Dagblaðið - 14.02.1978, Qupperneq 11
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRUAR 1978.
Fjöískylda Sadats, kona hans Jehan, dætur og tengdasynir.
Carter að koma í veg fyrir
frekari búsetu á herteknu
svæðunum. Slík svör sendi-
herra eru mjög óvenjuleg við
gagnrýni á viðkomandi land.
Öánægjan með Israel virðist
breiðast út um Bandaríkin og
formaður bandarísku Gyðinga-
samtakanna, Manuel Silver,
hefur sagt í samtali við Reuter
fréttastofuna að hugsanlegt sé
að almenningsálitið verði frá-
hverfara Israel en verið hefur.
Hann bætti hins vegar við að
ólíklegt væri að mikil breyting
yrði, væri litið til þess mikla
stuðnings sem bandaríska
þjóðin hefur veitt Israel í gegn-
um tíðina.
BREYTINGIN
VEKUR UGG
ÍSRAELSMANNA
Enginn vafi leikur á því að
Bandarikjamenn velta fyrir sér
hvað sé að gerast. Á borðinu
liggur friðarviðleitni Sadats
gegn ósveigjanleika Israels-
manna varðandi búsetu á her-
teknu svæðunum. Það er því
ekki að undra að Bandaríkja-
menn, sem yfirleitt hafa fylgt
ísraelsmönnum að málum, séu
dálítið ráðvilltir þessa dag-
ana.
Israelskir sendiráðsmenn í
Bandaríkjunum hafa einnig
viðurkennt að þeir óttast þau
áhrif sem heimsókn Sadats
hefur haft. Þeir hafa haldið því
fram að hann hafi beitt fjöl-
miðlum fyrir sig en staðreyndin
er reyndar sú að mestum tíma
sínum varði Sadat i viðræður
við áhrifamikla stjórnmála-
menn.
Ljóst er að Sadat hefur unnið
þessa orustu og þrátt fyrir
skyndiheimsókn Dayans, utan-
ríkisráðherra ísraels, til Banda-
ríkjanna nú þessa dagana hefur
hallað á ísrael.
AD HRÆRA í
KAFFIBOLLA MEÐ
SKURÐGRÖFU
Á sama tíma og fiskvinnslan í
landinu er talin vera á hvínandi
hausnum heyrist ekki minnzt
einu orði lengur á það, að tap sé
í útgerð fiskiskipaflotans, þótt
á allra vitorði sé að hann er
helmingi of stór. Þvert á móti
er búið að ganga frá því, svo
lítið bar á, að til viðbótar komi
17 nýir skuttogarar til landsins
á árinu 1978. Þeir sem vilja
I vita, þeir vita að þessir skut-
togarar verða ekki gerðir út á
þverrandi þorskstofn. Þessir
togarar verða gerðir út á sjóða-
kerfið margfræga og það skipti
í sjálfu sér engu máli hvort þeir
færu á sjó eða flytu á Þingvalla-
vatni eða Tjörninni í Reykja-
vík. Þeir sem kaupa þessa
togara, að nafninu til, ætla sér
auðsjáanlega að græða á ein-
hverju öðru en fiskveiðum.
Það þarf ekki að leiða rök að
því að rekstur fiskiskipaflotans
eins og hann er nú orðinn hlýt-
ur að vera þjóðhagslega óhag-
kvæmur þar sem nú eru tvö
rándýr skip um sama ársafla og
eitt var áður. Það skyldi nú
ekki 'vera svo að búið sé að
millifæra tapið á rekstri skip-
anna yfir á fiskvinnsluna og
Kjallarinn
Leó M. Jónsson
þar liggi hundurinn kirfilega
grafinn, en reynt að kenna því
um vandann að frystiiðnaður-
inn sé farinn að greiða kaup
sem nokkurn veginn þolir dags-
_________Gömiu húsin:__
Á almenningur engu
að ráða?
Er ég var í barnaskóla lærði
ég eins og flest önnur börn um
sorgleg afdrif handritanna
okkar sem þá voru í höndum
annarra en okkar sjálfra. Ég
man að þetta hafði mikil áhrif á
mig. Hvernig gátu forfeður
okkar verið svo heimskir að
gefa handritin? Og nú væru
þessir hlutir tapaðir okkur
fyrir fullt og allt. Annað kom
þó á daginn eins og við vitum
öll þó ekki væri það okkur
Islendingum að þakka.
En ég nota þessa sögu fyrst
og fremst sem dæmi um að
menn eruv sjaldnast spámenn
sinna tíma. Hvernig i ósköpun-
um gat gömlum bónda á 16. eða
17. öld dottið í hug að hann ætti
bækur sem seinna hefðu
ómetanlegt gildi?
Þetta var saga handritanna.
