Dagblaðið - 14.02.1978, Síða 15
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRUAR 1978.
15
Píslarvotlar gæfunnar
Þessa dagana er margt og
mikið skrafað um íslenska kvik-
myndagerð — sumpart sem oln-
boga- en sumpart líka eins og
einhvers konar óskabarn lista
og mennta á landinu um þessar’
mundir. Það er engu líkara en
menn eigi þess í alvöru von að
þá og þegar rísi kolbítur úr
öskustó og fari af stað að vinna
kraftaverk—minnsta kosti ef í
snatri verði stofnaður opinber
kvikmyndasjóður til að splæsa
þeim aurum sem til mun þurfa.
sem vantað hefur og vantar enn
er umfram allt stefnumótun
sem fullnægi í senn áhorf-
endum og hinni nýju stétt kvik-
myndamanna i og utan sjón-
varps.
Þær myndgerðir sem af
markaðsástæðum einum saman
helst virðast þrífast hér á landi
eru á hinn bóginn ekki mjög
framavænlegar fyrir listræna
og menningarlega kvikmynda-
gerð í landinu. Það eru annars
vegar þessar sleikjulegu land-
.Myndirnar eru úr kvikmyndinni
AÐ BÚA TIL BÍÓ
Það er nú sjálfsagt alveg rétt
athugað að án opinberrar fyrir-
greiðslu og fjárstyrkja muni
íslensk kvikmyndagerð seint
komast á legg. Hitt skil ég ekki
almennilega hvernig menn geta
gert því skóna að framleiðsla
langra leikinna mynda eigi hér
framtíð vísa ef bara fáist nóg
opinbert fé, og eru meira að
segja sífellt að láta sig dreyma
um einhverskonar súper-
myndir fyrir alþjóðamarkað
upp úr íslenskum fornsögum.
Ég hélt að það væri ofur einföld
efnahagsleg staðreynd að hér
er ekki til að dreifa nógu
fjölmennum markaði til að
bera uppi slíka kvikmyndagerð
til neinnar frambúðar, en án
fullnægjandi heimamarkaðar
fyrir allan obbann af fram-
leiðslunni væri tómt mál að tala
um utanlandsmarkað fyrir
einhvern hluta hennar. Vera
má að þetta sé minn misskiln-
ingur, en ég hef enn ekki séð
nein rök fyrir því að önnur
skoðun sé réttari.
Og það er ekki þvf að neita að
þegar maður sér hina glæfra-
legu kostnaðarreikninga sem
jafnan fylgja málflutningi
kvikmyndamanna fyrir list-
grein sinni, að þá verður manni
stundum hugsað hvort við
komumst ekki fullvel af án
eigin kvikmynda hér eftir sem
hingað til, og þessum fjármun-
um væri jafnvel eða betur varið
til annarra nytsamlegra hluta.
En þetta má víst ekki segja
upphátt, allra síst á kvikmynda-
hátíð.
Enda er það sjálfsagt svo að f
einhverri mynd eigi innlend
kvikmyndagerð framtíðina
fyrir sér, þótt seint sé af stað
komist. Ætla mætti að frjáls
kvikmyndagerð, kvikmyndalist
ef menn endilega vilja viðhafa
það orð, ætti til mikils að vinha
f samstarfi við sjónvarp, og það
væri sjónvarpinu að sfnu leyti
mesti akkur að efla samstarf
við sjálfstæða skapandi lista-
menn f kvikmyndagerð. En það
er eins og lítið hafi farið fyrir
slíku til þessa. Eigin verk sjón-
varpsins, leikrit og leiknar
kvikmyndir og önnur listræn
viðleitni þar í húsi, hefur, eins
og allir vita, verið ansi böslu-
leg, vægast sagt. En auðvitað
eflist ár fyrir ár í sjónvarpinu
tækjabúnaður og tæknilið sem
trúlegt er að jafnharðan auki af
sjálfsdáðum listrænan metnað
og mátt stofnunarinnar. Það
Bóndi“ eftir Þorstein Jónsson.
kynningarmyndir sem alltaf er
verið að gera og allir hafa vfst
einhvern tfma orðið fyrir því að
sjá, og svo hins vegar aug-
lýsingamyndiðjan fyrir sjón-
varp sem miskunnarlaust
gengur á áhorfendum þess
kvöld eftir kvöld. Eða kannski
auglýsingamyndir háskóla-
happdrættisins, með Árna og
Bessa, séu, í alvöru, hámark
innlendrar kvikmyndalistar til
þessa? Það skyldi þó ekki vera.
