Dagblaðið - 02.02.1978, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 02.02.1978, Blaðsíða 11
DAOBLAÐIÐ. FIMMTl'DAC.DR 2. FEBRDAR 1978. IANDDYRIDAUÐANS 11 Thor Vilhjalmsson: SKUGGAR AF SKYJUM, ísafold, Reykjavik 1977. 216 bls. Ni^ ber nýrra vió: komin Re.vkjavíkursaga frá Thor Vil- hjálmssyni. Fyrsti hluti þess- arar bókar af þrem er sagan Jarþrúður, samtímasaga úr höfuðborginni. í fæstum orðum fjallar hún um tildurslega, hégómagjarna og heimska borgarafrú og skyndikynni hennar af listamánni einum. En auðvitað raska þau ekki hugsanaferli konunnar að neinu og að sögulokum fer hún á ný uppí hjá eiginmanni sínum, upprennandi stjórn- málamanni. — Á kápubaki segir um þessa sögu: ,.Hið ísmeygilega reykvíska andrúmsloft í fyrsta þætti bókarinnar mun v.erða sígildur kafli í bókmenntum okkar". Það er nú svo. Líklega vefðist fyrir þeim sem svo ritar að skilgreina nákvæmlega ,.hið re.vkvíska andrúmsloft" í sög- unni. Sannleikurinn er sá að í sögum Thors skiptir landfræði- legt umhverfi minnstu máli. Sagan af Jarþrúði. gæti gerzt hvar sem er. Þær ntanngerðir 'sem sagan snýst um, lista- maðurinn og smáborgarinn eru aLkunnar úr bókmenntum héðan og þaðan. Esjan og Mokkakaffi sem hér er nefnttil sögu breyta litlu. SMÁBORGARINN Sagan af Jarþrúði er skrifuð í skopstil, eins og „skýrslurnar" í Foldu um árið. Þó er sá munur á að í Foldu var skopið fólgið í stælingum á ákveðnum stiltegundum (þjóðlegum frá- sagnarstíl, ferðasögustíl). Hér er einungis skopazt að borgara- frúnni. Og leggst þar minna fyrir höfundinn. Jarþrúður er innantóm, hégömleg, dómgreindarlaus. Slíkir „eiginleikar" tilheyra konum af þessari stétt í sögum. Aðeins má spara sér það ómak að reka þá upp í augun á lesandanum svo mjög sem hér er gert. Tökum, af handahófi, dæmi úr símtali Jarþrúðar við vi'nkonu sína: „Var ég búin að segja þér, við Gussý fórum að sjá þetta nýja þarna hjá þeim í Þjóðleikhúsinu. Það var sog gaman. Mikið eru sæt lögin. Mér finnst það gott að hafa ekki alltaf þessi þungu leikrit. Bók menntir Þó þetta andlega sé gott þá má það ekki vera eintómt. Það verður að vera létt líka. — Ég segi það með. Á maður kannski að drepast úr alvöru? Er ekki nóg af henni samt. Sástu ekki sæta kjóla? Þegar konan hefur sængað hjá listamanninum fer hún að spyrja hann um karma: „Trúirðu ekki á endur- holdgunarkenninguna? Þú ert ekki trúlaus. Ég trúi því ekki að þú sért trúlaus. Alniáttugur á ég að trúa því að þú trúir bara ekki á neitt. Hefurðu aldrei farið á fyrirlestra hjá Dalmanni Ömars?“ í öllum hlutum bókarinnar eru listamenn fyrirferðar- miklir. í sögunni af Jarþrúði kveðst listmálarinn opna „demantskistu" sína fyrir kon- unni, en hún „sýgur hann til að fá eitthvert líf í þessa borgara- legu tilveru þína sem er dauðinn sjálfur, timasprengja, eintóm dauðadæmd lygi“. A FIOTTA UNDAN DAUÐANUM I öðrum þætti er aðalpersóna listamaður, söngvari sem nefn- ist Hans Christian. Hann er íslenzkur að móðerni, á hollenzkan föður en danskan föðurafa, „og var skírður mestu nöfnum sem Stórdanmörk gat boðið: Hans Christian Frede- rik.