Dagblaðið - 02.02.1978, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 02.02.1978, Blaðsíða 12
12 lJACiBI.AÐIÐ. FIMMTUDAGUR 2. FEBRUAR 1978. Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir FerTueart til Cosmos? Þekktasta knattspyrnufélag Bandaríkjanna, New York Cos- mos, stendur nú i samningum við Manch. City. Hefur hug á því að kaupa Dennis Tueart, enska landsliðsmanninn hjá Man- chester-félaginu — og hefur boðið því 300 þúsund sterlings- pund í Tueart. Leikmaðurinn hefur verið nokkrar vikur á sölu- lista, Maneh. Utd. vildi kaupa hann — en Tueart neitaði. Sagðist vilja fara til félags utan Englands. Þá eru allar líkur á því að kunnasti knattspyrnumaður Frakklands, Patini, sé á förum til Barcelona á Spáni. Bareelona, sem missir Johan Crijuff í vor, hefur boðið 500 þúsund sterlings- pund í hinn frábæra, franska framvörð. VerðurSten- mark heims- meistari? — þríríslendingar meðal keppenda í stórsvigi á HM í dag Ingemar Stenmark, Svíþjóð, revnir í dag til að vinna sinn fvrsta beimsmeistaratitil í alpa- greinum, þegar keppt verður í stórsvigi karla á HM í Garmiseh- Partenkirschen. Stenmark, sem náð hcfur betri árangri en nokkur skíðamaður fyrr eða síðar, er talinn mjög sigurstrang- legur þrátt fyrir þá staðreynd, að hann hefur tapað í þremur síð- ustu mótunum. Stenmark hefur alveg náð sér eftir inflúensu, sem hann fékk fyrir tveimur vikum og erstaðráð- inn í að þurrka út slæmar minn- ingar frá Olympíuicikunum í Innsbruek 1976, þegar hann hlaut aðeins bronsverðlaun í störsvigi. Lauk þar ekki keppni í svigi.' Brautin i dag verður mjög erfið. " 1355 inetrar að lengd. i sömu hraut í keppni heimsbikarsins í fyrra féll Stenmark. Allir heztu skíðamenn heims verða meðal keppenda — og þá keppa þar einnig þrír íslenzkir skíðamenn. Þjálfari Feyenoord látinn hætta Hollenzka liðið fræga, Fe.venoord, Rotterdam, hefur ákveðið að segja upp samningi sínum við þjálfara liðsins, Vujadin Boskov, sem er júgó- slavneskur. Hann mun hætta hjá félaginu í vor. Það þarf ekki að gera því skóna hvers vegna. Feyenoord hefur gengið illa í 1. deildinni í Hollandi í vetur. Hefur tapað þremur síðustu leikj- um sínum og er nú í sjötta sæti í 1. deildinni. Sú staða er engan veginn viðeigandi hjá þessu fræga liði, sem hefur orðið Evrópumeistari. Hoffmann með bezta árangur Jan Hoffmann, Austur- Þýzkalandi, náði forustu í list- hlaupi á skautum í Strassborg i gær — en hann er þar að verja titil sinn. Keppninni lýkur í dag með frjálsum æfingum. Hoff- mann hefur 83.60 stig. í öðru sæti er Vladimir Kovalev, Sovétríkj- unum, með 83.28 stig, svo litlu munar. 1 fyrra varð hann í öðru sæti. Þriðji nú er Igor Bobrin, Sovétríkjunum, með 79.96 stig og fjórði Robin Cousins, Bretlandi, með 79.88 stig. Cousins var eini' skautamaðurinn í gær, sem hlaut hámarkseinkunn, eða sex, hjá einum dómaranum — þeim austurriska. Danski landsliðsþjálfarinn, Leif Mikkelsen, og fyrirliðinn. Anders-Dahl Nielsen. fagna eftir sigurinn gegn Póllandi á þriðjudag. Nú drevmir Dani um gull í heimsmeistarakeppninni Bikarmeistarar Man Utd. úrleikíWBA! — og Derby sigraði Birmingham í gærkvöld Öll vi dæmd — sagðiJerzyKle Danirískýjunu á gullverðl Fyrir fimm dögum var það aðeins von um þokkalegan árang- ur í heimsmeistarakeppninni í handknattleik — í dag dreymir okkur um gullið í kcppninni, nokkuð, sem ekki einu sinni danskir sérfræðingar þorðu að taka með í reikninginn, skrifar eitt af dönsku blöðunum eftir sigur Dana á Pólverjum á þriðju- dagskyöld. Danir eru í skýjunumj vegna árangurs danska landsliðs- ins á HM — og um annað er vartl rætt í Danmörku nú en mögu- leika liðsins. Danska liðið hefúr þegar náð því takmarki, sem sett var í upphafi. Það getur ekki orðið neðar en í sjötta sæti og hefur þar með tryggt