Dagblaðið - 17.03.1978, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 17.03.1978, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 17. MARZ 1978. . 11 Um þaö má taka mörg dæmi, bæði smá og stór, bæði saklaus og alvarleg. Saklaust dæmi er svokölluð skiptivinna iðnaðar- manna, sem mjög er stunduð. Þeir sem kunna til húsbygginga vinna hverjir fyrir aðra og auka þar með tekjur sínar og eignir án þess það komi nokkurs staðar fram, þó svo aðrir þurfi 'a<T geta um 'slfkt á skýrslum. Þetta er auðvitað dæmi af sak- laujsari tegundinni og enda ekki sjáanlegt að við þessu sé neitt að gera. En eignaaukning er þetta samt. — Freistingar eru miklar til þess að greiða ekki hinn firnaháa söluskatt. Þar fer fram gríðarleg þjónusta, sem hvergi kemur fram. — Fram- kvæmd og eftirlit með tekju- skatti hefur verið þannig, að miklir fjármunir koma aldrei fram. — Frumstæð áfengislög- gjöf hefur leitt til verulegrar bruggunar í heimahúsum, án þess það komi nokkurs staðar fram. — Sennilega hverfa þó stærstar fúlgurnar þar sem neyzla og önnur eyðsla þeirra sem eiga fyrirtæki — með bankahjálp — er skráð sem rekstrarkostnaður. Við getum ekki lengur lokað augunum fyrir því, að þær upphæðir sem hverfa með þeim hætti eru mjög verulegar. Þetta eru aðeins nokkur dæmi. Kjarninn er samt sá að hjá okkur blómstrar neðan- jarðarhagkerfi, hagkerfi fyrir utan hagkerfið. Það hefur gjarnan verið viðkvæði þeirra sem um þessi mál fjalla að segja, að þó svo einhver brögð séu að slíku þá taki því ekki að eyða á það löngu máli, hér sé ekki um þjóðhagslegar stáerðir að ræða. Svo kann að hafa verið fyrir áratug. En það er ekki lengur. Það þarf ekki annað en líta í kringum sig til þess að sannfærast um það, að hér er um þjóðhagslegar stærðir að ræða. Það er til dæmis vel þess virði að velta því alvarlega fyrir sér hvort atvinnurekstur- inn gefi ekki í stórum stíl upp rangar upplýsingar um sjálfan sig, beinlínis vegna þess að stórar upphæðir séu horfnar áður en dæmið er gert upp. Að þess vegna reikni Þjóðhags- stofnun iðulega á röngum for- sendum — án þess það sé henn- brjóstvitinu, eins og Guðmund- ur J. gerði í sjónvarpsviðtali við Davíð Scheving ekki alls fyrir löngu. Brjóstvitið getur að sjálfsögðu verið ágætt en það er afleitt að ætla sér að styðjast við það eitt. Launþegahreyfingin þarf um margt að breyta um vinnubrögð til þess hreinlega að ná betri árangri fyrir umbjóðendur sína. Hún þarf að taka þekk- ingu i sina þjónustu í miklu ríkari mæli en verið hefur. Kreppulummur og kommafans, fjandskapur við allan rekstur og allan ágóða, duga ekki lengur. Það eru breyttir tímar. Ef launþegahreyfingin, bæði heildarsamtök launþega og smærri einingar, hefði virkari hagdeild, þá gætu launþegar sjálfir gert trúverðuga úttekt á rekstrinum og gert sínar eigin athuganir á því hvað rekstur- inn getur raunverulega borgað í kaup án þess að fara á hausinn eða setja þjóðarbúið á hausinn og án þess að taka endalaus lán erlendis. Og gríðarlega mikilvægt verkefni slíkrar hagdeildar væri að gera á því rækilega úttekt hversu víðtækt neðan- jarðarhagkerfi okkar er, hversu stórar fúlgur_ hverfa |með einum eðá öðrum háetti áður en nú er b.vrjað að reikna. Og hvert þær fúlgur fara. Slik úttekt þjónaði ekki aðeins undir heilbrigðan rekstur, heldur almennt velsæmi og al- mennt réttlæti. Það er tímanna tákn að laun- þegar taki virkari þátt í rekstri en verið hefur. Bæði gerist það í gegnum aukið lýðræði og aukna þekkingu á rekstri. En til þess að svo megi verða þarf þekkingargrundvöllurinn að vera traustur. Upplýsing er alltaf til góðs. Það þarf varla mikla innsýn inn í islenzkt sam- félag til að sjá, að með þekk- ingu að vopni er hægt að ráðast til atlögu við neðanjarðarhag- kerfið — hagkerfið utan við hagkerfið — sigrast á því og færa með því mikla fjármuni frá þeim sem taka þá en eiga þá ekki og til þeirra sem fyrir þeim hafa unnið. ar sök og þó hún annars reikni rétt. Og það má mikið vera ef hér er ekki ein meginskýringin á því, hvers vegna okkar efna- hagslíf stendur efnahagslífi Færeyinga svo langt að baki sem raun ber vitni. Það