Dagblaðið - 02.02.1978, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 02.02.1978, Blaðsíða 4
4 DACKI.AniR KIM.MTl'DACl'K 2. FKBIU'AK 1978 Bnru:iil>iKir Hykkjast i Bláf.jöll þe«ar fa>rl er á skirti —oj> vinnudeilan þar hefur verið levst. DB-mvnd: R.Th. í ,.Um næstu helxi verða allar Íyfturnar í Bláfjöllum í gangi. (Gífurleg aðsókn að skíðalandinu hefur verið undanfarið. Við minn- umst þess ekki að aðsóknin hafi áður verið eins mikil á þessum árstíma," sagði Stefán Kristins- son, íþróttafulltrúi Reykjavíkur- borgar, í samtali við Dagblaðið. ,,Það var einhver óánægja með launin, að minnsta kosti hjá hluta starfsfólksins, þannig að l.vftunum var ekki haldið opnum eitt kvöld og einn dag. Við teljum þetta óhapp. Við vissum ekki einu sinni um þetta," sagði Stefán. ,.Við héldum síðan fund með starfsfólkinu og niðurstaða fund- arins var að starfsfólkið ákvað að starfrækja lyfturnar á meðan væri verið að ræða málin," sagði Stefán. Alltaf er verið að smábæta laðstöðuna í skíðalandinu. Raf- fnagnsvandræði ollu því, að ekki var hægt að koma I gagnið spjald- braut, sem komið hafði verið fyrir rétt neðan við Eldborgarlandið. En rafmagnsmenn voru þar efra í gær og virtist vandinn leystur. Brautin verður því komin í gagn- ið fyrir næstu helgi. Ráðnir voru fimm starfsmenn í Bláfjöll um áramótin en einn þeirra veiktist þannig að starfs- mennirnir eru fjórir. Vinna þeir undir stjórn Ásgeirs Eyjólfs- sonar. Þar að auki kemur ákveðinn hópur manna sem vinnur um helgar þegar mest er að gera. -A.Bj. Utsala, útsala Útsalan er byrjuð, mikil verölækkun ELÍZUBÚÐIN, SKIPHOLTI5 Skóbúóin Suðurverí Stigam 45 - Sfmi83225 Útlit fyrir aukinn ferðamannastraum — enáhrif verkfalla óljós ,,Við höfum gert lítið af því að kaupa auglýsingar í erlend- um blöðum vegna þess gífur- lega kostnaðar sem því er sam- fara. Við höfum aftur á móti reynt að koma að kynningu í gegnum tengsl við erlenda blaðamenn," sagði Heimir Hannesson formaður Ferða- málaráðs í samtali við DB. ..Nýlega höfum við sett okkur bréflega í samband við ferðamálaritstjóra allra stærstu blaðanna í Bandaríkjunum og Bretlandi og eru fleiri lönd á dagskránni hjá okkur,“ sagði Heimir. Ferðamálaráó hefur skrif- stofur í New York og Los Angeles, sem reknar eru í sam- starfi við Norðurlönd. Ferða- málaráð er einnig aðili að ferða- málaráði Evrópu sem stundar kynningarstarfsemi víða um heim, bæði í Bandaríkjunum, Japan, Kanada og víðar. Sagði Heimir að margt benti til þess að aukning yrði á ferða- mannastraumi til landsins á komandi sumri. ,,En verkföllin á sl. ári gerðu verulegt bakslag. Öll óvissa í samgöngumálum skapar niikla hættu í þessum efnum," sagði Heimir Hannes- son. -A.Bj. N Þetta er algeng sjón á götum höfuðborgarinnar á aðalferða- mannatímanum, — erlendur ferðamaður með úttroðna innkaupapoka af íslenzkum varningi. Útlit er fyrir að marg- ir erlendir ferðamenn leggi leið sína til landsins á næstu „vertíð", þrátt fyrir að margir hafi hætt við fvrirhugaða íslandsför vegna verkfallanna á sl. ári sem stöðvuðu sam- göngur erlendis frá. Lítið eyland í norðri hefur ekki efni á að láta verkföll lama sam- göngukerfið við útlönd! DB-Hörður. BORÐA VILLIBRÁÐ OG KAUPA MÁLVERK Lionsklúbburinn Fjölnir hefur um árabil haft sem aðalverkefni stuðning við vistheimilið að Víðinesi á Kjalarnesi. Þar eru teknir til dvalar drykkjusjúkling- ar sem af eigin hvötum leita sér lækninga á drykkjuskap sínum. Klúbbfélagar heimsækja v.ist- heimilið reglulega og hefur skapast náið sámband við vist- menn og félaga úr líknarsjóði Fjölnis. Hefur verið lagt mikið fé af mörkum til viðhalds. hljóð- færakaupa og uppb.vggingar bókasafns. Líknarsjóður Fjölnis hefur einnig lagt verulegt fé af mörkum til annarra líknarmála. En til þess að Fjölnismenn geti verið hlutverki sínu vaxnir þurfa þeir að afla sér fjár. í því skyni er stofnað til áríegs villibráðaráts, sem verður á morgun kl. 19 i Átthagasal Hótel Sögu, Þar verður á boðstólnum sú villibráð sem er að fá á íslandi eða gæsa. anda. lunda, svartfugla. rjúpna og hreindýrakjöt og allir Lionsfélagar sem vilja slíkar krásir eru velkontnir. Um kvöldið verður listaverka- uppboð á verkum éftirtaídra lista- manna: Báltasar. Guðmundar Karls Asbjörnssonar. Hrings Jóhannessonar. Jóhamiésar Geir's, Ragnars Lár og Valtýs Péturssónar. Ómar Ragnarsson verður skemmtikraftur kvöldsins og aðalræðumaður verður Pétur Guðjónsson. Veizlustjóri verður Riehard Hannesson. Formaður Lionsklúbbsins Fjölnis er Birgir Jóhannsson tannlæknir. -A.Bj. Tilboð opnuð í fyrsta áfanga Hrauneyjafoss virkjunar Tilboð í vélar. rafbúnað, lokur, þrýstivatnspípur og stöðváfhúSS"- krana væbtanlegrar Hraun|y||-^ís lS fossvjrkjú.nar^ vérða ■QþgyaJtwja*^ morgun. Tilboðin eru samkvæmt tveim- ur útboðum. Eru þau miðuð við kaup Landsvirkjunar á vélum. búnaði, tækjum og efni fvrir 140 megawatta virkjun með tveim vélasamstæðum, sem hvor verður 70 megawött. í útboðunum er gert ráð fyrir, að Landsvirkjun sé gefinn kostur á að festa kaup á þriðju, jafn stóru vélasam- stæðunni, komi síðar meir til stækkunar virkjunarinnar aó fengnum nauðsynlegum leyfum. að þvi er segir i frétt frá Lands-

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.