“ Mestur hluti sögunnar gerist í París, segir af sam- ræðum á krám, þar sem kemur við sögu sænsk stúlka ein: „Ég hugsa bara að þú sért mín týpa, segir hún; og dýpkaði röddina, og augnlokin féllu snöggt líkt og bíll fari hratt um opinn veg í sólskininu og kemur í skugg- ann þegar hann fer undir brú, og kemur aftur út. Þessi upp- glenntu augu blöstu við honum einsog tækifæristilboð á sér- stakri vörutegund. Þetta var allt samkvæmt fyrirmynd úr afþreyingarverksmiðjum." í stíltækni og hugmyndum þessarar sögu er fátt sent lesendur Thors þekkja • ekki mætavel fyrir. Skopi bregður hér fyrir, og beinist það eink- um að nokkrum Norðmönnum sem vilja eigna sér Snorra. Annars er heimsmynd sög- unnar eða niðurstaða lituð ærinni lífsþreytu, ótta við út- slokknun. Flest er dauðanum merkt, og skyndikynni karls og konu breyta engu um það. Að sögulokum er Hans Christian orðinn þreyttur á þessum flæk- ingi og langar vestur í Djúp: „Mig langar að drekka einu sinni sólarkaffi fyrir vestan. Og nú drekk ég ekki brennivín framar." AD NJÓTA LÍFS OG FEGURÐAR Síðasti hluti bókarinnar eru stuttar sögur, tíu talsins. Þær eru nokkuð misjafnar, sumar aðeins riss. (Viljið þér kaupa kött, Kappar Hamilkars konungs). Aðrar sýnast eins konar angar út úr stærri verkum Thors. Sérkennilegust og minnisstæðust þykir mér Dvergurinn. Þar greinir enn frá listamanni og nú beint að honum nöpru háði. Dverg- skepna þessi hefur konu sér að ambátt og hún þjónar honum eins og rakki. En hún hlustar í blindri aðdáun á ræður hans um hina miklu sjálfsfórn lista- mannsins. Að lokuni snýst sagan upp i ljóðræna stemn- ingu þar sem dvergurinn og konan njóta lífsins og fegurðar- innar, en undir niðri írónían sem frásögnin af fvrri sam- skiptum þeirra hefur vakið. Þetta er saga skrifuð af mikilli íþrótt. í heilu lagi bætir þessi bók litlu við þá mynd sem lesendum Thors Vilhjálmssonar hafa löngu gert sér af skáldskap hans. Hún hlýtur að teljast hvíldarverk. Vafalaust beitir höfundurinn tækni sinni og kunnáttu að stærri viðfangs- efnum í næstu bók. Gjöriði svo vel, þarna er kirkjugarðurinn Kjallarinn Þegar niðurrifsmenn í borg- arstjórn, ríkisstjórn eða öðru appirati sem fæst við að kaupa gömul timburhús til slátrunar eru að svara röksemdum okkar hinna sem einhverra hluta vegna er annt um þau hrófa- tildur þá er viðkvæðið jafnan: „Hvað viljiði vera að flikka uppá gamlar fúaspýtur og kolrvðgað bárujárn?" En það viljum við náttúrlega af sundurleituðustu ástæðum sem engin leið er að fara að telja upp í því veðurfari sem hér er. Nú eru þeir að undirbúa hérna i miðbænum í Reykjavík 2000 miljón króna klettaborg með 80 íbúðum, neðansjávar- bílastæðum og skemmtanahöll fullri af plastblómum og gerfi- sólskini. Þá~veTnrt*eir enn einusinni þessum röksemdum sinum. Engum heilvita manni á að geta verið nein eftirsjá í þess- um gömlu spýtum og ryðbrunnu húsgöflum, úr þvi plássið verður fyllt með glæstu nýju lífi. Og gamli miðbærinn rís upp frá dauðum, á manni að skiljast. Má ég þá bera fram aðra lífgunartillögu, vonandi jafn- góða? Nokkurhundruð metrum sunnanvið gamla miðbæinn, vestanvið