Við eigum líka sögu um síðasta
geirfuglinn. Hann kom aldrei
aftur nema uppstoppaður og
gervi. En hvað með hús?
Munum við í framtíðinni aðeins
horfa á myndir eða likön af
húsum forfeðra vorra. Og þá
spyr ég. Hver vill taka á sig þá
ábyrgð að fjarlægja og eyði-
leggja þau hús sem sögulega,
byggingalega og á annan hátt
hafa mjög sérstakan feril?
ERU TIMBURHÚS DRASL?
Ég er svo sem enginn sér-
fræðingur í byggingastíl og
sögu gamalla húsa. Hitt veit ég
þó, að mörg gömul hús eru í
upphafi ákaflega vel byggð.
Reyndar er það rétt að mörg
þeirra eru illa farin, en það er
fyrst og fremst vegna vanhirðu
sem oft hefur verið svo árum,
ef ekki áratugum, skiptir.
Á unglingsárum var ég viss
um að timburhús væru 2. ef
ekki 3. flokks húsnæði. Allir
sögðu að þau væru dýr 1 við-
haldi, erfið í sölu o.s.frv. Nú,
svo gerist það að ég öðlast mína
eigin reynslu, kaupi gamalt
hús.
Fyrir einum 25 árum átti að
rífa húsið og frá þeim tíma
hefur lítið sem ekkert viðhald
verið á því. Þakjárn var ónýtt.
En þrátt fyrir það voru ekki
nema 3 fjalir ónýtar í þak-
klæðningu hússins. Ungir
trésmiðir undrast mjög magn
og gæði þess viðar sem er i
húsinu. Allir veggbitar eru
tvisvar til þrisvar sinnum
þykkari en gerist I timburhús-
um sem byggð eru í dag. I
burðarveggjum eru 5x5 tommu
bitar, (13x13 cm) og 6x6 tommu
(15x15 cm) þar sem burður
þarf að vera mikill. Gólfin eru
Kjallarinn
Dnfa Kristjánsdóttir
þreföld þ.e. gólf, milligólf,
(sem er fullt af sandi og klætt
með pappa, en hlutverk þess er
m.a. eldvörn og hljóðeinangr-
un) og svo kemur loftklæðn-
ing. Gólffjalirnar eru miklu
þykkari en það parket sem selt
er nú dýrum dómum inn í ný
hús og loftklæðningin myndi
sóma sér vel í einhverju hús-
anna í Laugarásnum.
Og þetta hús átti að hverfa
fyrir annað hús sem reyndar
var byrjað að byggja en aldrei
fullgert. Og hvers vegna? Jú,
það er timburhús, byggt um
aldamótin og slíkt er í flestra
augum drasl.
Já ég fullyrði að flestir liti á
timburhús sem drasl. Því finnst
mér við engu betri en forfeður
okkar er þeir sáu ekkert verð-
mætt í handritum þeim er þeir
höfðu handa á milli, enda voru
þau gömul, velkt og marglesin.
RÁÐA STJÓRNMÁLAMENN
OG PENINGAR?
Hvernig er það annars? Ætli
skoðanir almennings ráði alls
engu um framkvæmd mála hér
á landi? Mér er ofarlega í huga
hin mikla andstaða sem Seðla-
bankahúsið fékk á sinum tíma.
Þar virtist almenningur hafa
áhrif, því hætt var við fram-
kvæmdir. Svo liðu nokkur ár,
menn héldu að þeir hefðu náð
sínu fram. En þá var allt í einu
Seðlabankahúsinu snúið upp í
loft, því aðeins hnikað til, og
ákveðið að fara nú að byggja.
Hvernig er það til dæmis með
Bernhöftstorfuna? Stjórnvöld
aðhafast ekki neitt í málinu
meðan að mótmælaaldan
stendur sem hæst. Ailt er látið
grotna niður, húsin brenna, og
almenningur slævist smám
saman. Það er heldur ekkert
skrýtið þvf engin ákvörðun er
tekin i málinu. Er landinu sem
sagt stjórnað þannig, að stjórn-
völd vita fyrirfram hvað þau
ætla að gera, þykjast aðeins
hlusta á hinn almenna borgara,
en endirinn verður svo sá að
upphafleg stefna fer í gegn án
tillits til allra ummæia og
mótmæla?
Nýlega sat stjórn Torfusam-
takanna fund með forsætisráð-
herra. Þar sagði sá mæti maður
að hann vildi láta rífa Torfuna
og fá lítil og falleg hús í
staðinn, er myndu tengja
Stjórnarráðið og Menntaskól-
ann. Hann hélt því jafnframt
fram að húsin væru ljót, þeim
fyigdi engin saga og því væru
þau best feig. Þetta sagði hann
hafa verið skoðun sína lengi.
