Dagblaðið - 14.02.1978, Page 10
10
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRUAR 1978.
Útgefandi _ . .. _ .
Framkvæmdastjori: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jonas Knstjánsson.
Fróttastjóri: Jón Birgir Pétursson. Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason. Skrifstofustjóri ritstjórnar:
Jóhannes Reykdal. íþróttir: Hallur Símonarson. AAstoöarfrettastjóri: Atli Steinarsson. Handrit:
Ásgrímur Palsson.
Blaðamenn: Anna Bjarnason, Ásgeir Tomasson, Bragi Sigurösson, Dóra Stefánsdóttir, Gissur
Sigurðsson, Hallur Hallsson, Helgi Pótursson, Jónas Haraldsson, Ólafur Geirsson, Ólafur Jónsson,
Ómar Valdimarsson, Ragnar Lár.
Ljósmyndir: Árni Páll Jóhannsson, Bjarnleifur Bjarnleifsson, Höröur Vilhjálmsson, Ragnar Th.
Sigurösson, Sveinn ÞormóÖsson.
Skrifstofustjóri: Ólafur Eyjólfsson, * Gjaldkeri: Þráinn. Þorleifsson. Dreifingarstjóri: Már E.M.
Halldórsson.
Ritspórn Siöumula 12. Afgreiösla Þverholti 2. Áskríftir, auglýsingar og skrifstofur Þverholti 11.
AAalsími blaösins 27022 (10 línur). Askrift 1700 kr. á mánuöi innanlands. mds. í lausasölu 90 kr.
i lausasölu 90 kr. eintakiö.
Setning og umbrot: Dagblaöiö og Steindórsprent hf., Ármúla 5.
Mynda-og plötugerö: Hilmir hf. Síöumúla 12. Prentun: Árvakur hf. Skeifunni 19.
Daqblaöiö hf
ÍBIAÐW
frjálst, óháð dagblað
Tímamótaför Sadats til Bandaríkjanna:
ALMENNINGSÁLITK)
Á SVEIF EGYPTA
— Breytingin vekur ugg ísraelsmanna
Sfminn úrskoróum
Símaskortur er orðinn svo mikill
víða um land, að ekki eru einu
sinni aflögu neyðarnúmer fyrir
lækna við sumar stöðvarnar. Þær
eru þegar gernýttar og fjöldi
manns er á biðlistum.
Á Norðurlandi einu bíða um 500
manns eftir síma. Sumir hinir fremstu á listan-
um á Sauðárkróki hafa beðið í tvö ár. Enn verra
er ástandið í Reykjanesumdæmi. Stöðvarnar í
Sandgerði og Garðinum fylltust fyrir mörgum
árum. Biðlistar eru sífellt að lengjast í Kópa-
vogi, Breiðholti og Mosfellssveit.
Sums staðar hafa menn von um lausn síðar á
þessu ári, annars staðar á næsta ári eða í lok
næsta árs. Sums staðar hafa svo enn ekki verið
gerðar áætlanir um stækkun símstöðva.
Yfirvöld Pósts og síma hafa misst tökin á
uppbyggingu símamála. Rekstrartekjurnar
nægja ekki lengur til eðlilegrar uppbyggingar
símakerfisins. Neyðarástandið magnast með
hverri vikunni.
Yfirmenn símans telja hækkanir símgjalda
hafa verið heimilaðar seint og illa. Síminn
þurfi á slíkum hækkunum að halda, úr því
krafizt sé, að hann lifi af eigin rekstrartekjum.
Að öðrum kosti þurfi hann tveggja milljarða
króna styrk frá ríkinu á ári hverju næstu árin.
Sem dæmi um rangar gjaldskrár nefna yfir-
menn símans, að menn borgi ekki nema 32
þúsund krónur fyrir að fá síma. Tenging síma
kosti stofnunina hins vegar 400 þúsund krónur
í þéttbýli og 800 þúsund krónur í strjálbýli. Er
þá kostnaður við langlínur ekki talinn með.
