Dagblaðið - 14.02.1978, Qupperneq 3
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 1978.
3
Indverskir jógar
leysi indverskan
vanda fyrst
Helgi skrifar:
Það er með mig eins og Sigga
flug, sem lætur fara í taugarnar
á sér að íslendingar kalla
varnarlið Bandaríkjanna á
Suðurnesjum setulið eða her-
námslið, nema það sem fer í
taugarnar á mér eru þessar sí-
endurteknu auglýsingar í dag-
blöðum með myndum af ljótum
Indverjum. Ætlunin er auð-
vitað að gefa yfirbragði jóga
dulspeki og yfirnáttúrulegar
gáfur sem Islendingum eiga að
vera bráðnauðsynlegar. Ætla
mætti að þessir indversku spek-
ingar hefðu ærin nóg verkefni
meðal sinnar eigin þjóðar sem
er að veslast upp í fávizku og
volæði. Islendingar eiga enga
samleið með þessum skrípaleik
og er sárt að vita til þess að
íslenzkir fulltrúar þessara Ind-
verja finnast meðal okkar, en
þegar aúrarnir eru annars
vegar, þá finnast þjónar alls.
Tími er til kominn að opinberir
aðilar gefi þessari og og álíkri
starfsemi meiri gaum og hafi
strangt eftirlit með athöfnum
þessara útlendinga og verkfæra
þeirra, og ekki hvað sizt fjár-
töku þeirra, hérlendis. Þessir
spekingar, sem eitt mesta
eymdarþjóðfélag heims hefur
fætt af sér, ætla sér að kenna
Islendingum að hugsa og gerast
friðsamir menn. Það geta varla
verið aðrir en þeir allra einföld-
ustu sem falla fyrir þessu
blaðri. Hingað til hafa íslend-
ingar ekki verið taldir óskyn-
samari en aðrir og ekki eru þeir
vígalegri i dag en það, að þeir
gætu ekki varið sig gegn sæmi-
lega mönnuðum tyrkneskum
togara. Þar sem sumir islenzkir
einstaklingar eru eins ginn-
keyptir fyrir erlendum prettum
og áhrifum og raun ber vitni,
þá er það hlutverk stjórnvalda
að taka í taumana.
Spurning
dagsins
Kanntu
að tefla?
(Spurt í sundlaugunum í Laugar-
dal)
Gísli Emilsson starfsmaður i
Blaðaprenti: Ég get varla sagt
það. Ég kann mannganginn og
tefldi sem strákur.
V
Kvikmyndahátíðin:
Sjónvarp fremur sjálfsmorð
Grandvar skrifar:
Hvað skyldu forráðamenn
sjónvarpsins vera að hugsa?
Kannski eru þeir ekki hugsandi
verur á nútima mælikvarða. —
Nú er svo komið, að mér og
mörgum öðrum finnst mælir-
inn vera orðinn fullur, að því er
varðar efnisval sjónvarpsins.
Kvöld eftir kvöld er dag-
skráin svo yfirþyrmandi í þess
orðs fyllstu merkingu, að eftir
að hafa setið og horft á dag-
skrána, fyllist maður leiðindum
eða kannski frekar gremju út í
sjálfan sig fyrir að hafa látið
ginna sig til að setjast fyrir
framan það.
Tökum dæmi dagskrána
vikuna 29. jan. — 4. febrúar. Á
sunnudagskvöldi er auglýst
mynd um kynvilling, ævi hans
og ,,frægð“ fyrir að vera „mest
metni“ kynvillingur Bretlands.
Það var mál til komið, að við
litum upp til Bretans! Mið-
vikud. 1. febrúar er þátturinn
Vaka, einhver ógeðslegasti
þáttur, sem enn hefur verið
sýndur í sjónvarpi hérlendis, og
sennilega þótt víðar væri leitað,
sýnishorn úr myndum kvik-
myndahátiðar á Islandi.
