Dagblaðið - 21.03.1978, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 21.03.1978, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 21. MARZ 1978 ---------------------------------- Oddný Guðmundsdóttir skrifar: Islenzkum fræðimanni varð einu sinni hugsað til þess á fjölmennum fundi erlendis, að hann var eini maðurinn á því þingi, sem hafði hrageyra. ,,Ég átti mér, þrátt f.vrir allt, mína purpurakápu,“ segir hann í snjöllu ljóði. Það kemur vist stundum fyrir, að Islendingur gleðst í hjarta sínu vegna uppruna síns. En ekki man ég eftir, að sú tilfinning gripi mig verulega nema einu sinni, þegar ég dvaldi erlendis. Ég var á ferðalagi með Norræna lýðháskólanum sum- arið 1936. Við fórum um Þýzka- land. I Flenshorg sáum við Hitlersæsku þramma um göt- urnar, í mórauðum stökkum, beljandi stríðssöngva. Daginn eftir vorum við í Hamborg og gistum eitt þeirra sæluhúsa. sem ætluð voru ungu ferða- fólki. Þangað kom þýzkur mennta- maður, sem dvalið hafði á tslandi, og gaf sig á tal við Norðurlandafólkið. Hann spurði sérstaklega, hvort nokk- ur tslendingur væri með í för- inni. og skrafaði við mig góða stund. Ég sagði honum, hvað horið hafði fyrir okkur í Flens- borg. Hann spurði, hvernig mér hefði geðjazt að skrúðgöng- unni. Okkur hafði verið ráðlagt að gæta hófs í tali við Þjóðverja um nasistatilburði þeirra. En svarið kom af sjálfu Aer: ..tslendingar hafa ekki harizt i margar aldir og læra alls ekki að drepa menn,“ sagði ég. Enginn, nema tslendingur, hefði getað haft þetta svar á reiðum höndum, svo einfalt sem það var. Og mér fannst, um leið og ég sagði þetta, að islenzkur t ríkisborgararéttur væri dýrmætustu mannrétt- indi, sem til eru á þessari jörð, sú purpurakápa, sem ég síðast léti af hendi af gjöfum og gæðum þessa heims. Eg var þarna eini tslending- urinn. En ég held, að fvrir fjörutíu árum hefðu flestir tslendingar litið Hitlerspiltana sömu augum og ég og lofað hamingjuna f.vrir, að enginn islenzkur drengur þurfti áð þramma svona í mórauðu stríðsmannagervi, eins og montið fífl, hótandi mannkyn- inu píslum og dauða. Þessi fjörutíu ár eru meir en helmingitr ævi minnar. Þó finnst mér þau ekki ýkja löng. Og ég gle.vmi því oft, að mikill hluti þjóðarinnar var ekki fæddur þá. En það er einmitt sá Burt með nasistatil- burði og amerískar hermannaskyrtur hluti þjóðarinnar. sem snjallir kaupsýslumenn senda kveðju sína: Við höfum hermannaskvrtur handa vkkur. hermannapeysur. hermannaúlpur. byssur — — Fvrir nokkrum árum hitti ég dreng. sem kvaðst hafa von um að geta eignazt hermánna- skyrtu frá Víetnam. (Mér skild- ist þó, að hann ætlaði ekki að vera í henni) Þó hélt ég. þegar farið var að auglýsa hermanna- sk.vrtur, að þetta væri nafnið tómt, til dæmis bara sk.vrtur með fjórum vösum. og þar við sæti. En viti menn! Þessar skvrtur eru greinilega merktar Banda- ríkjaher, ýmist landher, sjóher eða lofther. af ýmsum stærðum og gerðum, ætlaðar bæði piltum og stúlkum. Eg sá ofurlítinn hóp sumarle.vfisfólks, þar sem hver maður var greinilega merktur Bandarikjaher. Mér er raunar sagt, að slíkar spjarir komi frá fleiri her- skvldulöndum en Bandaríkjun- um. Enda er ekki að heyra. að hollusta við svokallað varnarlið sé eina ástæðan til þessa farald- urs. Hins vegar misskilja sumir útlendir ferðamenn það, þegar þeir sjá afgreiðslufólk