er raunverulegt hagsmunamál launþega að þetta dæmi verði gert upp á öðrum forsendum en áður hefur verið gert. ÞÁTTUR LAUNÞEGASAMTAKA Launþegasamtökin hafa ekki nógsamlega beitt þekkingu fyrir sinn vagn. Hagdeild Al- þýðusambandsins er til að mynda ný og fáliðuð þótt hún sé vel mönnuð. Og of margir forustumenn launþega eru gamaldags og þess vegna tor- tryggnir á það að hægt sé að nýta þekkingu. Margir hverjir snobba þeir beinlinis fyrir Niðurstaða síðustu tilrauna stjórnarandstöðu-forystunnar til að koma núverandi ríkis- stjórn frá varð því sú að sam- eina hinn almenna borgara í landinu gegn ólögmætum að- gerðum verkalýðsforsprakk- anna, enda yfirgnæfandi meiri- hluti landsmanna sammála stjórnvöldum um að tími sé kominn til að taka fyrsta skref- ið til viðreisnar í því efnahags- öngþveiti sem að mestu leyti hefur skapazt vegna kröfu- hörku og óbilgirni þeirra er í forsvari eru fyrir stærstu hags- munahópunum. FULLVINNSLA HRÁEFNIS Um það munu flestir sam- mála að nauðsyn beri til að skipuleggja fullvinnslu hrá- efnis okkar tslendinga hér heima til þess að auka verð- mæti þeirra vörutegunda sem við seljum á erlendum markaði. 1 flestum tilfellum þarf til að koma aukin þekking til þess að svo geti orðið og á það bæði við um fiskafurðir og landbúnaðar- afurðir en einnig á það við um iðnaðarvörur ýmsar, sem flokka má undir léttan iðnað, stundum með innflujtu hrá- efni. En þótt þekking sé orðin um- talsv^rð í landinu-þj^ sívaxandi hópi sérfræðinga á hinum ýmsu sýiðútb þfr er méjrntwtln ekki einhlrt, jafnvel ekki 'sérmennt- ttnin. ef hön helzt ekki í hendur vjð slhréýtilegar þárfir neyt- enda ttro allan heim »g öra þróun i framieiðsluháttum og vörukynningu. A tsland.i, þar sem fiskur er og hefur verið aðaluppistaða í lífsviðurværi manna um aldir, skýtur skökku við að enn er hér ekki búið um neyzlufisk í verzl- unum til jafns við þann er seldur er í löndum sem liggja langt frá sjó og þar sem fiskur er þó ekki notaður til mann- eldis í jafnríkum mæli og hér er gert, t.d. má taka lönd eins og Sviss, Luxembourg og önnur Mið-Evrópulönd, sem verða að flytja allan fisk í kælivögnum frá hafnarborgunum til dreif- Kjallarinn GeirR. Andersen ingarstöðva í löndum sínum. A- sama máta má telja til vanþró- unar að meiri hluti þess fisk- afla, sem hér er veiddur, er fluttur úr landi óunninn. Varla er hægt að telja það vinnslu þótt fiskur sé flakaður, þegar bezt lætur roðflettur, og settur í vaxbornar öskjur eg flúttur þannig út til fuHvinnslu í einu eða öðru foími.-. Nú ra.vndi margur ætla að annað væri- ekki mögujegt, stærsti hiuti okkar markaðar. Bandaríkjaraaritaður, væri lok- aður fyrir fiskinnflutning í öðru formf en hráefni til full- vinnslu. I það minnsta er okkur tjáð að svo sé. Sá er þetta ritar vill þó full- yrða að á það hafi ekki full- reynt og svo mikið er víst að til Bandaríkjanna höfum við flutt niðursoðnar fiskafurðir og sýnir það að ekki er lagt blátt bann við því að þangað sé flutt annað en fryst fiskflökin. Og það er á fleiri sviðum fisk- iðnaðarins sem við drögumst aftur úr öðrum þjóðum. Ur fiski er unnin fæða fyrir gælu- dýr, t.d. hunda og ketti, þó eink- um fyrir þau síðarnefndu, og er slík vörutegund eftirsótt í flest- um vestrænum löndum, þ.á m. í Bandaríkjunum, og er í háum verðflokki. — Við tslendingar höfum nú á nokkurra mánaða fresti sent sendinefndir til Nígeríu og fleiri Afríkulanda til að reyna að ná samkomulagi um að kaupa okkar skreið, sem reyndar er orðin fræg að endemum — og enn liggja birgðir fyrir um 6 milljarða króna í landinu! Þetta hráefni er meðal þeirra sem nota má í fæðu fyrir gælu- dýr. Kunnáttu til framleiðsiu slíkrar vöru skortir okkur að vísu en hún er fyrir hendi og annað eins hefur verið kannað og það hvort til þurfi svo stór- virk tæki að frágangssök sé að afla þeirrar þekkingar sem til þarf eða þá að úrskurða hvort skreiðin, sem við höfum tekið svo miklu ástfóstri við, sé ekki hæf til annars en þess eins að láta hana liggja hér, sendi- nefndum og svertingjum að leik. Varðandi fullvinnslu hráefn- is úr fiski og fiskvinnslu yfir- leitt