Sennilega þarf að hækka þetta gjald fyrir
fyrstu innlögn í hús. Hins vegar eru ýmis
önnur gjöld símans óheyrilega há. Má þar
nefna skipti á símanúmerum í húsi, allan auka-
búnað, svo og allt, sem viðkemur telexi.
Margir segja, að það séu ekki styrkir né
hækkanir, sem síminn þurfi á að halda, heldur
bættur rekstur. Víða sjá menn óþarfan tví-
verknað. Dagblaðsmenn hafa til dæmis undr-
ast, að leggja hefur þurft tvisvar línur í götur
til að koma fyrir símstöð blaðsins.
Staðreyndin er sú, að einkaréttarstofnunum
hættir til að verða dýrar í rekstri, þótt stjórn-
endur þeirra reyni að gera sitt bezta. Við slíkar
aðstæður verður mjög óáþreifanlegt, hversu
mikið eðlilegt er, að hver framkvæmd kosti.
Margir eru óánægðir með þau undanbrögð,
sem yfirmenn símans hafa sýnt, þegar þeir
hafa verið hvattir til að bjóða út tæki, búnað og
verk. Slík undanbrögð hljóta að vekja grun-
semdir um, að ekki sé allt meó felldu.
Slík útboð eru talin framkvæmanleg er-
lendis. Með þeim er unnt að ná kostnaðinum
niður, svo sem reynslan sýnir á öðrum sviðum.
Hvað segðu menn, ef Landsvirkjun byði ekki út
allan búnað og öll verk?
Yfirmenn Pósts og síma hafa ekki góða að-
stöðu til að kenna lágum gjöldum um neyðar-
ástand símamála. Þeir kunna samt að hafa rétt
fyrir sér. Altént er neyðarástandið óþolandi og
kallar á neyðaraðgerðir til lausnar.
Sennilegt er að Bandaríkja-
för Sadats Egyptalandsforseta,
sem nýlokið er, eigi eftir að
marka tímamót. Eftir heim-
sóknina er samstaða Carter-
stjórnarinnar með Sadat ljós og
einnig velvilji þingsins og slíkt
gæti leitt almenningsálitið í
Bandaríkjunum frá hinum
hefðbundna stuðningi við
Israel.
Þegar Sadat kom til Banda-
rfkjanna var álit þarlendra á
honum það að hann væri hug-
rakkur en óútreiknanlegur leið-
togi sem hefði gert djarfa til-
raun í Miðausturlöndum.
Fimm dögum seinna hafði álit
aimennings breytzt. Þarna fór
fulltrúi friðarins. Greinilegt er
að Sadat hefur einnig haft
áhrif á opinbera embættismenn
og þingmenn, jafnvel þá sem
hafa verið hliðhollir ísrael.
Jafnvel staðfastir stuðnings-
menn Israelsríkis eins og demó-
kratinn Henry Jackson
öldungardeildarþingmaður létu
hlýleg orð falla 1 garð Sadats.
FRIÐARGLUGGINN
0PINN
Embættismenn hafa lýst því
yfir að þeir geti samþykkt nær
allt það sem Sadat hefur sagt
um tengslin við ísrael, nema
hvað ekki eru allir sáttir við að
selja Egyptum bandarisk vopn.
Það er eftirtektarvert að
Sadat hefur ekki ráðizt á Mena-
chem Begin, forsætisráðherra
Israels, persónulega heldur
lagt á það áherzlu að friðar-
glugginn væri opinn.
Það urðu mörgum Banda-
rfkjamönnum vonbrigði er
Sadat sleit friðarviðræðunum
við Israelsmenn svo skyndilega
I sfðasta mánuði. En í viðræð-
um sfnum við Carter Banda-
ríkjaforseta virðist Sadat hafa
skýrt ástæður þess á full-
nægjandi hátt. Skilningur
hefur komið fram hjá opin-
berum aðilum í Bandarfkjun-
um á gagnrýni Egypta á Israels-
menn, þar sem ísraelsmenn eru
/tPt\
t£J27
Anwar Sadat. Teikning Ragnar
Lár
ásakaðir um að þræta um of um
smáatriði, en ræða ekki það
sem máli skiptir.