Ég verð að segja að mér fannst
forsætisráðherra taia þarna af
mikilli vankunnáttu og ein-
feldni. Ekki að ég sé fróðari en
hann, en það eru aðrir i þessu
máli. Ég hlustaði t.d. á erindi
Harðar Ágústssonar listmálara
i máli og myndum um Bern-
höftstorfuna fyrir skömmu.
Þarna var maður sem sýndi
fram á gildi Torfunnar bæði
sögulega og byggingafræðilega
séð. Verður ekkert farið eftir
ráðleggingum manna eins og
hans? Eru þjóðminjavörður,
eða forstöðumaður Arbæjar-
safns ekki spurðir álits? Hvað
um þjóðhátta- og fornleifafræð-
inga okkar? Eru þeir einhvers
staðar inni í myndinni, eða ráða
aðeins stjórnmálamenn og pen-
ingar?
Drifa Kristjánsdóttir
kennari
ljós? Hvarflar það ekki að
neinum stjórnmálamanninum
að hagkvæmni fiskveiða, þar
sem helmingi fleiri skip en þörf
er fyrir, eru að bardúsa við
þann afla sem leyfilegt er að
veiða, getur ekki verið mikil?
Ætli sú hagkvæmni sé ekki
álíka og af því að hræra í kaffi-
bolla með skurðgröfu?
ÞAR SEM HALLAREKSTUR
ER SÉRGREIN
Það er undarlegt að það skuli
aldrei vera litið á ríkisstjórn
sem einhvers konar rekstrar-
stjórn á sama hátt og yfirstjórn
fyrirtækja. I rauninni er, eða
öllu heldur ætti að vera, eitt af
aðalmarkmiðum hennar að
reka þjóðarbúið með hagnaði.
Ef svo væri í pottinn búið væri
ekki lengur neinum blöðum um
það að fletta að sú ríkisstjórn
sem nú er við völd gæti aldrei
stjórnað fyrirtæki án þess að
það færi á hausinn. Megintil-
gangur þeirra er sitja í ríkis-
stjórn virðist vera sá að tryggja
sér völd til þess að skara eld að
sinni köku. Völdin eru notúð til
að beina alls kyns fyrirgreiðslu
og fjármagni ofan i vasa
gæðinga og flokksmanna í
krafti aðstöðunnar og svo lengi
sem stætt er. Því lengur sem
þeim tekst að lafa við stjórnvöl-
inn, því fleiri flokksmenn fá
öruggar stöður, því fleiri
flokksmenn fá umbun fyrir
stuðning við flokkinn, því fleiri
hálfhrunin húshræ eru keypt
fyrir morð fjár, því meiri
verður þjóðarskaðinn eftir því
sem stjórninni tekst að lafa.
Frá völdum tekst ekki að
hrekja þá fyrr en þjóðin er á
þeim vonarveli að stórfellt at-
vinnuleysi blasir við með
stöðvun atvinnuveganna.
Þessu stigi stjórnartímans
fylgir þó venjulega sú vissa að
stutt sé i nýjar kosningar, nýja
ríkisstjórn, sein er vissulega
tilbreyting þótt hún taki yfir-
leitt til við sama sukkið af enn
meiri krafti en sú sem við
losnuðum við.
Nú er einmitt þessu lokastigi
stjórnarinnar náð. Allar fram-
leiðslugreinar i landinu eru
reknar með dúndrandi tapi,
néma þær stóriðjur sem ekki
eiga undir íslenzk lög að sækja,
heldur sérstaka löggjöf sem
sniðin er eftir erlendum
fyrirmyndum fyrir alvöru at-
vinnurekstur og alvöru ríkis-
stjórnir. Ekkert borgar sig að
vinna í landinu lengur. Hægt er
að flytja inn skipskrokka með
vélinni í, fyrir sama verð og
islenzkar skipasmfðastöðvar
þurfa að greiða fyrir óunnið
stál í sams konar skip. Ullina
borgar sig að flytja út óunna en
sé framleitt úr ullinni innan-
lands skilur það ekkert eftir sig
nema bullandi tap. Hráefni til
niðursuðu borgar sig að selja
útlendingum fremur en að taka
það til vinnslu innanlands.
I málmiðnaðí borgar sig
ekkert lengur nema inn-
flutingur á efni og efnissala.
Það borgar sig ekki lengur að
láta gera við bíla heldur að
kaupa nýja. Einu fyrirtækin í
landinu sem alltaf græða, og
þvi meir sem tapið verður
meira f atvinnurekstrinum, eru
bankarnir og sennilega er
afkoma Búnaðarbankans lang
bezt enda hvergi eins ægilegt
tap og í landbúnaðinum.
Það er því alls ekki út í hött
að líkja þjóðarbúskapnum við
geðveikrahæli þar sem
sjúklingarnir hafa tekið við
stjórninni.
Leó M. Jónsson
tæknifræðingur.