Dagblaðið - 17.03.1978, Síða 32

Dagblaðið - 17.03.1978, Síða 32
íslenzkur læknir hjálpar til við fæðingu tvíbura YFIR 4 ÞÚSUND KÍLÓMETRA LEIÐ Dr. Sturhi Stefánsson. sem er ungur læknir í framhaldsnámi í Bandaríkjunum, vann fyrir nokkru |iad afrek að leiðbeina lækni í Ciuyana vid fa'ðingar- hjálp ok þad i gcgnum tvær stöðvar radióamatöra. Vega- lengdin sem leiðbeiningarnar fóru um var ekkert smávegis. Sturla var í Conneeticut. rétt norðan við New York. en (iuvana er smáríki við landa- mæri Venesúela. Surinam og Brasilíu. Leiðin sem skilahoðin fóru er talin um 2500 mílur eða rúmir 4000 kílómetrar. Milli- stöð var i Virginíu. Frá afreki Sturlu var sagt í hlaðinu The Dailv Journal sem út kemur í Venesúela. Ekki er þess getið hvenær atburðurinn var en liklegt er af samhenginu að það hafi verið um miðjan febrúar. Sturla var þá á vakt við New-Haven spitalann i Yale þegar radíóamatörinn hringdi og sagði óre.vndan lækni i frum- skógum Guvana í mestu vand- ræðum þvi kona ein væri búin að hafa harðar hríðir í 14 til 16 klukkutíma og ekkert gengi. Taldi læknirinn ungi að hún mvndi fæða tvíbura og taldi sig ekki einfæran um að skera hana ef þess þyrfti. í hálfan annan klukkutíma naut hann leiðbeininga frá Sturlu og hafði það af að taka á móti tveim hraustum stúlkum á endanum. Móðirin býr við trúboðsstöð i Cuyana. Annar radíóamatörinn var staddur þar rétt hjá þegar hann hevrði kallað í tæki sitt og heðið um hjálp. Eftir að hafa gengið úr skugga um að enginn annar ætlaði að svara bauð hann fram aðstoð sína sem var strax þegin. Hann kom skila- boðunum til manns í Virginíu og þaðan fóru þau áfram til Sturlu. The Dailv Journal fer ljúfum orðum um þetta afrek dr. Sturlu. en aðaláherzlan er lögð á afrek radíóamatörsins. - DS/A.Bj. Sturla Stefánsson og kona hans Herdís Herbertsdöttir. Eiga þau hjón tvö börn. Aður en þau fóru vestur um haf bjuggu þau fvrst að Frevjugötu 40 þar sem forldrar Sturlu bjuggu en þau eru nú bæði látin. Þá bjuggu ungu hjónin um skeið að Frevjugötu 4 þar sem foreldrar Herdísar eiga heima. Mvndin er tekin fvrir nokkrum árum. en Sigurveig, svstir Sturlu sem lánaði okkur mvndina, sagði að bróðir hennar liti alveg eins út i dag og hann gerði á þessari mvnd. Kristinn Finnbogason: „GAGNRÝNIN FREMUR Á SKRIFARANA EN MIG” Eg tel það mjög orðum aukið að hörð.gagnrýni hafi komiðfrám á flokksþinginú'tim störf min við stjórn Tímans." sagði Khstinn Finnhogason framkvæmdastjóri blaðsins i viðtali við DB í morgnn. Hafi einhver gagnrýni komið þar fram þá yar það miklú fremur á þá sefn skrifa blaðið fremnr en mig." sagði Kristinn ennfremur. Vangaveltur tim hngsanlega brottfiir hans úr stöðu fram- kvæmdiistjóra kannaðist Kristinn ekki við (>n tók skýrt fram að upþhoflcga hefði hiinn tekið að sér starfið til þriggja mánaða til hráðabirgða vi gna þ(>ss að annar maður hefði forfallazt eftir að starfssamningur hafði verið við hann gerður Þessir þrir mánuðir væru nú orðnir að sex árum. Sjálfur sagðist Kristinn margoft hafa öskað eftir að fá að hietta en það hefði ekki orðið enn. ..Hitt er aftur á móti fullkom- lega