Á AÐ PLATA
TÚRISTA?
Tvær myndir af þessu tagi
gat að lfta á innlenda hluta
kvikmyndahátíðar i Háskólabíó
á laugardag: kynningarmynd
um Reykjavik eftir Gísla Gests-
son, til að ginna hingað útlenda
túrista, og auglýsingamynd,
líka handa útlendingum, um
ábatavænlega hjólbarðagerð,
eftir örn Harðarson.Ekki orð
meir um þær. En á við þessar
var þó hreinasta hátíð að horfa
á aðra og allt öðruvísi ,,land-
kynningarmynd": Ern eftir
aldri eftir Magnús Jónsson,
gerða að ég ætla í tilefni af
þjóðhátfð 74. Man ég það virki-
lega rétt að sjónvarpið hafi
ekki talið það sæma að sýna
mynd þessa eftir allar hinar
hátíðarmyndirnar?
Hvað sem um það er held ég
að Ern eftir aldri sé mynd sem
vert sé að hafa f frammi sem
landkynningarmynd, einmitt af
því að hún er öðruvísi en allar
hinar. Augljóslega er myndin
af vanefnum gerð, en þar er að
minnsta kosti hreyft umtals-
verðum efnum sem hinn frfsk-
legi frásagnarmáti, sjónarhorn
og samklippingar gera allténd
umræðu og umhugsunarverð f
framhaldi af myndinni. Bara
það er nýtt, allsendis ólfkt
venjulegum sleikjuskap land-
kynnara. Ern eftir aldri lætur
sem sé engan fara að gubba
Takk!
BJÁNAR BORÐA SVIÐ
Annars gekk allt á tréfótun-
um á islensku bíósýningunni á
laugardag: engu var líkara en
draugur væri kominn í
sýningargræjurnar þegar hljóð
og mynd klikkuðu á vfxl.
íslenskir kvikmyndarar eru
réttnefndir pfslarvottar gæf-
unnar. Annars er því ekki að
neita að þetta klammarf á
laugardaginn hafði líka sfna
kosti með sér. Um kvikmyndir
má segja með almennustu
orðum að þær segi sögu í
myndum: sjálfbjarga er kvik-
myndagerð þá fyrst orðin þegar
hún kemst af án texta. Þetta
vita allir sem komust á bíó áður
en innleiddir voru íslenskir
skýringatextar með barna-
myndum.
En þegar hljóðið brást f
mynd Rósku og Manricos Pavo-
lettoni um Ölaf liljurós, og leik-
endur heyrðust mér allir tala
hebresku eða arabisku
eða álíka, var hún þegar í stað
orðin að óskiljanlegum bjána-
skap. Ekki bætti úr skák að
einatt var svo skuggsýnt á
tjaldinu að torvelt var að
ráða í hvað þar fór fram, nema
það sá ég að mikið var etið f
myndinni, af sviðum að mér
sýndist.
Það býst ég ekki við að þol-
góðir áhorfendur íslensku
myndanna á laugardaginn hafi
gert neinn ágreining við dóm-
nefnd um myndirnar sem
sæmdi Bónda eftir Þorstein
Jónsson heiðursverðlaunum
kvikmyndahátíðarinnar. Sjálf-
um fannst mér myndin betri að
sjá hana nú i annað sinn en
áður f sjónvarpinu, þótt
mergurinn málsins, frásögn
Guðmundar bónda á Kleifum,
kæmist ekki til skila vegna
fyrrnefndrar bilunar f
sýningartækjunum.
Það má segja um Bónda
svipað og dómnefndin í rök-
stuðningi verðlaunaveitingar
sinnar, að hún skipti máli
vegna þess að hún segi með
alúð og nærgætni sögu sem
flestallir áhorfendur þekkja vel
og þykir mikilsverð, um
viðskilnaðinn við sveitina,
flutning þjóðarinnar úr sveit í
borg. Það er best að vera heima
í sinni sveit, segir Guðmundur
bóndi I myndinni, og þetta er
skoðun, lífsviðhorf sem við
þekkjum öll vel, og finnst
kannski mörgum innst inni að
tr-- ' >V< '"
KIIIKMYNOAHÁTÍD
H 1978
5/
ÓLAFUR II1
JÓNSSON
sé alveg rétt. Hitt held ég að
ekki verði sagt um Bónda að
hún sé svo sem nein „heimild"
um þessa félagslegu þróun eða
afdrif og örlög einstaklinga
sem hana lifa, né þá heldur að
hún verði sjálfbjarga listaverk,
kvikmyndalist um og upp úr
þessu frásagnarefni. Enda væri
það til nokkuð mikils mælst. En
hún er ásjáleg mynd um mikils-
vert efni — mynd af því tagi
sem ætla má að eigi framtíðina
fyrir sér.ef fslensk kvikmynda-
gerð á að lifa.