merkt Bandaríkjaher og halda, að ts- lendingar verði að klæðast svo vegna herstöðvanna. — Eftir fvrri heimsstyrjöld- ina hevrðist það oft. að stríðs- rómantík væri úr sögunni. Merkir rithöfundar lýstu stríð- inu blekkingalaust. Hildarleik- ur og sverðasöngur voru nefnd- ir sínum réttu nöfnum. Þá kom nasisminn með nýja lofsöngva um rýtinga og byssustingi. En fregnir af fangabúðum gerðu að engu vinsældir þeirra söngva. þegar yfir lauk. Og tíminn leið. Hvernig hefur það gerzt á siðustu árum. að margt fólk er orðið kærulaust f.vrir fregnum af ofbeldi og grimmd? Sækist eftir slíku. í máli og mvndurn. ónæmt fyrir þjáningum annarra? Þó að ekki sé nema örstutt siðan IJSA Airforce lé’t sprengjum rigna yfir berfætt börn og annað lifandi fólk í- Víetnam, stendur ungur menntamaður. piltur eða stúlka, framan við búðarborð og biður um að skyrtan sé merkt USA Airforce. Hvernig væri, að skólarnir re.vndu að viðra stríðsrómaník- ina af unga fólkinu með því að taka Gerplu inn í samfélags- fræðina? Hvernig hefur það gerzt, að ótrúlega margir tslendingar hafa á síðari árutn orðið hvim- leiðir og varasamir b.vssu- glópar? Eg skrifa þetta við her- bergisgluggann minn, þar sem ég átti heima fyrir rúmum fjörutiu árum. Það eru fjögur skotgöt á rúðunum. Húsið er í eyði á veturna. Vmsa hrollvekjandi drauma hefði mig getað dreymt við þennan glugga f.vrir rúmlega fjörutíu árum. Til dæmis elds- voða, landskjálfta eða hungrað bjarndýr utan af hafísnum. En aldrei hefði það hvarflað að mér í draumi, að menn kæmu til að skjóta af byssu inn um gluggann, úr því að Tvrkir hafa ekki látið á sér bæra hér við land í hálfa fjórðu öld. Þið, sem leikið hetjur með þvi að skjóta inn um glugga á mannlausu húsi, ættuð að líta í spegil og hugsa ykkur tvisvar um. áður en þið leggið næst af stað með sefjandi b.vssufreti sjónvarpsins í e.vrunum. Hvernig tókst nasistum að æsa æskumenn Þýzkalands upp i að klæðast mórauðu stökkun- um af hrifningu, sem óx stig af stigi. þar til ekki varð aftur snúið á ógæfubrautinni? Hvernig geta kaupahéðnar brosað af svo mikilli kunnáttu innan við búðarborðið, að ungur íslendingur gle.vmir þeirri purpurakápu mannhelgi og friðar. sem hann ber á herðum. og hvíslar hrærður: USA Airforce-sk.vrta er minn draumur, thank you. (í ágúst 1977). Það er fundið! Það erfundið! Nú get ég gætt mér á mint- jelly með sunnudagssteikinni! Friskandi bragði, sem tekur öllu öðru fram, að rabarbara- sultunni ólastaðri. Nú get ég skóflað í mig mint- jellyi og látið mig deyma um „gourmet" veitingastaði er- lendis, en þar hafa menn notað mint-jelly í aldaraðir, enda sið- aðir. Eg vil þakka DB fyrir að hafa leyft mér að lýsa eftir þessu í blaðinu, en vil taka það fram, að gæðavöru þessa er ekki hægt að fá hérlendis. Hún fæst hins vegar í úrvali. t.d. hjá Hilmans’ i Chicago, og þaðan er mín krukka upprunnin. Ég vil einnig skora á þá mat- vörukaupmenn, sem vilja telj- ast matvörukaupmenn með matvörukaupmönnum, að flytja inn þetta lostæti. - Pétursson Einu sinni enn: ÞAÐ HLÝTUR AÐ VERA TIL MINT JELLY Fyrir nokkru sá ég ekki annað ráð en leita á náðir DB með að fá að spyrjast fyrir um það hvort ekki væri til neitt mint-jelly 1 landinu. Mint-jelly er piparmyntu- hlaup sem þykir herramanns- Raddir lesenda matur með sunnudagssteikinni og er notað vlða um heim I