Tveir óburðugir skegglingar
fjalla um efni mynda þeirra,
sem sýna á hér, á kvikmynda-
hátíð, eftir að borgarstjóri — og
MENNTAMÁLARÁÐHERRA
hafa opnað „hátíðina". Sýnis-
horn þessara mynd var, eins og
þeir tveir „herramenn", sem
stjórnuðu þessum Vökuþætti
komust að orði, tekið af handa-
hófi, þar sem þessar „gæða-
myndir" voru rétt nýkomnar
inn úr dyrunum til sýningar.
Og ef þau sýnisatriði, sem
voru sýnd fólki í sjónvarpinu,
voru valin af handahófi, án til-
lits til atriðanna, hvernig eru
þá þessar myndir í heild?
I stuttu máli sagt voru þessi
sýnisatriði eins „brutal" og
nokkur mannskepna getur látið
sér til hugar koma að lýsa.
Klám, pyntingar, sálsýki og
grátur var aðaluppistaðan.
Flestar myndirnar voru frá
vanþróuðu ríkjunum, ýmist
Austur-Evrópu eða Suður-
Ameriku og Italíu.
Og svo er verið að hafa eftir-
lit með myndum, sem sýndar
eru í kvikmyndahúsum. Hvers
vegna er ekki slíku eftirliti
komið upp við sjónvarpið, eða
er þess ekki talin þörf?
Hvaða menn stjórna
skemmti- og listadeild sjón-
varpsins? Eru þetta menn með
duldar annarlegar hvatir, menn
sem hafa þörf fyrir eitthvað
afbrigðilegt? Ég ætlast ekki til,
að þessu verði svarað, enda er
ekki vani, að hið opinbera svari
neinu i þessu landi, nema eftir
hentistefnusjónarmiðum. Það
fer sínu fram í þessu efni sem
öðrum og er á góðri leið með að
fremja sjálfsmorð á landsmönn-
um og sjálfsmorð islenzka sjón-
varpsins er á næsta leiti.
Eg er þess fullviss, að al-
menningur er þvi meðmæltur
að láta taka fyrir þennan
ósóma, sem í sjónvarpinu er
sýndur og láta loka þvi, nema
um helgar, ef það mætti verða
til þess að þá væri hægt að hafa
skárra efni en nú er.
A meðan Evrópubúar velta
sér upp úr sálsýki og kynferðis-
glæpum á sjónvarpsskermin-
um, eru gerðir í Bandaríkjun-
um t.d. úrvals skemmtiþættir
og viðræðuþættir ásamt saka-
málaþáttum svo þúsundum
.skiptir og sem fólk getur horft
á, án þess að þurfa á því að
fjarlægja svo og svo marga úr
fjölskyldunni úr stofunni, áður
en kveikt er á sjónvarpi.
Hvort er skaðlegra að horfa á
spennandi sakamálamynd, þar
sem eitt morð er framið og
ef-nið gengur út á það að koma
upp um glæpamann, eða horfa
á röð atburða í einni mynd, að
ekki sé nú talað um heilt kvöld,
þar sem hvað rekur annað,
pyntingar, nauðganir, kynvilla,
sálsýki og grátur?
Hvers vegna má ekki hafa
t.d. tvær kvikmyndir á föstu-
dags- og laugardagskvöldum?
— Þetta tiðkaðist í Keflavíkur-
sjónvarpinu, og þetta vill fólk
fá.
Því verður aldrei gleymt,
hvernig opinberir aðilar létu
veikgeðja utanríkisráðherrann
loka fyrir Keflavíkursjónvarp-
ið. Og aumt er til þess að vita,
hve fólk lætur litið til sín heyra
á opinberum vettvangi um
þessi mál almennt, t.d. hið lé-
lega og viðurstyggilega efni ís-
lenzka sjónvarpsins.
