Dagblaðið - 17.03.1978, Side 18

Dagblaðið - 17.03.1978, Side 18
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGIJR 17. MARZ 1978. Þannig kostar sólarlandaferð á milli 80 og 100 þúsund fyrir manninn og flugfar báðar leiðir til Kaupmannahafnar kostar 110 þúsund. En ætli fólk i sumarfrí hvort eð er er spurning hvort þetta borgi sig Umfjögurþ börn fermd ekki. A það skal enginn dómur lagður. Hvað sem gert er í kringum fermingar ungviðisins fer ekki á milli mála að tvenn til þrenn mánaðarlaun verkamanns hrökkva skammt. DS Fermingar barna á aldrinum 13 eða 14 ára eru eins viss vor- atburður og koma lóunnar. Þrátt fyrir háværar raddir öðru hverju um það að ferming- arnar séu hjóm og prjál sem afnema beri eða í það minnsta seinka þar til börnin eru komin ögn meir til manns, gerist sjald- an neitt meira. Eitt og eitt barn tekur ákvörðun um það að láta ekki ferma sig en langflest láta sig þó hafa það. I sjöunda bekk grunnskóla eru nú á milli 4000 og 4500 unglingar. Sé gengið út frá því að níutíu prósent þeirra láti ferma sig (sem er eðlilegt sam- kvæmt upplýsingum frá Ólafi Skúlasvni dómprófasti) verður fjöldi fermingarbarna í kring- um fjögur þúsund. Allur þessi skari þarf ýmis-. legt til svo fermingin geti orðið þannig að ekki þurfi að skamm- ast sín fyrir hana gagnvart bekkjarfélögum og nágrönnunt. Barnið þarf nýjan alklæðnað, veizlu og gjafir. Og þessir þrír liðir kosta ekkert smáræði. Líkt og ekki tíðkast lengur að gefa kerti og spil í jólagjafir heldur eitthvað ntiklu stærra og dýrara eru fermingargjáfir nú svo stórar og dýrar að forfeðr- um okkar hefði líklega ofboðið. Þó segja margir að ástandið hafi verið verra en það er núna fvrir einum eða tveim tugum ára. Fermingarkyrtlarnir eru ekki nema tvítugir eða svo. Áður en þeir komu til sög- unnar. var miklu meira kapp- hlaup en núna er um það að klæða fermingarbörnin glæsi- lega. Átti þetta þó sérstaklega við um stúlkurnar. Hvítir. síðir kjólar voru saumaðir á þær, kjólar sem eftir ferminguna voru algerlega ónothæfir. Stéttamunur fólks kom glöggt fram í þessum kjólum og ste.vptu sumir sér út í útgjöld sem þeir réðu ekki við vegna kjólanna. Nú eru. eins og fram kemur í öðrum hluta þessa spjalls, kjól- arnir að hverfa sem fermingar- klæðnaður. Jakkafötin hafa tekið við, enda ólíkt notadrýgri klæðnaður á þessu landi og jafnvel ódýrari. Ekki þarf lengur sérstaka fermingar- kápu. En á móti kemur það að jakkaföt geta fáir foreldrar saumað sjálf, þrátt fyrir vilja. Kjólana má hins vegar sauma heima og er það ódýrara en ef þeir eru keyptir í búðum. Veizlan og það sem henni f.vlgir, gjafirnar. eru að sögn fermingarbarnanna sjálfra það sem oft veldur þvi að þau yfir- leitt láti ferma sig. En þessum herlegheitum fyigir drjúgur kostnaður ekki síður en fata- kaupunum. Það hefur þvi nokkuð færzt í vöxt að foreldr- ar gefi börnum sínum utan- landsferð með því skilvrði að engin veizla verði haldin og engar gjafir gefnar. Slikar ferðir eru auðvitað miklu meira spennandi fvrir ósiglda ungl- inga. En þær eru dýrar líka. Klæðnaðurinn einn nær fimmtíu þúsundum Svipaður kostnaður fylgir þvi nú til dags að klæða fermingar- drengi og stúlkur þar sem kynin ganga næsta likt til fara. Nú þurfa stúlkurnar ekki lengur kjól og kápu heldur heimta þær jakka- föt. Auðvitað er það mjög misjafnt hversu miklu fé menn geta og vilja eyða i það að klæða ferm- ingarbörnin. En miðaú við að pvngjan sé opnuð verulega og saumavélin látin standa heima