EKKI NÓG
Trúlega hafa flestir áhorf-
endur á laugardag kannast
fyrir við Bónda, og þvf beðið
með mestri eftirvæntingu eftir
nýju mynd Hrafns Gunnlaugs-
sonar: Lilju, eftir sögu Halldórs
Laxness, sem frumsýnd var á
kvikmyndahátíðinni. Um hana
fór líka dómnefndin ansi sterk-
um lofsyrðum f umsögn sinni
um myndirnar þótt ekki fengi
hún formleg verðlaun eða
hlutdeild f þeim. Og það er
líkast til alveg rétt sem dóm-
nefndin sagði um Lilju á
laugardaginn að hún sé hand-
versklega mjög svo sómasam-
legt verk, færi með duganlegu
móti frásagnarefni úr einu frá-
söguformi í annað, sögu í mynd.
Gallinn er bara sá að þetta er
ekki nóg. Eðli og gildi frá-
sagnarefnisins er undir frá-
sagnarhættinum komið, sagan
verður ekki söm undir nýjum
frásagnarhætti, til þarf að
koma eitthvað nýtt, nýsköpun
efnisins til að frásagan lifni við
í nýju formi. Og 4>etta
skeður ekki f Lilju: úr hinni
meitluðu sögu Halldórs
- i
.
t ... .
‘Laxness verður bara
viðkvæmnisleg skrýtla f endur-
gerð Hrafns Gunnlaugssonar.
En vel má tfmaskekkjan í
myndinni verða umhugsunar-
efni — þótt Hrafn virðist ekki
hafa hugsað út f að hagnýta sér
!hana.
Lilja, sagan um Nebúkadn-
esar Nebúkadnesarsson lffs og
liðinn, er vendilega stað og
tímasett f frumgerð sinni,
gerist í Reykjavík upp úr fyrra
strfði, og atburðarásin f sög-
unni er satt að segja óskiljanleg
nema með tilliti til tíma-
setningarinnar. Kvikmynd
Hrafns Gunnlaugssonar gerist
aftur á móti í Reykjavík vorra
daga. Tvennt væri til gagnvart
Lilju: annað að fylgja sögunni,
reyna að láta hana ske f gömlu
Reykjavík eins og sagan segir
sjálf til um, hitt að draga rök-
rétta ályktun af breytingum
bæjarins og láta hana f raun-
inni ske í okkar samtfð, þriðja
að gera tímavilluna sjálfa að
yrkisefni. Ekkert af þessu
reyndi Hrafn Gunnlaugsson,
sem auðvitað er ekki heldur
þess umkominn að yrkja Lilju
upp á nýtt, f formi sjálfráðrar
kvikmyndar.
Líklega er það viðlíka mis-
skilningur að vilja endilega
kvikmynda sögur Halldórs
Laxness og veldur draumórum
kvikfnyndara um myndir upp
úr íslendingasögum. Enn sem
komið er að minnsta kosti
hentar þeim betur frásagnar-
efni sem ekki hefur ennþá full-
komnast í öðru frásöguformi.
NB
Ég sé að ég hef til þessa
gleymt að nefna enn eina mynd
sem sýnd var á laugardaginn:
Gegnum gras, yfir sand eftir
Þorstein Úlfar Björnsson. Hún
er nú ósköp barnaleg. En með
öllum sfnum viðvaningshætti
fannst mér myndin samt góð
upp á einhvern skrýtinn máta.
Ber það merkingu að segja að
hún sé ,,sæt“? Hvað sem þvf
lfður fannst mér á laugardag-
inn, að loknum fjórum löngum,
ströngum sýningartímum, for-
vitnilegast að hugsa til þess
hvað úr yrði Þorsteini Úlfari.
Það er engu líkara en honum
hugsanlega gæti dottið eitthvað
gott f hug.