Dagblaðið - 17.03.1978, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 17.03.1978, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 17. MARZ 1978. 7 þúsund króna viröi. Eg vil stöðu minnar vegna undirstrika að allar færslur í hinni dönsku sparisjóðsbók minni hafa borizt íslenzkum gjaldevrisyfirvöldum svo og ljósrit af sömu skilríkjum. Bert Hanson stórkaupmaður Ég er bandarískur ríkis- borgari sem kom til íslands árið 1963. I stuttu máli sagt þá hafði ég lagt fvrir töluvert af peningum þann tíma sem ég starfaði á heimaslóðum áður en ég kom hingað til tslands. Nokkuð af þessum peningum kom ég með um leið og atvinnu- rekstur minn hófst hér á landi. Annað ge.vmdi ég áfram heima á bankareikningum i Banda- ríkjunum. Síðan var það að ég frétti af góðum vaxtakjörum Finans- bankans í Kaupmannahöfn — mun betri en í Bandaríkjunum — þá flutti ég peninga mína þangað. Aðalsteinn Jónsson fram- kvæmdastjóri Efnagerðarinnar Sjafnar á Akurevri Ég get ekki látið hafa eftir mér annað en það sem ég skýrði viðkomandi yfirvöldum frá á sínum tímá. Það er að eiginkona mín er brezkur ríkisborgari og við- komandi fjármunir eru arfur hennar. Vegna nánari tengsla við Danmörku heldur en Skotland og ráðlegginga um vfirfærslu vegna veikrar stöðu brezkra sterlingspundsins fluttum við þessa fjármuni i danskan banka. Benedikt Bjarnason fram- kvæmdastjóri Bolungavík. Mín inneign er óveruleg upp- hæð sem þegar hefur verið gefin skýring á til viðkomandi yfirvalda. Böðvar Valgeirsson fram- kvæmdastjóri ferðaskrifstof- urnnar Atlantik: Ég bjó erlendis í um það bil 44 ár og þetta er einungis sparifé sem mvndaðist á þeim tíma hjá mér og fjölskyldu minni. Andrés Pétursson fram- kvæmdasijóri. Synir mínir voru sjómenn í Norðursjónum og ég keypti af þeim gjaldeyri. Ása Maria Kristinsdóttir Sonur okkar þurfti læknis- hjálpar við og þessir peningar eru leifar síðan þá. Egill Jónsson læknir. Revkja- vík: Ég starfaði í Svíþjóð í tólf ár. 1969 fór ég að leggja inn á reikning í Finansbanken, spari- fé sem ég var búinn að borga skatta af í Sviþjóð. Eg taldi þetta skattfrjálst sparifé og hef gefið fulla skýringu á þessu. r Friðrik Matthíasson verzlunar- maður, Garðabæ: Þetta er eðlilegt. Konan mín er dönsk — þetta eru erfðir og svoleiðis. Guðný Amundadóttir verziunarmaður, Re.vkjavik: DB tókst ekki að ná tali af Guðný Amundadóttur þar sem hún er erlendis í verzlunarferð fyrir verzlun sína. Haraldur J. Hamar ritstjóri og útgefandi: Ég hef ekkert um~-þetta að segja. Einar Sæmundsson kaup- maður. Revkjavík. Ég vil ekkert um þetta ségja. ^ Gunnar Olafsson forstjóri Andra hf: Eftir lát föður míns árið 1975 frétti ég að hann ætti spari- sjóðsbók i þessum umtalaða banka. Bók þessi hefur ekki verið i okkar höndum og vegna þessa er ógildingarmál i gangi í Danmörku. Þar til úrslit fást í því, get ég ekkert sagt um málið. Olafur Indriðason flugstjóri, Revkjavík: Ég hef gert grein fyrir þessu við rétta aðila og sé ekki ástæðu til að ræða málið frekar. Haukur Björnsson heildsali, Reykjavik: Hevrðu. viltu ekki bara tala við manninn sem hefur með þetta að gera, skattstjórann? — Viltu þá ekkert frekara svar gefa? Nei. þakka jiér fyrir. Ingvar Kjartansson kaup- maður, Revkjavík: Hvaðan hafið þið þessar upplýsingar? — Eg get því miður ekkert gefið upp um heimildarmenn blaðsins, en hefurðu nokkuð um málið að segja? ,,Nei, ekkert.