Dagblaðið - 02.02.1978, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 02.02.1978, Blaðsíða 8
8 r DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 2. FEBRUAR 1978. Sjálfstæðismenn með prófkjör í Reykjaneskjördæmi: Stórt og fjölmennt kjördæmi með mörg vandamál en fáa þingmenn — atvinnumál í af turför, sjávarútvegurinn f brennidepli en uppbygging annarra atvinnuvega nauðsyn Sjálfstæöismenn i Reykja- neskjördæmi ganga til próf- kosninga um næstu helgi og munu vel.ja frambjóðendur til alþingiskosninga í vor. Mörg sveitarfélög í kjör- dæminu hafa verið meðal sterkustu vígja flokksins um árabil og því ekki vafi að fylgzt verður með úrslitum próf- kjörsins með athygli. Kjördæmið er stórt og nær allt frá botni Hvalfjarðar til yzta odda Reykjaness. Sveitar- félögin eru margs konar og þar er Hafnarfjörður fjöl- mennastur með Kópavog alveg á hælunum en síðan má nefna fámennari byggðarlög eins og Hafnirnar. Háværar raddir hafa krafizt fjölgunar þingmanna Reykja- neskjördæmis og víst er um það að miðað við fjölda kjósenda eru fulltrúar þeirra á Alþingi færri en nokkurs annars kjördæmis. Atvinnumál eru mjög á oddinum í kjördæminu um þessar mundir. Sjávarútvegur og fiskvinnsla á þar mjög í vök að verjast og mikið er rætt um fjölþættari atvinnutækifæri í byggðum Reykjanes- kjördæmis. -ÓG. „RÉTTLÁTARISKATTA OG BETRIVEGI” — baráttumál Ólafs G. Einarssonar Eiríkur Alexandersson bæjarstjóri í Grindavík: „Suðurnesjakjördæmi t d.!” ,,Innan kjördæmisins myndi ég beita mér fyrir úrbótum í sjávarútvegi og atvinnumálum almennt," sagði Eiríkur Alexand- ersson bæjarstjóri I Grindavík í viðtali við DB en hann er í fram- boði til prófkjörs sjálfstæðis- manna vegna alþingis- kosninganna í Reykjaneskjör- dæmi í vor. Prófkjörið fer fram núna um helgina. ,,Eins myndi ég beita mér fyrir breytingu á kosningalögum hér í kjördæminu með tilliti til aukins lýðræðis þannig að atkvæðafjöldi og þing- menn haldist f hendur.“ Sagði Eiríkur að hann vildi gera kosningar persónulegri en þær væru, skipta kjördæminu ríiður í smærri kjördæmi og nefndi t.d. Suðurnesjakjördæmi I því sambandi. „Endurbætur á hinu svokallaða kerfi eru einnig nauðsynlegar,“ sagði Eiríkur. „Það þarf að gera manneskjulegra og að þar verði sjálfstæðisstefnan, það er frelsi einstaklingsins, meira í heiðri höfð. Slagorðið Báknið burt — það er mikið til í því.“ -HP. Höfum frelsi einstaklingsins meira í heiðri en verið hefur, segir Eiríkur Alexandersson sveitarstjóri í Grindavík. „Eg hef nú verið að berjast fyrir ákveðnum málum á þingi. Ætli ég haldi því þá ekki bara áfram, ef ég næ inn,“ sagði Ölafur G. Einarsson alþingismaður þegar 4C Ólafur G. Einarsson alþingis- maður. DB-m.vnd Arni Páll. hann var spurður hvað hann hygðist gera á þingi næsta kjör- tímabil fengi hann umboð kjósenda til þess að starfa þar. „Ég hef sérstakan áhuga á að breyta verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga þannig að sveitar- félögin takist meira á hendur. Svo eru það auðvitað skatta- og efnahagsmálin. Eg vil láta bre.vta fyrirkomulagi skatta þannig að það verði einfaldara og réttlátara. Þetta þarfnast auðvitað frekari rökstuðnings en honum er ekki Oddur Ólafsson ætlar að: „Reyna að draga úr veiðbólgunni” „Ætli það verði ekki helzt at- vinnuuppbyggingin í Reykjanes- kjördæmi sem ég mun beita mér fyrir að breyta,“ sagði Oddur Ölafsson alþingismaður um það hvað hann hygðist gera á næsta þingi fengi hann umboð kjósenda til að starfa þar. „Efnahagsmálin yfirleitt eru mér einnig hugleikin og ég ætla að beita mér fyrir því að reynt verði að draga úr verðbólgunni og reyna að stöðva þann vítahring verðhækkana og kauphækkana, sem hefur valdið samfélaginu miklu tjöni að undanförnu. Einnig finnst mér að félags- og heilbrigðismál í Reykjanes- kjördæmi hafi orðið útundan og þurfi að líta betur á þau. Mörgu