Dagblaðið - 21.03.1978, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 21.03.1978, Blaðsíða 24
Srfálst, úháð dagblað ÞRIÐJUDAGUR 21. MARZ1978. „AUKAVELAR EINS FLOTINN LEYFIR” OG „Það er gifurlegur fjöldi sem ferðast á hina ýmsu staði bæði innanlands og til útlanda núna um páskana,” sagði Sveinn Sæmundsson, blaðafulltrúi Flugleiða. „Ómögulegt er að segja um hvað af þessu fólki ætlar á skiði og hvað til annars. Þetta er lengsta helgin á árinu og skólanemar fara heim til sín og menn heimsækja vini og kunningja. Vinsælustu staöimir hér innanlands til skíðaiðkana eru Akureyri, Húsavík og Isafjörður. t ferðir þangað er löngu upppantað og búið að setja aukavélar á skrá þangað eins og flotinn framast leyfir. Flugfélagið skipuleggur ekki helgarferðir um þessa helgi og því er fólkinu ekki séð fyrir hóteli nema sér- staklega sé farið fram á slíkt. Helgar- ferðirnar hefjast síðan aftur eftir mánaðamótin. Ég þori alls ekki að gizka á fjölda skíðafólksins á þessum stöðum en ég veit til dæmis að á Húsavík verða um 80 manns bara á hótelinu. Svo er töluvert um að menn fari til vina og kunningja og gisti þar. 40 manns fara frá okkur á skiði til Austurrikis. En sólarferðirnar eru vinsælli. Þannig verða um 290 manns frá okkur á Kanarieyjum um páskana. „Hvað geri ég svo, pabbi,” virðist hún> vera að segja unga daman á myndinni. Skyldu þau feðgin ekki ætla að skella sér einhvers staðar á skiði um páskana. Landinn sækir grimmt á skíði um lengstu helgi ársins Veðrið er nú samt það sem mestu ræður um hversu margir af þeim sem pantað eiga far láta verða af þvi að fara,” sagði Sveinn. Á Akureyri og Húsavik var að heyra á mönnum að þeir byggjust við miklu fjölmenni. Skíðahótelið á Akur- eyri rúmar um hundrað manns en auk þess gista eflaust einhverjir á hótelun- um inni í bæ eða hjá vinum og kunningjum. Á hótelinu á Húsavik er þegar fullbókað, eða bókað fyrir um 70 manns. Ekki er búizt við að miklu fleiri utanaðkomandi gisti bæinn. Á ísafirði reyndist ómögulegt að gizka á fjölda aðkomufólks. Mikið er um að brottfluttir ísfirðingar sæki bæinn sinn heim og gista þá hjá vinum og kunningjum. DS. Skákþingið: Helgi efstur Fimmta umferð skákþings tslands var tefld í gærkvöldi og urðu úrslit þessi: Jón L. vann Jó- hann Hjartarson, Haukur Angan- týsson vann Björgvin Viglunds- son, Margeir vann Þóri Ólafsson, Bragi Halldórsson vann Björn Sigurjónsson og jafntefli varð i skák Helga Ólafssonar og Ásgeirs Árnasonar. Skák Jóhanns Arnar og Sigurðar Jónssonar fór í bið. . Staða efstu manna er nú sú að Helgi Ólafsson hefur fjóra og hálf- an vinning. Haukur og Margeir hafa fjóra og Jón L. Árnason og Jóhann Hjartarson eru með þrjá. 1 áskorendaflokki er Ómar Jóns- son efstur með fjóira og hálfan vinning. Er keppnin þar mjög hörð eins og við var að búast en tveir efstu menn flytja'st upp í landsliðs- flokk að ári. Teflt er í hinum nýju húsakynn- um Skáksambands tslands að Laugavegi 71. Sjötta umferð verður tefld í kvöld og hefst taflið klukkan 19.30. Þá tefla meðal ann- arra saman Haukur og Jón L. og Margeir og Björgvin Víglundsson. Bimi Sigurjónssyni hefur ekki vegnað sem bezt á skákþinginu til þess. t 4. umferð var hann alger- lega heillum, horfinn og tapaði fyrir Jóhanni Emi i aðeins 14. leikjum. Við skulum sjá hvernig þetta átti sér stað: Hvítt: Jóhann Örn Sigurjónsson Svart: Björn Sigurjónsson Tízkuvörn. 1. e4 g6 2.d4 Bg73.Rc3 c6 4. Bc4 e6? 5. e5 d5 6. exd6 fr. hl. Dxd6 7. Re4Db4-?8. c3 De7 9. Bf4 Rf6 10. Rd6 — Kd8 11. Rf3 Rbd7? 