“ Ingibjörg Guðjónsdóttir, Vega- mótum II, Seltjarnarnesi: Bíddu nú við, hvað ætlið þið nú að fara að skrifa um hjá Dagblaðinu? — Við leitum eftir öllum þeim sem eru á lista Finans- banken og þitt nafn er eitt af þeim. Ég svara þessu hvorki ját- andi né neitandi. En á þessum innistæðum kunna að vera fyililega eðli- legar ástæður? Ég svara þessari spurningu hvorki neitandi né játandi. Högni Björnsson iæknir, Hveragerði: Ekki revndist unnt að ná sím- sambandi við Högna Björnsson. Samkvæmt upplýsingum, sem DB hefur aflað sér, starfaði Högni í Danmörku um 30 ára skeið. Hann hóf störf við Náttúrulækningahælið í Hvera- gerði um áramótin 1959-60 og hætti störfum nokkrum árum síðar. Síðan hefur hann ýmist verið í Danmörku eða á Islandi. Högni er kominn á áttræðis- aldur. Heimir Hannesson héraðs- dómslögmaður, Revkjavík: Eg segi ekkert.annað en að ég furða mi'g á að þið skulið tala við mig. Þið megið mín vegna birta alla þá lista sem ykkur sýnist en ég bið ykkur að átta vkkur á þeirri ábyrgð sem fvlgir því að vega að æru saklausra manna. Johan Ellerup apótekari, Keflavík: Ekki tókst að ná tali af Johan Ellerup. Hann er veikur og hefur verið það um nokkurt skeið. Konráð 0. Sævaldsson vísaði á Jón Oddsson hrl. til þess að svara spurningum DB. Ekki náðist í lögmanninn til svara. hvorki f.vrir Konráð né konu hans. Aliee Sævaldsson. Talsmaður Lýsis hf.: A þessum reikningi var skaðabótadeponering sem ekki var hægt að ganga frá fyrr en útséð vrði um afdrif greiðanda vegna hugsanlega vfirvofandi gjaldþrots. Hér var ekki um að ræða neins konar geymslu á leyndu fé. Pétur Pétursson forstjóri, Revkjavík: ‘ Ég er búinn að gefa fullnægj- andi skýringar til réttra aðila. Eg hef engu að íeyna. Sigmundur Andrésson bakara- meistari, Vestmannaevjum: Mér finnst þetta allt í lagi. Ég er búinn að reka hér-bakari í 20 ár og hingað koma skip og út- lendingar og ég verð að segja að mér þ.vkir það ólíkt gáfulegra áð eiga þessa peninga á vöxtum í erlendum banka en að verða að skila þeim hér og láta ein- hverja vitleysinga e.vða þessu í tóma vitleysu. — Nei. ég skilaði þessu, þetta var ekki það mikið! Sigurður B. Jónsson bakari, Garðabæ: Ætli það séu ekki svipaðar skýringar og hjá öðrum. Eg er búinn að skila þessu og gera grein fyrir minum málum. Eigið þið svona greiðan aðgang að skattinum? Sigurjón Þorsteinsson bif- reiðarstj. Re.vkjavík: Þetta er bara mitt mál — ég svara engum spurningúm um þetta. Ulfar Þórðarson læknir, Revkjavík: Á þessu eru ósköp eðlilegar jkýringar. Þetta eru peningar móður minnar sem nú er látin. Hún hafði tekjur úti í Dan- mörku og ég tók að mér að sjá um þessar fjárreiður. Hvað fjöl- skylda okkar gerir við. þetta fé veit ég ekki ennþá en ég hef fullkomlega hreina samvizku og hef aldrei flut.t peninga úr landi í þessu skvni. Siggeir Vilhjálmsson forstjóri, Revkjavík: Ég vil ekki úttala mig um þetta mál. JAKKAFÖT, rifflað flauel SKYRTUR, einlitar, mislitar SLAUFUR OG BINDI DRAGTIR fínflauel/rifflað flauel BLUSSUR, einlitar — margir litir STAKAR BUXUR, tervlene & ull og rifflað flauel. LEÐURSTUTTJAKKAR LEÐURSTÍGVÉL á dömur og herra. TlZKUVERZLUN UNGA FÓLKSINS Wkarnabær -ö ,, vt.j 20 Laugaveg 66 Austurstraeti 22 Glæsihæ Simi 28155 V

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.