er þar ábótavant sem ég ætla að beita mér fyrir að verði lagað," sagði Oddur Ölafsson. -DS. DB-mvnd Arni Páll. Sigurpáll Einarsson skipstjóri: „Sjávarútvegurinn á síðustu andartökum” „Það er ljóst að sjávarút- vegurinn í þessum landshluta er að taka síðustu andartökin og gegn því vil ég beita mér,“ sagði Sigurpáll Einarsson skipstjóri í viðtali við DB. „Það tekur okkur, sem unnið höfum við þetta alla tið og komum sennilega til með að gera það áfram, sárt að sjá hvernig málunum er komið." Sigurpáll sagði að gömul skip og gamlar vinnslustöðvar væru ein aðalorsökin fyrir því hvernig væri komið og taldi mikið átak framundan í þeim málum, ef betur ætti að fara. „t landsmálum mun ég fylgja ungum sjálfstæðismönnum að málum um það að fá báknið burt, enda hef ég setið i stjórn SUS hér t nokkur ár,“ sagði Sigurpáll. „Réttast væri að umbvlta öllu þessu bákni og b.vrja upp á nýtt, alla vega er ekki um neinar smáaðgerðir að ræða ef koma á þessu þjóðfélagi á réttan kjöl,“ sagði Sigurpáll ennfremur. -HP. Helgi Hallvarðsson skipherra: Hvernig hagkvæmast verðurstaðiðað fiskfriðunarmálum hægt að koma að í svona stuttu spjalli. Eg hef einnig mikinn áhuga á vegamálum og vil aó gert verði i þeiin stórátak. '■f® ÁsthildurPéturs- dóttir fulltrúi: „Ef málin skipuðust þannig að ég fengi tækifæri, þá mundi ég beita mér fyrir öllu því sem til framfara horfir í sjávarútvegi og sjómennsku," sagði Helgi Hallvarðsson skipherra en hann býður sig fram í prófkjöri Sjálf- stæðisflokksins í Reykjanes- kjördæmi. „Að sjálfsögðu mun ég styðja öll þau mál sem ég tel landi og þjóð til heilla. Þar vildi ég til dæmis nefna nauðsyn þess að komast að niður- stöðu um hvernig bezt og hag- kvæmast er að standa að fisk- friðunarmálum þannig að fisk stofnar megi sem skjótast vaxa upp og verða okkur íslendingum til sem mestrar hagsældar." Spurningu um hvers vegna hann b.vði sig fram til prófkjörs. svaraði Helgi: „Ég hef lengi haft áhuga á landsmálapólitík og fylgzt með henni eftir beztu betu. Þar af leiðandi hef ég áhuga á því að spreyta mig á þessum vettvangi." -OG. Varðandi kjördæmi mitt þá vif ég mikka breytingu í atvinnu- málum. Sjávarútvegur yfirleitt hefur dregizt aftur úr á Suður- nesjum miðað við aðra landshluta og þarf að bæta það, Stöðu iðnaðarins þarf einnig að bæta,“ sagði Ölafur G. Einarsson. -DS. Mun beita mér f.vrir framförum í sjávarútvegi og sjómennsku al- mennt, segir Helgi Hallvarðsson skipherra en á m.vndinni með honuni er Pétur Sigurðsson, for- stjóri Landheigisgæzlunnar. (t.h.). , : |I '■ ; J ii Réttast væri að uinbyita öiiu hákninu og bvpja upp á nýtt, segir Sigurpáll Einarsson skipstjóri í Grindavík. „Að koma fjármálum þessa þjóð- félags á réttan kjöl” „Ég held að ég eins og svo margir aðrir muni styðja einhverja þá stefnu sem komið getur fjármálum þessa lands á réttan kjöl,“ sagði Ásthildur Pétursdóttir, fulltrúi hjá Félags- málastofnun Kópavogs í viðtali við DB. „Efnahagsmál þessarar þjóðar eru ákaflega aðkallandi og það held ég að allir geti verið sammála um.“ Asthildur sagði sín aðalmál þó vera félagsmálin almennt en vildi leggja áherzlu á aðbúnað eldra fólksins. „Ég tel það mjög áríðandi að eldri borgararnir geti fengið að eyða ævikvöldi sinu á Asthildur Pétursdóttir starfar mikið að félagsmálum í Kópavogi og á mvndinni er hún í einhvers konar leik og unglingarnir horfa greinilega á með athvgli. skemmtilegan og áhyggjulausan hátt og að því ber að stuðla af alefli." sagði Ásthildur. „Þá má nefna skólamálin, sem eru gífurlega stór þáttur í lífi okkar," sagði Ásthildur enn- fremur. „Þar stöndum við alger- lega á gati, sérstaklega hvað varðar alla framhaldsmenntun. Það ber að leggja mikla áherzlu á endurbætur á sviði verk- menntunar, sem látin hefur verið sitja á hakanum alltof Iengi.“ -HP.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.