Dagblaðið - 17.03.1978, Síða 14
14
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDÁGUR 17. MARZ 1978.
LEIKFÖNG
í ÚRVALI
Hin vinsælu PLÁY MOBIL leikföng fást
hjá okkur. Einnig búsáhöld og falleg-
ar enskar leirvörur o.fl. o.fl.
Við höfum innanhússbílastæði.
Sendum í póstkröfu hvert á land sem
er.
LEIKBORG
Hamraborg 14, Kópav. Sími 44935.
Baráttu- og
skemmtifundur
Í FÉLAGSBÍÓI KEFLAVÍK LAUGARDAGINN 18.
MARZ KL. 14.
SKEMMTIKRAFTAR: Gísli Rúnar, Arnar Jónsson, Þór-
hallur Sigurðsson, Kór Alþýðumenningar, Megas, Sigurð-
ur Pálsson, Hjördís Bergsdóttir. Söngsveitin Bóbó o.fl.
RÆÐUR OG ÁVÖRP: Jón Böðvarsson, Sigríður Jóhann-
esdóttir, Sigurður T. Sigurðsson, Jóhann Geirdal.
KYNNIR: Pétur Gunnarsson.
ÓKEYPIS AÐGANGUR — SÆTAFERÐIR VERÐA
FRÁ BSÍ KL. 13 OG VERÐUR EKIÐ í GEGNUM
HAFNARFJÖRÐ.
FJÖLMENNIÐ!
HERSTÖDVAANDSTÆÐINGAR SUÐURNESJUM.
mm&mwi
Bráðfyndnar og
skemmtilegar
myndasögur
úr íslenzku
atvinnulífi, eftir
Gísla J. Ástþórsson.
FÆST Á NÆSTA
BLAÐSÖL USTA Ð
r ..... H
JAFNT FYRIR UNGA SEM ALDNA.
BIMM
BAMM
Sími 13570
Póstsendum
Nýkomið:
Grófrifflaöar flauelsbuxur
Anorakar
AlCapone-peysur
Vesturgötu
BIMM
BAMM
Vörubilstjórar hafa orðið að þola mestu hækkanir sem um getur meðal bíieigenda.
Þegar ráðstafa á
fé óskynsamlega —
þá stendur hópurinn
við Austurvöll saman
— segir Einar ðgmundsson, f ormaður Landssambands
vörubflsstjóra um nær helmingshækkun þungaskatts
Alþingi samþykkti skömmu
fvrir jólaleyfi þingmanna 82.6%
hækkun á þungaskatti dísiibif-
reiða. Er þetta einhver mesta
hækkun í skattlagningu á umferð-
ina. sem um getur.
Landssamband vörubifreiða-
stjóra mótmælti hækkuninni við
ríkisstjórn. Af þessu tilefni hafói
DB samband við Einar ögmunds-
son, formann Landssambandsins,
og spurði hann um mótmælin
gegn þessari hækkun og raunar
öðrum, sem með litlu millibili
hafa dunið á þessari atvinnustétt.
„Alþingi setti með þessari
skattlagningu það met, sem ég
vona að ekki verði hnekkt, að
minnsta kosti ekki að sinni. Já.
víst höfum við mótmælt við ríkis-
stjórn,“ sagði Einar.
„Hér er um að ræða svo grófa
skattheimtu, svo freklega vald-
níðslu. að ég og allir þeir, sem
hafa sett sig örlítið inn í málin,
hafa bókstaflega staðið agndofa
yfir þessum aðgerðum, ekki hvað
sízt þeirri samstöðu, sem tókst
milli stjórnarliðs og stjórnarand-
stöðu um óhæfuverkið.
— Attu við að samband hafi
verið milli stjórnarliðs og
stjórnarandstöðu um samþykkt
hækkunarinnar?
„Já, tvimælalaust. Rikisstjórn.
hver sem hún er, og hversu sterk-
an meirihiuta sem hún hefur við
að styðjast, gerir ekki svona hluti
án þess minnsta kosti að vita af
því. að stjórnarandstaðan sé þeim
ekki inótfallin. Enda kom það á
daginn. að enginn þingmaður
greiddi atkvæði gegn hækkun-
inni.
Það má segja,“ hélt Einar
áfram. „að samtrygging milii
stjórnarliðs og stjórnarandstöðu i
sambandi við auknar álögur á um-
ferðina veki furðu margra. Þá er
gjarnan sama, hvað stjórnarand-
staðan nefnist."
— Hvað áttu við með samtr.vgg-
ingu i þessu sambandi?
,,t þessu máli og öðrum svipuð-
um á ég einfaldlega við það, að
stjórnarandstöðuþingmenn, sem
vilja og þurfa að ýta málum
áleiðis. virðast vera tilneyddir til
að fara langt yfir öll skiljanleg
mörk i stuðningi við ríkjandi
meirihluta hverju sinni. Það
•virðist vera forsenda fyrir því, að
þeir nái sjálfir í einhverja smá-
mola."