öruggt. að ég sit ekki i þessu starfi minútunni lengur en ég hef traust a>ðstu stjórnar Fram- sóknarflokksins," sagði Kristinn Finnhogason. - Cx; Taka Magnús og Kári við Tímanum? Enn er allt á huldu um fram- tíðarskipan á málúm Tímans en ljóst er að Framsóknarmenn leita nú með logandi ljósi að mönn- um til þess að draga blaðið upp úr þeim öldudal sem það óneitanlega ■r í um þessar mnndir. Þykir framisóknarmönnum |)að að von- uni hart að ganga til kosninga með málgagnið i þessu ástandi og vil.ja bæta úr því fvrir alla muni. Jón Helgason ritstjóri mun hvggja á allt að tveggja ára frí núna undir vorið og Jón Sigurðs- son ritst.jórnarfúlitrúi hefnr þegar sagt upp störfum. Haft <>r fyrirsatt að flokkurinn muni revna að fá þá Magnús Bjarnfreðsson og Kára Jónasson til þess að taka við hlaðinn en Kári stigði i viðtali við DB í morgun að enn hefði það ekki verið rætt við sig formlegá. ' Citiðný Bergs. fvrrum blaða- maður á Tímanum. er þvi fjarri góðu gamni. Hún fór til F.nglands til náms í blaðamannafræðum og sótti siðan um sitt fýrra starf á Timanum. Þar vildu menn ekki nýta sér starfskrafta hennar og hún starfar nú s<>m bhiðamaður á Politiken í Kaupmannahiifn. - HP Köstuðust út úrblæju- jeppanum — en meiddust furðuktið Harðtrr árekstur varð á Vesturbergi kl. 22.25 í gær- kvöldi. Mættiist jeppabifreið og sendiferðahifreið við eina þrenginguna sem gerð hefur verið í götuna og a'tluðu báðir að verða á undan gegnum þrenginguna. Jeppinn var aðeins birgður með blæju og tveir menn sem í honum voru köstuðust ..út úr bilnum. Voru þeir *'báðir fluttir í sl.vsadeild en meiðsli þeirra ekki talin al- varleg. - Ökumaður sendiferðabíls- ins hljóp á brott frá slysstað en náðist nokkru síðar. Er hann grunaður um ölvun við aks'turinn. - ASt. Landsbankamálið: „Beitum öllum tiltækum ráðum til að upplýsa málið til fulls” — segir rannsóknarlögreglustjóri ,,Eg legg alla áherzlu á að f.vlgja þessu máli fast eftir og beita til fullrar upplýsingar því öllum til- tækum ráðum.“ sagði Hallvarður Einvarðsson. rannsóknarlögreglu- stjóri ríkisins. í samtali við frétta- mann DB um Landsbankamálið. ..Rannsókn málsins heldur áfram þrátt f.vrir þau þáttaskil sem urðu með því er .gæzluvarð- haldinu var aflétt af Hauki," sagði rannsóknarlögreglustjóri. ..Talsverð vinna. m.a. úrvinnslu- vinna, er eftir. Þegar því er lokið fer málið sina leið til rikissak-. sóknara." Dagblaðið leitaði í gær til Hauks Heiðar og óskaði eftir að hann ræddi málið við fréttamenn hlaðsins. Haukur færðist undan að svara öllum spurningum. -ÓV/BS Skákþing íslands hafið: Jón L, Helgi og Haukur taldir sigurstranglegastir Skákþing íslands fvrir árið 1078 var sett i hinum nýju húsa- kvnnum Skáksambands íslands i gærkvöldi. Þar mun keppni i landsliðs- og áskorendaflokki fara framCen keppni í öðriim flokkum hefst um na>stu helgi að Crensás- vegi 46. Keppendur í landsliðsflokki eru samkvæmt töfluröð’: Helgi Ölafsson. Jóhann Örn Sigurjóns- son. Björn Sigurjónsson. Sigurður Jónsson. Asgeir Þór Arnason. Þórir Ölafsson. Björgvin Víglundsson. Jón L. Arnason. Jóhann Hjartarson. Haukur Angantýsson. Margeir Pétiirs- son og Bragi Halldórsson. 