Dagblaðið - 14.02.1978, Síða 8
8
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRUAR 1978.
Kristinn Einarsson og Bergþór Halldórs-
DB-mynd Bjarnieifur.
Snoturf
11
Að aflokinni sýningu á kvik-
myndinni „Lilju“ í Tjarnarbæ í
gær játti Halldór Laxness því, að
hann hefði orðið nokkuð undr-
andi á þeirri hugmynd Hrafns
Gunnlaugssonar að gera kvik-
mynd eftir sögunni. Sagðist
Halldór hafa tekið sig til og lesið
söguna aftur og komizt að þeirri
niðurstöðu, að trúlega. væri hægt
fyrir færan mann að gera kvik-
mynd eftir þeirri sögu. „Það er nú
raunar sjaldgæft, að maður lesi
bækur eftir sjálfan sig sér til
skemmtunar mörgum áratugum
eftir að þær voru skrifaðar," sagði
Halldór. Þessi athugasemd vakti
kátínu viðstaddra.
„Lilja“ er ein þeirra íslenzku
kvikmynda, sem sýndar hafa ver-
ið á Kvikmyndahátíðinni 1978.
Aðalhöfundur og leikstjóri er
Hrafn Gunnlaugsson, sem sagði í
gær að það hefði verið milljón
króna styrkur frá Menntamála-
ráði, sem varð aðal kveikjan að
gerð myndarinnar, „jafnvel þótt
sú milljón hafi ekki verið nema
sjöundi partur af heildar-
kostnaði."
Hrafn sagði nú hugmyndina að
reyna að selja myndina úr landi,
fyrst og fremst til sjónvarps-
stöðva á Norðurlöndum. Væri
undirbúningur þess nú í gangi, og
m.a. hefði Erik Sönderholm, for-
stjóri Norræna hússins, tekið að
sér að þýða myndina á dönsku.
„Jú, mér þykir þetta snoturt,“
sagði Halldór er hann var spurður
hvernig honum hefði líkað
myndin. „Ég var reyndar búinn
að gleyma þessari sögu, enda varð
hún til langt til baka á minni
höfundarævi, líklega upp úr 1930,
kannski ’33. Þá var ég nýkominn
heim eftir langa dvöl erlendis, og
bjó uppi á lofti á Hótel Borg. Mér
þykir satt að segja mesta furða að
Hrafn skuli hafa getað komið
þessu í mynd, sem þó hangir
saman, er einn samfelldur
þanki."
Halldór sagði almennt um kvik-
myndun á sögum sínum, að hann
væri sjálfur „vondur í bíó“ og
færi helst ekki í bíó nema
nauðbeygður. „Ég horfi á þetta
eins og Pétur óg Páll,“ sagði
hann. „Það er komið ansi langt
frá fyrstu stund höfundar með
bókina þegar hún er komin á
■filmu. Það líður kannski langur
timi og þá hringja einhverjir
menn, sem maður þekkir jafnvel
ekkert, og vilja gera kvikmynd.
Ef maður samþykkir það, þá taka
aðrir menn við stjórninni af
höfundinum.”
Nóbelskáldið sagðist lítt hugsa
um kvikmyndir og skriftir fyrir
kvikmyndir allar götur frá því að
— segir Halldór Laxness
um kvikmyndina Lilju,
semgerð ereftir45
ára gamalli sögu hans
Salka Valka var skrifuð fyrir
kvikmynd vestur í Hollywood
fyrir hartnær hálfri öld. „Ég hef
dálítið skrifáð fyrir leikhús aftur
á móti,»“ sagði hann. „Þá getur
maður haft nokkurn hemil á
uppsetningunni, en það er ekki
hægt gagnvart kvikmynda-
mönnum. Þar stjórnar maður í
rauninni engu — þeir hafa
kannski samband við mann einu
sinni eða tvisvar til málamynda
— og nánast ekkert er eftir nema
blá-hugmyndin.“
Hrafn Gunnlaugsson lét þess
getið að lokum, að undirbúnings-
vinna fyrir sjónvarpsupptöku á
Silfurtunglinu væri nú í gangi og
yrði sú upptaka gerð annað hvort
í vor eða næsta haust
Kvikmyndun Lilju annaðist
Snorri Þórisson, en hljóðsetningu
og klippingu Jón Þór Haraidsson.
Aðstoðarleikstjóri var dóttir
skáldsins, Guðný Halldórsdóttir.
Aðalhlutverkið leikur Viðar Egg-
ertsson.
-ÓV.
LAXNESS — sjaldgæft að maður
lesi bækur eftir sjálfan sig sér tii
skemmtunar mörgum áratugum
eftir að þær voru skrifaðar.
-DB-mynd R.Th. Sig.
„Það er ekki að furða þótt al-
menningur haldi að illa sé á
málum haldið þegar svona
greinar birtast og mér finnst
þetta hastarlegur dómur á sam-
starfsmenn mína sem allir vinna
eftir beztu getu,“ sagði Jón Skúla-
son póst og símamálastjóri í sam-
tali við DB. Vitnaði hann til
greinar sem birtist I Dagblaðinu á
fimmtudaginn var um ástæður
simavandans. Viðstaddir voru
einnig verkfræðingarnir Bergþór
Halldórsson og Kristinn Einars-
son, sem skipuleggja jarðsima-
kerfið bæði í Reykjavík og úti á
landi, Bragi Kristjánsson forstjóri
viðskiptadeildar og Hafsteinn
Þorsteinsson símstjóri í Reykja-
vík.
Símamálastjóri sagði að mjög
góð samvinna væri bæði í Reykja-
vík og Hafnarfirði á milli raf-
veitunnar og símans um lagnir.