á meðan farið er í búðir ætti dæmið að geta litið út eitthvað á þessa leið: DRENGIR: jakkaföt 26.900' skvrta 4.760 slaufa 860 skór 10.000 samtals 42.550 STULKUR: jakkaföt 26.90Ö blússa 5.400 slæða 1.500 skór 11.000 samtals 44.800 Það fara þannig nær 50 þúsund bara i fatnað. Verðið er misjafnt eftir vérzlunum og má fá bæði dýrari föt og ódýrari. Mestur reyndist hins vegar verðmunur- inn á skóm. Ef keyptir voru götu- skór kostuðu þeir á milli 6 og 7 þúsund. Spariskór voru aftur komnir upp í 10 til 11 en stígvél. sem einnig eru mikið keypt fyrir fermingar. kosta 14 til 15 þúsund. Ymis smáatriði vantar þó ennþá í mvndina til þess að hún sé fullkomin. Venjulega er stung- ið sálmabók með hvítum blúndu- klút i hönd fermingarbarnsins. Slíkar sálmabækur kosta um 15 hundruð krónur og klútarnir fást frá 200-250 krónum. Auðvitað verður bókin dýrari ef hún er árituð. Sé hún árituð með gvlltu letri hækkar verðið um 1500 til 3000 krónur. Svo er það blessað hárið. Láti strákarnir nægja að klippa sig og blása hárið kostar það 1610 kr. Fái þeir sér hins vegar jierma- nent lika. eins og sífellt verður vinsælla er verðið komið upp f 5270. Stúlkurnar geta látið greiða sér og klippa fvrir 2110 krónur. Fái þær sér líka permanent er verðið aftur komið upp i 5570 krónur. Fimmtíu þúsundin éru |)ví alveg farin ef allir þessir liðir eru látnir fylgja með i fjárfesting- unni. DS Verð veizlunnar getur verið mismunandi: 30-100 ÞtíSUND EFT- IR FJÖLDA 0G ÍBURDI Eftir að sjálf fermingarathöfn- in er um garð gengin er til siðs að slá upp veizlu fvrir ættingja barnsins. Oftast eru þessar veizlur haldnar i heimahúsum og 1 matbúa þá gestgjafarnir ein- hverjar kræsingar. Það er heldur ekki óalgengt að kaldur matur sé keyptur að og hann borinn fram heima. Þegar hins vegar ættingjahópurinn er stór ne.vðist fólkið til þess að flytja veizluna út fvrir heimilið og er þá salur oft tekinn á leigu og matur eða kaffi fengið þangað. Hjá einu veitingahúsanna hér í bæ fengum við þær upplýsingar að kalt borð í fermingarveizlur kostaði frá 2700 krónum á mann upp í 3500 eftir því f.vrir hversu stóran hóp matreitt væri. Væru gestir milli 10 og 20 kostuðu veit- ingarnar 3500 á mann. færi fjöld- inn upp í 25-45 færi verðið niður í 3100 og væru gestir 50 eða fleiri kæmist verðið niður í 2700. Okkur var sagt að oftar væri pantað fyrir 20-30 manns. Ef við reiknum með þeim fjölda er verðið á veizlunni í heild komið í 62 til 93 þúsund. Meiri erfiðleikar eru því fvlgj- andi að fá einhvern til þess að sjá um veitingarnar eigi að bera fram kaffi og kökur. Eitt hótel hér i borg kvaðst þó lána fólki sal. er rúmaði 150 manns, undir veizlur og greiddi fólkið eingöngu fyrir þær veitingar sem fram væru bornar. En salurinn sá arna er nokkuð stór. fari fjöldi gesta að minnsta kosti ekki upp i hálft hundrað. Kaffi og tertur ásamt smákökum. snittum og sliku kostar á þessu hóteli 1500 krónur á mann og er því talsvert ódýrara en maturinn. Ef við miðum við sama fjölda er verðið 30 til 45 þúsund. En sé farið upp í 50 manns. eins og salurinn óbeint setur skilvrði um. er verðið komið upp í 75 þúsund. Af þessum útreikningum sést að kaffibrauðið er ódýrara en heiti maturinn. Er þó ekki á það minnzt að foreldrar fermingar- barnsins og aðrir aðstandendur .ejga auðveldara með að búa það til. Kalt borð er hins vegar, eftir þvf sem skrifari þessara lína bezt veit. sífellt meira í tízku. ns

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.