12. Rg5 Hf8 13. Rdxf7 - Hxf7 14. Bd6 svartur gafst upp. Drottn- ingartap er óumflýjanlegt. Hvað skyldi þetta langleggjaða skilti með P-inu þýða? Ekki virðast allir ökumenn alveg klárir á því. Það þýðir að bannað er að leggja bifreiðum meðfram götu þeim megin. Alla vega er það hreinn dónaskapur að leggja við hliðina á skiltinu og þar að — DB-mynd Sv. Þorm. auki alveg úl við horn eins og þarna hefur verið gert. Afleiðingarnar voru þær i þessu tilfelli að flutningabíllinn sem var að koma frá höfninni gat sig hvergi hreyft. Lögregluþjónninn og bilstjórinn messa þarna yfir vandamálinu. Sundlaugarsöf nun fyrir Kópavogshæli: ÁKVEÐIÐ AÐ TAKA VIÐ GJÖFINNI Stjórnarnefnd rikisspitalanna ákvað á fundi sinum fyrir helgina að taka á móti sundlauginni fyrir Kópavogshæli sem safnað hefur verið fyrir undanfarnar vikur. Þannig mun langþráður draumur forráðamanna Kópavogshælis um að eignast sundlaug fyrir vistmenn rætast í vor. Það er brezki diskótekarinn á Óðali, John Lewis, sem var aöalhvatamaður- inn að söfnuninni fyrir sundlaugina. Hann hefur notið góðrar aðstoðar Hrafnhildar Sigurðardóttur í sparisjóðs- deild Landsbankans. Fjöldinn allur af fólki og fyrirtækjum hafa gefið í söfnun þessa og hjálparstofnun kirkjunnar hefur einnig lagt henni lið. Söfnunin er fyrir nokkru komin á það stig að andvirði laugarinnar er fyrir hendi. Einnig fé til þess að koma henni fyrir þar sem stjórnarnefndin ákveður. seinna i vor. Enn hefur ekki verið ákveðið hvort reynt verður að koma lauginni undir þak.en samkvæmt upplýsingum forráðamanna hælisins myndi slik sundlaug koma að mun betri notum fyrir hæliðen útisundlaug. A.Bj. Dugnaðarforkurinn John Lewis, sem safnaði fyrir sundlaug handa vistfólkinu á Kópavogshæli með aðstoð islenzkra HÁLKA LÉK ÖKUMENN GRÁTTÁ SUÐUR- NESJUM Mikla hálku gerði á Suðurnesj- um i gær, bæði á Reykjanesbraut- inni og í bæjunum, t.d. Keflavik. Urðu af þessu ótal umferðaróhöpp en menn sluppu að mestu við meiösli. Þrír bilar ultu út af vegum utan bæja, jeppi valt á Sandgerðis- heiði, VW-bíll á Reykjanesbraut og Bronco við bæjarmörk Kefla- víkur út til Garðs. Ýmis óhöpp urðu svo innanbæ jar í Keflavík. Eginatjón er talsvert í þessum óhöppum, en sem fyrr segir sluppu menn við meiðsli. ASt V____ Þegar eiginkonan brast í grát í dómsal birtist eiginmaðurinn og truflaði réttarhald: Fékk nótt í steininum og 80 þúsund kr. sekt Islenzk kona og erlendur maður hennar eiga nú ógreiddar sektir til rikissjóðs samtals að upphæð 100 þúsund krónur og auk þess þarf konan að sæta tveggja mánaða ökuleyfiis- sviptingu. Dómurinn yfir konunni er vegna umferðarlagabrots er hún átti sök á en sektardómurinn yfir manni hennar er vegna reiðiskasts er greip hann er kona hans brast i grát eftir dómsuppkvaðninguna. . Það var á dögunum sem einn af hinum pilsklæddu dómurum Saka- dóms Reykjavikur kvað upp dóm yfir konunni. Hafði hún reynzt sek um að hafa í nóvember 1976 ekið í veg fyrir aðra bifreið með þeim afleiðingum að hún og fjórir aðrir slösuðust. Dómurinn yfir konunni hljóðaði upp á 20 þúsund kr. sekt og 2 mánaða ökuleyfissviptingu. Úti fyrir dómsalnum beið eigin- maður konunnar sem er útlendingur. Er dómarinn hafði tekið næsta mál fyrir óð hann í réttarsalinn og hellti sér yfir dómarann vegna þess að kona hans hafði brostið í grát er hún kom fram á ganginn. Var honum bent á að réttarhald stæði yfir sem hann væri að trufla. Sinnti hann þvi engu, þuklað. inn á sér eins og hann leitaði að einhverju, en hélt áfram reiðilestr- inum yftr dómaranum. En þar kom að hann hvarf sjálfviljugur á braut. Síðar um daginn var þessi maður sóttur heim úrskurðaður til gæzlu í Síðumúla eina nótt, en í gær var kveðinn upp yfir honum dómur fyrir truflun á réttarhaldi og óvirðingu við dómara. Hlaut útlendingurinn 80 þúsund króna sektardóm. —ASt.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.