verður að telja okkur Is- lendinga meðal þeirra þjóða sem vanþróaðastar eru I þeim efnum, hvernig sem á málin er litið. — Meðan aðrar þjóðir stefna að fullvinnslu hráefnis úr sjó, jafnvel 100% fuM- vinnslu eins ogt.d- Eindusfyrir- tækið gerir, sitjum við enn í sama farinu og rétt éftir síðari heinjsstyrjöld. Vinnsiuaðferðir eru þær sömu að öóru Ieyti en því að nú eru til stórvirkari vélar og mannshöndin kemur ekki eins mikið við sögu og áður á hinum ýmsu stigum frá því fiskurinn er veiddur og þar til hann hafnar sem flök, roð- flett eða óroðflett, í vaxbornu öskjunum. Til þess að breyting verði hér á þarf tvennt að koma til. Ann- ars vegar það að íslenzk stjórn- völd brjóti blað í samskiptum sínum við Bandaríki Norður- Ameríku og önnur vestræn ríki í blóra við kommúnista og aðra þá sem vilja binda okkur á við- skiptalegan klafa við Rússland og Austur-Evrópu, hefji samn- ingaviðræður við þessi vest- rænu ríki, einkum Bandaríkin, um sölu á öllum okkar fiskafla til þeirra og í fullunnu ástandi að eins miklu magni og mögu- legt er. Hins vegar þarf að koma til þekking á því hvernig slíkar vörur eru unnar í þessum lönd- um og hvaða vara fullunnin hentar bezt á hverjum stað. Slíkt verður heldur ekki gert nema með því að afla þessarar þekkingar í viðkomandi lönd- um. Við höfum tæknilega menntaða menn að vissu marki en þá skortir þá fullnaðarþekk- ingu sem til þarf og með samn- ingaviðræðum um fiskkaup verður ávallt að leggja áherzlu á að hafa aðgang að fullkomn- ustu tækniskólum eða vinnslu- stöðvum í viðkomandi landi fyrir okkar menn sem svo verða ábyrgir fyrir réttum vinnsluað- ferðum. BREYTING Á EFNAHAGSSKIPAN Bre.vtirig á skipan efnahags- mála er meðal þeirra atriða senv fullvist «á telja að fólk biði eftir hér bg því fyrr sem stjórn- vötd géra sér ljóst að alraenn- ingur tekur hverjura þeiro breylingum, sem stefna fram á við, sem.sjálfsögðum, þvf betrk- Þar seiri nú er unnið að þvl að gera tillögur um nýja mynt seðla, vegna hins slæma ástands núverandi og gildandi seðla, sem rýrna að verðgildi með hverjum mánuðinum sem líður — væri mjög óviturlegt, svo ekki sé meira sagt, að draga það að breyta mynteiningunum með því að skera tvö núll aftan af krónunni. Slík breyting er ekki ,,vanda- samt verk, sem þarf að skoða mjög vel, áður en ákvarðanir verða teknar,“ — eins og seðla- bankastjóri komst að orði í við- tali ‘við Morgunblaðið nýlega. Þetta er einföld og fremur ódýr ráðstöfun og var framkvæmd hér á landi þegar við vorum enn fátækari en við nú erum. Og þótt oft sé klifað á því að myntbreyting sé „ekki sériega gagnleg ein sér,“ eins og komizt er að orði af hagrannsóknar- stjöra — þá er hún það engu að síður og meira segja ein sér — og það vita allir sem vilja vita. „Þetta verður að gera í sam- bandi og samfara öðrum efna- hagsaðgerðum," segja enn aðrir — en hverjar þær „aðrar ráð- stafanir" eru vilja fáir nefna, enda vefst slíkum úrtölumönn- um venjulega tunga um tönn þegar eftir er innt. Það er staðreynd, sem er deg- inum ljósari, að við það að hafa hverja mynteiningu verðmeiri skapast nýtt siðferðismat á fjár- munum sem er einmitt það sem vantar tilfinnanlega i þessu þjóðfélagi. Vegna hinnar miklu verð- bólgu er þörfin á útgáfu nýrra seðla brýn þar sem stærsti seð- illinn í kerfinu er aðeins brot af því verðgildi sem hann var þegar hann var fyrst gefinn út. Sá nýi tíu þtisund króna seðill, sem hugsað hefúr véríð að tæki við, er þegar orðinn of lítill og le.vsir ekki néma að iitlu leyti úrþeirFi þörf sem orðin er á útgáfú stærri myntar i seðium. Það má þvl ségja að ráðstöf- unin um endurvakið traust á gjaldmiðlinurii ■ sé etn þeirra sem fólk bíðwr eftir Rlkis- stjórn sú sem nú situr hefur alla möguleika á aðframkvæma þessa breytingu, svo og aðrar sem fyrirsjáanlega veróa til þess að sporna við því að þjóðin lendi í kjalsogi kommúnismans, eins og allar líkur eru á ef það tækifæri verður látið ónotað sém. fólkið sjálft er að skapa stjórnvöldum með andófi sínu gegn handbendum „öreiga- gæfu“ á Islandi. Geir R. Andersen.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.