Er Sadat minntist á ólöglega
búsetu ísraelsmanna á her-
numdu svæðunum var komið að
einu helzta ágreiningsmáli
þjóðanna, en þar fékk Sadat
stuðning Carters Bandarfkja-
forseta, sem telur frekari
búsetu Israelsmanna í Sfnaí
ólöglega.
Annar ágreiningspunktur á
milli Bandarfkjanna og Israels
er tilvist Palestínurfkis. Israel
hefur aldrei fallizt á heimarfki
Palestinumanna sem væri f
tengslum við Jórdan eins og
Bandaríkjamenn hafa lagt til.
Sadat hefur hins vegar krafizt
þess að komið yrði upp sjálf-
Stæðu rfki Palestínumanna á
bökkum Jórdanár.
Það er hald manna að al-
menningur í Bandarfkjunum sé
því hliðhollur að komið verði á
fót heimarfki Palestfnumanna f
einhverri mynd.
ÍSRAELSFERÐ SADATS
BREYTTI SK0ÐUNUM
BANDARÍKJAMANNA
Árangursrfk för Sadats til
Bandaríkjanna er afleiðing af
hinni sögufrægu Israelsheim-
sókn hans 20. nóvember sl. Með
þvf að takast þá ferð á hendur
og taka þá áhættu sem Sadat
gerði breytti hann almenn-
ingsálitinu f Bandaríkjunum.
Margir bandarískir þingmenn
hafa greint frá því að þeir telji
Begin forsætisráðherra Israels
enn ekki hafa svarað þvl stóra
skrefi sem Sadat tók þá.
Þá virðast bandarfskir fjöl-
miðlar einnig óánægðir með
Israelsstjórn, sérstaklega hvað
varðar áframhaldandi búsetu á
herteknu svæðunum. Eftir að
mjög gagnrýnir leiðarar birtust
f stórblöðunum New York
Times og Washington Post
svaraði sendiherra Israels í
Bandaríkjunum Simcha Dinitz
með bréfi, þar sem hann sagði
að Begin hefði aldrei lofað
Hlemmiskeiði ríkis-
stjómarínnar að Ijúka?
Þessar efnahagsráðstafanir
eru, eins og við var að búast, af
þvf taginu sem kallast getur
,,klassfskt“, en það er að sjálf-
sögðu gengisfelling — þetta
gamalkunna kák sem allar
rfkisstjórnir hafa gripið til
þegar afleiðingar lélegrar
stjórnar eru farnar að keyra.
um þverbak. Eins og tfðkazt
hefur á undanförnum ára-
tugum þá renna fslenzk stjórn-
mál enn þann tregðubundna
farveg mistaka og meðal-
mennsku sem tryggir áfram-
haldandi niðurlægingu þjóðar-
innar.
Ekki bólar á raunhæfum
11 11
aðgerðum fremur en endranær,
en uppi eru að vanda tfma-
bundnar ,,reddingar“, smá-
skammtalækningar, venjulegar
,,neyðarráðstafanir“. Það er
látið að þvf liggja að höfuð-
vandamál atvinnuveganna séu
launagreiðslur. Þessi, laun sem
alla starfsemi ætla að drepa eru
lægstu vinnulaun f Evrópu, að
Portúgal undanskildu. Þessi
laun sem allt setja á annan
endann f hraðfrystiiðnaði á
•Islandi eru nálægt þvf að vera
20% af mánaðarlaunum ráð-
herra.
Þessi vinnulaun sem eru að
setja frystiiðnaðinn á hvínandi
hausinn eru álfka mikil á
mánuði fyrir botnlaust strit í
bónus og þingmannalufsurnar
hafa ákveðið upp á sitt ein-
dæmi að þeir skyldu hafa skatt-
frjáls á hverjum mánuði. Á bak
við þessi lægstu laun f Evrópu
fyrir utan Portúgal, sem fslenzk
frystihús stynja undan, á bak
við þau liggur meiri verðmæta-
sköpun í beinhörðum gjaldeyri
en f nokkurri annarri fram-
leiðslu hérlendis. Það skyldi nú
ekki hafa læðzt að einhverjum
sá grunur að eitthvað væri
brogað við skipulagið á
bænum?