þeim tilgangi. Enn hefur mér ekki borizt neitt svar en ég hreinlega neíta að trúa þvi að ekki sé til eitt einasta glas af mint-jellv I rtllu landinu þvi sumir þeirra kaup- manna. sem ég hef rætt við, hafa haft það á boðstólum og þekktu þvi þetta lostæti. Eg reyni þvi enn einu sinni^ ..ER VIRKILEGA EKKI TIL NEITT MINT-JELLY í LANDINU"????? -Pétursson. Frjáls útflutningur á kjöti og Austfirðingar Þórður Finarsson skrifar: Það voru gleðifrcgnir þegar sú fregn barst í Dagblaðinu að Tríton hf. hefði tekist að brjóta einokunarhring Sambandsins og flutt út hundrað tonn af ís- lensku dilkakjöti til Dan- merkur gegn staðgreiðslu eða cif-verði gegn bankatrvggingu, níu krónur danskar kilóið, nær helmingi hærra verð en áður hefur þekkst. Það ætlaði að ganga illa að fá útflutningsleyfi, því eins og menn vita er Sambandið nær allsráðandi útflytjandi á ís- lensku kjöti. nema því sem Sláturfélag Suðuriands hefur fengið frá sinum samböndum meðal iiænda. Eins og áður er tekið fram var útkoman sú að sláturfélagið seldi Tríton hf. þessi hundrað tonn gegn cif- greiðslu og bankatryggingu i dönskum banka. Þetta kom Sambandinu og einkasölu þeirra mjög illa þar sem umboðið Knud Knudsen. Ködbyen í Kaupmannahöfn, hafði á lager ca hundrað og fimmtíu tonn sem það gat ekki selt í Danmörku og ákvað því að selja tuttugu og fimm tonn til Noregs frá Kaupmannahöfn og sýna þar með að það seldi kjötið á hærra -verði en Tríton eða 9/25 kg. En hvers vegna seldi StS ekki kjötið beint frá tslandi? Hvað er mikill kostn- aður kominn á kjötið við Knud- * sen-milliliðinn. kunnugir telja að hér sé um fimm þúsund króna tap eða meira sem skellur á bændur eða ríkií.sjóð. Svo er ekki upplýst hvernig norska salan er, hún lýsir að minnsta kosti vandræðum StS með að halda áfram blekking- um sínum. Eins og allir vita hefur StS i Kaupmannahöfn miðstöð fyrir islenskt kjöt, kjöt þetta er selt í einkasölu til Knud Knudsen, Ködbyen í Kaupmannahöfn, og er kjötið selt þar af lager. Nú hefur StS látið prenta upp- skriftir — pésa — þar sem veitt er tilsögn með matreiðslu á ís- lenska kjötinu og er tekið fram að kjötið sé aðeins selt hjá Knud Knudsen i Ködbyen sem sé einkainnflytjandi. Greiðsla kemur svo eftir dúk og disk þegar varan er seld og allur kostnaður er frádreginn. svo eru milljónahundruð innheimt af ríkissjóði á jafnaðargreiðslu til StS. Eins og ég benti á í grein í Dagblaðinu þann 16. apríl sl. er útflutningur á islensku kjöt al- gerlega óviðunandi eins og hann er framkvæmdur. .Stéttarfélag bænda hefur um langt skeið krafist verðhækk- unar á kjöti og miðað við visi- tölubú sem er alltof stórt, f.vrir vorn mælikvarða, en þeir sem ráða Stéttarfélaginu eru sams konar kröfukóngar og Kristján Thorlacius og Björn Jónsson og ættu bændur að losa sig við þá svo fljótt sem unnt er. Eins og ég hef bent á áður er mjög óráðlegt að trúa Samband- inu og kaupfélögunum f.vrir út- flutningi bænda án nokkurra skilvrða. Nú hefur ýmislegt gerst sem umtalsvert er. Búnaðarsam- band Austurlands hefur haldið fundi og er þar um alvarlega stefnubreytingu að ræða og sýnilegt af ræðum manna að þeir vita hvar skórinn kreppir og bentu flestir ræðumanna á hina ómögulegu milliliði sem ráða í Stéttarfélaginu. Er því tryggt að Búnaðarsamband

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.