— Undanfarið hafa opinberir
aðilar verið gagnrýndir fyrir
ranga stefnu í fjárfestingarmál-
um. 1 því sambandi hafa stóriðju-
framkvæmdir verið nefndar sér-
staklega svo og vegaframkvæmd-,
ir. Hvað segir þú um þá gagnrýni?
„Vissulega má deila um þessa
hluti sem aðra. Auðvitað er virkj-
un Kröflu álitin glapræði. Þeim
sem staðið hafa að framkvæmd-
um hafa verið valin hin verstu
heiti. Vegna hvers? Vegna þess,
einfaldlega, að örlögin höguðu því
svo, að einmitt meðan á fram-
kvæmdum stóð, tók jörð að ókyrr-
ast. Ekki af mannavöldum, heldur-
voru náttúruöflin að láta tii sín
taka.
Enginn hefði sagt hið minnsta
styggðaryrði um þá menn, sem
aðeins gegna þvi hlutverki,
sem þeim var falið af Aiþingi og
framkvæmdaaðilum, ef allt hefði
verið kyrrt og óbreytt um langan
aldur.
En þegar kemur að óskynsam-
Iegustu meðferð á fé almennings
með því að drita vegafénu niður
hér og þar eftir pólitískum geð-
þótta, þá getur hópurinn við
Austurvöll náð saman og fallizt í
faðma."
— Ert þú á móti hinum miklu
fjárveitingum til vegafram-
kvæmda, sem teknar eru af um-
ferðinni i landinu?
„Það er nú því miður langt frá
því. að þær ógnarfjárhæðir, sem
teknar eru af umferðinni. fari til
vegaframkvæmda. eins og þó er
látið i veðri vaka.
Vissulega er ég meðmæltur
bættu vegakerfi. Þegar staðið er
að málum á þann hátt sem gert
hefur verið, þá tel ég að nauðsyn _
beri til að stingá við fæti. Það
varðar bæði öflun fjár til vega-
framkvæmda og þó öllu heldur,
hvernig þeim ógnarfjárhæðum er
varið.
t stað þess að leggja varan-
lega vegi út frá þeim þéttbýlis-
kjörnum, sem fyrir eru, og bæta
með því þegar hafnar vegagerðir
þar sem umferðin er, þá er önnur
stefna tekin. Ekki af Vegagerð-
irini heldur af pólitískum spekúl-
öntum. Hún er sú að hætta við
hálfnaðar framkvæmdir og láta
síðan algjöra tilviljun ráða því,
hvar vegafénu er ráðstafað í það
og það skiptið. Oftast í svo marga
staði, að fjármagnið nýtist á allan
hátt verr en þegar um samfelldari
framkvæmdir er að ræða.
í þessu efni tala ég nú ekki um
það. hvað kjördæmapuðararnir á
Alþingi ná vel saman í óstjórn-
inni, þegar að því kemur að kitla
„háttvirta" kjósendur rétt fyrir
kosningar," sagði Einar
Ögmundsson.
— Telur þú sem sagt, að hlutur
þéttbýlisins sé fyrir borð borinn á
Alþingi?
„Ég vil mjög ógjarnan taka
þátt í þeim lágkúrulegu umræð-
um, sem því miður hafa átt sér
stað gegn þéttbýlisfólki og þá
aðallega gegn Reykvíkingum. En
það fer vitanlega ekki fram hjá
neinum, sem hefur opin augun,
að meirihluti þjóðarinnar á for-
mæiendur fáa á Alþingi.
Það er t.d. ekki lengra en frá
síðasta þingi, að nokkrir fulltrúar
dreifbýlisins á Alþingi fluttu
breytingartillögu við sérstakt
hraðbrautargjald á vegaáætlun.
Hún hefði í raun enn þyngt hlut
eigenda bifreiða í þéttbýli. Þeirri
tillögu var vfsað frá sem óþing-
hæfri. vegna þess að hún stang-
aðist á við grundvallarreglur
laga.“
— Hversu mikill hluti af bif-
reiðaeign landsmanna er skráður
innan þéttbýliskjarnanna?
„Ekki veit ég það nákvæmlega,
en mér þykir trúlegt, að það sé
um 80%, af bifreíðaeign lands-
manna,“ sagði Einar. Hann bætti
við: „Nú vitum við, að t.d. er
verðjöfnun á bensíni og olíum.
Það er sem sagt sama verð, hvar
sem er á landinu. Það er því þessi
hópur, sem greiðir að verulegu
leyti niður bensínverðið og olíu-
verðið frá því, sem það væri ann-
ars. Þar af leiðandi hvfla þyngstu
álögurnar á þessum bópi bifreiða-
eigenda vegna framkvæmdanna,
sem unnið er að víðast hvar áland-
inu.“ Að lokum sagði Einar:
„Vissulega er mér ljós þörfin
f.vrir mun betra vegakerfi. En
þegar ég er spurður um viðhorf
mitt og minna samtaka til þessar-
ar tilteknu skattheimtu, sem á að
heita að sé eingöngu til þess að
b.vggja upp vegakerfið, þá er
óhugsandi annað en að ég tjái mig
um viðhorf mitt til þeirra fjárfest-
ingarframkvæmda, sem þessi
, ógnarlega skattheimta á að standa
undir."
- BS