Heyrzt hefur, að einhverjir
aðilar ætli sér að safna undir-
skriftum atkvæðabærra manna
um land allt og krefjast þess, að
samið verði við Bandaríkja-
menn um tengingu Keflavikur-
sjónvarpsins við íslenzka
kerfið, þannig að allir lands-
menn geti valið á milli þessara
tveggja stöðva, því vitað er, að
með tilkomu hins norræna
gervihnattar opnast ekki mögu-
leikar á því, að fólk geti valið
sjálft milli stöðva, heldur mun
islenzka sjónvarpið sjálft velja
það efni, sem sýnt skal.
Þótt ekki væri nema til þess
að hnekkja því gerræði, sem
var sýnt með lokun Keflavikur-
sjónvarpsins, er það þess virði,
að landsmenn allir sýni hug
sinn í því máli með undirskrift
sinni. Fólk líður ekki lengur
ofstjórn í fjölmiðlun, þótt hið
opinbera eigi alls kostar við
fólk, einangrað frá öðrum
löndum og verði að gera sér að
góðu það sem boðið er upp á
i dag.
Skoðanakannanir hafa nú
sannað gildi sitt samfara próf-
kjörum og víst er um það, að
könnun um þetta mál verður
tekin með við fyrsta tækifæri.
Og hvernig skyldu þingflokk-
arnir snúa sér í þvi máli, þegar
kjósendur úr öllum flokkum
krefjast þess, að Keflavíkur-
sjónvarpið verði opnað? —
Ætla þingmenn þá eins og
endranær að virða lýðræðislega
beiðni að vettugi? Með núver-
andi stjórn sjónvarpsins is-
lenzka er það hægt og hægt að
fremja sjálfsmorð.
Raddir
lesenda
Engu líkara en um sé að
ræða draugabæi þar sem
alltlíf erfjaraðút
— segir bréfritari sem gjarnan vill meiri
fréttiraf landsbyggðinni í blöðunum
1285-3823 skrifar:
Það væri synd að segja að
fréttaritarar blaða úti á landi
væru áhugasamir að senda
blöðum sfnum nýjar og ferskar
fréttir úr heimabyggð sinni.
ílngu er líkara en um sé að
ræða draugabæi þar sem allt líf
er fjarað út fyrir löngu.
fréttum úr byggðarlaginu sem
venjulegt fólk hefur áhuga á.
Eg vil nú skora á fréttaritara
blaða úti á landi að söðla um og
taka sér til fyrirmyndar frúna á
Eskifirði og fara að senda
fréttir úr heimabyggð sinni.
Máltækið segir svo réttilega:
Betra er seint en aldrei.
Þetta er þó með einni undan-
tekningu en þar á ég við fréttir
frá Eskifirði sem birtast alltaf
reglulega í Dagblaðinu.
Skemmtilegar og hressilegar
enda er þar vel á penna haldið
af frú Regínu Thorarensen
fréttaritara blaðsins á staðnum.
Hún telur ekki eftir sér að
koma á framfæri ýmsum þeim
Hringið í síma
27022
millikL 13-15
eðaskrifið
s
Magnús Pálmason f.vrrverandi
bankaritari: Jú, ég kann það, en
geri nú ekki mikið af því núorðið.
Ég hef engan til að tefla við.
Henrik Rudolf Henriksson síma-
viðgerðarmaður: Nei, ekki get ég
sagt það. Eg kann rétt mann-
ganginn.
Sólveig Asgeirsdóttir húsmóðir:
Jú, ég kann mannganginn, en ég
tefli ekki mjög oft.
Steinunn Ottósdóttir húsmóðir:
Já, ég hef gaman af því að tefla.
Ég tefli auðvitað við manninn
minn. Nei, ekki kemur oft fyrir að
ég máti hann, það er miklu frekar
að hann máti mig.
Jón Egilsson útvarpsvirki: Nei,
ég kánn ekki að tefla.