákvæmt eftirlit með appelsínum f rá ísrael Israelsmenn hafa nú náið eftir- lit með útfluttum Jaffa appelsín- um eftir að upp komst um eitr- aðar appelsínur í Hollandi og V- Þýzkalandi. Hreyfing sem kallar sig Arab- íska byltingarherinn hefur sagzt vera ábyrg fyrir eitruninni í appelsínunum, en kvikasilfri hefur verið dælt í þær. Jaffa appelsínur eru mikilvægasta landbúnaðarútflutningsvara Isra- elsmanna. Israelsk yfirvöld hafa vísað þeim staðhæfingum samtakanna á bug sem segja að eitrinu hafi verið dælt í appelsínurnar á ísra- elsku landsvæði, þ.e. herteknú svæðunum, heldur hafi það verið gert eftir að ávextirnir komu til Evrópu. Palestínska fréttastofan Wafa í Beirút hefur neitað því að Palest- inumenn hafi eitrað appelsínurn- ar, sem fluttar voru til Evrópu og talsmaður opinberra aðila í Alsfr sagði að þetta væru nýjar ,,'við- bjóðslegar tilraunir“ til þess að sverta nafn Araba. Aköf leit lögreglumanna er nú gerð að ræningjum belgíska iðjuhöldsins Edouard-Jean Empain, en þeir hafa gert kröfur um lausnargjald sem nemur 2.2 milljörðum ísl. króna. Talið er að pólitískir öfgahópar, sem lýstu sig ábyrga á ráni Belgans eigi engan þátt í ráninu, heldur hafi þeir auglýst sig með blekkingum. Þungunarprófanir heima Bandaríkjamenn ætla nú að fara að dæmi Evrópumanna og hefja notkun á „gerðu það sjálf“ þungunarprófunum, þ.e. konan getur gengið úr skugga um það sjálf hvort hún er þunguð eða ekki en þarf ekki að leita læknis. Með þessum heimaprófunum á konan að geta séð hvort um þungun er að ræða aðeins níu dögum eftir að hún hefur sleppt úr eðlilegum tíðum. Lyf þctta, sem heitir E.P.T., er hægt að fá í lyfjaverzlunum vestra án lyfseðils og er litið og handhægt og ekki þarf að ge.vma það í kæliskápum. Areiðanleiki þessara prófana hefur verið reyndur af læknum og hafa þeir staðfest notagildið eins og revndar þa*r konur sem revnt hafa. DAGBLAniÐ. FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1978. Erlendar fréttir Brezkaþingið: Alíir flokkar sammála um fiskveiðimál — John Silkin sjávarútvegsráðherra vel fagnað við komuna f rá Brussel Sjávarútvegsráðherra Breta fékk góðar viðtökur er hann kom heim frá Brussel eftir að samningaviðræður Efnahags- bandalagsríkjanna sigldu í strand vegna þess að Bretar samþ.vkktu ekki tillögur hinna bandalagsþjóðanna. Leiðtogar allra flokka á brezka þinginu voru sammála um að þessi stefna væri rétt og Polanski flúði land Hinn heimskunni leikstjóri, Roman Polanski, kom til London í gær og lét þar með undir höfuð leggjast að mæta fyrir rétti í Cali- forníu til þess að hlýða á dóms- uppkvaðningu í máli gegn honum. Polanski á yfir höfði sér dóm vegna ólöglegs kynferðis- sambands við 13 ára gamla stúlku á heimili leikarans Jacks Nichol- son. Þar sem Romanski mætti ekki við réttarhaldið hefur rétt- urinn í Santa Monica í Kaliforníu gefið út handtökuskipun á hendur honum. Leikstjórinn kunni virtist láta sér þetta málafjas í léttu rúmi liggja og ferðaðist á fyrsta far- rými á leið sinni til London. brezkum fiskimönnum að skapi. ,,Það er tími til kominn að Bretar sýni EBE löndunum svipaða hörku og þau hafa oft áður sýnt í samningamálum. Samningaviðræðurnar sem sigldu i strand í gær hafa staðið í nærfellt eitt ár. Bretar krefj- ast 12 mílna einkalögsögu og yfirráðaréttar út að 50 mílna markinu. Stuðningur við Bardot Samþvkkt hefur verid einróma að stvðja haráttu Brigitte Bardot. Engir seðlar auðir eða ógildir. Baráttuhópurinn.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.