Dagblaðið - 17.03.1978, Page 9

Dagblaðið - 17.03.1978, Page 9
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 17. MARZITO. 9 Of beldinu á Ítalíu linnir ekki: ÞÚSUNDR LÖGREGLUMANNA LBTA RÆNINGJA MOROS — Blóöugasta mannrán á Ítalíu kom sem reiðarslag yf ir þjóðina Yfir 2000 ítalskir lögreglu- menn leita nú mannræning.ja Aldo Moro fv. forsætisráðherra Ítalíu sem rænt var í Róm i' gær. Leitin fer aðallega fram í útjaðri borgarinnar og í húsum lil sveita og umhverfis þau. Mannránið i gær er hið blóð- ugasta í sögu pólitískra mann- rána. sem gengi hafa yfir Ílalíu undanfarið. Fimm líf- verðir Moros voru skotnir til hana. þegar þeir revndu að hindra ramingjana. en Moro var á leið frá kirkju til vinnu er mannránið var framið. Rauðu herdeildirnar. öfga- sinnaðir hópar hrvðjuverka- inanna. hafa lýst áhyrgð á mannráninu á hendur sér. l.eið- togar herdeildarinnar eru nú fvrir rétti i Turin á Italíu ákærðir fvrir að koma á fót vopnuðum hryðjuverkahópi til þess að kollvarpa ítalska þjóð- félaginu. Lögreglan leitar nú 12 skæruliða. þ.á.m. konu, sem klædd var eins og flugfreyja. Fjöldi símhringinga harst til. ítalskra fréttastofa og daghlaða frá rauðu herdeiTdunum. en þær erti illraundar fvrir marg- háttað ofbeldi. nú síðast morð á lögreglumanni og dómara. Finu upplýsingarnar sem fengust voru þa*r að herdeild- irnar hefðu Moro í haldi og að hann þyrfti heknishjálpar við, Aðrar upphringingar greindu frá því að hann hefði þegar verið liflátinn. eða að hann hefði verið fluttur út f.vri'r Róm. þar sem hann yrði mynd- aður til þess að sýna að hann væri á lifi. Lögreglan telur hins vegar að mannræningjarnir séu enn í Róm og leitinni er aðal- lega heint að úthverfum Rómar og nærliggjandi sveitahéruð- um. Lögreglan er i brynvörðum bílum og menn í skotheldum vestum. Innanrikisráðune.vtið hefur dreift myndum af tuttugu manns. sem tengdir eru rauðu herdeildunum og óskað er eftir að þetta fólk komi til vfir- hevrslu. Lögreglan fékk um 300 simtöl tvær fyrstu klst. eftir að mvndirnar af fólkinu voru sýndar i sjónvarpi. Giulio Andreotti forsaMisráð- herra fékk stuðning hinnar nýju minnihlutastjórnar kristi- legra demókrata á þingi í gær og var því máli flýtt vegna mannránsins. Andreotti verður nú að bregðast við erfiðasta vandamáli sínu á þrjátiu ára stjórnmálaferli. Hann beiðeftir að he.vra frá mannræningjun- um. Yfirvöld óttast að þeir krefjist þess að réttarhöldun- um í Turin verði hætt. en tvisvar hefur þurft að fresta þeim vegna ofbeldisaðgerða og hótana herdeildanna. Þá er mikill þrýstingur á Andreotti frá stjórnmálamönnum. verka- lýðsforystu og nánast öllum á Italíu að bregðast harkalega við aðgerðum skæruliðanna. Hundruð þúsunda Itala gengu um stræti margra borga til þess að sýna andúð sina á mannráninu. Meðal göngu- manna voru verkamennogstúd- entar og hægri menn jafiit sem vinstri menn. Mannránið kom sem reiðarslag vfir ítölsku þjóð- ina. Rauðu herdeildirnar liafa fiam að þessu ráðizt á ýmsa miðstéttarmenn á Ítalíu, en þetta er í fyrsta skipti. sem þeir ráðast gegn valdamiklum stjörnmálaforingja. Það setur óhug að öðrum stjórnmála- mönnum. sem telja sig í hættu. þrátt fvrir stranga vörzlu líf- varða. Aldo Moro hefur fimm sinn- um verið forsætisráðherra Italiu og almennt var talið að hann yrði næsti forseti lands- ins. ('n hann nýtur mikillar virðingar heima fyrir. . Erlendar fréttir REUTER SPASSKY 0G KARP0V JAFNIR Biðskákir úr 14. og mestsiðustu umferð skákmótsins i Bugojno i Júgóslavíu voru tefldar í gær. Spassky og Tal gerðu jafn- tefli. þannig að Spassky er jafn Karpnv fvrir siðustu umferð- ina. báðir með 9 vinninga i efsta sæti. (Jrslit annarra biðskáka urðu sem hér segir: Hubner vann Ljubojevic. Bukic vann Ivkov og Milés og Larsen gerðu jafntefli. Staða efstu manna fvrir síðustu umferðina er þessi: 1.-2 Karpov og Spassky með 9 vinn- inga. 3. Timman 8'a. 4.-5. Ljubo- jevic og Tal með átta vinninga. Spánn: T0LLVÖRÐUR DREPINN Tollvörður í tollhliði á hrað- brautinni frá Bilbao á Spáni við frönsku landamærin var skotinn til bana í gær. Morðinginn skaut á tollvörðinn með vélbyssu úr bfl. er hann fór fram hjá hliðinu. Lög- reglan telur að morðinginn hafi verið félagi í aðskilnaðarhreyf- ingu Baska, ETA, en tollvörður- inn hafði fengið margar hótanir frá ETA undanfarið. Löngu eftir viðtöku gjafarinnar, þá mun yðar minnst af ánægðum eiganda. Frábær að gerð og lögun, PARKER er sá penni, sem verður notaður og glaðst yfir um árabil og er hugljúf minning um úrvals gjöf um leið og hann er notaður. PARKER pennar eru lofaðir af fagmönnum fyrir hið stílhreina útlit, þekktir heimshornanna á milli fyrir bestu skrifhæfni. Veljið PARKER penna til gjafa (eða eignar). PARKER penni er lífstíðareign. PARKER pennar kosta frá kr. 1.065.- PARKER eftirsóttasti penni heims. O

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.