Suðurgötuna er til- valið pláss undir þessa drauma^ borg Ftins ljúfa lifs. Meira pláss en til er í ntiðbænum. Ég á við kirkjugarðinn við Suðurgötu. Grafiði þúsund bílastæða kjallara oni kirkjugarðinn, reisið 100 íbúða kastalaborg á grunninum með plastblóma- skemmtistöðum og gerfisól- skini og bankaútibúum og hár- snyrtistofum og hamingju- verslunum á neðstu hæðinni. Þá flykkjast þangað hjarðirnar af lúxusfólkinu sem þið teljið upphaf og forsendu lifsins. Eða var það ekki meiningin? „Drottinn rninn!" hrópar fólk þá uppyfir sig. „Á nú að fara að raska ró hinna framliðnu?" Því íslendingar trúa ekki bara á steinsteypu, heldur líka á framhaldslífið. „Og hvað þá með virðinguna fyrir öllum ættingjunum sem eru hér að tendra ljós á gröfum löngu dáinna ástvina hvern einasta aðfangadag klukkan fimmtán þrjátíu. Hvað með helgi einkalífsins?“ Ég svara náttúrlega einsog sannur niðurrifsmaður: „Hvað viljiði vera að flikka uppá gamla, veðraða legsteina, morknandi beínagrindur og vatnsósa líkkistur?" En þá bregður svo við að eng- um finnst röksemdin beysin, allrasíst þeim sem áður góluðu hæst um gamlar fúaspýtur. Hvernig víkur því við? Varla er svona miklu eðlilegra að bera virðingu fyrir morknandi beinum og vatnsósa likkistum forfeðra vorra en að vilja meta, annast og varðveita handaverk þeirra — til að mynda húsin. Hvernig skyldi annars standa á þessari hræsni? Hún er raunar ekkert öðruvísi en önnur hræsni — til orðin þegar drullugir hags- munirnir þurfa að setja upp heilagt andlit, greindarlegt andlit ellegar 'sannfærandi andlit. Kjarni málsins er falinn bakvið þetta andlit hræsninnar. Væri landið í kirkju- garðinunt einkaeign og mið- bæjarkvosin almenningur, nómansland, þá mundi dæmið að sjálfsögðu snúast við. Eigna- fólkið mun þá leyfa okkur að kalla gömlu húsin órjúfanlegan helgidóm, grafirnar yrðu í munni þess fáfengilegt drasl. Hér er semsé ekkert heilagt nema eignarétturinn. Og rétturinn til. að láta eignina margfaldast. Svona einfalt er þetta. Ágreiningurinn um verndun eða niðurrif húsanna í miðbæn- um er djúpstæðari en svo að við höfum leyfi til að láta hræsni og gerfiröksemdir stjórna umræðunni. Réttur landeigenda til að makka við arkítekta um marg- földun eignanna er ekkert heilagri en grafarró forfeðra okkar; né er hann heilagri en rétturinn til að varðveita handaverk þeirra sömu for- feðra. Allrasíst er hann þó heilágri en réttur þeirra sem vilja búa og starfa í þessu gantla umhverfi nú og fram- vegis, fremur en í verðbólgnu. uppáþrengjandi og for- heimskandi umhverfi þeirra steinsteyputrúarmanna. Mál þessi verður að ræða á mannsæmandi grundvelli. Niðurstaða þannegin umræðu getur raunar ekki orðið nema ein: Hér þarf tafarlaust einhvers- lags slysavarnalög til að vernda okkur fyrir mannskemmandi, hræsnisfuliu ofbeldinu sem hvarvetna þrífst i skjóli þeirrar trúar að eignin sé henög og ekkert heiiagt nema hún og það ÞorgeirÞorgeirsson sem henni þóknast að helga hverju sinni. Þeim hugsunarhætti verður að breyta. Þorgeir Þorgeirsson rithöfundur.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.