Dagblaðið - 14.02.1978, Page 5
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRUAR 1978.
5
Ráðstefna
á Sögu um
Alþjóðabankann
Ótti við þrýsting f rá
Bandaríkjaþingi
„Alþjóðabankinn verður frekar
að hafna peningum frá Banda-
ríkjunum en láta undan þeim
pólitíska þrýstingi, sem Banda-
ríkjaþing vill beita.“ Þetta hafði
danska blaðið Information fyrir
skömmu eftir Einari Magnússen,
sem er fulltrúi Norðurlanda í
stjórn Alþjóðabankans. Einar
flutti í gær ræðu á ráðstefnu um
Alþjóðabankann, sem Félag
Sameinuðu þjóðanna efndi til á
Hótel Sögu.
Einar var hógvær í ræðu sinni
og fór lofsamlegum orðum um
starf Alþjóðabankans einkum
undir forystu Bandaríkja-
mannsins McNamara, fyrrum
ráðherra. Bankinn hefði verið
framsækinn. Hann sagði, að
Alþjóðabankinn ætti eftir föng-
um að beina starfi sínu að því að
bæta kjör hinQa fátækustu í stað
þess að gera hina rfku rikari.
Bankinn hefði lagt talsvert af
mörkum til að efla fátækari
löndin og halda yrði því áfram.
Hins vegar hefur Einar lýst
áhyggjum vegna tilrauna Banda-
ríkjaþings til að knýja fram
breytta stefnu. Bankinn gegnir
mikilvægu hlutverki í aðstoð vest-
rænna ríkja við þróunaríkin, en
Bandaríkjaþing hefur borið fram
margvíslegar kröfur um skilyrði
fyrir þátttöku Bandaríkjanna í
fjármögnun bankans. Hlutur
Bandaríkjanna í fjármögnuninni
er mikill, hefur verið um
fimmtungur. Bandaríkjaþing
hefur krafizt, að bankinn megi
ekki veita frekari lán til Víetnam,
FASTUR í KLISJUNNI
Eitthvað er jassáhugi að
glæðast hér í landinu. I það
minnsta eru útlendir jass-
leikarar farnir að sækja hingað,
og virðast eftir öllu að dæma, fá
sæmilega fyrir snúð sinn. Nú
um helgina var hér enn ein
sending frá Danmörku, inn-
flytjandi ,,Jassvakning“, og
heyrði undirritaður til hennar í
menntaskólanum við Hamra-
hlíð á laugardagskvöldið. Var
þetta trfó, samansett af pfanó-
leikaranum Horace Parlan,
gítarleikaranum Doug Kaney
óg bassistanum Wilbur Little.
Auðvitað er alltaf gaman að
heyra f góðum jassistum, og
meira að segja bara meðal-
góðum jassistum, ef svo
stendur á. En það stóð eiginlega
ekki alltof vel á þarna f Hamra-
hlíðinni, bæði var hálf kalt í
salnum, og fírarnir voru
þaraðauki greinilega hálf-
dasaðir eftir flugið. Annars
held ég að þeir geti varla verið
mjög vanir að leika saman.
Þetta eru prýðis hljóðfæra-
leikarar, hver á sinn hátt, en
sem „grúppa" tókst þeim, f þ.m.
ekki þarna, að ná neinu
verulegu lífi í tuskurnar.
Parlan er athyglisverður pfan-
isti, einhverstaðar á milli Pow-
ells og Monks í stilnum, og er
þar vissulega ekki leiðum að
likjast. En ekki virðist hann
hafa neinu sérstöku við að bæta
það sem gert var f jassinum
fyrir 20-30 árum. Það hefur sá
kornungi Doug Raney heldur
ekki núna. hvað sem svo
síðar verður. Það er annars
makalaust hvað jassinn
stendur fastur í klisjunum. A
maður virkilega að trúa að
Charlie Parker hafi lokað
öllum leiðum á eftir sér, þegar
hann kvaddi þennan heim,
u.þ.b. að Doug Raney var að
fæðast, á miðjum áratugnum
sjötta.
Dough spilaði svosem margar
fallegar sólóar, og manni duttu
í hug margir, gamlir og góðir
gítaristar, Cristian, Raney
(Jimmy), Montgomery og jafn-
vel Jim Hall, en þegar kom að
þvf að músisera, spila með hin-
um, skeði akkúrat ekki neitt.
Ljósasti punkturinn fannst mér
bassistinn, Wilbur Little, þvf
hann spilaði bæði góðar sólóar
og fylgdi vel eftir því sem hinir
voru að gera, en samspil er það
sem allt veltur á i jassmúsfk.
Þetta var trommulaus grúppa,
og þykir mörgum það eflaust
undarlegt uppátæki f jass. En
trfóið var samtsemáður ríg-
bundið „bítinu", sem oft verður
svo tilbreytingarlaust, jafnvel
með bestu trommuleikurum, og
náði aldrei þvf hljóðfallsfrelsi
sem maður hafði kannski búist
við. Svoleiðis heyrði maður ein-
stöku sinnum í gamla daga. T.d.
man ég eftir Konitz og Jimmy
Raney, leika i hátt í þrjá tíma, f
klúbb niður í Village í New
York. Þeir höfðu ekki aðeins
losað sig við trommurnar af
staðnum, heldur einnig úr öllu
systeminu, og léku þó aldeilis
frábæran jass. Kannski að jass
sé alls ekki bara leikur að „off-
bítinu" þó sumir vitrustu vitr-
ingarnir segi það. Sk.vldu ekki
vera fleiri múslkólsk „element“
f spilinu?