Það væri hin mesta firra sem
haldið hefði verið fram í
greininni í DB að göturnar væru
margsinnis rifnar upp til þess að
koma fyrst fyrir einni Iögn og
síðan annarri.
Verkfræðingarnir tóku í sama
streng. Sögðu þeir að einmitl
hefði skapazt mjög gott samstarf í
Grindavík, Keflavík, Hafnarfirði,
á Akureyri og víðar milli símans
og hitaveitunnar. í þessum bæj-
um hefði einmitt verið notað
tækifærið og göturnar lagfærðar
og skipt um leiðslur um leið og
hitaveitan var lögð. í Reykjavík
er í gildi formlegt samkomulag
milli pósts og síma og Rafmagns-
veitu Reykjavikur um gagnkvæm
afnot af skurðum fyrir
jarðstrengjalagnir, en stofnanir
þessar hafa lagt sínar lagnir
saman um langt skeið.
Hvað viðvíkur framkvæmdum í
Hafnarfirði á sl. ári voru miklar
framkvæmdir þar í gatnagerð á
vegum bæjarins í kjölfar hita-
veituframkvæmdanna. I eldri
hverfum lá þá fyrir mikið verk-
efni hjá Rafveitu Hafnarfjarðar
og pósti og síma. Lagnir raf-
veitunnar voru mest loftlínur sem
leggja þurfti í jörðu áður en mal-
bikað var. Endurnýja þurfti síma-
strengi því þeir, sem fyrir voru
voru orðnir gamlir og höfðu orðið
fyrir hnjaski við hitaveitufram-
kvæmdir og jarðvegsskipti í
götum. Gert var samkomulag um
að póstur og sitni og rafveitan
skiptu með sér verkum þannig að
hvor stofnun fyrir sig sá um
jarðvinnu í ákveðnum götum og
síðan voru lagðir saman strengir
frá báðum aðilum.
Víða til sveita gegnir öðru máli.
Þar eru símalagnir víða lagðir
með vatnsleiðslum. I Arnes og
Rangárvallasýslum hefur það
verið gert í tíu hreppum á undan-
förnum árum.
I Dagblaðsgreininni var haft
eftir fulltrúa verðlagsstjóra
Kristjáni Andréssyni að „póstur
og sími hefði í nær öllum tilfell-
um fengið þá hækkun sem farið
var fram á“.
Jón Skúlason sagði að langur
vegur væri frá því að þetta væri
rétt. Sagðist hann undrandi á
þessum ummælum fulltrúa
verðlagsstjóra. Þykir rétt að taka
hér fram að Kristján Andrésson
gat þuss í laugardagsblaðinu að
hann hefði sagt þessi orð sem
almennur símnotandi en ekki í
krafti embættis síns.
Póstur og sími hefur alls ekki
fengið þær hækkanir sem taldar
eru nauðsynlegar til þess að fjár-
Ekki einu sinni simaklefinn fyrir
framan lögregiustöðina fær að
vera í friði fyrir skemmdar-
vörgum.
DB-mynd Ragnar Th.
festingar geti verið eins og bezt
verður á kosið og ef uppfylla ætti
allar óskir almennings í símalegu
tilliti. Ef svo ætti að vera vantaði
tvo milljarða á þessu ári.
Eins og þegar hefur komið
fram bíður fjöldinn allur af fólki
eftir því að fá síma. Jón sagði að
yfirleitt væri reynt að halda eftir
nokkrum númerum við hverja
stöð til þess að þeir, sem teldust
nauðsynlega þurfa á síma að
halda atvinnu sinnar vegna eins
og t.d. læknar geti fengið síma
strax. í Reykjavík einni bíða um
sex hundruð manns eftir síma.
Jön Skúlason sagði að forráða-
mönnum símamála þætti skjóta
nokkuð skökku við að síminn
skuli þurfa að greiða 104-106%
aðflutningsgjöld af öllu efni sem
þeir flytja inn. Einnig fær ríkið
sjálft um einn milljarð í söluskatt
af símaþjónustunni. „Okkur
Hafsteinn Þorsteinsson símstjóri, verkfræðingarnir
son, Bragi Kristjánsson og Jón Skúlason.
þykir í hæsta máta óeðlilegt að
þessi upphæð skuli ekki renna til
stofnunarinnar, heldur til upp-
byggingar hjá öðrum stofnunum.
Er ætlast til þess að við stöndum
undir öllum framkvæmdum og
fjárfestingum sjálfir,” sagði Jón
Skúlason.
Fram kom að á íslandi er yfir-
leitt meiri ásókn i síma en í
öðrum löndum. Erlendis eru al-
menningssímar á hverju strái, en
þeir eru aftur á móti fáir hér.
Hafsteinn simstjóri upplýsti að
bæjarsíminn væri nú um það bil
að gefast upp á því að endurnýja
almenninessímana í Reykjavík.
Þeir eru eyðilagðir jafnóðum og
þeim er komið fyrir. Meira að
segja símaklefinn fyrir framan
sjálfa lögreglustöðina fær 'ekki að
vera í friði. Einnig stendur til að
setja upp nýja almenningssíma í
Kópavogi og Hafnarfirði en
einnig þar hefur gengið mjög illa
að halda þeim í lagi fyrir
skemmdarvörgum.
Verkfræðingarnir bentu á að ef
almenningssímar væru jafn al-
mennir og í öðrum löndum nýttist
símakerfið miklu betur fyrir al-
menning, sérstaklega á stöðum,
þar sem uppbygging er hröð, og
nefndu þeir sem dæmi t.d. Mos-
fellssveit.
-A.Bj.
Fjárskorturinn ekki fyrirsláttur, segja f orráðamenn síma
RÍKIÐ FÆR MILUARÐ í
KASSANN AF SÍMAÞJÓNUSTU