Dagblaðið - 14.02.1978, Page 9

Dagblaðið - 14.02.1978, Page 9
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 1978. 9 Alþjóðabankinn rekur erindi alþjóðlegra auðhringa segir í yf irlýsingu Elíasar Davíðssonar kerff isf ræðings og Engilberts Guðmundssonar hagf ræðings Alþjóðabankinn rekur erindi fjölþjóðafyrirtækja, það er al- þjóðlegra auðhringa, segir í yfirlýsingu frá Eliasi Davíðs- syni kerfisfræðingi og Engil- bert Guðmundssyni hagfræð- ingi, sem þeir félagar sendu vegna ráðstefnu um bankann f gær. Ráðstefnan var haldin á vegum Félags Sameinuðu þjóð- anna á tslandi. Þeir félagar segja, að megin- markmið bankans séu þrjú. I fyrsta lagi að finna hagvænleg fjárfestingartækifæri fyrir eig- endur fjölþjóðafyrirtækja- t öðru lagi að auka hagkvæmni og arðsemi fjárfestingar slfkra fyrirtækja og f þriðja lagi að tryggja réttarstöðu þessara fyrirtækja gagnvart einstökum rfkjum. Þessum markmiðum nái Alþjóðbankinn meðal ann- ars með þvf að láta framkvæma forrannsóknir um hagkvæmni tiltekinna framkvæmda eða fjárfestingar, sem gætu komið fjölþjóðafyrirtækjum að notum. Bankinn notfæri sér oft ókeypis þjónustu UNIDO, Iðn- þróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, við slíkar rann- sóknir. Séu niðurstöður jákvæðar, sé fjölþjóðafyrir- tækjum gert viðvart. Þá láni bankinn fyrst og fremst til undirstöðufram- kvæmda, sem geri fjárfestingu fjölþjóðafyrirtækja f viðkom- andi löndum arðbæra. Megi þar nefna lán til virkjanagerðar, hafna- og vegagerðar og til stofnunar fagskóla til að „fram- leiða agað og þjálfað vinnuafl handa fjölþjóðafyrirtækjun- um.“ í samningum bankans við ríki sé hinn innlendi kostnaðar- þáttur ætfð takmarkaður en þáttur erlendra aðila ríkjandi. Bankinn reki gerðardóm, ICSID, sem eigi að leysa deilur milli rfkja og erlendra fyrir- tækja, þannig að útkoman verði hinum erlendu aðilum f hag. Bankinn setji f samningum við ríki ákvæði, sem tryggi afkomu erlendra fyrirtækja og áfram- haldandi aðstöðu. SAMSKIPTI VIÐ ÍSLAND „KENNSLUBÓKARDÆMI" Samskipti Alþjóðabankans við fslenzka rfkið séu góð kennslubókardæmi um þessar aðferðir. Annars vegar, segja þeir félagar, tryggi samningar fslenzka rfkisins við Alusuisse, að deilum þeirra á milli eigi að vfsa til gerðardóms bankans í Washington. Hins vegar eru sett f lánasamningum bankans við fslenzka rfkið vegna Sig- ölduvirkjunar ákvæði, sem tryggja afkomu og aðstöðu AIu- suisse á íslandi. Samkvæmt samningum þessum falla lán vegna Sigölduvirkjunar í gjald- daga, ef fslenzka rfkið endur- skoðar samninga sfna við Alu- suisse án samráðs við bankann. Þeir félagar, Elías og Engil- bert, segja, að fyrirgreiðsla bankans við gerræðisstjórnir, svo sem f Chile, hafi fyrir löngu opnað augu manna fyrir því, í hvers þjónustu bankinn starfar. Bankinn neiti að lana þjóðum, sem hafna ítökum fjöl- þjóðafyrirtækja. Bankinn sé lauslega tengdur Sameinuðu þjóöunum. Skipan hans sé ekki lýðræðisleg, enda ákvarðist stjórnun hans og stefna af hlutafjáreign aðildar- ríkja. Ráðandi öfl séu þvf Bandaríkin og fáein auðug rfki, sem séu einnig heimastöðvar stærstu fjölþjóðafyrirtækj- anna. Því vara þeir félgar við málflutningi fulltrúa bankans. HH Hjá Baháíum er nú árið 134 — nítján mánuðir í árinu og nítján dagarí mánuðinum. Trúarleiðtogi þeirra í stuttri heimsókn hér „Við trúum því að guð sé enn að skapa manninn. Fyrst skapaði hann líkamann og að okkar dómi hefur hann enn ekki lokið við að skapa huga hans.“ Eitthvað á þessa leið mælti Muhajir, pers- neskur læknir, sem búsettur er í London við blm. Dagblaðsins. Hann er einn af tuttugu og sjö svokölluðum höndum málstaðar guðs og hefur sérstaka stöðu inn- an Baháítrúarbragðanna. Kom hann hingað til lands á dögunum til skrafs og ráðagerða við trú- bræður sfna á íslandi og til þess að útbreiða Bahai-trú. Á Islandi eru um hundrað og fjörutíu sem eru Baháítrúar, en voru milli fjögur og fimm hundruð fyrir tveimur árum. En samkvæmt íslenzkum lögum mega menn fekki tilheyra nema einum trúarbrögðum, þannig að ef þú ert Baháítrúar geturðu ekki tilheyrt íslenzku þjóðkirkjunni. Muhajir læknir kom hingað til lands frá Jóhannesarborg þar sem hann hitti einnig trúbræður sína. Lauk hann miklu lofsorði á hina íslenzku Baháía, taldi hann íslendinga bæði rólega, friðsama og framúrskarandi gestrisna. Héðan hélt Muhajir til Kaup- mannahafnar. Nú eru um 80 þúsund Bahaía samfélög i heimin- um en stjórnarfarskerfið það sem ríkjandi er f Baháftrúnni er sett fram af upphafsmanni hennar, Bahaullah, sem fæddur var f Persíu fyrir rúmlega hundrað árum. Þeir sem aðhyllast Baháitrú hafa annað tímatal en kristnir menn. Hjá þeim er nú árið 134, en tímatalið er miðað við fæðingu upphafsmanns trúarbragðanna, Bahaullah. í hverju ári eru 19 mánuðir og í hverjum mánuði eru 19 dagar. 