-Leifur Þ.
LEIFUR
ÞÓRARINSSON
Tónlist
Trio Horace Parlan. Myndin er tekin á lokatónleikunum á mánudagskvöldið var. DB-mvnd RagnarTh.
Sigurðsson.
Laos, Mósambík, Angóla, Kúbu,
Uganda eða Eþíópfu, þar sem
stefna þessara ríkja sé ekki f sam-
ræmi við stefnu Bandaríkjanna.
Carter Bandaríkjaforseti sefaði
þingið í fyrstu lotu með loforðum
um, að fulltrúi Bandaríkjanna
mundi beita sér gegn slíkum lán-
um. Enn getor blossað upp f bank-
anum.
Tónninn á ráðstefnunni f gær
var yfirleitt vinsamlegur bankan-
um, að sögn fulltrúa, en Elfas
Davíðsson kerfisfræðingur gagn-
rýndi bankann, svo að þetta var
engin ,,hallelújasamkoma“. -HH.
Bílanaust gefur út vörulista:
Biblaa bíleigandans
Varahlutaverzlunin Bila-
naust hf. fitjar þessa dagana
upp á nýjung sem eflaust á
eftir að koma bifreiðaeigendum
mjög til góða. Nýkominn er út á
, vegum verzlunarinnar vöru-
listi, — það er skrá vfir velflest-
ar þa r vörutegutui'f sem þar
eru á boðstólum.
í lormála að viirulistanum •
segir að tilgangurinn með út-
gáfunni sé að auðvelda
viðskiptavinum Bilanausts leit
að varahlutum og alls kyns
aukahlutum. Þeir-eru vafalaust
fáir bileigendurnir, sem
kannast ekki við leit að
nauðsynlegum varahlutum,
sem léleg umboð hafa trassað
flytja inn og síðan viðeigandi
blótsyrði til áherzlu. Þeim
mönnum hlýtur listinn að vera
sem fagnaðarerindið sjálft.
Til að auðvelda notkun á list-
anum eru skýringamyndir af
öllum hlutunum. Efnisyfirlit
fremst í honum vísar á réttar
blaðsíður, þegar leitað er að
sérstökum hlutum, sem skráðir
eru ákveðnu númeri. Jafnframt
er bifreiðaskrá sem eínnig
vísar á ákveðin númer fyrir
hverja bifreiðategund. Með
númerunum er síðan hægt að
finna þá hluti, sem leitað er að,
— ef til eru.
Auk vöruskrárinnar sjálfrar
er í Vörulista Bílanausts skrá
sem hægt er að nota við
athugun á bilun í bílnum.
Þannig getur bifreiðareigandi
elt uppi bilun sem hann leitar
að. Einnig er að finna teikning-
ar af alternator teningum.
Þar eð um tilraunaútgáfu er
að ræða á Vörulista Bilanausts
er upplagið takmarkað. Eintak-
ið kostar 600 krónur. -AT-
LÍNA FÉLL NIÐUR
Lína féll niður úr umsóknar-
bréfi Helga Hóseassonar um
prestsembætti, sem birt var í
blaðinu á fimmtud. Sagði þar að
Helgi sækti um prestsembættið í
Reýnivalla-,,prófastsdæmi“. Það
átti að sjálfsögðu að vera
Reynivallaprestakall í Kjalarness-
prófastsdæmi. Blaðið biðst vel-
virðingar á þessum miðstökum og
einnig þeinri að kalla unga
manninn. sem sat á hné Helga á
mvndinni barnabarn hans. Hið
rétta er að hnokkinn er fræridi
Helga.
smauuuB frjálst, úháð daghlað
®nausth.( mÆi*
SlÐUMÚLA 7—9 - SlMI 82722 í/
HEYKJAVlK
1. Veizt þú hvar vörurnar
eru fáanlegar?
2. Hefur þú tekið saman hve
mikið það kostar þig að leita
unt allan bæ að því sem
'antar?
3. Veiztu hvernig greina á
bilun á bilnum?
EINFÖLD EN GÓÐ LAUSN:
Vörulisti frá Bilanausti hf.
er 154 síður, með skrá yfir
gífurlegt vöruúrval,
Asamt grei.nargóðum
upplýsingum um hvernig
greina má bilun á hílnum.
ÞAÐ SEM GERA ÞARF:
Panta lista.
Útfyllið eyðublað þetta og sendið til Bílanausts hf„
Síðumúla 7-9, pósthólf 994, Revkjavík.
Nafn___________________________________________________
Heimili _______________________________________________
Sveitarfélag __________________________________________
VERÐ AÐEINS KR. 600.
Ég óska þess að Bilanaust sendi mér vörulisa 1978 sem
kostar kr. 600.
D Póstsendist hjálögð greiðsla kr. 850.- með
burðargjaldi.
n Póstkröfu með póstkröfukostnaði.