sér rétt í úrslitakeppni Ol.vmpíuleikanna í Moskvu 1980. Draumur leikmanna Maneh. Utd. að komast þriðja árið í röð i úrslitin í ensku bikarkeppninni varð að engu í West Bromwich í gærkvöld — eftir framlengingu. WBA sigraði bikarmeistarana 3-2 eftir að jafntefli hafði verið 2-2 eftir venjulegan leiktíma. Þá sigraði Derby Birmingham 2-1 í bikarkeppninni og í næstu um- ferð — þeirri fimmtu — leika Derby og WBA saman í Derby. WBA náði forustu í leiknum i gær á 13. mín., þegar Tony Brown skoraði. Stuart Pearson jafnaði fyrir Manch. Utd. á 20. mín. — en eftir fjórar mín. í síðari hálfleik komst WBA aftur yfir með marki svertingjans C.vrille Regis. Þannig stóð þar til tvær mín. voru til leiksloka, að Gordon Hill jafn- aði fyrir United með hörkuskoti af 25 metra færi. Jafntefli því eftir venjulegan leiktíma og því framlengt. Þá skoraði Regis fljótlega aftur og þrátt fyrir mikla viðleitni tókst Manch. Utd. ekki að jafna mun- inn. Liðið er þvi úr leik i bikar- í kvöld leika Danir við Svía í Herning og þurfa að sigra í þeim leik — helzt með talsverðum mun til þess að hafa möguleika á að komast í úrslitaleikinn á HM. Á sama tíma leika Sovétríkin og Pól- land i Árósum. Þar verða Pólverj- arnir á ,,heimavelli“ — nær allir áhorfendur munu hvetja Pól- keppninni og leikmenn geta aðeins sjálfum sér um kennt. Þeir fengu fjölmörg góð tækifæri gegn WBA á laugardag í Manchester, sem þeir misnotuðu. Þá léku Derby og Birmingham í bikarkeppninni í gær. Strax á 2. mín. náði Derby forustu með marki Gery Daly og komst síðan í 2-0 með marki Don Masson. t siðari hálfleiknum sótti Birming- ham mjög en tókst aðeins að skora eitt mark — Keith Bertschin. John Wile, fyrirliði WBA, varð að yfirgefa völlinn í West Brom- wich eftir 60 mín. leik. Talinn kjálkabrotinn og kom varamaður í hans stað. Einn leikur var í 4. deild. Sóuthend sigraði Crewe Alex- andra 1-0 í Crewe og er i öðru sæti í deildinni á eftir Watford. Leikj- um Wrexham — Newcastle, Stoke — Blyth í bikarkeppninni var frestað til næsta mánudags — og öllum.leikjum, sem fara áttu fram á Skotlandi var frestað. Þeir voru margir. Hið slæma veður undan- farið á Skotlandi hefur heldur betur sett strik í reikninginn í sambandi við knattsp.vrnuna. Meðal leikja, sem frestað var, var leikur Celtic og Dundee. Ákveðið hefur nú verið að hann fari fram mánudaginn 6. febrúar. Skautakonan glæsilcga, Irena Rodnina.Sovétrikjunum vann sinn ti parakcppni i listhlaupum á skautuni í Strassborg i gær — í sjiitta sinn Alexander /aitsev. Þá fjóra fvrstu með Alexei Ulanov. Þá hefur hún i tvívegis ðlympískur meistari. Mvndin að ofan er af Irenu og Zaitsei Strassborg i gærkvöldi. Anna-María Moser Pröll— enn heimsmeistari. Anna-María meistari „Það voru margir, sem sögðu að ég mundi aldrei verða fyrst á ný eftir að ég hætti keppni um tima. En mér tókst það og er glöð með árangurinn,“ sagði hin 24ra ára Anna-María Moser-Pröll eftir að hún sigraði í bruni heims- meistarakeppninnar í Garmisch- Partenkirchen í Vestur- Þýzkalandi i gær. í heims- meistarakeppninni 1974 varð hún einnig sigurvegari í bruni — og samanlagt. Mesta skíðakona, sem uppi hefur verið — ein af átta börnum austurrískra hjóna. Anna María fór brautina á 1:48.31 mín. og var fagnað vel af 30 þúsund áhorfendum, þó svo hún kæmi í veg fyrir sigur vestur-þýzku stúlkunnar, Irena Epple (systur Maríu Epple, sem er mun þekkt- ari skíðakona). Hún sagði: „Ég bjóst aldrei við að vinna til verð- launa í keppninni — alls ekki silfur.“ Irena var sjö sekúndu- brotum á eftir Önnu Maríu. í þriðja sæti i keppninni varð Doris de Agosti, Sviss, og olvmpíu- meistarinn María-Theresa Nadig, Sviss, varð í fjórða sæti. í fimmta sæti kom Cindv Nelson, USA.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.