1 fyrstu umferð vann Helgi Braga. Haúkur vann Björn og jafntefli gerðú Jón og Asgeir. Þórir og Björgvin. Jóhann Örn og Margeir. Skák Jóhanns Hjartar- sonar og Sigurðar fór í bið. Mesta athvgli vekur þátttaka Jóns L. Arnasonar en hann varð eins og kunnugt er íslands- meistari i fvrra. Hatikur Angan- týsson er nú með að nýju en hann vann titilinn 1076. Haukur er nú- verandi Re.vkjavíkurmeistari og þvi mjög líklegur til afreka Einnig leikur tnönnum forvitni á því að sjá hvort Helga Ölafssyni takist nú loks að vinna Islands-' j)ingið en tindanfarin þrjú ár hefur hann. alltaf rétt misst af hnossinu. AA frjálst, óháð dugblað FÖSTUDAGUR 17. MARZ 1978 Nota páska* fríið tilað reka smiðshöggið á bók um ísland IJm páskana verður hér á landi rúmlega 100 manna hópur nem- enda og kennara Norræna lýðhá- skólans í Kungalv í Svíþjóð. Hópurinn ketnur í kvöld undir fararstjórn rektors skólans, dr. Magnúsar Gíslasonar. í vetur hefur skólinn haft ..island . land og þjóð“, sem aðal námsefni. Hafa nemendur viðað að sér margvíslegum fróðleik um land og þjóð. í íslandsferðinni um páskana stendur til að reka smiðs- höggið á þetta starf og skrifa síð- asta kaflann í bók um ísland. Sú bók gæti orðið grundvöllur að kennslubók um ísland i Skandi- navíti. Hópurinn mun ferðast nokkuð meðan hann verður hér, en hann samanstendur af 8 námshópum með kennara. Einn hópurinn verður til dæmis í sveit i Borgar- firði og annar verður í Vest- mannae.vjum. Ætla nemendurnir að freista þess að ná tali af ýms- um frammámönnum. Mennta- málaráðherra býður öllum hópn- um til matarveizlu. Hópurinn mun hafa aðsetur hjá Námsflokkum Reykjavíkur í Mið- bæjarskólanúm. IJm 150 nem- endur frá tslandi hafa stiindað nám við Norræna lýðháskólann i Kungálv. -ÖV „Borgaralisti” fólks úröllum flokkum íKópavogi „Mjögsterkt framboð” -segirSiguröur Helgason „Þetta er mjög sterkt framboð fólks úr öllum flokkum." sagði Sigurður Helgason lögfra>ðingur í viðtali við DB í ga>r. Borgaralist- inn fvrir bæjarstjórnarkosningar í Kópavogi er kominn fram. í 1. sa>ti er Sigurjón Hilaríus- son kennari. sem er bæjarfulltrúi Samtakanna nú. Jón Arntann Héðinsson. þingmaður Alþýðu- .flokks. er i 4. sæti. Sigurður Helgason er í 5. sa>ti. en hann var fvrrum hæjarfulltrúi Sjálfsta>ðis- manna. Björn Einarsson fram- kvæmdastjóri. fvrrum bæjarfull- trúi Framsóknar, er í 7. sa>ti. í efstu sa>tum þessa óháða borgara- lista eru auk þess margir úr Sjálf- sæðis- og Framsóknarflokki. í 2. sa>ti er Alexander Alex- andersson verkstjóri, sjálfsta'ðis- maður. Sigurður Einarsson tann- smiður skipar 2. sætið, en hann er úr röðum framsóknarmanna. Siðan koma Jón Armann og* Sigurður Helgason. t 6. sa>ti er Birna Ágústsdóttir tækniteiknari. Þá kemur Björn Einarsson í 7. sa>ti. Guðlaugur Guðmundsson kennari i 8.. Hrefna Pétursdóttir húsmóðir i ‘l., Hákon Hákonarson auglýsingateiknari i hinu 10. og Hinrik Lárusson sölumaður í 11. sæti. Listinn er fullskipaður. 221 frambjöðendum. - HH

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.