19. hver dagur er eins konar samkomuagur hins trúarlega samfélags. í hverju samfélagi eru um tuttugu manns hér á íslandi og þar sem hér eru engin musteri kemur samfélagið saman á heimili einhvers úr þvf. Trúarsamkomur sfnar kalla Baháí trúarmenn Dýpkun, þar sem þeir leita á sjálfstæðan hátt að sann- leikanum. Svæðisráð Baháía eru nú síarfandi í Reykjavík, Hafnar- firði, Kópavogi, Njarðvik, Kefla- vík, Hveragerði og Neskaupstað. Stefnt er að stofnun svæðisráðs á ísafirði og á Akureyri. Stjórnarfarskerfi Baháítrúar- innar er sett fram af spámannin- Gullpeningurínn kostar Iitlar200þúsund krónur Ef þú átt um 200 þúsund krónur á lausu þá geturðu feng- ið þér gulleintak af „heims- meistarapeningi" Skáksam- bands Islands. Peningurinn er að koma á markað þessa dag- ana. Utgáfan var ákveðin skömmu eftir að Jón Loftúr Arnason varð heimsmeistari unglinga sl. ár, og með peningn- um á að minnast afreks þessa fyrsta heimsmeistara okkar ís- lendinga. „Heimsmeistarapeningur- inn“ er annar peningurinn í 'sérstakri minningspeningá- seríu um íslenzka afreksmenn i skák. Sá fyrri var sleginn 1975 og tileinkaður Friðriki Ólafs- syni stórmeistara. Kaupendur þess penings eiga nú forkaups- rétt í einn mánuð að sömu núm- erum „heimsmeistarapenings- ins". Upplag heimsmeistarapen- ingsins er 500 brons-, 200 silfur- og 25 gullpeningar, sem allir eru númeraðir. Upplag Frið- riks peningsins hefur nú verið minnkað til samræmis, en ennþá fæst hann í takmörkuðu upplagi. Heimsmeistarapeningurinn er stór og mjög upphleyptur, þvermál 5 cm, þykkt um 4,5 mm og þyngt 70 grömm, nema gull- peningins, sem verður 90 grömm. Helga R. Sveinbjörns- dóttir hannaði peninginn sem sleginn er hjá ÍS-SPOR í Reykjavík. Verð gullpeningsins er breytilegt og fer eftir gullverði á hverjum tíma. Nú er verð peningsins um 200 þúsund krónur. Helmingi af nettó-ágóða af sölu peningsins verður varið til að mynda verðtryggöan sjóð til styrktar Jóni L. Arnasyni á skákbrautinni. - ASt. Muhajir, læknirinn persneski, sem er einn af tuttugu og sjö æðstu mönnum Baháitrúarinnar. ilann kom hingað til lands til þess að útbreiða trú sína. DB-mvndir Hörður. um sjálfum, Bahaullah. Það bygg- ist á svonefndum andlegum ráð- um hjá hverri þjóð og í hverju héraði og er kosið til þeirra einu sinni á ári. Ráðið sem skipað er níu meðlimum hefur aðeins vald sem heild og nýtur engra sérrétt- inda eða valdaaðstöðu nema sem slík. Yfir þessum andlegu ráðum er svonefnt Allsherjarhús réttvís- innar sem hefur aðsetur í Haifa í tsrael. -A.Bj. Eins og sagt var í Kanasjónvarpinu: ,,lf you smoke you wake up inbed dead” Algengasta dauðaorsök við eldsvoða er kæruleysi við reyk- ingar. Á þetta þó sérstaklega við þá sem reykja eftir að þeir eru komnir i rúmið. Ymist sofna menn út frá vindlingnum eða þá að þeir missa glóð í sængurfötin án þess að taka eftir því. Og sængurföt eru afbragðs eldsneyti. þegar eldur logar í sængurfötum myndast fljótlega kolsýringur sem veldur algeru meðvitundar- leysi þess sem í rúminu liggur. En reykingamenn geta kveikt í þótt þeir geri það ekki í rúminu. Þannig hafa margir það fyrir sið að tæma öskubakka ævinlega strax í bréfakörfur. Glóð getur mjög auðveldlega leynzt í bakkan- um án þess að eftir því sé tekið og þegar hún kemst í pappirinn í körfunni færist f jör í leikinn. Þá hefur margur eldsvoðinn orðið vegna þess að reykinga- menn missa glóð ofan i bólstruð húsgögn. Glóðin lifir án þess að nokkur viti og það getur kraumað eldur í slíkum húsgögnum í marga klukkutíma áður en hann nær að blossa upp. Húsgögnin eru úr þannig efni, rétt eins og sængurfötin, að þegar þau brenna myndast kolsýringur sem veldur meðvitundarleysi. Reykingamenn: Reykið ekki í rúminu. tæmið aldrei öskubakka án þess að ble.vta vel í því sem í þeim er og látið þá helzt standa eftir það i nokkra tíma; missið ekki glóð i bólstruð húsgögn. Hafið það í hugn s«>>n sagt var i Kanasjónvarpinu fyrir nokkrum árum: If you smoke in bed. vou wakeupdead. I •>» Reykingar i rúminu eru sízt minna feigðarflan en það að stinga upp í sig hlaðinni bvssu.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.